Þjóðviljinn - 15.02.1983, Page 9
Minning
Þriðjudagur 15. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Dr. Sigurður Þórarinsson
jarðfrœðingur
Sigurður Þórarinsson, jarð-
fræðingur, lést í Borgarspítalanum
að kvöldi þriðjudagsins 8. febrúar.
Banamein hans var hjartabilun.
Sigurður kenndi þessa sjúkdóms á
föstudagsmorgun 4. febrúar og
varð sjúkdómslegan því stutt. Ég
heimsótti hann þetta þriðjudags-
kvöld og virtist mér hann tiltölu-
lega hress svo að mér brá ónotalega
þegar ég frétti tveimur tímum síðar
að hann væri látinn, hrifinn beint
úr önn dagsins þar sem hann vann
síðustu vikurnar að ritgerðum um
Skaftárelda, en í ár eru 200 ár liðin
frá þeim örlagaríku atburðum.
Sigurður Þórarinsson var fæddur
á Hofi í Vopnafirði 8. janúar 1912
og alinn upp 1 Teigi í sömu sveit.
Foreldrar hans voru þau hjónin
Snjólaug Sigurðardóttir, járnsmiðs
á Akureyri, fædd 4.12.1879 og dáin
30.3.1954, og Þórarinn Stefánsson
bóndi í Teigi, fæddur 16.5.1875 í
Fossgerði (Stuðlafossi) í Jökuldal
og dáinn 28.5.1924.
Sigurður naut barnafræðslu
heima fyrir og hjá prófastinum á
Hofi, séra Einari Jónssyni. Þótti
hann snemma gæddur góðum
námshæfileikum. Þótt efnin væru
ekki mikil heima fyrir varð þó úr að
hann settist í annan bekk Gagn-
fræðaskólans á Akureyri haustið
1926. Hann var afbragðs náms-
maður og nokkuð jafnvígur á allar
greinar. Hann lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
vorið 1931.
Að stúdentsprófi loknu hafði
hann einkum áhuga annars vegar á
latínu og bókmenntum og hins veg-
ar á náttúrufræði, einkum
jarðfræði. Það mun þó hafa
auðveldað valið milli þessara
greina að Pálmi Hannesson kenndi
honum náttúrufræði að hluta við
Menntaskólann á Akureyri og svo
einnig, að um þessar mundir var
auðveldara að fá styrki til náms í
jarðfræði en latínu eða bók-
menntum, en þá var mikill hörgull
á náttúrufræðilega menntuðum
mönnum hérlendis.
Það var því haustið 1931, að
hann hélt til náms við Hafnarhá-
skóla og innritaðist í jarðfræði.
Vorið 1932 lauk hann þar prófi í
forspjallsvísindum, þ.e.
cand.phil.-prófi. Ekki ílengdist
hann í Kaupmannahöfn, en hélt
haustið 1932 til Stokkhólms og inn-
ritaðist í háskólann þar í jarðfræði
og landafræði. Ástæðan fyrir þess-
um skiptum mun einkum hafa ver-
ið sú að honum þótti kennslan í
Höfn heldur gamaldags. í Stokk-
hólmi voru jarðfræði og landafræði
hins vegar mjög blómleg, enda áttu
Svíar þá á að skipa heimsfrægum
mönnum, t.d. Gerard de Geer,
þekktum fyrir hvarflagatímatal
sitt, og Lennart von Post, frum-
kvöðli í frjógreiningu. Einnig var
þá nýkominn að Stokkhólmshá-
skóla Hans W:son Ahlmann, land-
mótunarfræðingur, sem Sigurður
starfaði síðan með um langt árabil.
Allir voru þessir heimsfrægu fræði-
menn kennarar hans og varð vart á
betra kosið um kennaralið í
jarðvísindum við háskóla á þessum
tíma.
Sigurður lauk fil.kand.-prófi við
Stokkhólmsháskóla 1938 í
jarðfræði og landafræði með berg-
fræði og grasafræði sem aukagrein-
ar. Fil.lic.-prófi lauk hann árið eftir
og fjölluðu prófritgerðir hans um
skrið og afrennsli Hoffellsjökuls og
um jökulstífluð vötn á íslandi.
