Þjóðviljinn - 15.02.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 15. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
þess sem vísindin stundar. Þessi
tæki og þetta hugvit skipuðu ís-
lenskum jarðvísindum á virðingar-
bekk. Ljóminn af verkum hans
hefur fallið á okkur hina og verður
vonandi sá aflvaki sem til þarf að
halda þeim sessi að honum
gengnum.
Sigurður Þórarinsson var hlé-
drægur maður og barnslega
feiminn. Hann reyndi aldrei að
beina að sér athygli, það voru ætíð
aðrir sem ýttu honum fram í sviðs-
ljósið. Ósjálfrátt varð hann ætíð
senuþjófur, bæði hér heima og
ekki síður erlendis, því hann stóð
föstum fótum í menningararfleifð
vesturlanda. En feimnin var ætíð
sterkur þáttur í öllum samskiftum
Sigurðar við annað fólk, líka við þá
sem voru vinir og samstarfsmenn.
Varkárni í orðum, nærfærni um til-
finningar annarra, og þögn um það
sem bjó í eigin huga, setti vináttu-
tengslum takmörk uns leið var
fundin til tjáningar. Tilvitnun til
einhvers í sögu og bókmenntum
sem í fljótu bragði virtist gripin úr
lausu lofti og í litlu samhengi við
umræðu líðandi stundar gat við
nánari umhugsun verið djúphugs-
uð ábending, tímabært og hnit-
miðað ráð í persónulegum þreng-
ingum.
Sigurður hafði um nokkurt skeið
haft grun um þann sjúkdóm sem
dró hann til dauða, án þess að við
samstarfsfólk hans vissum. Síðasta
daginn sem hann kom til hádegis-
verðar í matstofu stofnunarinnar
var hann með blað í hendi og hafði
skrifað vísu á blaðið. Hann rétti
mér það yfir borðið og sagði: „Gott
hjá Goethe kallinum".
Lasz regnen wenn es regnen will,
dem Wetter seinen Lauf,
und wenn es nicht mehr
regnen will,
dann hört’s von selber auf.
Goethe 1774
Allt starfsfólk Norrænu eld-
fjallastöðvarinnar vottar Ingu og
börnunum innilega samúð.
Guðmundur E. Sigvaldason.
Það var fyrir tæpum tveim árum
sem ég hitti Sigurð Þórarinsson
fyrst að máli. Erindið var að leita
hjá honum ráða um tilhögun dag-
skrár um sænska skáldið C.M.Bell-
man sem Norræna félagið í
Reykjavík hugðist efna til í sam-
starfi við hóp áhugafólks um vísna-
söng. Þeirri hugsun laust niður í
huga minn á leiðinni inn í Álfheima
að kannski væri asnalegt að vera að
ónáða heimsþekktan vísindamann
með svona kvabbi. En það reyndist
ekki vera. Vísindamaðurinn var
fljótur að stilla inn á þá bylgjulengd
sem við átti og af fundi hans fór ég
hress í bragði með heiti og röð
þeirra söngva sem til álita gátu
komið. - Þetta var upphafið að
okkar stuttu kynnum. Þau urðu
raunar aldrei mjög náin en ein-
hvern veginn með þeim hætti að ég
hlýt að þakka að leiðarlokum.
Dagskráin um Bellman var flutt í
Norræna húsinu 1. nóvember 1981
og hún varð upphaf að skemmti-
legu samstarfi nokkurra vísna-
söngvara og hljóðfæraleikara. Sig-
urður átti auðvitað stærstan hlut að
máli í þessari dagskrá með erindi
um þennan skáldbróður sinn sem
hann dáði öðrum meir. Það var líka
Sigurður sem átti þá hugmynd að
koma hluta af þessari dagskrá á
framfæri í sjónvarpi: „Vísnasöngur
er svo persónulegur og sá persónu-
legi kontakt er svo miklu meiri í
sjónvarpi en útvarpi," skrifaði
hann í hlýlegu bréfi til mín eftir
þetta Bellmanskvöld.
