Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. mars .1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Geir Gunnarsson
Elsa Kristjánsdóttir
Guðmundur Árnason
Þorbjörg Samúelsdóttir
Gylfi Guðmundsson
Alþýðubandalagið Reykj aneskj ördæmi:
Einróma samþykkt framboðslistans
Framboðslisti Alþýðubandalags-
ins í Reykjaneskjördæmi við kom-
andi alþingiskosningar var sam-
þykktur einróma á fundi stjórnar
kjördæmisráðs í Þinghól sl.
laugardag.
Listinn er þannig skipaður:
1. Geir Gunnarsson alþingis-
maður, Hafnarfirði. 2. Elsa Krist-
jánsdóttir bókari, Sandgerði. 3.
Guðmundur Árnason fram-
kvæmdastjóri Kennarasambands
íslands, Kópavogi. 4. Þorbjörg
Samúelsdóttir verkakona, Hafnar-
firði. 5. Gylfi Guðmundsson skóla-
stjóri, Keflavík. 6. Ágústa ísafold
Sigurðardóttir gjaldkeri, Kópa-
vogi. 7. Aðalheiður Magnúsdóttir,
kennari, Mosfellssveit. 8. Jón R.
Bachman, smiður Garðabæ. 9.
Stefán Bergmann konrektor, Sel-
tjarnarnesi. 10. Guðsteinn Þengils-
son læknir, Kópavogi.
Áskorendakeppnin
hófst á sunnudag:
Kasparov
með hag-
stæðari
biðskák
Fyrsta áskorendaeinvígið af fjór-
um hófst í Moskvu á sunnudaginn
og var þar á ferðinni viðureign So-
vétmannanna Alexander Beljavskí
og Harry Kasparov. Fór skákin í
bið og samkvæmt hcimildum mun
Kasparov sem hafði svart hafa
betri stöðu. Beljavskí tefldi byrjun
skákarinnar af miklum krafti,
fórnaði peði og virtist vera að ná
sókn þegar undramaðurinn frá
Baku gaf peðið til baka og náði að
lægja öldurnar. Þegar skákin fór í
bið hafði honum tekist að veikja
varnir Beljavskí á drottningarvæng
og náð hagstæðari stöðu.
Afar erfitt er að nálgast fréttir af
viðureign þessara skákmanna sem
taldir eru hvað líklegastir til afreka
ef til einvígis við Karpov kæmi.
Þetta er eins og áður sagði fyrsta
einvígið af fjórum en hin einvígin
munu að öllum iíkindum hefjast
um miðjan mánuðinn.
Um helgina lauk sterku alþjóð-
legu skákmóti sem staðið hefur yfir
síðustu vikur í Linares á Spáni.
Boris Spasskí fyrrum
heimsmeistari í skák náði sér frá-
bærlega vel á strik og bar sigur úr
býtum, hlaut 6V2 vinning af 10
mögulegum. Heimsmeistarinn,
Anatoly Karpov deildi 2. sætinu
með Svíanum Ulf Andersen. Hlutu
þeir 6 vinninga. Danski þátttak-
andinn, Bent Larsen, olli löndum
sínum miklum vonbrigðum með
frammistöðu sinni. Hann hafði
hlotið 2 vinninga eftir þrjár um-
ferðir, en tapaði svo öllum þeim
skákum sem eftir var mótsins, sjö
talsins. Varð hann örugglega í
neðsta sæti.
- hól.
Med ykkar hjálp reisir SAA nýja sjúkrastöð
Á hvert heimili.
Þessa dagana berst hjálparbeiðni frá SÁÁ inn á flest heimili í
landinu.
Móttakendur eru allir karlmenn á aldrinum 30 - 70 ára.
Til hvers?
Tilgangurinn er sá að safna fé til að Ijúka nýrri sjúkrastöð SÁÁ við
Grafarvog í Reykjavík.
í fyrsta áfangann rann fé sem safnað var í happdrætti sem íslenskar
konur báru uppi. Þessi sjúkrastöð á að þjóna öllu landinu. Þar mun
fara fram markviss aðstoð og meðferð þeirra sem eru að hverfa frá
ofneyslu áfengis og fíkniefna - stíga fyrstu skrefin á braut til nýs
lífs.
Hvað snýr að þér?
Allir sem hafa fengið sendingu frá SÁÁ hafa undir höndum ýtar-
legri upplýsingar í bæklingnum sem fylgir gjafabréfinu, sem nafn
viðkomandi er skráð á. í því er beðið um fjárstuðning í fimm áföng-
um frá 5. júní í ártil 5. júní næsta ár - 360 kr. í hvert sinn.
Engir vextir eða verðtrygging hvílir á upphæðinni.
Fyrsta skrefið er að undirrita gjafabréfið og senda
það aftur til SÁÁ í hjálögðu umslagi.
Taktu ákvörðun strax. Þetta er sameiginlegt átak
okkar allra til að bjarga lífi — breyta lífi — bæta líf.
Hvers vegna?
Áfengissýki eyðileggur líf og lífshamingju svo ótrúlega margra. Auk
þess tíunda hluta fólks, sem talið er að lendi beinlínis í klóm sjúk-
dómsins, hvílir fargið á aðstandendum þeirra - þúsundum heimila
og vinnustaða. Hér er í raun um að ræða stærsta vandamál á
vettvangi heilbrigðis- og félagsmála þjóðarinnar.
Til verðlauna að vinna.
Á hverjum gjalddaga verða dregin út 10 gjafabréf og eigendum
þeirra afhentar 100.000 kr. í verðlaun fyrir þátttökuna.
Þannig opnast hverjum skilvísum greiðanda fimm sinnum mögu-
leikar á stórum vinningi.
Frekari upplýsingar hjá:
Söfnunarstjórn sími: 91-82300 og á skrifstofu SÁÁsími: 91-82399
SÁÁ
SAMTÖK
ÁHUGAFÓLKS UM
ÁFENCISVANCAMALE)
Átak Islendlnga gegn áfengísvandanum