Þjóðviljinn - 27.01.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 27.01.1983, Side 11
Fimmtudagur 27. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Litið á neðri deildir Á þriðjudögum höfum við haft fyrir venju í umfjöllun um ensku knattspyrnuna og birta stöðu efstu liða í 3. og 4. deild til að gera les- endum kleift að fylgjast reglulega með hvaða lið eru þar í toppbar- áttu. Mörg þekkt félög leika í neðri deildinni, sum þeirra hafa orðið enskir meistarar eða bikarmeistar- ar, önnur leikið lengri eða skemmri tíma í 1. deild. Hér á eftir fer stað- an í 3. og 4. deild eins og hún er í dag og til gamans feitletrum við þau lið sem leikið hafa í 1. deild. 3. deild: Lincoln..........24 17 1 6 54-22 52 Cardiff...........25 15 4 6 45-34 49 Huddersfield......25 13 7 5 49-28 46 Portsmouth........25 14 4 7 40-30 46 Bristol R.........26 13 5 8 57-34 44 Oxford............24 12 7 5 42-26 43 Newport...........25 12 6 7 43-32 42 Wigan.............26 12 2 12 45-41 38 Brentford.........26 10 6 10 56-47 36 Southend..........25 10 5 10 37-32 35 Gillingham........26 9 7 10 31-30 34 Plymouth..........24 10 4 10 35-42 34 Orient............26 10 3 13 34-55 33 Bradford C........25 8 8 9 38-40 32 Exeter............27 7 10 10 47-60 31 Sheff.Utd.........23 8 6 9 28-29 30 Wrexham...........25 7 9 9 23-36 30 Bournemouth.......26 8 6 12 27-44 30 Chesterfield.....25 6 8 11 28-31 26 Doncaster.........26 6 8 12 40-51 26 Reading...........26 6 8 12 38-52 26 Walsall...........24 6 7 11 30-43 25 Preston N.E.......25 5 7 13 32-45 22 Millwall.........25 4 10 11 27-42 22 4. deild: Hull City.........27 15 8 4 44-20 53 Bury..............27 15 7 5 47-22 52 Port Vale.........26 15 6 5 37-17 51 Wimbledon.........26 14 6 6 49-30 48 Scunthorpe........24 13 7 4 36-18 46 Swindon...........25 13 7 5 37-21 45_ Colchester... 27 13 6 8 41-31 45 Torquay...........25 11 5 9 37-36 38 York City.........24 9 8 7 44-33 35 Petersborough.....25 9 8 8 28-24 35 Chester...........27 10 5 12 32-30 35 Halifax...........25 9 7 9 37-35 34 Mansfield.........26 10 4 12 30-40 34 Stockport.........26 9 6 11 35-43 33 Aldershot.........25 8 8 9 31-42 32 Northampton.......25 7 10 8 36-39 31 Rochdale..........27 7 8 12 35-46 29 Blackpool.........25 8 6 11 30-37 28 Hartlepool........26 7 6 13 25-44 27 Tranmere..........26 7 4 15 30-46 25 Bristol City......27 4 11 12 29-48 23 Darlington........25 5 7 13 29-40 22 Crewe.............26 6 4 16 30-44 22 Hereford..........26 6 4 16 22-46 22 Þrjú lið komast uppúr 3. deildinni en fjögur flytjast milii 3. og 4. deildar. Fjögur neðstu liðin í 4. deild verða ávallt að sækja sér- staklega um að fá að leika áfram í deildinni. Þau missa þó sjaldan sæti sín. Wigan er yngsta liðið í deilda- keppninni, fékk inngöngu 1978 í stað Southport. Wimbledon kom í stað Workington 1977, Hereford í stað Barrow 1972 og Cambridge, sem nú leikur í 2. deild. fékk sæti Bradford Park Avenue, sem leystist upp fyrir nokkrum árum, árið 1970. -VS / ■ ■ 5,1 Umsjón: Viöir Sigurösson Sætur sigur á Dönum í gærkvöldi: Varði þrjú víti í fyrri hálfleik „Eftir lcikinn voru allir sam- niála, íslcnskir sem danskir, um að íslenska liðið hefði sýnt góðan leik og sigrað verðskuldað. Þetta var skemmtilegur leikur og gaman að fylgjast með honum“, sagði Gunn- ar Gunnarsson, annar fararstjóra