Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5 Á undanförnum misserum hefur það orðið ae ljósara hversu óhagkvæmir orkusölusamningar Landsvirkjunar við stóriðjufyrirtækin eru. Nú liggur fyrir, svo óyggjandi er, að almennir rafmagnsnotcndur greiða niður raforkuverð til stóriðju svo miljónatugum, ef ekki hundruðum miljóna skiptir árlega. Margir furða sig eflaust á því, hvernig það megi vera, að stjórn Landsvirkjunar gerir sig seka um Sönnun þess aö iðnaðarráðherra ætlaði aldrei að semja við ÍSAL — ■rfir Btrfu Ul (iunoAnwoe uœ fnu varp tft—AfTÍAhrrm o.fl. um turkkun mJorkuvrrte lil Ls.\L Viðtal Morgunblaðsins við Birgi ísleif, þar sem stjórnarmaður opin- berar vanþekkingu sína. Birgir ísleifur Gunnarsson, stjórnar- maður í Landsvirkjun Bætlr gráu ofan á svart svona dýrkeypt mistök í samning- agerð hvað eftir annað. Mistökin í upphaflegu samningunum við Alusuisse voru í meginatriðum endurtekin 1975, 10 árum síðar. Áburðarverksmiðjan, sem einnig er stórnotandi raforku, fær sam- kvæmt samningum við Lands- virkjun frá 1971 raforkuna á sama smánarverðinu og ísal. Síð- ast en ekki síst hefur komið í ljós, að vegna skuldbindinga Lands- virkjunar um afhendingu á svo- kallaðri afgangsorku er raforku- verð til Járnblendiverksmiðjunn- ar á Grundartanga samkvæmt samningum frá 1977 aðeins óver- ulega hærra en til ísal. Þessi endurteknu samninga- mistök stjórnar Landsvirkjunar eru þeim mun furðulegri þegar þess er gætt, að hjá stofnuninni og í tengslum við hana starfa margir af hæfustu sérfræðingum landsins á þessu sviði. Jafnframt liggur fyrir, að þeir hafa gert at- hugasemdir við og varað við af- leiðingum allra þessara samn- inga. Sökudólgurinn gefur sig fram Morgunblaðið og Birgir ísl. Gunnarsson hafa nú gerst svo vinsamleg, að gefa öllum lands- mönnum sterka vísbendingu um ástæðuna fyrir þessum óförum. í Morgunblaðinu um helgina (27.2. - sjá mynd) birtist viðtal við Birgi Isl. um álmálið. Birgir er sem kunnugt er einn helsti tals- maður Sjálfstæðisflokksins í orku- og stóriðjumálum og hefur átt manna ríkastan þátt í að marka stefnu flokksins á því sviði. Birgir hefur átt sæti í stjórn Landsvirkjunar, sem fulltrúi meirihluta Sjálfstæðisflokksins í Borgarstjórn, a.m.k. síðan 1971. Sem slíkur samþykkti hann at- hugasemdalaust endurskoðun rafmagnssamningsins við fsal 1975 og raforkusamninginn við Járnblendifélagið 1977. I téðu viðtali, sem er nánast algerlega bein ræða Birgis, innan gæsalappa, bendir Birgir ísl. með svo áberandi hætti á sjálfan sig og sína hlutdeild í málinu, að einna helst verður líkt við játningu. Raforkusalan borgar ekki Búrfell Þjóðviljinn vakti á föstudaginn var (25.2.) athygli á því, að í fylg- iskjölum með frumvarpi iðnaðarráðherra um hækkun raf- orkuverðs til fsal eru birtar reikningslegar niðurstöður Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands um endurgreiðslutíma Búrfells- mannvirkja. Helstu niðurstöður eru, að miðað við venjulegar og viðteknar reikningsvenjur nægi tekjur afjaforkusölu til ísal ekki til að greiða niður Búrfellsmann- virki á 45 árum. Geirsarmur Sjálfstæðisflokksins, einkum þeir Birgir ísl. og Geir sjálfur, hafa hinsvegar um langt skeið þulið í síbylju, að tekjurnar af raforku- sölunni til ísal greiði upp