Þjóðviljinn - 15.02.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 15.02.1983, Side 12
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. febrúar 1983 mála á, svo tekin sé samlíking úr annarri átt. Hann var hugkvæmur, allra manna eljusamastur, minnug- ur svo af bar og átti auðvelt með að skrifa - ritaskrá hans er 10 prent- aðar síður í afmælisbókinni „Eldur er í norðri", sem út kom í fyrra. Enda var Sigurður löngu heimsþekktur vísindamaður og raunar persónugervingur íslenzkr- ar jarðfræði úti um heim. I þessari stuttu kveðju er ástæðu- laust að gera nána grein fyrir ævi- starfi Sigurðar Þórarinssonar, en um þau skrifaði Þorleifur Einars- son jarðfræðingur greinargóða rit- gerð í bókina „Eldur er í norðri" sem fyrr var nefnd. Rannsókna- vettvangur Sigurðar virðist hafa ráðizt snemma: vorið 1934 kom hann heim frá Svíþjóð, þar sem hann var við nám, og rannsakaði ummerki Grímsstaðagossins og Skeiðarárhlaupsins. Þar með var vakinn áhugi hans á Vatnajökli og Grímsvötnum, sem entist ævilangt. Sama sumar hóf hann rannsóknir á öskulögum í jarðvegi, og á mómýr- um almennt, með það fyrir augum að rekja gróðursögu landsins með frjókornagreiningu. Varð það upp- hafið að aðalþætti ævistarfs hans, gjóskulagarannsóknum, sem hafa opnað dæmalaust frjósaman rann- sóknavettvang sem tengist forn- leifafræði, byggðasögu, gróður- farssögu, eldfjallasögu, loftslags- breytingum o.fl. Sigurður rakti sögu gróðureyðingar í landinu, af völdum loftslags, náttúruhamfara og mannvistar, og gerðist einn hinna fyrstu náttúruverndarmanna á nútímavísu. Sumurin 1936-38 tók Sigurður þátt í Vatnajökulsleiðöngrum þeirra Ahlmanns og Jóns Eyþórs- sonar, en jöklarannsóknir urðu síðar meðal stórra verkefna hans. Og sumarið 1939 tók hann þátt í fornleifarannsóknum í Þjórsárdal, sem Hekla lagði í eyði árið 1104. Síðar tók hann þátt í rannsókn Heklugossins 1947, og allra eld- gosa hér á landi síðan. Doktorsrit- gerð Sigurðar (1944) fjallaði um „gjóskutímatal á íslandi", en með þeirri ritgerð og óteljandi öðrum síðan hóf hann þessa fræðigrein, tephro-khronologíu eða gjóskutí m- atal, til alþjóðlegrar viðurkenn- ingar. Aðalrannsóknir Sigurðar Þórarinssonar tengjast semsagt Íieim tveimur höfuðskepnum, sem slendingar hafa barizt við í 1100 ár, eldi og ís, eldfjöllum og jöklum, og með aðstoð gjóskulagarann- sókna og skráðra heimilda rakti hann í mörgum bókum og rit- gerðum eldgosasögu Heklu, Grím- svatna, Kötlu, Oræfajökuls og Kverkfjalla. Skrifað stendur: Glaður og reifur skyli gumna hver, unz sinn bíður bana. Með fárra mánaða millibili hafa íslendingar mátt sjá á bak tveimur af sínum ástsælustu vísinda- mönnum, þeim Kristjáni Eldjárn og Sigurði Þórarinssyni. Fáa grun- aði annað en báðir ættu langt starf fyrir höndum, laust við aðrar skyldur en þær sem rannsóknir og skriftir legðu þeim á herðar. Við fráfall þeirra er harmur kveðinn að þjóðinni allri, að vinum þeirra, en þó mestur að ástvinum og aðstand- endum. En samt eru þeir gæfu- menn að falla frá í miðju starfi, óbilaðir í anda og með mikið lífs- starf að