Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 16
MOÐMHNN
Þriðjudagur 1. mars 1983
Övænt úrslit í
prófkjöri íhaldsins
í Reykjanesi:
Ólafur G.
felldur út
Gunnar G. Schram
fékk
langflest atkvæði
Gunnar G. Schram prófessor
varð ótvíræður sigurvegari í próf-
kjöri Sjálfstæðismanna í Reykja-
nesi, sem fram fór um helgina.
Hlaut hann 2. sæti framboðslistans
og varð efstur að atkvæðamagni í
heild. Athygli vekur að formanni
þingflokksins, Ólafi G. Einarssyni
er með úrslitunum ýtt' í 4. sæti
listans, en Sjálfstæðisflokkurinn
kom þremur mönnum á þing úr
Reykjaneskjördæmi við síðustu
alþingiskosningar. Samtals tóku
8674 kjósendur þátt í prófkjörinu
nú en við síðustu alþingiskosningar
kusu 10.194 Sjálfstæðisflokkinn.
Efstur í prófkjörinu varð Matthí-
as Á. Mathiesen alþingismaður.
Hann hlaut 2,894 atkvæði í 1. sæti
og 5.986 samtals eða 70.9% at-
kvæða. í öðru sæti varð sem áður
sagði Gunnar G. Schram prófessor
með 4.106 atkvæði í 1 .-2. sæti, alls
6.404. í þriðja sæti varö Salome
Porkelsdóttir alþingismaður með
3.922 atkvæði í 1 .-3. sæti, alls 5.887
eða 69.7%. Óiafur G. Einarsson
formaður þingflokks Sjálfstæðis-
flokksins hafnaði í 4. sæti listans
með 4.075 atkvæði í 1.-4. sæti, alls
4.707 eða 55.7% atkvæðanna.
Kristjana Milla Thorsteinsson
viðskiptafræðingur fékk 4.214 at-
kvæði í 1.-5. sæti eða 49.9% at-
kvæðanha.
Fjögur efstu sætin í prófkjörinu
eru bindandi þar sem fram-
bjóðendur hlutu yfir 50% at-
kvæðanna. Ekki tókst að ná tali af
Ólafi G. Einarssyni formanni þing-
flokks Sjálfstæðismanna í gær.
Kvennaframboð:
Listi í
Reykja-
vík
Fjölmennur kvennafundur, sem
haldinn var á Hótel Borg sl. laugar-
dag, samþykkti að borinn skyldi
fram sérstakur kvennalisti í
Reykjavík í komandi Alþingiskosn-
ingum.
Konur fyrir norðan hafa boðað
tíl svipaðs fundar um næstu helgi á
Dalvík, þar sem ákvörðun verður
tekin um framboð kvenna í
Norðurlandi eystra. Þá eru konur í
Reykjaneskjördæmi að bræða mál-
in með sér og funda á ýmsum stöð-
um í kjördæminu þessa viku.
Að sögn Kristínar Ástgeirsdótt-
ur hjá Kvennaframboðinu í
Reykjavík sóttu milli 5 og 6 hundr-
uð manns fundinn á Hótel Borg.
Þar voru kynnt drög að stefnuskrá,
sem borin verður undir annan fund
um næstu helgi. Kristín kvað helstu
þætti stefnuskrárinnar snúast um
friðarmál, umhverfismál og mál
sem brenna á konum: trygginga-
mál, dagvistarmál, lífeyrismál,
fósturpyðingar og fleira slíkt. „Allt
kemur konum við, en við ætlum að
leggja áherslu á það, sem snerta
sérstaklega konur og börn”, sagði
Kristín Astgeirsdóttir að lokum.
ast
/
Afengi og
tóbak
hækka
Varningur Áfengis- og tóbaks-
verslunar ríkisins hækkaði um
15% að jafnaði I morgun.
Til dæmis hækkar verð á sígar-
ettupakka úr 28.90 kr. í 33.25 kr.
Brennivínsflaskan kostar eftir
hækkunina 325 kr. en kostaði fyrir
helgi 282 kr. Rússneskur vodki
hækkar úr 393 kr. í 460 kr. og ein
flaska af St. Emilion rauðvíni
hækkar úr 99 kr. í 115 krónur.
Áfengi og tóbak hækkaði fjórum
sinnum á síðasta ári. Hækkunin var
10% 2. mars, 10% 2. júní, 12% 26.
ágústog8% 30. nóvembersl. Nú er
hækkunin eins og áður sagði að
jafnaði um 15% þannig að verð-
hækkanir á áfengi og tóbaki hafa
ekki haldið í við verðhækkanir að
öðru leyti.
1400 manns
á Zola-
sýningu
Mjög góð aðsókn var að sýningu
á ljósmyndum rithöfundarins
Emile Zola um helgina, en sýningin
var opnuð á Kjarvalsstöðum sl.
föstudag.
