Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur i. mar's 1983 ÞJÖÐVILJÍNN - SÍÐÁ 15
Athyglisverð nýjung__________________________________________________________________________
Frostmerking hrossa
Sú nýlunda hefur nú veriö tekin
upp hér á landi aö frostmerkja
hross. Þar sem ætia má að
slíkar merkingar eigi framtíö
fyrir sér en málið á hinn bóginn
lítt kunnugt öllum almenningi
enn sem komið er, datt
blaðamanni Þjóðviljans í hug
að afla sér um það nokkurra
upplýsinga. Var þá ekki til
annarra eðlilegra að leita en
Péturs Hjálmssonar,
ráðunautar hjá Búnaðarfélagi
íslands, sem öðrum fremur
hérlendra manna hefur kynnt
sér þessa merkingaraðferð og
hefur merkingarnar með
höndum, ávegum
Búnaðarfélags íslands.
Aðdragandi málsins
- Það er þá kannski rétt, Pétur,
að minnast fyrst á aðdraganda
þess, að frostmerking hrossa er nú
hafin hér á landi?
mhg ræðir við
Pétur Hjálmsson
ráðunaut hjá
Búnaðarfélagi
íslands
var það m.a. fundið, að þeir þóttu
of áberandi.
Næsta skrefið var svo það, að
fyrir um það bil ári síðan lét Bún-
aðarfélagið gera tölvuleit að þekkt-
um merkingaraðferðum hrossa og
komst þá á snoður um kerfi, þar
sem arabiskum tölum er breytt í
rétt horn eða samsíða línur. Þetta
kerfi er auðvelt og einfalt í notkun
og ógerlegt er að breyta þeim töl-
um, sem notaðar eru.
íslenskur hestur
Fæðingarár
Fæðingarsýsla
Ef óþekkt eða óviss, þá 99 (<<)
Númer fyrir kynbótabú.
Ef ekki þá 0 (=)
Skrásetningarnúmer
(3 tölustafir)
Ef hross er selt úr landi, er
þessu I2 bætt aftan við merkið.
Sannar að hrossið er fætt á
íslandi
Frostmerki.
- Já, sá aðdragandi er nú raunar
orðinn nokkuð langur. Það munu
líklega vera orðin nær 10 ár síðan
ég skrifaði greinarkorn í Frey urn
þetta mál. I framhaldi af því var
farið að athuga hugmyndina á
ýmsa vegu. Hún var svo tekin til
umræðu hjá Landssambandi hest-
amannafélaga, sem sendi um hana
erindi til Búnaðarfélags íslands.
Mun það hafa gerst fyrir einurn 8
árum. Þá var skipuð nefnd til þess
að athuga málið nánar og gerði hún
tillögur urn merkingakerfi þar sem
notaðir voru bókstafir. Fyrir 5-6
árum var svo gerð tilraun með að
merkja þannig nokkur hross, m.a.
af Einari E. Gíslasyni, bónda og
ráðunaut á Syðra-Skörðugili í
Skagafirði. Voru þær merkingar
gerðar með tölustöfum, sem not-
aðir höfðu verið til að merkja með
nautgripi. En að þessum stöfum
Ameríkuför
í apríl í vor fór ég svo á vegum
Búnaðarfélags íslands til Pullman í
Washingtonfylki í Bandaríkjunum
og sat þar tvö námskeið til þess að
kynna mér þetta betur. Fyrra nám-
skeiðið var haldið við háskólann
þar í borginni. Var þar fjallað um
fjölmörg atriði, sem m.a. lutu að
því að þekkja hross og merkja.
Síðara námskeiðið var á vegum
Kryo Kinetics í Pullman. Fór þar
eingöngu fram verkleg kennsla í
gerð frostmerkja og útgáfu hest-
askírteina, sem hver hesteigandi á
að fá að lokinni frostmerkingu.
Að þessum námskeiðum lokn-
um var svo gerður samningur milli
Kryo Kinetics, sem hefur einka-
leyfi á þessari gerð frostmerkja, og
Búnaðarfélags íslands. Gerir
samningurinn ráð fyrir því, að
Búnaðarfélagið annist frostmerk-
ingar hrossa hér á landi og að hald-
in sé nákvæm skrá yfir þau hross,
sem merkt eru.
Ýmsar ástæður liggja til þess, að
Bandaríkjanrenn nota þessa merk-
ingaraðferð. Hún kemur í veg fyrir
þjófnað á hrossum. Veðbankar og
tryggingafélög viðurkenna þessa
merkingu sem hina öruggustu til
þess að merkja gripi svo að óað-
finnanlegt sé.
Það tókst að fá alþjóðaviður-
kenningu fyrir því, að bókstafurinn
I, fremst í merkinu er einkennis-
stafur fyrir íslenska hestakynið,
þannig að hann sýnir óumdeilan-
lega að hrossið sé íslenskt. Það er
einnig mikilsvert að I í annarri
stöðu fyrir aftan merkið, 1,2, ber
að nota á hross, sem seld eru úr
landi og sannar þá merkið, að
hrossið sé fætt á íslandi.