íslenska landsliðsins í handknatt- leik þegar Þjóðviljinn ræddi við hann í gærkvöldi. íslendingar unnu sætan sigur á Dönum, 19:18, þegar þjóðirnar mættust í Fredrikssund við Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Þetta var fyrri leikur þjóðanna í Norðurlandaferð landsliðsins, sá síðari verður í Nýköping á Falstri í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upp- hafi en síðan tók ísland forystuna. Danirnir áttuðu sig greinilega ekki á Hans Guðmundssyni, hann gerði mikinn usla í vörn þeirra og skoraði fjögur af fyrstu átta mörkum ís- lenska liðsins. fsland leiddi 11:8 í hálfleik og komst í 12:8, Danir minnkuðu muninn niður í tvö mörk en aftur komst ísland fjórum yfir, 16:12 og 17:13. Þá átti liðið möguleika á að ná fimm rnarka for- skoti en það tókst ekki og talsvert ráðleysi virtist koma í sóknar- leikinn. Úr 18:15 breyttist staðan í 18:17 en Alfreð Gíslason skoraði 19. markið með þrumufleyg. Danir fengu vítakast 12 sekúndum fyrir leikslok og skoruðu, 19:18, en ís- lensku strákarnir héldu knettinum það sem eftir var leiktímans. Markvarsla Einars Þorvarðar- sonar var stórkostleg allan tímann og varði hann m .a. þrjú vítaköst í fyrri hálfleiknum. Þá var vörnin fyrir framan hann geysisterk og náði vel saman. Leikin var „flöt“ vörn allan tímann og gafst vel. Sóknarleikurinn var rnjög góður í fyrri hálfleik og þokkalegur í þeirn síðari en liðið lék mjög „taktískt" að sögn Gunnars. Hans var afar atkvæðamikill og Alfreð sýndi góðan leik. Danska vörnin kom ekki eins vel út á móti skyttunum og í leikjunum hér heima og það notfærði Alfreð sér vel. „Keyrði" betur inní vörnina en oftast áður. Kristján Arason stóð fyrir sínu og mataði félaga sinn, Þorgils Óttar Mathiesen, vel á línusendingum sem sá síðarnefndi kunni vel að meta. Hornamennirnir, Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Guð- mundsson og Ólafur Jónsson áttu mjög erfitt uppdráttar þar sem Danir „klipptu" á þá framarlega. Hans var markahæstur með 6 rnörk, Alfreð og Þorgils Óttar skoruðu 4 hvor, Kristján 2, Bjarni, Ólafur og Sigurður Sveinsson eitt hver. - VS Villa náði í stórbikarinn Evrópumeistararnir í knatt- spyrnu, Aston ViIIa frá Englandi, tryggðu sér sigur í „Super-Cup“, Stórbikarkeppni Evrópu, með því að sigra Barcelona frá Spáni, sig- urvgarana í Evrópukeppni bikar- hafa, 3-0 á Villa Park í Birmingham í gærkvöldi. Villa vann þar með samanlagt 3-1 því Barcelona sigr- aði í fyrri leiknum á Spáni, 1-0. Lengi vel stefndi allt í marka- laust jafntefli í gærkvöldi en ellefu mínútum fyrir leikslok tókst Gary Shaw að skora fyrir Villa, 1-0, og jafna út forskot Spánverjanna. Þannig var staðan að loknum venj- ulegum leiktíma og því framlengt. I fyrri hluta framlengingarinnar skoraði Villa tvívegis, fyrst Gor- don Cowans eftir níu mínútur, síð- an skoski miðvörðurinn Ken McNaught, mínútu fyrir hlé. Ríflega 30.000 manns fylgdust með leiknum. _yg Atta drengir af Suður- nesjum meðal Hollandsfara Islenska drengjalandsliðið í körfuknattleik er á förum til Hol- lands þar sem það leikur fjóra landsleiki við þarlenda jafnaldra sína. Piltarnir eru fæddir árin 1966 og 1967 og er ferðin liður í undir- búningi fyrir Evrópukeppnina sem fram fer hér á landi 2.