þessi mannvirki á 19-25 árum. Þetta skilur ekki raf- orkusamninga Landsvirkjunar hefur verið helsta réttlæting þeirra fyrir samningunum við Alusuisse. Birgi ísl. hefur greinilega brugðið mjög við afhjúpun blekkinga þeirra sjálfstæðis- . manna og gerir í viðtalinu við Morgunblaðið örvæntingarfullar tilraunir til að krafsa í bakkann. Ekki tekst þó betur til en svo, að í málsvörn sinni tekst Birgi að sýna fram á það eitt, að hann skilur ekki venjulegustu aðferðir við mat á tekjum og gjöldum, sem til falla á tilteknu árabili, og hann hefur því ekki hina minnstu hug- mynd um það, hvenær viðskipt- asamningur er hagkvæmur og hvenær ekki. Að því gefnu að restin af meirihluta íhaldisins í stjórn Landsvirkjunar sé Birgi ekki klókari að þessu leyti, kann hér að vera komin skýring á því, hvernig útlendum stóriðjufyrir- tækjum tekst hvað eftir annað að gabba stjórn Landsvirkjunar í rafmagnskaupum. í þeirri frómu von (þó ekki nema vegna framtíðarstarfa Birg- is í stjórn Landvirkjunar), að Birgi ísleifi sé ekki með öllu fyrir- munað að taka tilsögn, skal nú gerð tilraun til að leiðrétta helsta misskilning hans. Tölurnar koma beint frá Landsvirkjun Það er í fyrsta lagi misskilning- ur hjá Birgi, að iðnaðarráðherra eða nokkur annar utanaðkom- andi aðili hafi látið reikna tekjur af raforkusölu til ísal og fært yfir í bandaríkjadali, áður en Verk- fræðistofnun fékk þær til meðferðar. Sannleikurinn er sá, að þessar tekjutölur komu beint frá .Landsvirkjun sjálfri, sem lagði þær fram í bandaríkjadölum á verðlagi hvers árs. Þetta virðist hinsvegar hafa farið fram hjá stjórnarmanninum Birgi ísleifi. Allt kemur þetta að auki fram í þeim fylgiskjölum, sem Birgir tel- ur sig vitna í, en honum er e.t.v. einhver vörn í því, að ekki er víst að allir alþingismenn séu jafnlæs- ir á allt, eins og bent hefur verið á nýverið. Dæmið er enn verra Það er einnig mikill misskiln- ingur Birgis ísl. að verðbólgu- hagnaður Landsvirkjunar af lán- um Alþjóðabankans sé nteð ein- hverjum hætti fjarlægður úr þess- um tekjutölum. Tölurnar eru, sem fyrr segir nákvæmlega þær, sem Landsvirkjun lét Iðnaðar- ráðuneytinu í té. Þær sýna árlegar innkomnar tekjur af raforkusölu til ísal og útlagðar greiðslur vegna rekstrar mannvirkjanna og vaxta og afborgana af lánum, allt mælt í bandaríkjadölum á verð- lagi hvers árs. Hér er m.ö.o. um að ræða greiðsluflæði vegna um- ræddra mannvirkja. Allur verð- bólguhagnaður ef því er að skipta, er því auðvitað nákvæm- lega tíundaður í þessum tölum, eins og Landsvirkjunar er von og vísa. Hitt er svo annað mál, að ein- hverra hluta vegna eru ekki öll útgjöld vegna Búrfellsmann- virkja meðtalin í þessum tölum Landsvirkjunar. Til dæmis má nefna, að mjög verúlegt eigin- fjárframlag fyrirtækisins til Búr- fellsmannvirkja er ekki talið nteö útgjöldum. Ennfremur er ekki laust við að óhóflegrar bjartsýni gæti um hækkun álverðs og þar með rafmagnsgreiðslna frá Isal í framtíðinni. Þessi atriði sem eru öll til þess fallin að sýna raf- magnssamninginn við ísal í betra ljósi, en raunhæft virðist hafa ekki verið leiðrétt af hálfu iðnað- arráðuneytisins. Árlegar nettót- ekjur eru nákvæmlega eins og Landsvirkjun lagði þær fram. Niðurstöður Verkfræðistofnunar ofmeta því hagkvæntni viðskipt- anna við ísal hvað þessu viðvíkur. Birgir skilur ekki verðbólguna Birgir gerir athugasemdir við það, að umrædd talnaröð Lands- virkjunar, sé færð yfir á fast verð- lag. Svo einkennilega sem það kann að virðast hefur Birgir ekki fyrr lokið því að útmála hinn mikla verðbólgugróða af dollar- alánum Landsvirkjunar vegna verðrýrnunar dollarans, en hann hafnar því, að þessi verðbólga sé fyrir hendi. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að verðbólga í Bandaríkjunum var að meðaltali nálægt 9% árlega á áratugnum 1970-80. Kaupmáttur bandaríkj- adals árið 1980 var einungis 40% af kaupmætti sama bandaríkja- dals árið 1970. Þorri íslendinga skilur vel, að við verðbólguað- stæður er nauðsynlegt að bera tekjur frá ári til árs saman á föstu verðlagi, ef fást á vitræn niður- staða. Þar sem tekjuröðin er í bandaríkjadölum- er auðvitað nauðsynlegt að nota bandarískar verðlagsvísitölur. Það að Birgir ísl. er þess ekki umkominn að skilja þessa einföldu hagfræði varpar hinsvegar talsverðu ljósi á það, hvers vegna stjórn Lands- virkjunar hefur ekki séð ástæðu til að verðtryggja raforkuverð til stóriðju. Birgir ísl. gerir athugasemdir við það, að nettótekjur af raf- orkusölu til Isal eru færðar til nú- virðis með 6% vöxtum. Það virðist hafa farið fram hjá hon- um, að á undanförnum árum hef- ur íslenska þjóðin orðið að fjár- magna útgjöldin vegna Búrfells- mannvirkja með erlendum lán- um, sem hafa borið talsvert hærri raunvexti en þetta. Raunvextir af nýjunr lánum Landsvirkjunar um þessar mundir eru ekki undir 6%. Til nýrra fjárfestinga, þ.á.rn. væntanlegrar kísilsmálmverk- smiðju eru ennfremur gerðar kröfur um raunverulega arðsemi fjármagns langt yfir 6%. Endurgreiðslutími Burfellsmannvirkja Það skal á hinn bóginn viður- kennt, að nokkur óvissa er um raunvexti, þegar fram í tímann er horft. Það er því alveg sjálfsagt að verða við óskum Birgis ísl. og kanna endurgreiðslutíma Búrf- ellsmannvirkja miðað við aðra raunvexti. í bréfi Verkfræði- stofnunar má finna eftirfarandi upplýsingar: Endurgreiðslutími Búrfells- inannvirkja miðað við mismunandi raunvcxti Raunvextir 0% 2% 4% 6% Endurgr.tími 29 ár 35 ár yfír 45 ár yfír 45 ár Útreikningar Verkfræðistofn- unar, sem Þjóðviljinn vakti at- hygli á, eru í rauninni afar ein- faldir. Tekin var nettótekjuröð fyrir Búrfellsmannvirki í banda- ríkjadölum og á breytilegu verð- lagi, nákvæmlega eins og Lands- virkjun lagði hana fram. Þessi röð var færð á fast verðlag með hjálp bandarískra verðlagsvísi- talna. Núvirði þessarar tekju- faðarvar fundin miðað við þá raunvexti, sem við íslendingar höfum undanfarið þurft að greiða af erlendum lántökum okkar. Allt sem gert var, er í fyllsta sam- ræmi við staðlaðar og viður- kenndar aðferðir í svona efnum. Það er í höfuðdráttum sömu aðferðirnar og íslenskir húsbyggj- endur haf.i tileinkað sér eftir að verðbólgan jókstogverötrygg- ing lána varð almenn. Gripið til hrakyrða þegar rökin þrýtur í ljósi þess, sem nú hefur verið rakið er óþarfi að svara skattyrð- um og dylgjum Birgis ísl. Gunn- arssonar í garð iðnaðarráðþerra. Allir reikningar eru skýrir og í samræmi við viðurkenndar aðferðir, enda í meira lagi ólík- legt, að Verkfræðistofnun Hf léti Iðnaðarráðuneytið segja sér að vinna einhverja