Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐÁ - ÞJÓÐVILJINN Þri'ðjudagur 1. "mars 1983
Ráðstefna Jafnréttisráðs:
Stjórnmálaþátttaka kvenna
Kvennaframboð,
sérframboð
innan flokkanna
og kvótakerfi
leiðir til úrbóta
Jafnréttisráð gekkst fyrir
ráðstefnu iaugardaginn 19.
febrúar undir yfirskriftinni:
„Stjórnmálaþátttaka kvenna11.
Var ráðstefnunni ætlað að fjalla
um helstu hindranir, sem verða
á vegi kvenna er vilja skipta sér
af stjórnmálum, og hvaða leiðir
væru þartil úrbóta. Ráðstefnuna
sóttu hátt í hundrað manns, en til
hennar hafði verið boðið
fulltrúumfráöllum
jafnréttisnefndum landsins,
stjórnmálaflokkunum og
kvenfélögum.
Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður
Jafnréttisráös, setti ráðstefnuna og að setn-
ingu lokinni tóku við framsöguerindi.
Verður gerð stuttlega grein fyrir þeim hér á
eftir.
Konur þurfa ekki
að biðjast afsökunar
Fyrsla erindið hét: Stjórnmálaþátttaka
kvenna fyrr og nú„ og skýrði Auður Styrk-
ársdóttir þar frá helstu niðurstöðum rann-
sóknar sem hún vinnur nú að á áhrifum
kvenna í borgarstjórn Reykjavíkur og á-
hrifum kvenna á Alþingi.
Auöur byrjaði fyrst á því að benda á, að
stjórnmálaþátttaka fæli í sér þátttöku á
ýmsum sviðum; þátttöku í kosningum, þátt-
töku í starfi stjórnmálaflokka og
hagsmunasamtaka, þátttöku í bæjarstjórn-
Ráðstefnu Jafnréttisráðs um stjórnmálaþátttöku kvenna sóttu hátt á hundrað konur. - (Ljósm. - eik -).
um og á Alþingi og margt fleira. Þátttöku-
leysi á öðrum - þannig er þátttaka í kosn-
ingum hér á landi mjög mikil meðal karla
og kvenna, en þátttaka í starfi stjórnmála-
flokka lítil. Fræðileg greining á stjórnmál-
aþátttöku verður að líta á fleira en fjölda á
listum - og auk alls ofangreinds þarf að
athuga sameiningarþátt stjórnmálanna.
Þannig er kynferði ekki sterkur sameining-
arþáttur í stjórnmálum: fólk tekur aðra
þætti langt framyfir, bæði konur og karlar,
og ber efnahagsmálin e.t.v. hæst.
Þá geröi Auður grein fyrir rannsókn
sinni, en hún hefur athugað gjörðir kvenna
af kvennalistum í bæjarstjórn Reykjavíkur
1908-1920 og gjörðir þingkvenna 1922-
1965; ennfremur þann stuðning sem konur
hafa haft af konurn. Kemur í ljós, að kven-
félögin og kvenfélagasambönd í lan’dinu
voru mjög ötul við að fylgja málum eftir allt
frant á 6. áratuginn og höfðu sterkt
saniband viö allflestar þingkonur. Niður-
staða rannsóknarinnar, sem ekki verður
rakin hér, er sú, að konur hafi verið sterkt
afl í landinu þótt ekki hafi þær verið fjöl-
mennar í valdastofnunum, og að konur
þurfi síður en svo að biðjast afsökunar á
gjörðum sínum.
ísland eftirbátur
Norðurlandanna
Esther Guðmundsdóttir, (forntaður
Kvenréttindafélags íslands, greindi frá
samnorrænni rannsókn á stjórnmálaþátt-
töku kvenna, sem hún hefur undanfarið
tekið þátt í af hálfu íslands. Erindi hennar
hét:) „Hefur stjórnmálaþátttaka kvenna
á íslandi fylgt þeirri þróun sem orðið hefur
á Norðurlöndum?“.
Sé línuritið hér á síðunni skoðað kentur
glögglega í ljós, að Island hefur alls ekki
fylgt þeirri þróun sem orðið hefur á Norð-
urlöndunum. Þarna er sýnt hlutfall þing-
kvenna í Danmörku, Finnlandi, íslandi,
Noregi og Svíþjóð allt frá upphafi
kosningaréttar kvenna í hverju landi um.
sig. Þarna sést, að hlutfall þingkvenna
tekur mikinn kipp á Norðurlöndunum á 8.
