Þjóðviljinn - 03.02.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 03.02.1983, Qupperneq 10
• 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. febrúar 1983 —MFA— Nám í verkalýðsskólum Genfarskólinn 1983 Árlegt námskeið norræna verkalýðsskólans í Genf verður haldið næsta sumar á tímabilinu 21. maí - 2. júlí. Þátttakendur eru frá öllum Norðurlöndum. Skólinn starfar í tengslum við þing Alþjóðavinnumálastofnun- ina (ILO), sem haldið er á sama tíma. Nemendur dvelja 1. viku skólatímans í Danmörku og síðan í Sviss. MFA greiðir þátttökugjald, en nemendur greiða ferð- akostnað til og frá Danmörku. MFA á rétt á tveimur námsplássum. Nauðsynlegt er að þátttakendur hafi gott vald á dönsku, sænsku eða norsku. Enskukunnátta er æski- leg. Ætlast er til að þátttakendur séu virkir félagsmenn í samtökum launafólks með reynslu í félagsmálastörf- um og hafi áhuga á norrænni og alþjóðlegri samvinnu. Manchesterskólinn 1983 MFA hefur fengið boð, þar sem tveimur íslendingum er gefinn kostur á skólavist á námskeiði Manchester- skólans, sem verður á tímabilinu 29. apríl - 22. júlí n.k. Námskeiði Manchesterskólans er ætlaö að kynna fé- lagsmönnum verkalýðssamtakanna í Danmörku, Finnlandi, Noregi, íslandi og Svíþjóð, breskt samfé- lag, félagsmál og stjórnmál í Bretlandi, breska verka- lýðshreyfingu auk enskunáms. Nokkur enskukunnátta er nauðsynleg. Þátttakendur greiða sjálfir þátttökugjald og ferða- kostnað. Umsóknum um skólavist á Genfar- skólann og Manchesterskólann ber að skila til Skrifstofu MFA Grensásvegi 16, 108 Reykjavík fyrir 20. febrúar n.k. Nánari upplýsingar um þessa skóla eru veittar á skrif- stofu MFA, sími 84233. Menningar- og fræðslusamband alþýðu. Árshátíð og þorrablót ABR Árshátíð og þorrablót Alþýðubandalagsins í Reykjavík verða haldin í Snorrabæ við Snorrabraut (Austurbæj- arbíóhúsið), föstudaginn 4. febrúar. Húsið opnað klukkan átta — borðhald hefst klukkan hálfníu. Hljómsveitin Ásar leikur fyrir dansi til klukkan þrjú. Sigurdór Stefán Veislustjóri: Sigurdór Sigurdórsson blaðamaöur á Þjóðviljanum Dagskrá undir borðum: Elgurinn vaðinn: Stefán Jónsson, alþingismaður. Nokkrar forvaldar kersknisvísur Lygasaga mánaðarins Samkvæmisleikir milli atriða Vegna húsrýmis kemst takmarkaður fjöldi gesta á hátíðina. Áhugafólki er bent á að panta miða sem fyrst að Grettisgötu 3, sími 17500. Athugið að aðeins eru fáir miðar eftir. Aðgöngumiða verður helst að vitja á skrifstofu ABR fyrir kl. 17 í dag. fFrá Rauðsokka- hreyfingunni Miðstöð Rauðsokkahreyfingarinnar hvetur allar konur sem hafa verið virkar í hreyfingunni á undanförnum árum, að koma á fund fimmtudaginn 3. febrúar kl. 20.30 í Sóknarsalnum Freyjugötu 27. Dagskrá: 1. Fjárhagsstaða hreyfingarinnar. 