baki - þeim var hlíft við byrðum ellinnar og því að „lifa sjálfan sig“, sem margan mikinn mann hefur hent. Sjálfur var ég svo gæfusamur að kynnast nafna mínum vel og starfa með honum í rúman áratug. „Þessi fínbyggði hámenntamaður, ólík- legur til þrekrauna", eins og Nó- belsskáldið lýsir Sigurði, var yfir- leitt fremur ópersónulegur í sam- skiptum, en jafnan glaðlegur og með gamanyrði á vör. Slík var meðfædd kurteisi hans að ég heyrði hann aldrei halla orði á fjarstaddan mann, og þyrfti einhver á hjálp að halda var hún veitt með svo elsku- legum og nær því ósýnilegum hætti, ef hann átti þess kost, að maður tók varla eftir öðru en allt hefði gerzt af sjálfu sér. Almennar skoðanir Sig- urðar hygg ég hafi verið róttækar á borgaralega vísu, enda hafði hann á sinni tíð mikil samskipti við sænska jafnaðarmenn sem voru að búa til fyrirmyndarþjóðfélag, og var á stríðsárunum í samstarfi með mönnum eins og Olof Palme, Willy Brandt og Bruno Kreisky - þessi lífsskoðun einkennist eínna helst af húmanisma, mannúðarsefnu. Mörgum verður það á nú til dags að „dreifa sér“ um of, vasast í of mörgu, því margs þarf við í fá- mennu þjóðfélagi sem vill vera gjaldgengt á öllum sviðum milj- ónaþjóða. En þá skiptir mestu máli að hafa forgangsréttinn á hreinu. Sigurður kom víða við, og það gat hann leyft sér, því hann var óum- ræðilega fljótur að öllu. Samt veitti ég því athygli, að hann gerði aldrei neitt óundirbúinn - jafnvel þegar hann stóð upp og hélt litla ræðu, sem algengt var, og virtist gersam- lega í tilefni augnabliksins en ævin- lega sérlega hnyttna og með eftir- minnilegu punkti, þá hafði hann undirbúið ræðuna áður, skrifað hana og kunni hana síðan. Því ekk- ert vex af engu, jafnvel hjá snil- lingum. En aldrei las hann af blöðum, enoa þurfti svo minnugur maður ekki á því að halda. Sigurður kunni fullkomlega forgangsrétt sinna mörgu starfa: rannsóknir og skriftir komu þar fremst. Og þar var hann alltaf að, hvenær sem tími gafst, milli fyrir- lestra, í áætlunarflugi milli landa, um helgar þegar ekki kallaði annað að. Hin mörgu hlutverk Sigurðar minntu mig á annað vísinda- stórmenni, Línus Pauling, sem var tvöfaldur og næstum þrefaldur Nó- belsverðlaunahafi. Línus sást einu sinni taka þátt í mótmælastöðu gegn Víet-Nam stríðinu utan við Hvíta húsið fyrir hádegi en vera þar í veizlu innan dyra síðdegis, þótt aðalstarfið ynni hann að sjálfsögðu á efnarannsóknastofu sinni. Sig- urður var sömuleiðis jafnheima í veizlusölum með stórmenni og á Heklutindi með myndavél og skrif- bók í hönd eða í mógröf með reku að pæla í öskulögum. Sigurður sótti ekki einasta menntun sína til Svíþjóðar, heldur líka eiginkonu sína Ingu. Þau gift- ust 1939 og eignuðust tvö börn, Snjólaugu og Sven. Inga var dóttir Sven Backlund, stærðfræðings sem síðar snéri sér að blaðamennsku og var einn af hugsuðum-og baráttu- mönnum sænsku jafnaðarmann- anna. Inga var þá eftirsóttur upp- lesari, og vafalaust hafa það verið henni mikil viðbrigði að flytjast hingað til lands í stríðslok. En hún er mikilhæf kona sein reyndist manni