-4. apríl nk. Ellefu drengir fara utan og vekur þar mesta athygli að átta þeirra koma frá Suðurnesjum, Keflavík, Grindavík og Njarðvík. Liðið er þannig skipað: Sævar Guðbergsson, Matti Ó. Stefáns- son, Sigurður Ingimundarson, Skarphéðinn Héðinsson og Guðjón Skúlason frá K'eflayík, Sigurður Ingimundarson. Hjálmar Hallgrímsson og Jóhann- es K. Sveinsson, Grindavík, Hreiðar Hreiðarsson, Njarðvík, Karl Guðlaugsson, ÍR, Ómar Scheving, KR,og Heimir Jónasson, Val. Einn þessara drengja, Sigurð- ur Ingimundarson, hefur þegar fengið eldskírn sína í úrvals- deildinni með Keflvíkingum. Hann á ekki langt að sækja leiknina, bróðir hans, Valur, er í hópi okkar bestu körfuknattleiksmanna. Þjálfarar liðsins eru Einar Bolla- son og Torfi Magnússon en farar- stjóri Kristinn Stefánsson. Fyrsti leikurinn fer fram annað kvöld en sá síðasti á mánudag. Þróttarar vilja gervigrasið Á fundi í stjórn knattspyrnu- deildar Þróttar 20. janúar 1983 var gerð eftirfarandi samþykkt: Stjórn knattspyrnudeildar Þrótt- ar lýsir eindregnum stuðningi við áform meirihluta borgarstjórnar að hefja byggingu gervigrasvallar í Laugardalnum á árinu 1983. Bygg- ing þessi sýnir stórhug og á eftir að efla knattspyrnuna hér í Reykjavík urn ókomin ár. Þá harmar stjórnin þá andstöðu sem fram hefur komið við þetta mál og telur það sýni vanþekkingu og vanmat á störfum íþróttafélag- anna í borginni og einnig virðingar- leysi við það starf sem þar er unnið í þágu þúsunda ungmenna borgar- innar. Alan Ball aftur heím Alan Ball, knattspyrnukappinn kunni sem varð heimsmeistari með Englendingum fyrir tæpum 17 árum, er kominn til Englands á ný og farinn að leika í deildakeppn- inni. Hann hefur gert samning við 3. deildarliðið Bristol Rovers og leikur með það út kcppnistíma- bilið. Ball er 37 ára gamall og lék með Southampton þar til skömmu fyrir jól er hann lýsti yfir því að ferli hans í ensku knattspyrnunni væri lokið. Þá hélt hann til Hong Kong og lék með Eastern en heimþráin varofmikil. Ball.sem varumstutt- an tíma framkvæmdastjóri og leikmaður með Blackpool, hefur hug á að taka við stjórn eða þjálfun hjá einhverju deildaliðanna í Eng- landi næsta vetur. - VS Miiller slasaður Peter Muller, svissneski brun- kappinn sem hefur forystu i heimsbikarkeppninni á skíðum, féll og slasaðist á æfingu í ólympíu- brautinni við júgóslavnesku borg- ina Sarajevo í gær. Muller fékk heilahristing og nef- brotnaði er hann var á léttri æfingu fyrir brunkeppni í heimsbikarnum sem fram fer í Sarajevo í dag. ÍS vann Víkfng ÍS vann léttan sigur á Víkingi þegar félögin mættust í 1. deild kvenna í blaki í fyrrakvöld. Leiknum lauk 3-0, ÍS vann hrin- urnar 15-5, 15-4 og 15-7. ÍS hefur 18 stig úr tíu leikjum en Þróttur 16 stig úr 8 leikjum, en þessi félög berjast um íslandsmeistaratitilinn. -VS Sætur sigur Þórsara B-lið KR í körfuknattleik hefur verið Þórsurum frá Akureyri mikill þyrnir í augum undanfarin ár. Þessi tvö lið laðast hvort að öðru þegar dregið er í bikarkeppni KKÍ og svo var einnig nú. KR hefur ávalit sigrað hingað til en í gær- kvöldi unnu Þórsarar sætan sigur á „gömlu refunum“ í Hagaskólanum, og það öruggan, 98-77. Einn leikur fer frarn í úrvals- deildinni í kvöld. Efsta liðið, Val- ur, leikur við það neðsta, ÍR, í Hagskólanum kl. 20. Verður fróð- legt að fylgjast með hvernig Pétri Guðmundssyni gengur gegn sínum gömlu félögum í Val. -VS

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.