Öl! sumur fram að fil.lic-prófi,
frá því hann hóf nám í Stokkhólmi,
vann hann að jarðfræðirannsókn-
um. Sumarið 1933 var hann við
jöklarannsóknir í Lapplandi. Vor-
ið 1934 kom hann heim til íslands
og rannsakaði ummerki Gríms-
vatnagossins og hins mikla
Skeiðarárhlaups, en er hann kom á
vettvang var gosið um garð gengið.
Þar með var áhugi hans á Vatna-
jökli vakinn. Síðar um vorið var
hann staddur á Akureyri einmitt
um þær mundir sem jarðskjálftinn
rnikli varð á Dalvík í byrjun júní
1934. Hann kom fljótt á vettvang
og athugaði afleiðingar skjálftans,
en mikið tjón varð af völdum hans.
Um jarðskjálftann á Dalvík ritaði
hann sína fyrstu vísindaritgerð,
sem kom ut 1937.
Þetta sumar tók Sigurður að
huga að öskulögum frá eldstöðvum
í íslenskum mómýrum, í upphafi
vegna þess að fyrir áeggjan von
Posts ætlaði hann að rannsaka
gróðurfarssögu íslands með frjó-
greiningu. í grein í Náttúrufræð-
ingnum 1934, sem nefnist Mýr-
arnar tala, getur hann einmitt um
hugsanlegt notagildi öskulaganna
við jarðfræðilegar rannsóknir. í
sama árgangi þess rits var einnig
grein eftir Hákon Bjarnason, síðar
skógræktarstjóra, um öskulög í ís-
lenskum jarðvegssniðum. Nokkur
næstu sumur unnu þeir Hákon og
Sigurður sameiginlega að ösku-
lagarannsóknum og birtu grein
saman um árangur rannsóknanna í
Geografisk Tidsskrift 1940. Hákon
helgaði sig síðan skógræktinni með
svo góðum árangri að lengi mun til
sjást, en Sigurður hélt öskulaga-
rannsóknunum áfram.
Sumurin 1936-38 tók Sigurður
þátt í sænsk-íslensku Vatnajökuls-
rannsóknunum undir stjórn þeirra
Hans W:son Ahlmanns og Jóns
Eyþórssonar. Hann ritaði með
þeim um niðurstöður rannsókn-
anna sem líklega eru enn ítarleg-
ustu samfelldu jöklarannsóknirn-
ar, sem gerðar hafa verið hér-
lendis, þótt þær fjölluðu aðeins um
suðausturjökla Vatnajökuls. Urðu
niðurstöður rannsókna þeirra
mjög kunnar meðal jöklafræðinga.
Sumarið 1939 tók Sigurður þátt í
samnorrænu fornleifarannsóknun-
urn í Þjórsárdal. Beitti hann þar
öskulagafræði sinni og var það í
fyrsta skipti sem öskulög voru not-
uð sem hjálpartæki við slíkar rann-
sóknir. Hann tók einnig sýni til
frjórannsókna og notaði síðan nið-
urstöður þeirra með öðru til ald-
urssetningar öskulaga. Þar fann
hann t.d. öskulag VII a og b, sem
talið hafði verið fallið rétt áður en
gróðurfarsbreytingarinnar við
landnám tók að gæta í Þjórsárdal.
Þetta er hið þekkta „landnámslag"
tog nú talið fallið á landnámsöld,
* líklega um 900. Byggð í Þjórsárdal
hefur því hafist aðeins síðar en í
lágsveitum.
Efniviðurinn sem hann safnaði
varð síðan meginundirstaðan í
doktorsritgerð hans, sem hann
varði við Stokkhólmsháskóla 1944.
I ritgerðinni innleiddi hann al-
þjóðaorðið tefra (thepra) sem sam-
heiti á loftbornum föstum gosefn-
um, en orðið er komið úr bók Ar-
istotelesar „Meterologica". Þegar
ösku- eða gjóskulög eru notuð í
jarðfræðilegu tímatali nefndi hann
fræðigreinina tefrokronologíu.