Þetta áhugamál Sigu.rðar, texta-
smíð og, þýðingar, hefur sem
vænta má fyrst og fremst verið tóm-
stundagaman vísindamannsins.
Það var kannski fyrst nú síðustu
misserin sem hann gat leyft sér
þann munað að draga fram ýmsa
ófullgerða texta og betrumbæta
aðra sem hann var ekki alls kostar
ánægður með. Flesta texta sína orti
hann ýmist við þekkt eða lítt þekkt
erlend lög og textarnir eiga það því
sammerkt nteð ljóðum Bellmans
að vera „musikalisk poesi“. Það er
raunar með ólíkindum hve víða
Sigurður hefur leitað fanga um lög
og texta. Þetta kom best í ljós þeg-
ar farið var að huga að efni til að
flytjaídagskrásemhelguðvar sjö-
tugs afmæli hans og flutt var í Nor-
ræna húsinu 7.febrúar á síðasta ári.
Af alkunnri hógværð vildi Sigurður
sem minnst koma þar nærri, en lét
flytjendum í hendur texta til að
velja úr, þ.á.m. ýmsa sem ekki
höfðu áður heyrst. Þeir sem á
hlýddu munu þó minnast þess
augnabliks þegar Sigurður brá sér
þarna sem snöggvast í gervi trúba-
dúrsins, greip gítarinn og söng Yfir
græði oggrundum. Drjúgur hluti af
efni þessarar dagskrár er á hljóm-
plötunniEins og gengur sem Nor-
rænafélagiðgaf út fyrir síðustu jól.
Það fer ekki milli mála að Sví-
þjóðardvöl Sigurðar hefur átt mik-
inn þátt í að vekja áhuga hans á
vísnatónlist og frásagnarljóðum.
Um það ber vitni grein hans í And-
vara 1969 um C.M.Bellman. Þar
birti hann fyrst nokkrar eigin þýð-
ingar á ljóðum Bellmans, þ.á.m.
ágæta þýðingu á Gamla Nóa. Evert
Taube átti líka sterk ítök í Sigurði.
Þýðingar hans á nokkrum ljóðum
Taube eru í tölu þeirra bestu sem
Sigurður gerði. Mörg fleiri erlend
skáld, sem of langt yrði upp að
telja, koma hér við sögu.
Eitt af síðustu verkum Sigurðar
var að ganga frá handriti að bók um
Bellman, þetta sænska skáld sem
hann hafði svo mikið dálæti á. Þessi
bók og hljómplata með þýddum
Bellmanssöngvum mun vonandi
sjá dagsins ljós áður langt um líður.
Fyrir réttum mánuði hélt Sigurð-
ur erindi á samkomu eldra fólks í
Nessókn. Efnið var Stokkhólmur á
dögum Bellmans. Með litskyggn-
um færði Sigurður áheyrendur nær
vettvanginum; frásögnin var með
sama hressileikablæ og við áttum
að venjast og öðru hverju raulaði
hann brot úr söngvum Bellmans.
Okkur sem tókum þátt í þessari
dagskrá með Sigurði grunaði síst
að hann væri þarna í sporum föður
Movits sem lýst er í30.pistliFred-
mans og þýðingu Hannesar Haf-
steins: „... sjá dauðinn búinn
bíður/brandinn sinn hvessir, dokar
þröskuld við ...“
Sigurður valdi sér yfirleitt yrkis-
efni af því tagi sem alþýða manna
skilur og af þeim sökum hafa
glaðværar söngvísur hans orðið
jafn vinsælar með þjóðinni og raun
ber vitni. Honum lét best að setja
saman vísur um ýmsar skoplegar
hliðar mannlífsins. En innan um
gáska og galskap leynist hvarvetna
samúð með þeim sem minna mega
sín í lífsbaráttunni. - Dagsverki
stórbrotins manns er lokið en Sig-
urður Þórarinsson lifir áfram með
okkur í verkum sínum.
Gunnar Guttormsson.