2. Uppgjör. Miðstöð 1468% hækkanir á fjórum árum til almennings Verðlagseftirlit með Landsvirkjim Iðnaðarráðherra leggur til eftirlit með verðlagningu Ég hef lagt fram tillögu í ríkis- stjórn að verðlagsákvarðanir Landsvirkjunar verði háðar verðlagseftirliti einsog verð á ann- arri þjónustu, sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra í umræðu um verðlagshækkanir raf- orku hjá Landsvirkjun á alþingi í fyrradag. Það var Ólafur Þ. Þórðarson sem kvaddi sér hljóðs utan dagskrár vegna tíðra hækkana á raforku frá Landsvirkjun að undanförnu. Hjörleifur Guttormsson sagði það rétt vera að á 3 árum með 29% hækkuninni væri komin 600% hækkun. Landsvirkjun hefði boðað að hækkanir á þessu ári væru í allt 125.9%. Og þá hefðu orðið hækkanir sem nema 1468% á fjórum árum. Þessar hækkanir verði Landsvirkjun með því að hún hefði markmið um hallalausan rekstur og til að ná því markmiði þyrfti svona ofboðslegar hækkanir. Fyrirtækið hefði tekið erfið lán, lán sem nema 341 miljón dollara, þarfaf 65% í bandarískum doll- urum. Hækkun nú á almenning meiri en nemur verðinu til Alusuisse Verðið á kílówattstund til Alu- suisse nemur 12 aurum, en til al- menningsveitna er það 65.40 aurar. Hækkunin ein nú nemur 14.7 aurum eða tveimur og hálfum eyri meira en verðið á kwst. til álhringsins! Það er ósanngjarnt, sagði Hjörleifur, að íslenskur al - menningur skuli skattlagður til að greiða niður tapið af raforku- sölu Landsvirkjunar til Alusuisse. ísal kaupir helming allrar raforku- framleiðslu frá Landsvirkjun. Og með þessu lagi greiðir almenningur í landinu niður orkuna fyrir Isal. Þetta er gert þrátt fyrir það að hækkanir nemi 600% á þremur árum. Það er af þessum ástæðum, sagði Hjörleifur, sem ég hef lagt til í ríkisstjórninni að raforkuverð verði hækkað einhliða til AIu- suisse. Þá gat ráðherrann þess, að hann hefði einnig lagt til í ríkisstjórn að verðlagning Landsvirkjunar verði háð almennum verðlagsákvæðum, lögum og reglum um eftirlit eins og sjálfsagt væri. Væntanlegt væri frumvarp þessa efnis innan skamms. Birgir Isleifur Gunnarsson vildi ekki fallast á að almenningur væri að greiða niður raforku fyrir ísal. Guðmundur G. Þórarinsson tók einnig þátt í þessari umræðu, sem var frestað. - óg. Um ráðunaut í öryggis- og varnarmálum Miljónir manna taka höndum saman og mótmæla vopnakapphlaupinu, sagði Guðrún Helgadóttir - Ég vil einungis að sjálfsögðu lýsa yfir andstöðu Alþýðubanda- lagsins við þetta mál sagði Guðrún Helgadóttir í fyrri ræðu sinni. Það þarf ekki að segja neinum íslend- ingi að við teljum okkur ekki þurfa að leysa okkar mál með embætti ráðunautar ríkisstjórnarinnar í öryggis- og varnarmálum, sagði Guðrún enn fremur. Sagði Guðrún að það ætti að þakka fyrir þann tilfinningahita sem hefði rekið Alþýðubandalagið áfram allar götur frá því að landið missti sjálfstæði sitt að nýju. Sagði Guðrún að það væri ánægjuefni að talsmenn Sjálfstæð- isflokksins viðurkenndu hernaðar- legt mikilvægi íslands; það hefðu þeir ekki alltaf gert. Minnti hún á að Sjálfstæðis- flokkurinn hefði afhent Bandaríkj- mönnum \ frumkvæði í íslenskum málefnum og léð land undan ís- lenskri lögsögu. Sagði Guðrún að við þessari tillögu væri ekki til nema eitt svar, svar Alþýðubanda- lagsins. Við þyrftum að losna við bandaríska herinn af íslensku landi og ganga úr Nató. Jón Baldvin Hannibalsson sagði að hann hefði haldið að það væri fagnaðarefni fyrir flokk sem kennir sig við þjóðfrelsi, að hér væri lagt til að íslenskir aðilar framselji