- Viltu lýsa þessu merkinga-
kerfi?
- Ég get reynt það. -Kerfið er
byggt á bókstöfum, þannig gerð-
um, að nota niá hvern staf á átta
mismunandi vegu, - og talnaröð.
Tölustafirnir eru þannig gerðir að
rétthyrningar eða tvær samhliða
línur koma í stað arabískra tölu-
stafa, (sjá mynd). Meginkostirnir
við þessa stafagerð eru að ógerlegt
er að breyta tölustaf og mjög auð-
velt að þekkja stafina og lesa úr
þeim.
Skírteini
- Þú minntist áðan á skírteini,
sem út vaeru gefin fyrir merkt
hross?
- Já, um leið og hrossið er merkt
er gefið út skírteini, þar sem
skráðar eru ýmsar upplýsingar um
það og lýsing á því. 1 Bandaríkjun-
um eru þessi skírteini útbúin eins
og sjá má á mynd. Við þetta skír-
teini er það merkilegast að auk
frostmerkisins á því er lýsing hests-
ins sett í tölvutækt form, sem á-
kveðin taln'aröð. Aftan á skírt-
eininu er svo teikning af hesti og
inn á hana eru auðkenni hestsins
færð. Skírteinið fylgir svo hestinum
og ef eigendaskipti verða þarf að
gefa út nýtt skírteini svo að skrán-
ing sé alltaf rétt.
Merkingin
- Hvernig fer svo sjálf frost-
merkingin fram?
- Hún gerist þannig, að byrjað
er á að klippa hárið af blettinum
þar sem merkið á að koma. Síðan
er merkið sett í fljótandi köfnunar-
efni, mínus 196 gr., húðin hreinsuð
vandlega með alkóhóli og merkinu
svo þrýst á húðina í 20-30 sek. Við
frystinguna skemmast litfrumur
hársins svo þegar hárin vaxa að ný-
ju verða þau hvít. Ef merkinu er
haldið lengur að húðinni skemmist
einnig hárserkurinn og verður þá
merkið hárlaust. Er sú aðferð not-
uð við ljós hross. Merkingin er al-
veg sársaukalaus fyrir hrossið. Mis-
takist merkingin er tiltölulega
auðvelt að bæta úr því síðar, ef þörf
þykir á. En þó að auðvelt sé að
framkvæma frostmerkinguna
krefst hún mikillar nákvæmni og
vandvirkni.
- Hvað á það að taka langan
tíma að mcrkja hrossið miðað við
að allar aðstæður séu góðar?
- Það tekur svona 12-15 mínút-
ur þannig að á klst. er hægt að
merkja 4—5 hross.
- Hverja tclurðu hclstu kosti
frostmcrkingarinnar?
- Þá tel ég einkum vera, að
merkið er tiltölulega auðlesið þótt
fyrir geti komið að raka þurfi hárið
af þegar lesið er úr því. Það er ekki
til neinna lýta þar sem það er sett á
háls hestsins undir faxinu. Merkt
hross verður heldur ekki tekið í
misgripum fyrir annað.
Mun ryðja sér
til rúms
- Hvað ertu búinn að mcrkja
mörg hross hér á landi?
Pétur Hjálmsson með hest, scm hann hefur verið að frostmcrkja.
Mynd: PH.
Arabískum tölum breytt í rétt horn
eða samsíða línur.
- Þau eru 100. Af þeim eru 84 á
Kirkjubæ og 16 annarsstaðar. Það
var mikill sprettur á þessu á Kirkju-
bæ. Við byrjuðum kl. 10 að morgni
og hættum kl. 9 um kvöldið -og
höfðum þá lokið við að merkja 84
hross. Fyrir dyrum stendur að
frostmerkja öll hross á kynbótabú-
inu á Hólum.
- Hver er kostnaðurinn?
- Það kostar 400 kr. að merkja
hrossið.
- Hcfurðu orðið var við mikinn
áhuga á þessum merkingum?
- Já, talsverðan og ég er í engum
vafa um að þessi merkingaraðferð
á eftir að ryðja sér til rúms. Og það
ætti beinlínis að vera skylda að
merkja öll hross, sem flutt eru út.
Ég vil svo að endingu leggja
áherslu á að þýðingarmikið er að fá
sem fyrst vitneskju um hverjir hafa
hug á að fá hross merkt í ár og ættu
þeir þá að snúa sér með það til mín,
sagði Pétur Hjálmsson.
-mhg
I
REYKJANESKJORDÆMI
KVENNALISTI
TIL ALÞINGIS
Opnir fundir:
í kvöld
Þriðjudag 1.3. í Stapa
*
Miðvikud. 2.3. í Hamraborg
Kopavogi kl. 20.30
Konur fjölmennið.
AHUGAHOPUR UM KVENNALISTA
í REYKJANESKJÖRDÆMI.
1
I