sínum taustur og þolin- móður lífsförunautur. Ég votta ást- vinum Sigurðar innilega hluttekn- ingu í harmi þeirra. Sigurður Þórarinsson var ekki einasta afkastamikill vísindamað- ur, heldur var hann óþreytandi að kynna þjóð sinni fræðin, með al- þýðlegum greinumogfyrirlestrum, enda á hann sjálfsagt mestan þáít allra náttúrufræðinga í þeim áhuga sem almenningur hér á landi sýnir þessum fræðum. En náttúrufræði verða ekki numin af bókinni einni, og mikilvægur vettvangur náttúr- ufræðikennslu og almenns skiln- ings á náttúrunni eru hvarvetna náttúrugripasöfn, sem nú orðið eru með nýju sniði víðast hvar og æði ólík því sem Náttúrugripasafnið við Hverfisgötu var, sem þó vantaði ekki vinsældir meðal barna og ung- linga. Aður en Sigurður Þórarinsson gerðist prófessor í jarð- og landa- fræði við Háskóla fslands var hann einmitt starfsmaður Náttúrugrip- asafnsins í 20 ár. A þeim tíma var safnið flutt úr Safnahúsinu við Hverfisgötu og var á hrakhólum milli húsa unz því var fundinn stað- ur í húsnæði á 3. hæð sem Há- skólinn keypti við Hlemmtorg. Þar er allve! búið að rannsóknastarf- semi safnmanna, en afleitlega að þeirri hlið er að almenningi snýr, sýningarsalnum. Sigurður Þórar- insson helgaði alla ævi sína rann- sóknum í jarðfræði, en einnig upp- fræðslu í náttúrufræði, náttúru- vernd og almennum skilningi á samspili mannsins og náttúrunnar. Minningu hans væri mestur sómi sýndur ef nú væri tekin um það ák- vörðun að byggja yfir Náttúrugrip- asafnið og tengja þá uppeldis- og rannsóknastofnun nafni hans. Sigurður Steinþórsson formaður jarðfræðifélags íslands Kveðja frá Jöklarannsóknafélagi íslands í suddarigningu á vordegi 1947 bar fundum okkar Sigurðar Þórar- inssonar fyrst saman. Ég var stadd- ur austur við Þjórsártún er þar staðnæmdist vörubíll, sem var að koma austan af Rangárvöllum, bíl- stjórinn þurti að ná tali af Ölvi bónda, en ég lenti á tali við glað- legan og viðmótsþýðan farþega bílsins. Brátt áttaði ég mig á, að hér var enginn annar á ferð en jarðfræðingurinn dr. Sigurður Þór- arinsson, sem legið hafði langdvöl- um á vorin og sumrin fyrir stríð uppi á Hoffellsjökli. Annars fannst mér ég þekkja hann einna best af orðspori sem latínuhestinn mikla frá M.A. Stúdentspróf hafði hann tekið þar 1931, í nokkur ár á eftir gengu sögur í skólanum um náms- afrek hans og kunnáttu. Sumarið 1934 kannaði hann vegsummerki eftir Dalvíkurjarðskjálftann (júní ’34). Hann gleymdist því ekki alveg norður þar, hann Sigurður eða Siggi hjá Ryel, eins og hann var venjulegast nefndur innan skólans og á Akureyri. Að loknum þessum fyrsta fundi hugsaði ég: það er gaman að mæta Sigurði, ég verð að hitta hann aftur. Og enn man ég taumana í andliti hans, „öskuryk- ið“ eins og það var kallað þá, nú gjóska. Gjóskan merkti sér mann- inn snemma. Sem alþjóð veit var Sigurður brautryðjandi í öskulaga- rannsóknum og vann frábært vís- indaafrek á því sviði. í þetta sinn var Sigurður að koma austan frá Heklueldum, en þeir brunnu þá glatt. Hann var á leið til Reykjavík- ur og taldi sig lánsaman að ná í