ekki í hendur öðrum að leggja mat á öryggishagsmuni þjóðarinnar. Því hefði verið lýst af skoðanabræðr- urn Guðrúnar áður, að . eðlis- breyting hefði orðið á umræðum um þessi mál að undanförnu, þar sem meira hefði verið byggt á upp- lýsingum hvers konar. Óg því væri stundum haldið fram, að þessar nýjuupplýsingarognýja þekking renni stoðum undir röksemdir her- stöðvaandstæðinga. Friðrik Sophusson sagðist ekki hafa átt von á því, að á alþingi væri til fulltrúi jafn gamalla viðhorfa í þessu máli og Guðrún Helgadóttir. Vitnaði hann síðan í ræður Ólafs Ragnars Grímssonar um nauðsyn þess að íslendingar öfluðu sér sjálf- stætt upplýsinga og legðu mat á þær. „Það er lágmarkskrafa að við tökum afstöðu á grundvelli þekk- ingar“, hafði Friðrik eftir Ólafi Ragnari og kvað hann hafa þannig undirstrikað þörfina fyrir því, að íslendingum beri skylda til að koma á sjálfstæðu stjórnvaldi, sem byggir á íslenskri þekkingu til að meta þessi mál. Guðrún Helgadóttir sagðist ekk- ert hafa minnst á þingflokk Al- þýðubandalagsins í máli sínu, held- ur hefði hún sagt Alþýðubandalag- ið. Það vildi nefnilega svo tii, að barátta íslenskra sósíalista, barátta íslenskra hernámsandstæðinga, hefði ekki bara farið fram í þing- flokki Alþýðubandalagsins; heldur taldi ég mig vera að tala fyrir munn þúsunda manna úti í þjóðfélaginu, sagði Guðrún. - Ég sagði ekkert um þingflokk Alþýðubandalags- ins. Ég hefði átt von á því, að fleiri úr þeim hópi væru staddir hér inni. Sagði Guðrún að hún þyrfti eng- an sérfræðing í varnar- og örygg- ismálum til að stórveldin jiiylji ekki yfir henni áróðursplötur og hún trúi þeim einsog nýju neti. Ég er alveg fullfær um það ein og sjálf, og svo er sem betur fer um miljónir manna um allan heim, sem nú hafa tekið völdin af stjórnmálamönnum og ætla að reyna að fara að berjast fyrir friði í heiminum af því að það hefur ekkert breyst í umræðu um þessi mál vegna tilkomu einhverrár nýrrar þekkingar. ítrekaði Guðrún, að ástæðulaust væri að setja á bak hennar allan þingflokk Alþýðubandalags- manna. „Þetta er skoðun Alþýðu- bandalagsmanna og fyrir hana tala ég hér á alþingi". Jón Baldvin Hannibalsson sagði það vera tíðindi þegar þingmaður í þingflokki Alþýðubandalagsins lýsi því yfir að hann sé málsvari Álþýðubandalagsmanna, en vilji á engan hátt láta bendla þann mál- flutning sin við tilvitnanir úr mál- flutningi formanns þingflokks Al- þýðubandalagsins, sem tilheyrði þá öðrum stjórnmálaflokki sam- kvæmt þessu. EiSur Guðnason sagðist ekki skilja hvernig hugsandi fólk gæti haft á móti því að upplýsinga væri aflað. Svavar Gcstsson rakti sögu hern- ámsins og hlut Sjálfstæðisflokksins í því. Svo lengi sem Alþýðubanda- lagið er Alþýðubandalag, þá mun það berjast fyrir brottför banda- ríska hersins. Þannig er það mál og til þess verða menn að taka tillit í íslenskum stjórnmálum. Þá tóku til máls Birgir ísl. Gunn- arsson, Eiður Guðnason, Svavar Gestsson, Friðrik Sophusson, Svavar Gcstsson og Aibcrt Guð- mundsson, sem vildi frekar auka samstarfið við vestrænar þjóðir en draga úr því. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.