Sigurður Þórarinsson er dáinn,
horfinn. Með honum er genginn
einn af kunnustu og athafnasöm-
ustu vísindamönnum landsins. Við
fráfall hans á ég margs að minnast
og löngu liðin atvik leita á hugann
frá hartnær sextíu ára kynnum. Síst
er mér þó í huga á þessari stundu að
rekja það allt saman eða æviferil
hans, vísinda- ogembættisstörf. Ég
vildi aðeins festa á blað vanmegna
kveðjuorð, þakkæti fyrir gömul og
ný kynni.
Á námsferli Sigurðar kom það
brátt í ljós, að hann var í engu
meðalmaður, og svo fjölþættar
voru gáfurnar að hann mundi hafa
rutt sér til nokkurs rúms á nær
hvaða sviði sem var, enda gerðist
hann þegar árin liðu svo fjölvís að
fáum verður til jafnað. Þó að
jarðfræði og rannsóknir á því sviði
yrði starfsvettvangur hans, varð
hann aldrei einnar bókar maður og
ekkert var honum fjarlægara en að
gerast fagflón. Honum var ekkert
mannlegt viðfangsefni með öllu
óviðkomandi.
Starfsmaður var Sigurður með
afbrigðum og honum féll sjaldan
verk úr hendi, enda hlotnaðist hon-
um mikill vísindaframi og liann
fékk mörgu afkastað. En þrátt fyrir
aðsætni hans, starfsást og starfs-
gleði vannst honum ávallt nokkur
tími til þess að sinna öðrum
hugðarefnum og lifa með samtíð
sinni. Efa ég að margir af samtíðar-
mönnum Sigurðar hafi notið meiri
og almennari vinsælda, enda studdi
þar að víðtæk þekking og ljós,
skipuleg og gamansöm framsetn-
ing. Hann var óvenjulegur gleði-
maður, tildurlaus og tilgerðarlaus
eins og hann hefði ekki hugmynd
um afrek sín og vísindaframa. í
hópi kunningja og vina var hann
skemmtimaður, ekki síst á brokk-
gengum ferðalögum um jökla og
öræfi landsins, eins og þau gerðust
stundum, ekki síst á fyrri árum
meðan útbúnaður og farkostur var
heldur slakur og leiðir lítt kunnar.
Þá var Sigurður í essinu sínu og
ekki síður ef 'sitja þurfti af sér
eitthvert óviðrið í köldum fjalla-
skálum og kjarkurinn var orðinn
deigur hjá sumum, greip hann þá
stundum gítarinn og söng ljóð sín
sem lengi hafa verið á hvers manns
vörum, því að Sigurður var skáld
gott, þó að hann legði aldrei þá list
fyrir sig í fullri alvöru.
Með Sigurði Þórarinssyni er einn
af ágætustu samtíðarmönnum
þjóðarinnarfallinn í valinn. Maður
sem mikill sjónarsviptir er að og
lengi mun minnst. Okkur hinurn
sem áttu vináttu hans mun hann
fylgja uns óminnið grípur
taumana.
Við Sigrún sendum þér Inga og
börnum ykkar innilegustu sam-
úðarkveðju.
Haraldur Sigurðsson.
Það er með miklum trega að ég
skrifa þessi kveðjuorð til Sigurðar
Þórarinssonar.
Kunningsskapur okkar hófst
fyrir langa löngu- rúmri hálfri öld.
Þá vorum við ungir við nám í Gagn-
fræðaskólanum á Akureyri, en ein-
mitt á þessum árum var sá skóli
gerður að menntaskóla.
Þessi kunningsskapur varð svo
smátt og smátt að vinskap - ein-
lægum vinskap. Aldrei féll snurða
á þann þráð sem batt okkur.
Leiðir okkar Sigurðar lágu mikið
saman um eitt skeið. Urðum stúd-
entar frá sama skóla, stunduðum
samtímis nám við Stockholms Hög-
skola, vorum um árabil grannar í
sama húsi hér í Reykjavík og var þá
viðkynning þeirra Ingu og Sigurðar
og okkar Guðrúnar mikil og náin
svo og samleikur barna okkar.