Þessi bók Sigurðar er nú klassískt
rit um öskulagafræði.
Síðla vetrar 1945 komst Sigurður
flugleiðis til Bretlands og þaðan
með skipi heim, enda mun honum
hafa þótt þessi samfellda dvöl í Svf-
þjóð nógu löng. Þegar heim kom
fékk hann starf sem sérfræðingur í
Iðnaðardeild Atvinnudeildar há-
skólans og hjá Rannsóknaráði
ríkisins, en framkvæmdastjóri þess
var þá Steinþór Sigurðsson og
störfuðu þeir saman að ýmsum
rannsóknum þar til Steinþór beið
bana við rannsóknir á Heklugosinu
1947.
Árið 1947 var Sigurður ráðinn
forstöðumaður land- og jarðfræði-
deildar Náttúrugripasafnsins, sem
síðar var nefnt Náttúrufræðistofn-
un íslands, og gegndi hann því
starfi til haustsins 1968 er hann var
settur prófessor í land- og jarðfræði
við Háskóla íslands. Sigurður
gerðist stundakennari í náttúru-
fræði við Menntaskólann í Reykja-
vík 1945 og kenndi þar í tvo ára-
tugi. Einnig kenndi hann landmót-
unarfræði og jarðfræði íslands til
B.A. prófs í landafræði við
heimspekideild háskólans sem
stundakennari frá 1952 og 1968.
Hann var settur prófessor í land-
afræði við háskólann í Stokkhólmi
1950-51 og jafnframt forstöðu-
maður landfræðideildarinnar þar.
Þessi staða stóðst honum opin til
frambúðar, en hann þáði ekki
boðið, enda taldi hann að meira
gagn yrði að sér sem jarðvísinda-
manni í fámenninu á íslandi en við
ríkulegri útbúnað að tækjum og fé í
Svíþjóð, þótt vafalaust hafi þetta
tilboð freistað hans.
Á fyrstu árum hans hér heima
vann hann allmikið að rannsókn-
um á virkjunarstöðum fyrir Raf-
orkumálaskrifstofuna svo sem
vegna virkjunar Neðri-Fossa í
Laxá í Þingeyjarsýslu. Það varð
m.a. til þess að hann tók að rann-
saka eldstöðvar og hraun við Mý-
vatn, sem hann ritaði síðan um
fjölda ritgerða, sem orðið hafa
undirstaða síðari rannsókna á
svæðinu. Vegna hugmynda um
virkjun Jökulsár á Fjöllum rann-
sakaði hann einnig jarðfræði Jök-
ulsárgljúfurs rækilega og þá um
leið breytingar á farvegum árinnar
og rofsögu gljúfursins með tilstyrk
öskulagafræðinnar.
Eldgos voru Sigurði mjög hug-
leikin og þó einkum eftir Heklu-
gosið 1947-48, en þetta gos var það
fyrsta sem þaulrannsakað var hér á
landi. Um Heklugosið 1947-48
birtist heil ritröð hjá Vísindafélagi
íslendinga, en að henni áttu auk
Sigurðar einkum hlut þeir Guð-
mundur Kjartansson og Trausti
Einarsson. Sigurður ritaði lýsingu
á upphafi gossins og annál þess og
um öskufallið.
Sigurður fylgdist síðan með öll-
um gosum sem orðið hafa á íslandi.
Má þar nefna Öskjugosið 1961,
Surtseyjargosið 1963-67, Heklu-
gosið 1970 og Heimaeyjargosið
1973. Hann fylgdist og náið með
Kröflueldum frá upphafi í desem-
ber 1975 og var á eldstöðvunum í
öll þau skipti sem þar gaus. Með
Heklugosinu 1980 fylgdist hann
einnig vel og svo heppinn var hann,
að hann sá fyrstur jarðfræðinga síð-
ari hrinu þessa goss vorið 1981.