vitleysu í pólit- ískum tilgangi. Birgir ísleifur og stjórn Landsvirkjunar hefðu að sjálfsögðu hvenær sem er getað óskað eftir úttekt Verkfræði- stofnunar eða sambærilegs aðila á sama dæmi, ef þeir héldu að það yrði þeim til framdráttar. Slíkar niðurstöður hafa ekki sést. Hrakyrði Birgis í garð Hjör- leifs Guttormssonar og Þjóðvilj- ans eru fyrst og fremst vitnis- burður um rökþrot hans. Út af fyrir sig er skiljanlegt að Birgi svíði, að sá blekkingavefur sem hann og Morgunblaðið hafa ofið í kringum rafmagnssamninginn við Isal skuli nú hafa verið rifinn niður. Gremja hans bendir ekki til þess að hann vilji hafa það sem sannara reynist. f. Flugráð fordæmir vinnubrögð sam- gönguráðherra: „Dæmalaus lítilsvirðing” „Steingrímur Hermannsson samgönguráðherra hefur sýnt í verki dæmalausa lítilsvirðingu á lýðræðislegum hefðum”, segir í samþykkt flugráðs sem gerð var í gær. „Fiugráð for- dæmir þá fádæma valdníðslu er felst í vinnubrögðum sam- gönguráðherra í máli þessu”, segir og í lok greinargerðar með samþykktinni, sem gerð var einróma. Með samþykktinni mótmælir flugráð skipun Péturs Einarssonar í embætti flugmálastjóra, og minnir á að flugráð gegni því hliðstæða hlutverki og stjórn fyrirtækis eða stofnunar. Flugmálastjóri sé fram- kvæmdastjóri flugráðs, og ætlast til að það hafi mikið að segja um ráðningu hans samkvæmt lögum. „í yfirlýsingu til fjölmiðla hefur samgönguráðherra talið ástæðu til að upplýsa, að „allir umdæmis- stjórar úti á landi”, svo og formað- ur Vélflugfélagsins og formaður Félags ísl. flugumferðarstjóra, hafi lýst stuðningi sínum við Pétur Ein- „Af því tilefni vekur flugráð sérstaka athygli á því, að umræddir umdæmisstjórar eru aðeins þrír talsins, eru jafnframt næstu undir- menn Péturs í flugvalladeild, og hafa verið skipaðir í þær stöður af núverandi ráðherra. Formennirnir tveir tala hér aðeins sem einstak- lingar, og hvorki hlutaðeigandi stjórnir né félagsfundir hafa veitt þeim neitt brautargengi til slíkra stuðningsyfirlýsinga í nafni félag- anna. Við flugmál á fslandi starfa nú um 1500 manns, þar af tæplega 300 hjá ríkisstofnunum, og rúmlega 1200 hjá íslenskum flugfélögum. Hafi nauðsyn borið til að kanna nánar afstöðu þessara starfsmanna íil skipunar í stöðu flugmálastjóra hefði vissulega verið hægt að verða við því, þó varla innan þess viku frests er flugráð fékk til umfjöllun- ar málsins”, segir í greinargerð flugráðs. Þá vekur flugráð athygli á því að Pétur Einarsson hafi upphaflega verið ráðinn sem framkvæmda- stjóri flugvalladeildar og varaflug- málastjóri eftir mjög óvenjulega málsmeðferð af hálfu samgöngu- ráðherra 1980, án þess að óska með- mæla frá flugráði og án þess að taka tillit til margvíslegra athugasemda sem ráðið gerði. —ekh Þingstöif ganga Fimm frumvörp urðu að lögum í gær frá alþingi. Frumvörpin eru um þjóðsöng íslendinga, kosningar tii alþingis, atvinnuréttindi skip- stjórnarmanna, loftferðir og sekt- armörk nokkurra laga. Greinilegt er á störfum alþingis þessa dagana að þingmenn láta hendur standa fram úr ermum við löggjafarstörfin - og mál renna Ijúft á milli umræðna og deilda. Gert er ráð fyrir kvöldfundum í þessari viku og að þingið standi fram í næstu viku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.