bíl, sem var að fara alla leið vestur á Selfoss. Mér varð að von minni, Sigurði mætti ég aftur. Hef átt með honum liðlega 30 ára samstarf innan vé- banda Jöklarannsóknafélags ís- lands. Fyrst undir formennsku Jóns Eyþórssonar og síðar dr. Trausta Éinarssonar, en frá árinu 1969 hefur Sigurður veitt félaginu forstöðu. Kynnin eru því allnáin og ávallt verið ánægjuleg í hópi á- hugasamra sjálfboðaliða. Sigurður var afburðafjölhæfur og traustur. Eftir hann liggja á þriðja hundrað greinar og bækur. Ekki eru tök á að ræða um þær hér, en þó verð ég að nefna eina: Vötn- in stríð. Hann var frábær fyrirles- ari, setti niðurstöður náttúruvís- inda fram á skýran og augljósan hátt. Átök elds og ísa, og svo af- Ieiðingarnar, mótun lands og þjóðar, rakti Sigurður á hugljúfan og listrænan hátt. Ljóð hans og vís- ur eru fyrir löngu orðnar landfleyg- ar og bera ljósan vott um gaman- semi hans og glettni. Það var svo sem engin neyð að vera veður- tepptur á Vatnajökli einn til tvo daga ef Sigurður var með í för. Nú á kveðjustund, er við í Jökla- rannsóknafélaginu kveðjum for- mann okkar, félagaog vin, Sigurð Þórarinsson, sækja margar minn- ingar á hugann, enn stendur óhagg- að spakmæli Hávamála: “...orðstírr deyr aldregi, hveims sér góðan getur“. Jöklarannsóknafélag íslands vottar konu Sigurðar, Ingu Val- borgu, og börnum þeirra, Snjó- laugu og Sven, innilega samúð. Sigurjón Rist Kveðja frá Norræna félaginu. Á liðnu misseri hafa mörg val- menni horfið okkur. Meðal þeirra eru: Kristján Eldjárn, Ásmundur Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og nú Sigurður Þórarinsson. Allir menn sem mikill sjónarsviptir er að, menn sem brugðið hafa birtu á líf okkar. Menn sem getið hafa sér þann orðstír með lífí sínu og starfi að ekki gleymist okkur Islend- ingum. Það fylgdi hressilegur vorþytur þeim ungu menntamönnum, sem hópuðust heim að loknu námi í lok síðari heimstyrjaldarinnar. Sig- urður Þórarinsson stóð þar framar- lega í flokki. Menn voru komnir heim til þess að færa okkur þann fróðleik sem þeir höfðu numið, fullir af áhuga á að breyta hér til hins betra að sínu mati. Ég minnist þess hve Sigurður sagði mér eitt sinn skemmtilega - eins og hans var von og vísa - frá þessum tímum, þegar við rákumst saman af tilvilj- un á Höfn í Hornafirði, en báðir vorum við þar um kyrrt yfir helgi. Við litum inn á nokkrum bæjum í Nesjum og alls staðar var Sigurði tekið með kostum og kynjum eins og góðan ættingja bæri að garði. Það var gaman og ánægjan ein að ferðast með honum. Hann var haf- sjór af sögum og fróðleik um hér- aðið og gott var að njóta gestrisni þeirra Nesjabænda í skjóli hans. Var það ekki hógværð og lítillæti þessa ágæta húmanista og jarðvís- indamanns á heimsmælikvarða auk greindarinnar sem vakti mesta aðdáun manna á honum? Málið var svo fagurt sem hann talaði að unun var á að hlýða. Á þessa daga í. Hornafirði fyrir rúmum tveimur áratugum slær glampa sem ber ljúf- mennsku hans og græskulausu gamni fagurt vitni. Sigurður var sá maður eftir að Vilhjálmur Þ. Gíslason var allur sem einna lengst