Þegar ég lít yfir samskipti okkar
Sigurðar er margs að minnast eins
og vonlegt er. Ekki síst frá stúd-
entsárunum góðu í Stokkhólmi. í
þann tíð voru aðeins örfáir landar
við nám þar í borg. En þeim mun
meiri og betri var samheldnin okk-
ar í milli. „Sjung om studentens
lyckliga dag, látom os fröjdas i ung-
domens vár....“.
Þessar minningar eða brot af
þeim ætla ég ekki að festa á blað.
Heldur vil ég reyna að lýsa mannin-
um sem ég er að kveðja.
Sigurður var mikill drengskap-
armaður og hann var bráðgáfaður.
Hann var ákaflega fjölhæfur
maður og hann var mikill vinnu-
þjarkur - kom miklu í verk á lífs-
leiðinni.
Hann var gagnmenntaður, og á
sérsviði sínu - jarðfræðinni - var
hann slíkur afburðamaður að til
hans var leitað úr öllum álfum
heims. Um vísindamennsku Sig-
urðar munu aðrir mér færari skrifa.
Sigurði var margt til lista lagt.
Hann átti létt með að yrkja og söng
þá gjarnan kvæði sín með mikilli
innlifun, lék sjálfur undir á gít-
arinn.
Þá var Siguður mjög þjóðrækinn
maður. Hann unni ættjörðinni,
fólkinu sem byggir þetta land, ís-
lenskri menningu en til hennar
lagði hann drjúgan skerf, og ást-
kæra, ylhýra málinu.
Þar sem ég tek mér í munn orð
listaskáldsins góða þá vil ég um leið
segja, að margt hafi verið líkt með
þeim Jónasi og Sigurði.
Að sjálfsögðu er ég ekki að bera
saman kveðskap þeirra tvímenn-
inganna. En þeir voru báðir miklir
náttúruskoðarar, stóðu báðir að
rannsóknum á landinu, og Jónas
segir á einum stað: „Reið ég yfir
bárubreið bruna-sund....“. Það
gerði Sigurður líka. Fannhvítir
jöklarnir heilluðu Jónas. Þeir
heilluðu líka Sigurð, enda rannsak-
aði hann þá með mikilli elju og
góðum árangri.
Aldrei stóð á manninum að
gagna íslandi, í ræðu eða riti. Sjálf-
ur veit ég til þess að oftar en einu
sinni hafnaði Sigurður girnilegum
boðum erlendis frá. Hann vildi
ekki starfa um of utan landstein-
ana, hann vildi fyrst og fremst
vinna ættjörð sinni.
Og svo að lokum: Við Guðrún
og okkar fólk sendum þér, Inga, og
þeim Snjólaugu og Sven og
barnabörnunum innilegar sam-
úðarkveðjur. Það má vera ykkur
nokkur huggun í harmi að vita til
þess að minning Sigurðar Þórarins-
sonar blífur um langan aldur með
þjóðinni.
Haukur Helgason
Nú þykir mér vera orðið fátt um
vini eftir að Sigurður Þórarinsson
er horfinn.
Af fornum kynnum í Stokkhólmi
sé ég hann fyrir mér ungan, gáf-
aðan og skemmtilegan stúdent. I
þá daga lifði íslenskt námsfólk á
loftinu og var Sigurður engin
undantekning nema síður væri. En
þrátt fyrir léttan maga var yndislegt
að lifa og Sigurður átti sinn þátt í að
gera allt skemmtilegt.
Þegar litið er á verk hans núna
getur líklega enginn skilið að annar
eins hæfileikamaður hafi þurft að
heyja harða baráttu fyrir tilveru
sinni einni saman. Erlendis stóðu
honum allar leiðir opnar, en hér
vildi hann starfa og landið sjálft
þurfti hans sannarlega með.