Um öll þessi gos hefur Sigurður
skrifað ótal greinar í innlend og er-
Iend tímarit og um nokkur þeirra
heilar bækur og hafa sumar þeirra
verið gefnar út á mörgum tungu-
málum.
Eftir Heklugosið 1947^18 tók
Sigurður til við ösku- eða gjósku-
lagarannsóknir af enn meiri krafti
en áður og voru öskulagarann-
sóknir síðan burðarásinn í vísind-
astörfum hans. Hann rakti t.d. gos-
sögu Heklu síðustu 6600 árin, og
þó einkum á sögulegum tíma. Auk
þess að mæla upp og athuga hundr-
uð jarðvegssniða kafaði hann í rit-
raðar heimildir og sótti meira
þangað en nokkur annar. Um þess-
ar rannsóknir ritaði hann 1968 stór-
fróðlega bók, Hekluelda, en hún
kom fyrst út hjá Vísindafélaginu á
ensku 1967. Nú hin síðari árin ein-
beitti hann sér að rannsóknum á
gossögu Kötlu, en þar skortir rit-
aðar heimildir mjög fram að gosinu
1580. Margt mjög nýstárlegt kom í
ljós um gossögu Kötlu sem áður
var óljóst eða ekki vitað.
Þess var áður getið, að Sigurður
hefði tekið þátt í sænsk-íslensku
Vatnajökulsrannsóknunum 1936-
38 með þeim H.W.:son Ahlmann
og Jóni Eyþórssyni. Þegar hann
kom heim í stríðslokin tók hann á
ný upp rannsóknir á Vatnajökli
með þeim Steinþóri Sigurðssyni og
Jóni Eyþórssyni. Beindist athygli
þeirra að Grímsvötnum og einnig
að almennum jöklarannsóknum,
m.a. athugunum á ákomu og
breytingum á jökuljöðrum. Árið
1950 stofnaði Jón Eyþórsson Jökl-
arannsóknafélagið, ásamt mörgum
knáum jökla- ogferðagörpum. Sig-
urður var í stjórn félagsins frá 1952
sem ritari og varaformaður, en við
andlát Jóns Eyþórssonar varð hann
formaður þess 1969. Hann var í rit-
stjórn tímarits félagsins, Jökuls, frá
1957. Sigurður stjórnaði á annan
tug rannsóknaferða á Vatnajökul á
vegum félagsins og ritaði rúmlega
50 greinar um ferðir þessar og nið-
urstöður rannsóknanna. Árið 1976
gaf hann út bók um Grímsvötn og
Skeiðarárhlaup - Vötnin stríð - og
er þetta hið merkasta heimildarrit.
Er þar saman dreginn mjög mikill
fróðleikur um eldsumbrot í Vatna-
jökli og hlaup undan jöklinum.
Sigurður rannsakaði Öræfajökul
og jökla frá honum rækilega og þar
notaðist honum vel þekking sín í
eldfjalla-, jökla- og öskulagafræði
eins og sjá má í ágætri bók um
Öræfajökul frá 1958, en þessi bók
fjallar þó einkum um Öræfajökuls-
gosið 1362.
Sigurður tók einnig oft þátt í
uppgreftri fornleifa síðan í Þjórsár-
dal 1939 og notaði þar öskulaga-
fræði sína og kenndi öðrum
aðferðina.
Ómetanlegar eru einnig rann-
sóknir hans á gróður- og jarðvegs-
eyðingu með hjálp öskulaga. Hann
sýndi fram á hversu feiknarlega
mikið hefur eyðst af grónu landi á
íslandi frá því að land byggðist.
Rannsóknir Sigurðar hafa stuðlað
mjög að því að nú er unnið mark-
visst að uppgræðslu og stöðvun
uppblásturs.
Sigurður rannsakaði ýmiss kon-
ar frostfyrirbæri víða um land, svo
sem flár og fleygsprungunet; einnig
berghlaup og skriðuföll sem hann
aldursetti með öskulögum. Loks
ber að nefna, að hann mun hafa
orðið einna fyrstur til að átta sig á
stöðu íslands á heimssprungukerf-
inu (1965), og þar með mikilvægi
landsins í hinni nýju heimsmynd
jarðfræðinnar.
