Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1983 Meiuimgarmiðstöð í áróðursherferð Á beinni línu frá Neshaganum til Washington. Sendiherra Bandaríkjanna boðaði að fleiri slíkir fundir yrðu á næstunni. Er ríkisfjölmiðlunum stýrt frá Menningarmiðstöð Bandaríkjanna? Um vikulega fréttatíma Menningar- stofnunar Bandaríkjanna í ríkisfjöl- miðlunum Síðastliðinn flmmtudag var nokkrum íslenskum blaðamönnum boðið upp á óvenjulega uppákomu í Menningarstofnun Bandaríkj- anna. Nýskipaður varautanríkis- ráðherra Bandaríkjanna hafði tal- að inn á myndband til íslenskra fréttamanna daginn áður og beið nú við símtækið í Washington albú- inn að svara spurningum íslenskra fréttamanna um bandaríska utan- ríkisstefnu með sérstöku tilliti til vígbúnaðarkapphlaupsins og fyrir- hugaðrar vígvæðingar í Evrópu. Þetta var vissulega óvænt tæki- færi fyrir íslenska blaðamenn til þess að komast í návígi við eina af helstu valdamiðstöðum heimsins. Slík tækifæri gefast ekki á hverjum degi hér uppi á ísa köldu landi. Fram varðarríkið Ekki er þó hægt að segja að mál- flutningur ráðherrans hafi haft að geyma veruleg nýmæli, enda vart við þvf að búast. Þó hefur það ekki gerst fyrr að því er ég best veit, að bandarískur ráðamaður hafi iýst hernaðarþýðingu íslands fyrir Bandaríkin með jafn afdráttar- lausum hætti og þegar Richard D. Burt sagði að Island væri „fram- varðarríki í N-Atlantshafi gegn hinni sovésku ógnun“, og er þá upphefð fósturjarðarinnar væntan- lega ekki orðin svo lítil í augum sumra. Richard D. Burt, varautanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin leituðu eftir jafnvægi, og besta leiðin til þess væri su að Sovétmenn eyðilegðu 351 meðal- dræga eldflaug af gerðinni SS-20, sem þeir hafa sett upp og beint gegn Evrópu. Annars yrði Nató að setja upp 572 meðaldrægar eld- flaugar í Evrópu til þess að ná jafn- vægi. Flestir hafa víst heyrt þessa þulu nokkrum sinnum áður og gagnkvæmar ásakanir stórveld- anna sem bæði segjast vilja afvopn- un og bæði halda áfram að víg- búast. Jafnvœgi eða misvœgi? Munurinn á afstöðu þeirra nú er hins vegar sá, að á meðan Sovét- menn segja að nú ráði gróft jafn- vægi - og þar eru þeir sammála friðarhreyfingunum í Bandaríkj- unum og Evrópu - þá heldur Reagan-stjórnin því fram að Sovét- menn hafi hernaðarlega yfirburði. Meðan ekki næst samkomulag um túlkun stöðunnar eins og hún er nú, þá er ekki von að menn geti komið sér saman um hvernig hún eigi að verða. „0-lausn“ fyrir nifteindasprengjur Það væri reyndar hægt að hugsa sér „núll-lausn“ á fleiri vopn en meðaldrægar land-eldflaugar í Evrópu. Núll-lausnin fyrir nift- eindasprengjuna væri til dæmis sú að Bandaríkin eyðilegðu þær nift- eindasprengjur sem þar hafa verið gerðar og hættu framleiðslu þeirra, annars myndu Sovétmenn setja upp samsvarandi magn þeirra í Evrópu. Núll-lausn fyrir flugvél- amóðurskip með kjarnorkuvopn innanborðs fælist í því að Banda- ríkin eyðilegðu öll sín flugvéla- móðurskip, sem nú eru staðsett á öllum heimshöfum. Sovétmenn eiga engin slík og ættu því sam- kvæmt röksemdafærslunni að hafa pappíra upp á ein sjö slík á heimshöfunum með tilheyrandi flugflota og vopnabúnaði að öðr- um kosti. Herferð Blaðamannafundurinn í Menn- ingarstofnuninni í síðustu viku var liður í þeirri áróðursherferð sem Bandaríkjamenn hrundu af stað fyrir um það bil mánuði síðan með sérstakri