Þjóðviljinn - 15.02.1983, Page 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983
Þeir vísu
sögðu
Ástarbréf skrifar maður þannig,
að í fyrstu veit maður ekki hvað
maður ætlar að skrifa og í lokin
man maður ekki hvað maður
skrifaði.
Rousseau
Kvikmyndablaðið
komið út
Nýtt tölublað er komið út af
Kvikmyndablaðinu og er það fe-
brúar - mars hefti, jafnframt því
að vera 2, tölublað sem kemur út
á vegum nýrra eigenda blaðsins.
í þessu tbl. er m.a. viðtal við
Snorra Þórisson kvikmyndatök-
umann. Erlendur Sveinsson
skrifar um Bíó-Petersen, íslensk-
ur kvikmyndaannáll 1982 er í
blaðinu auk ýmissa fastra liða.
Kvikmyndablaðið fæst á flest-
um bóka og blaðsölum og er verð
þess í lausasölu 60 kr. en í ársá-
skrift kr. 300.
Gætum
tungunnar
Sagt var: Hann sagði að horfur
séu góðar.
Oftast færi betur: Hann sagði að
horfur væru góðar.
Hins vegar: Hann segir að horfur
séu góðar.
Skák
Karpov aö tafli — 95.
I ársbyrjun 1974 settist Anatoly Karpov
aö tafli gegn landa sínum Lev Polugajev-
skí. Þetta var fyrsta einvigið i Áskorenda-
keppninni en stuttu síðar hófust hin þrjú. I
Puerto Rico mættust Spasskí og Robert
Byrne og þar var Spasskí spáð auðveldum
sigri. Petrosjan og Portich tefldu á Mallorca
og renndu menn blint í sjóinn með getgátur
um úrslit. Portisch hafði fyrir einvígið unnið
Petrosjan fjórum sinnum og aldrei tapað,
en hafa verður i huga að innbyrðis úrslit i
fyrri skákum hafa lítið að segja þegar út í
einvígi er komið, sbr. einvígi Fischers og
Spasskís í Reykjavík. Fjórða einvígið var
viðureign Kortsnoj og brasiliska undra-
barnsins Henrique Mecking. Sagt er að
Karpov hafi ekki litið á Polu sem mikla
hindrun, hann ku aðeins hafa óttast einn
skákmann, Spasskí. Þegareinvígiö byrjaði
þann 4ða janúar ( Tchaikovskíhöllinni í
Moskvu var Polugajevskí búinn að undir-
búa sig í fjóra mánuði og mætti til leiks með
vopnabúrið fullt af góðum hugmyndum. 11.
skák fekk hann örlitið betri stööu, en Karp-
ov varðist af öryggi:
abcdefgh
26. .. Hf5!
27. Rd5 Dd6
28. Rxb6 Dxb6
29. De2 Dd6
30. h3 Hcf8
31. Kg1 Ba4
32. Hd2 Bd7
- og hér sömdu keppendur um jafntefli.
Slátrarinn frá Lyon snýr aftur:
Barbie var á kafi í
eiturly fj abransanum
Þeim fer nú senniiega að fækka
málunum á borð við það sem ný-
lega kom upp er þýski Gestapo
foringinn Klaus Barbie var fram-
seldur af Bolivíustjórn til Frakka.
Barbie, sem í Bolivíu skrifaði
sig Klaus Altmann, var afar um-
svifamikill í eiturlyfjabransanum
í Bolivíu. Þó yfirlýst stefna stjórn-
valda sé á þá leið að uppræta skuli
ræktun á kókaíni, þá hefur
reyndin orðið allt önnur og út-
flutningur á kókaíni er ein helsta
Útflutningsvara frá Bolivíu. Það-
an fara flotar flugvéla f viku hverri
í átt til Bandaríkjanna þar sem
Miami í Florida er helsti viðkom-
ustaðurinn. Þó sérþjálfuð lög-
regla nái umfangsmiklu magni af
eiturefnunum er það alltaf miklu
meira sem nær inn fyrir landa-
mærin. Segja má að efnahags-,
kerfið í Bólivíu sé samdauna
þessum innflutningi þó breyttir
stjórnarhættir hafi haft einhverja
breytingu í för með sér. Framsal
Barbies ætti að gefa vísbendingu
um það. Þó hafði franska stjórnin
haft vitneskju um veru Barbies í
Bolivíu fyrir meira en áratug, en
fjölmargar kröfur á hendur
stjórninni komu fyrir lítið. Bar-
bie hafði komið sér vel fyrir í Bol-
ivíu. Hann var ráðinn öryggis-
ráðgjafi hæstráðanda í hernum,
Hugo Banzer, í slíkri stöðu hafði
hann alla þræði í hendi sér. Her-
inn undir forystu Barbies skipu-
lagði flutninga með kókaín til
Bandaríkjanna, hann kom
Adolf Meinke, lét lífið í rúss- i
neskri rúllettu. í hópinn slógust!