Sigurður Þórarinsson var mjög
glöggur athugandi og rýninn og
fundvís fræðimaður jafnt úti í nátt-
úrunnar ríki sem á ritaðar heimild-
ir. Hann var mikill eljumaður og
einstakur vinnuhestur jafnt við
rannsóknir sem við ritstörf. Rit
hans og ritgerðir vísindalegs eðlis
urðu nokkuð á þriðja hundrað tals-
ins. Auk þess skrifaði hann fjölda
tímarits- og blaðagreina um ýmis-
leg efni, svo sem bókmenntir,
skáldskap og dægurmál. Hann rit-
aði einkar léttan og skýran stíi,
jafnt á íslensku sem og á ýmsum
erlendum málum.
Sigurður var afburða fyrirlesari
og setti efnið fram einkar ljóst og
lipurt og naut kímni hans sín þar oft
vel. Hann kunni vel tökin á notkun
rnynda og korta til skýringar máli
sínu, enda var hann góður ljós-
myndari og laginn við að gera kort-
aefni læsilegt. Sigurður var mjög
eftirsóttur sem fyrirlesari jafnt hér
heima sem erlendis og kom þar til
að þekking hans á jarðfræði, land-
afræði og sögu íslands var mjög
víðfeðm og svo einnig að orð fór af
honum sem góðum fyrirlesara.
Vísindaleg erindi, sem hann flutti
erlendis, voru um tvö hundruð og
hélt hann fyrirlestra erlendis við
um 80 háskóla og vísindastoínanir í
öllum heimsálfum. Sigurður var
sem sagt í fremstu röð eldfjalla-
fræðinga og einn frumkvöðla í jökl-
arannsóknum og var hann
heimsþekktur á þessum sviðum
auk öskulagafræðinnar. Fyrir vís-
indastörf hlaut Sigurður margvís-
legan heiður heima og erlendis.
Þegar kennsla í landa- og
jarðfræði við Verkfræði- og raun-
vísindadeild Háskóla íslands hófst
haustið 1968 var Sigurður að sjálf-
sögðu settur prófessor í þessum
greinum og skipaður í embættið
1969. Kennsla hefur að mestu farið
fram í hinu gamla, og nú orðið allt
of þrönga, húsi Atvinnudeildar há-
skólans sem byggt var 1937. Þar var
fyrir nokkur útbúnaður til
jarðfræðikennslu, rannsókna-
aðstaða sem byggð hafði verið upp
þar allt frá 1946 af Tómasi
Tryggvasyni og frá 1960 einnig af
Guðmundi E. Sigvaldasyni og
undirrituðum. Jarðfræðirannsókn-
ir Atvinnudeildar (frá 1965 Rann-
sóknastofnunar iðnaðarins) voru
um áramót 1968-69 fluttar á Raun-
vísindastofnun háskólans og urðu
þær að sérstakri jarðvísindastofu
sem síðan hefur eflst mjög að tækj-
um og mannafla. Sigurður var þar
kjörinn stofustjóri og var það síðan
og þá um leið í stjórn Raunvísind-
astofnunar.
Sigurður var góður kennari og
rómaður af nemendum fyrir
víðfeðma fyrirlestra og einkar
fræðandi, sem ekki voru bundnir
þröngri námsskrá. Hann háfði af
miklu að miðla enda fróður vel og
hafði víða farið og margt séð. Sig-
urður sat í stjórn Norrænu eldfjall-
astöðvarinnar frá upphafi og var
honum mjög annt um velgengni
hennar.
Sigurður var einn brautryðjenda
í náttúruverndarmálum hérlendis
og tók upp áhrifamikla og sigur-
sæla baráttu á því sviði er hann
flutti erindi á fundi í Hinu íslenska
náttúrufræðifélagi haustið 1949, og
rakti hve aumleg staða okkar í
þessum málum væri, en stórkostleg
spjöll á verðmætum náttúruminj-
um blöstu þá þegar víða við. Erind-
Sjá næstu síðu.