fjárveitingu, sem ætlað var að mæta málflutningi friðar- hreyfingarinnar í Evrópu og Bandaríkjunum og þeim mikla hljómgrunni, sem hún hefur hlotið. Þegar Bandaríkjastjórn ákvað að hefja þessa nýju gagnsókn gegn friðarhreyfingunum sagði Was- hington Post að það virtist víðtekin regla að kenna áróðurstækninni um, þegar illa gengi að koma vond- um málsiað ofan í fólk. Hins vegar væri ekki litið til hins vonda mál- staðar og reynt að leiðrétta hann. Það verður ekki annað séð, en að hin nýja áróðursherferð Banda- ríkjastjórnar hafi borið nokkurn árangur, að minnsta kosti hér á landi. Síðustu 3 vikurnar hefur Menningarstofnunin við Neshaga haft fastan fréttatíma í ríkisfjöl- miðlunum einu sinni í viku amk. þar sem erindrekar Reagans hafa fengið að bera fram boðskap sinn án þess að spyrjendur hafi haft í frammi mótrök eða önnur sjónarmið verið kynnt með hlið- stæðum hætti. Réttlœting fyrir eiturvopn „Sérfræðingur“ um meintan eiturhernað Sovétríkjanna í Afg- hanistan og Víetnam í Kampútseu og Laos er látinn vaða uppi í ríkis- fjölmiðlunum með fullyrðingar sem hafa verið dregnar í efa af óháðum rannsóknarnefndum Sam- einuðu þjóðanna. Honum er hins vegar sleppt við að svara fyrir það hvers vegna Bandaríkin vörpuðu eiturefnum á S-Víetnam fyrir um það bil áratug síðan í slíku magni að það nam 5 pundum á hvern ein- staíding í landinu og eyðilagði 13 þúsund ferkílómetra ræktaðs lands og 25 þúsund ferkflómetra skóg- lendis. Hvers vegna var þessi maður ekki spurður um hvað Bandaríkin gerðu nú fyrir þær þús- undir einstaklinga sem hefðu fæðst og væru enn að fæðast í Vietnam með hinn hryllilegasta vanskapnað af völdum þessa eiturefnahernað- ar, en það hefur sýnt sig að þessi eituráhrif ganga í arf frá föður til barna? Það er að sjálfsögu vítavert ef Sovétríkin hafa brotið gegn al- þjóðasamþykktum um bann við framleiðslu og geymslu eiturefna til hernaðar frá 1972, en það er hins vegar engin málsbót fyrir því að Bandaríkin gera slíkt hið sama og hafa sett inn á fjárlög framlög til framleiðslu nýrrar tegundar efna- vopna. Það hlýtur að vera skylda ríkisfjölmiðlanna, ætli þeir að fjalla um mál eins og eiturefna- hernað, að gera það ekki undir þeim formerkjum að það verði í raun vörn fyrir því að framleiðslu slíkra vopna verði haldið áfram. Að vígbúast til að fœkka vopnum Sama gildir um Robert K. Germ- an, sem hingað kom á vegum Menningarstofnunarinnar við Nes- haga og fékk sinn fréttatíma ómældan í ríkisfjölmiðlum. Maður þessi er kynntur sem óháður fræðimaður, en er í reynd útsmog- inn túlkandi á stefnu Reagans í víg- búnaðarmálum. Og málstaður hans var enn á ný sá, að til þess að koma á jafnvægi þyrftu Bandaríkin og Nato-ríkin að vígbúast meira en nokkru sinni fyrr, - til þess að stuðla að afvopnun og öryggi. Fjárveitingaráform Reagans til hersins miða að því að fjárveitingar þessar hækki um 250% á kjörtíma- bili hans og verði komnar upp í 377 miljarða dollara 1988. Á næsta ári er áætlað að 28% fjárlaga og 6.8% vergrar þjóðarframleiðslu í Banda- ríkjunum fari til hermála. Til þess að slíkar fjárveitingar nái fram að ganga þarf Reagan-stjórnin stuðning-innan lands og utan. Við Neshagann í Reykjavík er unnið markvisst að því að sá stuðningur verði að minnsta kosti fyrir hendi hér á íslandi. Spurningin er, hvort hið nána samstarf sem nú er orðið á milli Menningarstofnunarinnar og ríkisfjölmiðla þýði