Nú þakka ég allar samveru-
stundir okkar Helga með þér kæri
vinur. Svíum þakka ég fyrir að sjá
af Ingu til okkar íslendinga. Betri
lífsförunaut gat Sigurður Þórarins-
son hvergi fundið.
Líney Jóhannesdóttir
Einhverjir mætustu og snjöllustu
íslendingar samtíðar sinnar, hver á
sínu sviði, voru Magnús Kjartans-
son, Kristján Eldjárn og Sigurður
Þórarinsson. Nú er þeir allir fallnir
frá fyrir aldur fram, nú síðast Sig-
urður.
Það var nærri sama á hverju Sig-
urður Þórarinsson snerti, á því öllu
var handbragð meistarans. Ég
minnist aðeins á veðurfræðina,
eina af þeim mörgu greinum sem
þessi mikli fjölfræðingur fékkst
við. Mér er ljúft að viðurkenna að
hann hafi staðið framar okkur
veðurfræðingum í skilningi á sam-
spili loftslags og þjóðarsögu. Á því
efni hygg ég líka að hann hafi haft
farsælli þekkingu en flestir eða allir
þeir sem við sagnfræði hafa fengist.
Þar kom margt til, harður skóli
reynslunnar í uppvexti, víðtækt
nám í náttúrufræðum, einstök
dómgreind hans og yfirsýn og frá-
bært vísindalegt innsæi.
Sigurði Þórarinssyni á ég meira
að þakka en tíundað verði í þessari
örstuttu kveðj u. En mín ósk á þess-
ari stundu er sú að hann verði sem
flestum fordæmi um það hvernig
íslendingur á að vera. Fjölskyldu
hans votta ég innilega sarnúð.
Páll Bergþórsson.
Sigurður Þórarinsson jarðfræð-
ingur var Þjóðminjasafni íslands
einn mesti haukur í horni allra
þeirra, sem ekki voru fasttengdir
safninu. Til fárra hafa t'ornleifa-
fræðingar safnsins oftar leitað með
vandamál, sem snerta aldursá-
kvarðanir fornminja og fáir utan
hins þrönga hóps eiginlegra forn-
leifafræðinga hafa unnið íslenzkri
fornleifafræði meira gagn en Sig-
urður gerði.
Þessi samvinna hófst 1939 með
rannsóknunum í Þjórsárdal. Sig-
urður Þórarinsson tók þátt í hinum
umfangsmiklu fornleifarannsókn-
um þar og var það markmið hans
að greina aldur ös.kulagsins, sem
lagði dalinn og fleiri sveitir í eyði og
olli þarmeð einni mestu byggða-
röskun íslandssögunnar. Birti
hann niðurstöður rannsókna sinna
í greinum í ritinu Forntida gárdar
og síðar í doktorsritgerð sinni
(1945), en þótt hann kæmist að
annarri niðurstöðu en sagn-
fræðingar og fornleifafræðingar
sýndi aðferð hans, að hér var kom-
ið inn á braut, sem haldið skyldi
áfram á. Þarmeð hófst hin mikils-
verða samvinna fornleifafræðinga
og jarðfræðinga, þar sem hinir fyrri
hafa frekar verið þiggjandi og hafa
þó hvorir stutt aðra.
Að hætti góðra vísindamanna
hvikaði Sigurður ekki frá niður-
stöðum rannsókna sinna fyrr en
hann hafði fundið lausn gátunnar,
sjálft öskulagið sem vantaði til að
allt félli í ljúfa löð og sást hér
heiðarleiki hans gagnvart vísind-
unum.
Sigurður gerði fjölmargar rann-
sóknir á tímasetningu fornminja,
sem fornleifafræðingum hafa síðan
reynzt ómetanlegar. Hann kannaði
öskulög í rústum og mannvirkjum
á ferðum sínum um landið, skrifaði
skýrslur um þær og kom þannig
upp mikilsverðu neti rannsóknar-
niðurstaða. Oft á tíðum tók hann
þátt í rannsóknarferðum ásamt
fornleifafræðingum, nú síðast á
liðnu hausti austur í Skaftártungu,
þar sem í ljós kom fornkuml, sem
sérstaka alúð þurfti að leggja við
rannsókn á sökum öskulaga, sem
tímasett gátu grafirnar. Það var
yndi að slíkri samvinnu. Hér sam-
einaðist vísindamaður og húman-
isti í einum og sama manninum og
mátti á stundum ekki sjá, hvor hin-
um var æðri í huga Sigurðar.