hefur starfað fyrir Norræna félagið eða um tæplega hálfrar aldar skeið. Hann var rúmlega tvítugur þegar hann var fyrst beðinn að verða fé- laginu að liði og segja má að síðan hafi hann alla tíð verið dyggur liðsmaðurþess. í stjórn Reykjavík- urdeildarinnar hefur hann setið áratugum saman og verið fulltrúi félagsins í stjórn Norræna hússins svo til frá upphafi vega. Á sjötugs afmæli Sigurðar 8. jan- úar í fyrra var hann sæmdur heiðursmerki Norræna félagsins úr gulli og þótti okkur félögum hans hann vel að þeim heiðri kominn. Norræna félagið í Reykjavík efndi þá á Þorra til hátíðadagskrár í Norrænahúsinu, þarsem söngtext- ar Sigurðar voru fluttir og varð að tvítaka skemmtunina hinn sama dag vegna fjölmennis og vinsælda Sigurðar. Hann veitti síðan Norræna fé- laginu heimild til þess að gefa út hljómplötu með söngvatextum sín- um nú fyrir jólin og hefur hún reynst eins vinsæl og höfundur textanna. Við höfðum gert okkur vonir um að nú eftir að Sigurður léti af kennslu- og jarðvísindastörfum fyrir aldurssakir kynni hann að fá tíma til að sinna bókmenntum og öðrum húmaniskum fræðum sem hann kunni ekki síður tökin á en jarðfræðinni. Vitað er að hann hafði nýlokið riti um skáldbróður sinn Carl Bellmann og er það vel. En því miður rætast þær vonir ekki frekar. Norræna félagið er Sigurði þakk- látt fyrir öll störf hans í þágu þess og færir Ingu konu hans og börnun- um Sven og Snjólaugu og skyldu- liði þeirra innilegustu samúðar- kveðjur. Minningin um góðan og ráðhollan félaga lifir meðan nor- ræn félög starfa á Fróni. Hjálmar Ólafsson Frá Ferðafélagi íslands Hinn 9. þ.m. andaðist dr. Sig-v urður Þórarinsson, jarðfræðingur, 71 árs að aldri. Hannvareinníhópi þeirra, sem um áratuga skeið hafa fórnað umtalsverðu af dýrmætum tíma sínum í þágu þess málefnis, sem Ferðafélagið ber fyrir brjósti. Árið 1956 var hann fyrst kjörinn í stjórn félagsins og þegar Sigurður Jóhannesson þáverandi forseti fé- lagsins féll skyndilega frá á haustdögum 1976 tók dr. Sigurður Þórarinsson sæti hans og gegndi forsetastörfum til aðalfundar 1977, að hann baðst undan endurkosn- ingu. Þó hann hætti þá stjórnar- störfum var áhugi hans á starfsemi Ferðafélagsins hinn sami og áður og hann lagði mjög fúslega fram krafta sína í félagsins þágu hvenær sem eftir var leitað. Það voru einkum tveir þættir í starfsemi Ferðafélagsins, sem dr. Sigurður lagði til drjúgan skerf. Það voru Árbækurnar og kvöld- vökurnar. Að því er varðaði hið fyrra þá var það hvorttveggja, að hann lagði margt gott til í sambandi við umsjón með því efni Árbók- anna, sem snerti jarðfræði landsins og hefir orðið fyrirferðarmeira í tímans rás, og ekki síður hitt, að hann átti merkar ritgerðir í nokkr- um Árbókanna. Hann var og í rit- nefnd Árbókarinnar til dauðadags. Hið síðasta sem kom frá hans hendi í þessu tilliti var ritgerð um Skaftárelda, sem hann lauk við skömmu fyrir andlátið og mun birt- ast í Árbók yfirstandandi árs, sem helguð er miningu þessara mestu og skæðustu náttúruhamfara á fs- landi á sögulegum tíma. Á kvöldvökunum, sem haldnar eru