að þeir hafi tekið upp sömu stefnu líka? -ólg. Indíra Ghandi sigraði í Assam en kosningarnar leiddu til fjölda morða á innflytjendum Myndin sýnir innflytjendafjölskyldu, frá Bangladesh, sem tekin var af lífí fyrir kosningarnar í Assam. Samkvæmt opinberum tölum ríkisstjórnarinnar í Nýju Dehli létu 1127 manns lífið í átökunum sem fylgdu kosningunum sem fram fóru í Assam-ríki í Austur- Indlandi í síðustu viku. I indver- skum fjölmiðlum var hins vegar talað um 1600 manns og sumir stjórnarandstæðingar hafa nefnt töluna 3000. Ástæður þessara miklu mann- víga eru raktar til innflytjenda- vandamáls í Assam, sem svipar að mörgu leyti til þess sem gerðist í Nígeríu á dögunum. í Assam-ríki búa um 20 miljón- ir manna og þangað mun á síð- ustu árum og misserum hafa flykkst um 3-4 miljónir manna frá Bangladesh og Nepal. Andóf gegn þessum innflutningi hófst þegar 1979, og byggist það meðal annars á skorti á atvinnu, en þó ekki síður á því að þessir innflytj- entíur aðhyllast íslam-trú á með- an Indverjar eru flestir Hindúar. Bangladesh er eitt fátækasta og þéttbýlasta ríki jarðarinnar með um 94 miljónir íbúa. Landinu er nú stjórnað af herforingjastjórn með harðri hendi og hefur verið róstusamt í landinu frá því hún tók völdin fyrir tæpu ári síðan. Það sem m.a. hefur lokkað Bangadeshbúa til Assam eru ol- íulindir sem þar er að finna. Inn- flutningurinn leiddi hins vegar til verkfalla og stöðnunar í olíuvinnsl- unni, þannig að Indira Ghandi kom Assam-ríki undir beina stjórn frá Nýju Dehli fyrir ári síð- an. Kosningarnar sem fram fóru í síðustu viku bar að halda sam- kvæmt stjórnarskrá Indlands. Átti að kjósa 125 þingfulltrúa til ríkisþings. Stjórnarandstaðan hafði sett fram þær kröfur að séð yrði til þess að innflytjendur yrðu sviptir kosningarétti. Stjórnin í Dehli neitaði að verða við þeim tilmælum og upphófust þá of- sóknir og fjöldamorð á innflytj- endunum frá Bangladesh. Stjórnarandstöðuflokkarnir neituðu jafnframt flestir að taka þátt í kosningunum og varð það til þess að auka á sigurlíkur Kongressflokks Indiru Ghandi, sem annars hafði farið mjög hall- oka í öðrum ríkiskosningum fyrr í mánuðinum. Einn fram- bjóðandi Kongressflokks Indiru var drepinn í kosningabaráttunni og flytja þurfti aukinn herafla og kosningastarfslið til Assam til þess að kosningarnar gætu farið fram. Úrslit kosninganna voru er síð- ast fréttist þau, að Kongress- flokkurinn hafði fengið yfirgnæf- andi meirihluta eða 89 af 107 þingsætum, á meðan 18 voru óskipuð, þar sem kosningar gátu ekki farið fram í öllum kjördæm- um vegna óeirða. Kongressflokkur Indiru mun nú mynda nýja ríkisstjórn í As- sam og freista þess að koma á ró í landinu. Á meðan heldur óeirðum áfram og ofsóknum á innflytjendum. Flóttamenn ofsóttir Það má vera ærið áhyggjuefni að hin miklu flóttamannavanda- mál sem skapast hafa víðs vegar í heiminum hafa í auknum mæli leitt til kynþáttaofsókna. Auk dæmisins frá Nígeríu sem flestum er í fersku minni má nefna Palest- ínumenn í Beirut og víðar. Nú eru hátt í 3 miljónir Afg- hanskra flóttamanna sestir að í Pakistan og gæti vera þeirra þar hugsanlega leitt til átaka. Sama gildir um flóttamannastraum í Afríku norðaustanverðri og í Mið-Ameríku, og ætti þessi þró- un að verða Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna talsvert áhyggjuefni. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.