Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 9
Þessa dagana efnir danska vísnasöngkonan T rille til góugleði hér á landi, sem ég hvet menn til að láta ekki ganga sér úr greipum. Hún er ekki ein úr hópi þess aragrúa sem með rafmagnaðri háreysti og gælum við korður væmninnar er að berjast um hásætin á „vinsældalistum'1 hér og þar um lönd. Tónn hennar er ekta og ratar skemmstu leið að hlustum manna og hjörtum, af því hún ersjálf íhjartanutrú. Söngva skáldið Þriðjudagur 1. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Tónn hennarer ekta og ratar skemmstu leið ad hlustum manna og hjörtum...” Svínn Lars Helge Tunving hefur skrifað langa ritgerð um Trille og ljóðlist hennar. Hann kallar hana „musikdiktare“og hittir naglann á höfuðið. Trille er ljóðskáld, sannur póet, en ljóð hennar eru óaðskiljan- leg frá tónunum og ekki fullort fyrr en á þeirri stundu, er hún skilar þeim til áheyrandans hlöðnum innstu tilfinningum sínum í söng. Trille byrjaði að syngja opinberlega á veitingastað í Kaupmannahöfn 18 ára göm- ul, meðan hún var enn í menntaskóla. Hún lauk stúdentsprófi 1964 og las um skeið leiklistarsögu og grísku við Hafnarháskóla. Tvítug að aldri var hún ráðin við Vise- Verse-Huset í Tvívolí, en hún felldi sig ekki við vistina þar til langframa. A sjöunda áratugnum söng hún aðallega gamlar danskar þjóðvísur, einnig ljóð úr hinni frægu bók „Sjov í Danmark" eftir Schade við tónlist eftir Benny E. Andersen, og naut brátt mikilla vinsælda, einkum meðal æskunnar. í september 1970 varð hún þjóðfræg á svipstundu af að syngja í sjónvarpsdagskrá vísuna 0jet eftir Jesper Jensen. Tveir hneykslaðir prestar risu upp á afturfæturna og stefndu dagskrárstjórunum fyrir guðlast! Þeir voru reyndar sýknaðir, en málið vakti alþjóðarathygli og aflaði Trille almennrar virðingar fyrir, hve hún mætti þessari aðför að tjáningarfrelsinu af mikilli reisn. Með plötunni „Hej s0ster“ 1975 kemur Trille fram sem fullmótaður listamaður, eigin ljóða- og lagasmiður. Þar eru nokkrir jafnréttissöngvar sem féllu eðlilega inn í umræðu um jafnrétti kynjanna sem þá stóð hvað hæst. Tónninn er mjög persónulegur, opinskár, einlægur og lágvær, laus við þann hola skvaldurhljóm sem margir hafa látið villa sér heyrn og hampað án verðleika. í titilljóðinu er ósvikinn danskur húmor með í spilinu og spillir ekki fyrir: Hej sfister, ka du ikke se komikken, sð stár vi her igen með fletningerne langt nede í postkassen. Hej spster, det er lissom bukseelastikken har fáet et knœk, og sikkerhedsnálen er sbrme blevet vœk. Sá gik det kœrlighedens ár, hvad er det sá vi har lœrt, hvad er det nu vi forstár? Vi blir stadig bedre til at slikke vores sár, og dagen morkncr nu, de sir at vintren blir hird i ár... í „Mors lange cykletur“ syngur hún um litla stelpu, sem bíður eftir að mamma komi hjólandi heim úr vinnunni, finnst hún sjá hana álengdar hvað eftir annað, en það reynist alltaf einhver önnur, „som i en film der stadig starter forfra", uns loks: Og du laved sádan et sœrligt lille hop nár du stod af ja, du hopper vel af cyklen pá samma máde i dag men jeg blev sá glad for sá var du jo hjemme. Og en gang imellem havde jeg osse gjort lidt rent, du ku vel dárligt se det, men du sagde, at det var sá pœnt, og du drak min tynde, tynde kaffe. Og sá efter kaffen sku du ind og ha et hvil, var sá hundetræt, havde svœrt til smil, og imens sku jeg sá gá i byen. Og fprst nu sá aner jeg din store ensomhed, uden andre kvinder, uden nogen at snakke med - og dine bprn mátte ikke mærke sorgen... Fegursti söngurinn á plötunni er „Min lille sol“, óður einstæðrar móður um dóttur sína: Bussen spytter hende ud í vores by, skoletasken er sá gul og lidt for ny, mellem store stygge biler gár min lille sol og smiler. Jeg har et lille anker, jeg har et lille timeglas, jeg har en lille sol der stráler... Nár hun sá er sluppet uskadt ud af byens klp'r stár hun plusli der og kimer pá min d0r, hun har tabt to mœlketœnder, gemmer dem et sted som ingen kender. Jeg har et lille anker... Kom min egen sol og varm mig indeni, lille kraftvœrk fuld af gratis energi, jeg har bagt dig i min mavc, tœnk en gang at man kan lave sil eget lille anker, sit egel lille timeglas, sin egen lille sol der stráler. Hér er líka ljóðið „Til ekspeditricen i Frugt & gr@nt“, sterk innlifun í fábrotið líf afgreiðslustúlkunnar („det er smát med mirakler/ der omme bag disken“), en jafnframt eggjun: „til snart at rábe op og kræve dit eget liv“. Eftirminnilegt er ástarljóðið „Kom og l0ft mig op“, sem lýsir að sumra dómi allt of veikgeðja þrá eftir öryggi í örmum karlmannsins, til að sönn kvenréttindakona geti verið þekkt fyrir þvílíka j átningu! En inn í það vefst uggur og vanmáttarkennd, sem hver ærlegur maður hefur fundið nísta sig inn í kviku