nokkrar á hverjum vetri, er flutt margvíslegt efni til fróðleiks ogskemmtunar. Dr. Sigurður lagði oft til efni og er það sérstaklega minnisstætt hversu lagið honum var að flytja fróðleikinn á þann hátt, að eftirtejtt vakti, m.a. með því að flétta saman í máli og mynd- um landið, fólkið og söguna svo að stóð ljóslifandi fyrir áheyrendum. í tilefni af fertugsafmæli Ferða- félags íslands flutti dr. Sigurður það sem hann nefndi „lítil hugvekja á fertugsafmæli Ferðafélags ís- lands“. Hann gaf þessari hugvekju heitið „Að lifa í sátt við landið sitt“. Þar mótaði hann í einni stuttri setningu það, sem hann taldi, að Ferðafélagið hefði í fjóra áratugi reynt að leggja af mörkum til upp- eldis þóðarinnar. Hann sagði: „Að aðlaga sig þessu landi, læra að lifa í sátt við það og njóta þess, sem það hefur upp á að bjóða, á að vera snar þáttur í uppeldi hvers íslend- ings, honum til hamingjuauka og þjóð hans til heilla“. Nú, þegar dr. Sigurður er allur, mun hans sárt saknað úr Ferðafé- lagshópnum. Þakkir eru honum færðar að leiðarlokum fyrir það mikla og óeigingjarna starf, sem hann vann svo fúslega fyrir Ferða- félag íslands. Innilegar samúðarkveðjur send- um við fjölskyldu hans. Davíð Ólafsson, forseti Ferðafélags íslands. „Mórall í borginni aflaga er og ástin á landinu þverrandi fer. En engan á jöklunum hafa menn hitt, sem hefur ei dásamað ,föðurland“ sitt". (S.Þ.) Það brá skugga yfir Jarðfræðihús Háskóla íslands miðvikudaginn 9. febrúar síðastliðinn, þegar fréttist um lát Sigurðar Þórarinssonar jarðfræðings. Yfirleitt er þar glatt á hjalla, en þennan morgun var sem öllum yrði orða vant. Menn gengu að störfum sínum, sem áður, þó meir af gömlum vana en áhuga. Við fundum til sárs söknuðar. Um hugann liðu minningar, mynd- ir liðinna samverustunda er við átt- um með Sigurði. Stórt skarð hafði myndast í þann hóp sem þetta hús hýsti. Þar er skarð fyrir skildi. í huga þjóðarinnar var Sigurður Þórarinsson hin sanna ímynd hins lifandi og starfandi jarðvísinda- manns. Hver kannast ekki við myndina af Sigurði, þar sem hann hleypur upp um fjöll og firnindi, kvikur og léttur, með rauðu skott- húfuna sína, sem var hans aðals- merki. Alltaf kominn fyrstur manna á staðinn, þar sem náttúru- öflin höfðu látið til skarar skríða. Þannig var Sigurður, náttúran og öll hin landmótandi öfl, eitt og hið sama, ein órjúfanleg heild. Sigurður kenndi land- og jarðfræðinemum almenna jarðfræði á fyrsta ári. Það fylgdi því mikil tilhlökkun og eftirvænting að fá að fylgjast með fyrirlestrum hjá Sigurði Þórarinssyni sjálfum. Fyrir flestum okkar var hann hin lifandi ímynd jarðvísindanna. Sigurður var víðförull og með honum „ferð- uðumst" við ekki einungis um allt fsland, heldur allar heimsins álfur, frá; „Reykjavík og Rawalpindi, Rangoon, Súdan, Bonn, Kashmir". (S.Þ.) Til að sýna okkur sem fjöl- breyttast landslag var hann einatt með litskyggnur úr ferðum sínum og iðulega skaut hann inn á milli hnyttnum frásögnum, þjóðsögum og athugasemdum sem gæddu Sjá bls. 18

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.