tveir nýfasistar frá Ítalíu og þeir
fjórmenningar stofnuðu grúppu
sem þeir kölluðu „Astvini'
dauðans". Slóð myrkraverka,
auk eiturlyfjasmygls, átti þessi
grúppa, en það sem fyrst og
fremst leiddi til handtöku Barbi-
es var eftirgrennslan „nasista-
veiðarans" Serge Klarsfeld sem
komst í tæri við einn fjórmenn-
inganna, Pierluigi Pagliai þar sem
hann lá banaleguna eftir skotbar-
daga.
Stjórnarskiptin höfðu
úrslitaáhrif
Þegar Hernan Siles Zuazo
komst til valda eftir hið ótrúlega-
lýðræðislegar kosningar
breyttust stjórnarhættir mjög.
Herinn reyndi allt sem hugsast
gat til að blanda sér í stjórnmál-
aátökin í landinu, en Zuazo hélt
velli. Þá var Hugo Banzer fyrrum
forseti og yfirmaður hersins, var
settur út í kuldann og hringurinn
þrengdist um Barbie. Boð frá
stjórn Bolivíu til þeirrar frönsku
um að stjórnin væri tilbúin að
framselja Barbie kom mörgum á
óvart. Barbié hafði með eiturlyfj-
abraski sínu reynt fyrir sér í tin-
viðskipum og einmitt vanskil og
margháttuð svik Barbies í þeim
viðskiptum urðu til þess að hann
var handtekinn.
- hól.
(Byggt á The Sunday Times)
Klaus Barbie/Altmann: Hefur líf
þúsunda gyðinga á samviskunni.
„skipulagi“ á dreifingu og út-
flutning, reði hiðurlögum smá-
bænda sem ræktuðu kókaín og
þjálfaði sérstaka deild innan
hersins til að vernda samgöngu-
æðar og skipuleggja fangelsanir á
hættulegum aðilum. Til liðs við
sig fékk hann gamlan skúrk, Jo-
achim Fiebelkar, hórmangara
sem flúði frá Paraquay eftir að
félagi hans, fyrrum SS-foringi,
Nýir hjúkrunarfræöingar
Hinn 18. desember sl. brautskráðust 24 nýir I Þorbjörg Jónsdóttir skólastjóri, Aldís Friðriksdóttir
hjúkrunarfræðingar frá Hjúkrunarskóla íslands. | kennari, Sigríður H. Einarsdóttir, Þóra Hjartar-
1. röð: Bryndís Þorvaldsdóttir, Hólmfríður dóttir, Anna Lilja Harðardóttir, Marta B. Mar-
Traustadóttir, Súsanna V. Davíðsdóttir, Þórunn einsdóttir.
Sævarsdóttir, Áslaug Svavarsdóttir, Jóhanna Vil- 3. röð: Asdís B. Káradóttir, Ragna Gústafsdóttir,
hjálmsdóttir, Gyða Þorgeirsdóttir. Þórdís Eiríksdóttir, Þóranna Tryggvadóttir, Ingi-
2. röð: Sigrún Sigurðardóttir, Ragna Dóra Ragn- björg Fjölnisdóttir, Þórhildur Pálsdóttir, Erla Lind
arsdóttir, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Kristín Páls- Þorvaldsdóttir, Ágústa Frímannsdóttir, Helena Á.
dóttir kennari, Sigríður Jóhannsdóttir yfirkennari, Bjarman, Guðný Bergvinsdóttir.
„Burt með sprengjur
sem brenna svörð ”
Þýska verðlaunalagið „Ein bisschen Frieden“ sem
ómaði oft á dag eftir sönglagakeppni sjónvarps-
stöðva í fyrra hefur nú fengið íslenskan texta. Hann
er eftir Jónbjörgu Eyjólfsdóttur á Eiðum, en hún
sendi hann til friðarhóps kvenna fyrir skömmu.
Textinn er þannig:
Vinur minn, hvar sem í heimi þú er,
heyrðu mitt ákall og liðsinntu mér.
Reynum að upprœta angur og kvöl,
afnema stríðsins böl.