andspænis grimmd heimsins: Kom og vœr hos mig vœr hos mig nár mine onde drpmme frit blomstrer vidre í mit vágne liv. Kom og vœr hos mig vœr hos mig nár mine 0jne de er 0mme af at se pá vold der svulmer op og blir massiv. Sá skal du sige, du má aldrig fortie at dem, der avler vold snart selv skal fá lov at mœrke pisken... Árið 1977 gaf Trille út piötuna „En lille bunke krummer“. Þar hefur hún náð mun fastari tökum á ljóðlistinni. Hún er enn með hugann við stöðu konunnar í þjóðfélaginu. Fyrsti söngurinn, „Vi har smidt returbilletten væk“, hefst þannig: Kender du dem der frejdigt fortœUer at kvindernes kamp den forstár de skam godt, men at det ligefrem sku være klassekampen det gœlder - piger har da aldrig kunnet skille skœg fra snot. Sá husk alligevel pá at du stár der og jeg stár her, og vi blir fler og fler der gir den gamle kpreplan et knæk. Vi har smidt returbilletten vœk... í ljóðinu „Storebælt“ er fjallað um á- þekkt efni á skáldlegri hátt. Það gerist á tveimur plönum samtímis, í matsalnum í lestinni þar sem ábyrgðarfullir karlmenn, „der er vant til at klare alt“, sitja við öll borð og eru að éta - og utan við gluggann þar sem andahópur er á flugi, auðvitað með stegg í fararbroddi! Hún er orðin leið á að horfa á mennina borða: Det kan jeg jo ikke sidde og se pár sœrlig lœnge, og da jeg kikker ud igen sá flyver der to tapre ænder helt alene, de er sá smá mod himmelen, °g jeg gad vide om de er sidste del af flokken eller nogen der er brudt ud. Máske er det de to der finder nye veje og spger mál de selv har valgl, og hvis det smitter blir den store flok sá lille bag harrt der helst vil klare alt, og nár det sá er blevet for senl ser han tilbage og ser al flokken den er vœk. Det er vel svœrere at være fá end mange. Men de to er stolte, de er fri. Og jeg kan tydeligt se, de begge to er hunner, nu da de flyver tœt forbi. Og ikke for noget, rnen jeg synes faktisk det var dejligt at se det syn - mellem Sjœlland og Fyn. Hér eru einnig ástarljóð, oftast full af öryggisleysi, vonbrigðum og kvíða, snögg- um tilfinningasveiflum, en ekki uppgjöf: Og sádan er der altid et lille lys i m0rket, det stár og blafrer der et sted. Men hvis du vil kunne se det, sá má du ikke vœre mprkerœd. f síðasta söngnum „H0jtid“ eru lokaerindin þessi: Jorden er sá brun og er sá bar, stár og samler kræfter lissom os med huden fuld af ar. Det er logn al tiden lœger alle sár man har. Sluk sá lampen, la dagen gá af kog, det blir jo tidligt m0rkt nu. Vi skal blive som blade i en bog, klistret sammen, slidt i kanten, men skrevet pá det samme sprog. Nýjasta plata Trille, sem ég hef hlustað á, er „Altid har jeg længsel“ (1979). Þar er eitt ljóð um jafnréttisbaráttuna: „Gi lidt mere tid“ (sang om revolutionær tálmodighed). í því er engin uppgjöf („jeg ved at frosten gár af landet snart“), en þreytutónn og einkum mikill leiði - eins og ég get ímyndað mér, að mjög setji að íslenskum konum einmitt þessa dagana, þegar riddararnir eru að raða sér í svotil öll örugg sætin á framboðslistum til alþingis: ... tœnk at vi skal gi lidt mere tid. Det ka vœre svœrt at tro nár det er som om man stár pá midten af den sidste brœndende bro. Man sir at som man ráber i skoven fár man svar. Men hvad nu hvis denne skov intet ekko har? Er det sá el spprgsmál om ár eller uger eller dage f0r vores ord ikke mere vender ensomme lilbage? Ljóðið „Danmark“ er mjög innileg ástarjátning til ættjarðarinnar („men kun det Danmark som er for de mange/ for dem der trækker vejret roligt/ selv nár de trues“). í öðrum söngvum þessarar plötu skyggnist skáldið meira í eigin barm, metur til- finningar sínar og reynslu, ekki síst af ást- inni, þessum heillandi fugli sem kemur og fer, færir mönnum sælu og sorg, von og örvæntingu og lætur ekki stöðva sig á fluginu! Þó kemst hún í „Sangen om de smá skibe“ að eins konar niðurstöðu meira að segja býsna vonbjartri: En gammel ven som jeg har kœr, en som jeg har elsket, krvdser min vej - hans 0jne griber mig sá blidt, jeg nár al se hans gamle sl0vler er blevet slidt, ja, jeg ser hans gamle stpvler er blevet slidt. Sádan ser jeg ofte pletter af lys, ofte pletter af varme, som nár en hvisken hpres bedre end et ráb. Jeg ser smá skibe sejle fulde af háb, ja, jeg ser smá skibe sejle fulde af háb. í lokaljóðinu „Under den h0je himmel“ tekur hún lífið sáttfús í faðminn eins og það er me(ð kostum þess og göllum - og: nár jeg sá bliver gammel og doven og klog, ja, helt otrolig klog og kender alle svar og ved bestemt de ikke bare stár i nogen bog, Hssá stille som en lille fugl der fl0j vil jeg forsvinde, stige op nár mprket fulder pá. En enn er Trille í blóma iífsins og góðu heilli langt til þessa þráða uppstigningar- dags! Einar Bragi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.