Þjóðviljinn - 15.02.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Side 1
UOÐVIUINN „Best að hafa það á hreinu að við samþykkjum ekki að launafólk verði svipt verðbótum í mars, eins og frumvarpið gerir ráð fyrir“, segir Svavar Gestsson. Sjá 3 febrúar 1983 þriðjudagur 35. tölublað 48. árgangur Forsætisráðherra leggur fram vísitölufrumvarp Atlaga að stj ómarsamstarfinu Alþýðubandalagið vísar á bug afnámi vísitölubóta 1 mars Samkvæmt frumvarpi því sem forsætisráðherra lagði fram á þingi í gær er gert ráð fyrir að engar vísitölubætur verði greiddar í marsmánuði og næsta verðbóta- tímabil hefjist ekki fyrr en 1. apríl. Svavar Gestsson formaður Alþýðu- bandalagsins lýsir yfir því í viðtali við blaðið að Abl. samþykki ekki að launafólk verði svipt verðbótum á laun í mars, og miðstjórn flokks- ins segir í ályktun að tillögur for- sætisráðherra muni hafa alvar- legar afleiðingar fyrir stjórnarsam- starfið. Svavar Gestsson segir að Al- þýðubandalagið vilji taka upp ný- jan vísitölugrundvöll og gera breytingar á viðmiðunarkerfi launa. Hins vegar hafi ætíð verið um það rætt að gera slíkt í tengslum við heildarendurskoðun á verðmyndunarkerfinu í þjóðfé- laginu og heildarráðstafanir í efna- hagsmálum, og án þess að efna til sérstakrar kiaraskerðingar. Af hálfu Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn er ofurþungi lagður á að þrýsta frum- varpinu gegnum þingið til þess að hægt sé að afnema verðbætur 1. mars. Forsætisráðherra hefur ósk- að eftir því að fá að mæla fyrir því kl. 13 í dag, og Halldór Asgrímsson formaður fjárhags- og viðskiptan- efndar efri deildar boðaði í gær fund kl. 10 í dag um málið án þess að mælt hafi verið fyrir því á þingi. óg./ekh. Norðurlandskjördæmi eystra: Steingrímnr í fyrsta sætið Svanfríður Jónasdóttir varð í 2. sæti í forvali Alþýðubandalagsins Steingrímur J. Sigfússon jarðfræðingur varð í 1. sæti í síðari 6 Hver eru réttindi fólks til lífeyrisgreiðslna? Hrafn Magnússon framk væmdastj óri Almennra lífeyrissjóða svarar. 8 Fjallaðerum brottvikningu Ariel Sharons og stöðuna í Líbanon á erlendu síðunni. umferð forvals Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra. og Svanfríður Jónasdóttir bæjar- fulltrúi á Dalvík í öðru sæti. Að sögn Páls Hlöðverssonar for- manns kjörnefndar féllu atkvæði þannig: 1. Steingrímur J. Sigfússon jarðfræðingur, Rvík. 131 í 1. sæti og 238 alls. 2. Svanfríður Jónasdóttir bæjar- fulltrúi, Dalvík 121 í 1. og2. en 207 alls. 3. Helgi Guðmundsson trésmiður, Akureyri 117 í 1. til 3. en 142 alls. 4. Soffía Guðmundsdóttir tónlist- arkennari, Akureyri 147 atkvæði í 1. til 4. 5. Kristján Ásgeirsson útgerðar- stjóri, Húsavík 123. 6. Dagný Marinósdóttir húsfrú, Sauðanesi á Langanesi 122. 7. Erlingur Sigurðsson kennari, Akureyri 83 atkvæði. 8. Eysteinn Arnarvatni í kvæði. Sigurðsson, bóndi Mývatnssveit 74 at- Utan dagskrár í gærkvöldi: V ísitölufnimyarpið st j ómarfrumv arp? Svavar Gestsson mótmælir þeirri túlkun „Þar með er þetta stjórnarfrum- varp“, sagði Sverrir Hermannsson forseti neðri deildar alþingis í gær við fyrirspurn frá Matthíasi Á. Mathiescn um hvort vísitölufrum- varp forsætisráðherra skoðaðist sem stjórnarfrumvarp. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra sagði annars vegar að hann hefði engu við úrskurð forseta deildar- innar að bæta, en hins vegar sagði forsætisráðherra að þetta frum- varp væri ekki ríkisstjórnarfrum- varp í þeim skilningi að öll ríkis- stjórnin standi að því. Guðrún Helgadóttir óskaði eftir því að þinghlé væri gefið fyrir þingflokks- fundi en þeirri ósk hafnaði forseti deildarinnar. Svavar Gestsson sagði að þetta sérkennilega frum- varp væri auðvitað ekki stjórnar- fruinvarp heldur frumvarp forsæt- isráðherra. -óg Svavar Gestsson formaður Alþýðubandalagsins: Afstaðan tekin til gaum- gæfilegrar athugunar - Ef hæstvirtur forsætisráð- herra tclur að hann geti komist af án stuðnings Alþýðubandalagsins við að flytja „stjórnarfrumvörp“, verður það ekki skilið á annan veg en þann að hann geti cinnig komist af án stuðnings Alþýðubandalags- ins um fleiri mál. - Verður það tekið til gaumgæfilegrar athugunar næstu daga, sagði Svavar Gestsson í niðurlagi ræðu sinnar um þann forsetaúrskurð að vísitölufrum- varpið teldist vera stjórnarfrum- varp. Svavar sagði annars í ræðu sinni: - Herra forseti. Nú háttar svo til meö þá Sjálfstæðismenn sem styðja ríkisstjórnina að þeir eru all- ir ráðherrar. Vilji þeir koma mál- um á framfæri við hæstvirt Alþingi eiga þeir þess vegna ekki kost á því að leita til almennra þingmanna um málafylgju, heldur verða þeir að taka málin upp sjálfir. Af þess- um ástæðum er það væntanlega, sem hæstvirtur forsætisráðherra hefur kosið að bera hér fram frum- varp sem er auðvitað ekki stjórn- arfrumvarp, heldur frumvarp frá forsætisráðherra. Þetta frumvarp er flutt þrátt fyrir harða andstöðu Alþýðubandalags- ins og af þeim ástæðum hefur Al- þýðubandalagið mótmælt þeim fundi fjárhags- og viðskiptanefn- dar neðrideildar sem haldinn verð- ur í fyrramálið til þess að fjalla um þetta sérkennilega frumvarp og mun Alþýðubandalagið ekki taka þátt í þeim fundi, sem þannig er til boðað. Það er ljóst, herra forseti, að ef Bráðabirgðalögin 1 neðri deild: Lokaafgreiðsla í dag Stjórnarandstaða Sjálfstæðisflokksins sat hjá við aðra umræðu í gærkvöldi! Bráðabirgöalög ríkisstjórnar- innar frá því í sumar fóru í gegnum aðra umræðu í neðri deild alþingis í gærkveldi. Tók frumvarpið á sig nokkrar litilsháttar breytingar áður en það var afgreitt til þriðju umræðu sem verður væntanlega í dag. Þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins Ólafur G. Einarsson lýsti því yfir í upphafi umræðna að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði ákveðið að sitja hjá við afgreiðslu bráða- birgðalaganna. Við þá yfirlýsingu hló þingheimur. Nokkrir þing- menn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Þeir Karvel Pálmason og Árni Gunnarsson lýstu yfir andstöðu Al- þýðuflokksins við lögin og greiddu atkvæði gegn því. Þá gerði Guðrún Hclgadóttir sérstaklega grein fyrir atkvæði sínu - en sú greinargerð tengdist umræðu utan dagskrár um vísitölufrumvarp forsætisráðherra einsog segir frá annars staðar. -óg hæstvirtur forsætisráðherra telur, að hann geti komist af án stuðnings Alþýðubandalagsins við að flytja stjórnarfrumvörp, verður það ekki skilið á annan veg en þann, að hann geti einnig komist af án stuðnings Alþýðubandalagsins um fleiri mál. Verður það tekið til gaumgæfi- legrar athugunar næstu daga.- -óg Guðrún Helgadóttir: Samstarfið mér óvið- komandi héðan í frá - Eftir að umræðu um vísitölu- frumvarp forsætisráðherra utan dagskrár lauk í gærkveldi var þeg- ar gcngið til atkvæðagreiðslu um bráðabirgðalögin. Guðrún Helga- dóttir gerði þá grein fyrir atkvæði sínu með eftirfarandi hætti: - Herra forseti. Vegna þeirra ódrengilegu vinnubragða og frek- legu árásar á kjör launafólks í landinu, sem hæstvirtur forsætis- ráðherra hefur í dag viðhaft þrátt fyrir mótmæli þingflokks Alþýðu- bandalagsins, vil ég upplýsa hæst- virta deild, að allt samstarf í núver- andi ríkisstjórn er mér óviðkom- andi héðan í frá. Ég vil hins vegar taka það fram, að ég stend við það, sem ég hef áður sagt. Ég tel óráð og óvit að fella þau bráðabirgðalög sem hér liggja fyrir og mun því standa við fyrri orð mín og segi já. - -óg

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.