Stöndum við saman og störfum sem eitt
stefnunni ef til vill getum við breytt.
Smíðum úr vopnunum verkfœri þörf,
verum í huga djörf.
Burt með hrœðslu sem byrgð er inni,
burt með hatrið úr veröldinni,
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.
Burt með hungur og burt með sorgir,
burt með deilur og hrundar borgir,
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um fríð á jörð.
Berúm upp allsstaðar bœnina' umfrið,
bœnina stærstu sem nú þekkjum við,
bœnina einu, sem bjargað nú fœr
barninu frá í gœr.
Bun með hrœðslu sem byrgð er inni,
burt með hatrið úr veröldinni,
burt með sprengjur sem brenna svörð.
Biddu með mér um frið á jörð.
Frið á jörð, já frið á jörð,
frið á jörð, já frið á jörð.
Vídeótröll
og kirkjan
„Á valdi vídeótrölla“ heitir grein
sem séra Bernharður Guð-
mundsson ritar í nýjasta hefti
Víðförla, málgagns kirkjunnar.
Þar sem vídeóin eru nú mjög í
brennidepli þykir okkur ekki úr
vegi að birta brot úr innleggi sr.
Bernharðs, sem að okkar mati er
mjög þarft:
„Gróðaarmar fjölþjóðlegra
fyrirtækja myndbandatröll-
anna ná nú hindrunarlítið inn í
viðkvæma sálarkima margra ís-
lenskra barna, eitra þar tilfinn-
ingalíf og umhverfa eðlilegum
viðhorfum og gildismati. Sem
endranær eru það sem minnst
mega, sem munu mest tapa,
börnin úr vanmegna fjöl-
skyldum sem ekki auðnast að
verja þau eða vernda fyrir
skaðlegum áhrifum. Þessi börn
eru beinlínis í tröllahöndum -
má ekki vænta þess að þau ær-
ist, eins og gerðist í þjóðsögun-
um? Þjóðfélagið hefur reynt að
koma hér til liðs með lagaset'n- j
ingu um aðra fjölmiðla. Það er'
nauðsynlegt að sett verði lög
um útlán myndbanda með of-
beldisefni eða klámi, og al-
menningur verði vakinn til um-
hugsunar um þau skaðlegu á-
hrif sem slíkt myndefni veldur.
Umhyggja fyrir velferð barna
hlýtur að sitja í fyrirrúmi fyrir
gróðasjónarmiðum, jafnvel
þótt þau séu undir gróðasjón-
armiðum, jafnvel þótt þau séu
undir yfirvarpi prentfrelsis og
jafnvel listar.
Hlýtur ekki kirkjan í boðun
sinni um frið, um samhjálp, um
virðingu fyrir mannlífinu, að
benda á þetta vandamál við
bæjardyrnar, og berjast fyrir
því að frelsa börnin úr valdi ví-
deótrölla?"
„Hví skiptir
kirkjan sér ekki
af kjörum
verkafólks?”
heitir grein, sem Bjarnfríður
Leósdóttir skrifar í nýjasta hefti
Víðförla, málgagns kirkjunnar.
Þar segir Bjarnfríður m.a.:
„Ég hef það eftir öldruðum
presti sem lét þau orð falla að
það gæti verið að kirkja og
kristindómur væri ekki það
sama. Hefur kirkjan þá ein-
hversstaðar orðið viðskila við
sitt fólk, ekki látið sig varða hin
ytri kjör alþýðunnar, orðið
valdhöfum að bráð?
Alla vega virðist vanta þann
trúnað sem þarf að vera, til þess
að alþýða manna treysti kirkj-
unni tii þess að verja sinn
málstað. Hver maður, og ekki
síst prestar, verða með lífi sínu
og starfi að lifa hugsjónir sínar
og trú sína. Annars er ekkert
mark á þeim tekið...
Á vegum alkirkjuráðsins
kom hingað til lands sl. haust
þriggja manna hópur. í þessum
hópi var þýsk kona sem í
heimalandi sínu hafði starfað
lengi að preststörfum í verka-
lýðshreyfingunni. Meðal ann-
ars fór hún að skoða frystihús
og þótti starfsaðstaða kvenna
svona og svona, og hún hafði
orð á því að það væri ekki sann-
færandi að prédika guðsorð
yfir bakveikri verkakonu ef
kirkjan gerði ekkert til þess að
bæta aðstöðu hennar og hún
bætti því við að ekki ætti hún
svo styrka rödd á málþingum
þjóðanna.“