Alls sáu um 1400 manns sýning-
una um helgina. Sýningunni lýkur
8. mars n.k.
í hliðarsal Kjarvalsstaða eru nú
sýndar franskar heimildarkvik-
myndir um ljósmyndun og hefjast
þær sýningar kl. 18.00 hvern dag.
Aðgangur að kvikmyndasýningun-
um er ókeypis.
-lg-
Kosningabaráttan setur nú æ meiri svip á mann-
lífið og í gær var m.a. haldinn kynningarfundur
um stjórnmál í Ármúlaskóla. Það er ekki við öðru
að búast en að stjórnmálafundir í framhalds-
skólum þyki nú þýðingarmeiri en áður þar sem 18
ára kosningaaldur er á döfinni. 1 Ármúlaskóla var
þéttsetinn bekkurinn og á myndinni má sjá Bjarna
Guðnason þriðja mann krata í Reykjavík þruma
yfir nemendum og kennurum. Fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins á fundinum var Steingrímur J. Sig-
fússon jarðfræðingur, sem sigraði í prófkjöri Al-
þýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra,
og er lengst til vinstri á myndinni. Ljósm. eik.
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285. liósmvndir 81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663
Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciöslu blaösins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaöamenn þar á vtikt öll kvöld. 81333 81348
Fiskverðið:
Hækki eins og
laun I landi
annar fulltrúi kaupenda í yfirnefnd
á móti en hinn sat hjá
Fiskverð mun hækka um
14,74% eða það sama og laun vinn-
andi fólks í landi frá og með degin-
um í dag 1. mars, samkvæmt á-
kvörðun Yfirncfndar Verðlagsráðs
sjávarútvegsins. Er þetta gert í
samræmi við samkoniulag sem
varð í ncfndinni við fiskverðsá-
kvörðun um síðustu áramót.
Það voru fulltrúar seljenda, þeir
Óskar Vigfússon og Kristján Ragn-
arsson og oddamaður Hallgrímur
Snorrason sem ákváðu þessa
hækkun, gegn atkvæði Eyjólfs ís-
felds fulltrúa kaupenda en hinn
fulltrúi þeirra Friðrik Pálsson sat
hjá.
Eyjólfur ísfeld gerði grein fyrir
atkvæði sínu og sagði nt.a. að við
þessa fiskverðshækkun myndi
kostnaður vinnslunnar hækka um
675 miljónir króna á þessu ári.
Sagði Eyjólfur að þessi kostnaðar-
auki fengist ekki bættur í hækkuðu
söluverði og því væri ljóst að hann
fengist ekki nerna með gengisfell-
ingu og ekki ljóst hvort sú gengis-
breyting verður nægileg til að mæta
þessari kostnaðarhækkun svo og
því tapi sem var á frystingunni eftir
síðustu gengisfellingu. Mörg fyrir-
tæki væru nú í greiðsluerfiðleikum
og við þessa hækkun myndu mörg
önnur bætast við. Þá sagði hann að
framundan væri óvissa í mark-
aðsmálum, sem gæti skapað veru-
lega erfiðleika hjá framleiðendum.
Friðrik Pálsson sat hjá við at-
kvæðagreiðsluna og sagði að ríkis-
stjórnin hefði að fullu staðið við
þau loforð sem gefin voru við fisk-
verðsákvörðun úm áramót. Nú
hafi sjávarútvegsráðherra gefið
yfirlýsingu um að fiskvinnslunni
verði að fullu bætt sú kostnaðar-
hækkun sem af fiskverðshækkun
hlýst og því sagðist hann sitja hjá.
-S.dór
Landbúnaðarráðstefna á Akureyri
Hann er margur vandinn í landbúnaði um þessar mundir. Markaðserfið-
leikar, vaxandi fjármagnskostnaður, og nú síðast þær hugmyndir sem
Verslunarráð hefur kynnt.
Alþýðubandalagið heldur ráðstefnu
um landbúnaðarmál 18.-20. mars
Alþýðubandalagið mun efna til
ráðstefnu um landbúnaðarmál á
Akureyri dagana 18.-20. mars n.k.
Er ráðstefna þessi haldin í sam-
ræmi við ákvörðun flokksráðs-
fundar Alþýðubandalagsins sl.
haust.
Á ráðstefnunni mun m.a. verða
fjallað unr framleiðslu og markaðs-
mál landbúnaðarins, landnýtingar-
mál, neyslu landbúnaðarafurða
o.fl.
Dagskrá ráðstefnunnar verður
nánar auglýst í Þjóðviljanum
seinna í vikunni.
Þeir sem hafa í hyggju að sækja
ráðstefnuna eru beðnir um að til-
kynna þátttöku senr fyrst á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins. Hún er
enn sem komið er að Grettisgötu 3
og síminn er 17500.