Sigurður Þórarinsson tilheyrði í
raun hinni gömlu kynslóð náttúru-
fræðinga, sem reyndi að gera sér
sem gleggsta grein fyrir baráttu-
sögu þjóðarinnar í landinu, hvern-
ig náttúrufar hafði mótað baráttu
þjóðarinnar fyrir tilveru sinni í
1100 ár í erfiðu landi. í rannsókn-
um sínum á náttúrusögu og þróun
náttúrufars var manneskjan, fólkið
í landinu á umliðnum öldum og á-
hrif náttúrunnar á búsetuna ævin-
lega það, sem hvað mestu skipti.
Sigurði lét vel að setja fram
rannsóknir sínar og niðurstöður í
ræðu og riti, enda er það ótölulegur
grúi erinda, greina og bóka, sem
frá honum kom.Árbók fornleifafé-
lagsins naut þess oft. Þar birti hann
ýmsar greinar, einkum um rann-
sóknir öskulaga og byggðarleifa.
Og oftsinnis hljóp hann undir
bagga og flutti erindi á aðalfundum
fornleifafélagsins um rannsóknir
sínar og opnaði þannig rannsókn-
arsvið sitt fyrir öðrum.
.Þjóðminjasafnið og þjóðminja-
varzlan á Sigurði Þórarinssyni
mikla liðsemd að gjalda. Nú þegar
leiðir skilur má ekki minna vera en
að það sé þakkað í fáeinum orðum,
þótt það væri aðeins einn þáttur í
því gilda lífsreipi, sem Sigurður
spann.
Þór Magnússon
Kveðja frá
Jarðfræðafélagi íslands
í dag fylgjum við Sigurði Þórar-
inssyni jarðfræðingi til grafar.
Hann lézt nýorðinn 71 árs, í raun-
inni löngu fyrir aldur fram og í fullu
starfi. Sigurður hné niður við am-
boðið þar sent hann var að yrkja
þann akur, sem hann hafði stundað
manna lengst og bezt, í miðjum
klíðum við ritgerðir um Skaftár-
elda 1783.
Fyrir einu ári fögnuðum við sjö-
tugsafmæli hans; fram undan virt-
ust vera mörg góð starfsár sem Sig-
urður gæti helgað ýmsum stórverk-
efnuni, sem hann hafði lengi viðað
efni til, og bar þar hæst eldfjalla-
sögu íslands, einnig að ganga frá
íslandskaflanum í alþjóðlegan eld-
fjallalexíkon, og að ganga frá safn-
riti um Skaftárelda, sem áður var
nefnt. Viku fyrir andlátið hafði
liann skilað handritum tveggja rit-
gerða um þessi efni, en hin þriöja
er skemur komin, og fjallar sú um
móðuna miklu og erlendar lýsingar
á henni. í því tilefni skauzt Sigurð-
ur til Bretlands fyrr í vetur og safn-
aði samtímaheimildum urn móð-
una, og vonandi verður unnt að
ganga frá þessari vinnu í tíma fyrir
útgáfu á 200 ára aftnæli Skaftár-
elda.
Sigurði Þórarinssyni var flest
það gefið, sem prýða má góðan vís-
indamann: Hann þáði hraðar og
snarpar gáfur í vöggugjöf; hann
nam fræði sín af mönnum sem þá
voru í fremstu röð í hinum ýmsu
greinum kvarterjarðfræði, og hef-
ur það vafalaust mótað afstöðu
hans til vísindanna - ráðið stærð
þess striga, sem hann kaus sér til að
Sjá næstv síðu