áratugnum - nema á Islandi.
Hér fyrir neðan eru töflur um fjölda þing-
fulltrúa á öllurn Norðurlöndunum og hlut-
fall kvenna og sömuleiðis staða kvenna í
sveitarstjórnum á Norðurlöndunum. Sést
þarna vel, hversu aftarlega við hér á íslandi
erum í þessum efnum: Aðeins 5 prósent
þingfólks eru konur meðan það Norður-
landanna, sem hefur næstlægsta hlutfallið,
Danntörk, getur þó státað sig af 24 prósent-
um.
Fjöldi þingfuiltrúa Hlutfall kvenna
Svfþjóð...................349 28%
Noregur.................. 155 26%
Finnland..................200 26%
Danmörk...................179 24%
ísland.................... 60 5%
Staða kvenna í sveitarstjórnum:
Svíþjóð: 29% sveitarstjórnarfólks
eru konur
Noregur: 23%
Finnland: 22%
Danmörk: 22%
ísland: 12,5%
Nýtt rit um myndlist komið út
Einar Jónsson myndskáld
eftir
dr. Guðmund
Finnbogason
„ Verk Einars Jónssonar veröa
ekki skýrö með því aö bera þau
saman viö eldri íslenska
líkanasmíð, því að hún er engin
til. Þau verða eigi heldur rakin til
erlendrarnútíðarlistar, því að
þeim virðist ekki kippa í kyn til
hennar. Þau rísa ein sér, eins
og fjallaþyrping á sléttum
öræfum, og bera fangamark
einkennilegs anda, sem farið
hefursinnaferða. Sálufélag
mundi Einar helst eiga með
fornum assýrskum, egypzkum
og grískum myndasmiðum, er
Deiglan nefnist þessi mynd sem Einar skóp á árunum 1913-14.
gerðu dýramyndir með
mannsandlitum,
guðalíkneskjurmeð
dýrahöfuðum, sfinxirnar,
kentárana, Pan, vængjaða
sigurgyðju o.s.frv. En beinast
sver hann sig í ætt
dróttskáldanna íslensku, er
drápurnar kváðu með
kenningum þeirra og
klofastefjum, enda er hann af
því bergi brotinn“.
Þannig er upphaf ritgerðar eftir
dr. Guðmund Finnbogason sem
hann nefnir Einar Jónsson mynd-
skáld og Listasafn Einars Jóns-
sonar hefur nú gefið út á prenti.
Það var árið 1980 sem Listasafnið
hóf útgáfu á ritgerðum um list Ein-
ars með ritgerðinni „A Great Ice-
landic Sculptor Einar Jónsson“
eftir R. Pape Cowl. Ritgerð dr.
Guðmundar Finnbogasonar sem
nú birtist í þessari ritröð safnsins,
ef svo má að orði komast, birtist
upphaflega í bókinni Einar Jóns-
son, Myndir, sem út kom í Kaup-
mannahöfn árið 1925.
Síðar í ritgerð sinni kemst dr.
Guðmundur Finnbogason svo að
orði: „Auðsætt er, að þau verk
Einars, er ég hefi nefnt, eru öll
sprottin eingöngu af skáldþörf
hans sjálfs, þau eru hugsanir, sem
hafa hrifið hann og leitað sér
forms. Þau hafa komið að innan.
Verk hans eru lifandi mótmæli
gegn hinni fornu skoðun,.að listin
Móður ndttúru kallar Einar þessa
mynd, en hún er gerð árið 1906.
etgi upptök sín og aðalbrunn í eftir-
líkingarþörfinni. Hann finnur enga
fullnægju í beinni eftirlíkingu þess,
sem var eða er, hvort heldur eru
verk guðs eða manna. Saga, sem
áður hefir verið sögð í orði eða
ntynd, freistar hans ekki, og þegar
verkefnin koma að utan, svo sem
minnismerki, verða þau honum að
sama skapi hjartfólgin sem tilefnið
er meira til að vinna frá eigin
brjósti. Eitt minnismerki hefir Ein-
ar gert, sem ekki er ntiðað við til-
tekinn mann, heldur hugsaðan sjó-
garp. Það er Akkerið. Afrek