Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA - PJÓÐVÍLjÍNN 'Þfibjudagur' 1. iriars 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið Norðurlandskjördæmi eystra - Aukafundur kjördæmisráðs Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra boðar til aukafundar kjördæmisráðs sunnudaginn 6. mars í Lárusarhúsi á Akureyri kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1) Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista, umræður. 2) Kosningastarfið. 3) Kosningastefnuskrá. 4) Gjald til kjördæmisráðs. 5) Önnur mál. - Stjórn kjördæmisráðs. Alþýðubandalagið í Hafnarfírði Opinn fundur um verkalýðsmál Ásmundur Guðmundur Þorbjörg Fundur verður hjá Alþýðubandalaginu í Hafnarfirði fimmtudaginn 3. mars að Strandgötu 41 (Skálanum) og hefst kl. 20.30. Rætt verður m.a. um nýjan vísitölugrundvöll, vísitöluútreikninga, sam- vinnu verkalýðsfélaga og stöðu verkalýðshreyfingarinnar í dag. Frummælendur eru: Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ, Guðmundur Árnason framkvstj. Kennarasambands íslands og Þorbjörg Samúelsdótt- ir verkakona. Félagar fjölmennið og takið með ykkur.gesti. Stiórnin Kynningarfundur í Kópavogi Laga- og skipulagsnefnd Alþýðu- bandalagsins efnir til kynningar- fundar á „Yfirlýsingu Alþýðu- bandalagsins" og „Opinni hug- myndaskrá um nýtt skipulag Al- þýðubandalagsins" í Kópavogi miðvikudaginn 2. mars. Fundur- inn verður í Þinghóli og hefst kl. 20.30. Engilbert Guðmundsson og Steingrímur Sigfússon mæta á fundinn. Engilbert Steingrímur Guðmundsson Sigfússon Landbúnaðarráðstefna á Akureyri Alþýðubandalagið heldur landbúnaðarráðstefnu á Akureyri, dagana 18. - 20. mars. Þátttakendur eru beðnír að láta vita af sér í síma 17500. Frá Æskulýðsnefnd AB. Opinn umræðufundur Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins heldur opinn umræðufund fimmtudaginn 3. mars n.k., kl. 20.30 í Iðnaðarmannahúsinu Hall- veigarstíg 1, Reykjavík. Til hvers er vísitölukerfið? Frummælendur: Svavar Gestsson, félagsmálaráð- herra. Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB. Eftir framsöguerindi verða hringborðsumræður nieð frummæl- endum og fundargestum. Ungir sósíalistar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Allt áhugafólk velkomið. ÆSKULÝÐSNEFND ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ljósmynd- arinn Emile Zola Ljósmyndasýning á Kjarvalsstöðum 26. febrúar - 8. mars. Opin daglega kl. 18 - 22. Aðg. kr. 40.00 o Heimildarmyndir um franska ljósmyndun sýnd- ar daglega kl. 18 - 22. Að- gangur ókeypis. o Ljósmyndasafnið hf. Mcnningardcild franska sendiráðsins. Sýning Steingríms í Ásmundarsal: Lýkur í kvöld með tónleikum Málverkasýningu Steingríms Sigurðssonar í Ásmundarsal lýkur í dag, þriðjudag, en hann hefur ver- ið með málverkasýningu sína í Ás- mundarsal við Freyjugötu um tveggja vikna skeið. Steingrímur hefur selt mikið af myndum sínum og aðsókn verið góð. Uppákomur hafa verið öðru hvoru og í kvöld syngur Ágústa Ág- ústsdóttir við undirleik Gunnars Björnssonar. Sýningunni lýkur kl. hálf tólf í kvöld. Kjarvalsstaðir í kvöld: Tveir ungir einleikarar Myndin er af þeim Gerði Gunnars- dóttur og Úllu Carolusson og var tekin á Kjarvalsstöðum eftir æfingu sl. sunnudag. í kvöld þriðjudaginn 1. mars, heldur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar tónleika að Kjarvals- stöðum. Á tónleikunum koma fram Hljómsveit Tónskólans og ein- leikararnir Gerður Gunnarsdóttur fiðluleikari og Úlla Carolusson pí- anóleikari. Þær taka báðar lokapróf frá Tón- skólanum á þessu vori og eru þessir tónleikar liður í prófinu. Á tón- leikunum verða flutt verk eftir Wolfgang Amadeus Mozart, Jos- eph Haydn og John A. Speight. Stjórnandi er Sigursveinn Magn- ússon. Mjólkin vex Heildarmagn innveginnar mjólkur hjá mjólkursamlögunum í janúar sl. var tæplega 7,2 milj. ltr. eða 13,9% meira en í jan. 1982. Nokkur aukning varð á nýmjólk- ursölunni eða 3,8%. Þá varð veruleg aukning á skyr- sölu, rúm 11% miðað við jan. í fyrra. Góð sala var einnig á smjöri og smjörva. Sala á ostum var um 11% meiri. Birgðir af smjöri 1. febr. voru aðeins 154 tonn. Veruleg aukning var á innveg- inni mjólk hjá mjólkursamlögun- um á Norðurlandi. Mest hjá Mjólkursamlaginu á Sauðárkróki eða 20% miðað við jan. í fyrra, 15,7% á Húsavík, 14,9% á Blönduósi og 6,4% á Akureyri. Aftur á móti varð mjólkin 2% minni hjá Mjólkurbúi Flóamanna og 8,2% minni hjá Mjólkur- stöðinni í Reykjavík. - mhg. Kl»ILIBJ*W H.F. RfYKtAHllO VH> MtVATN Útboð á flutningum Kísiliðjan hf. óskar eftir tilboði í flutning kísil- gúrs frá verksmiðju sinni í Mývatnssveit, til vörugeymslu fyrirtækisins á Húsavik. Flutn- ingsmagn er u.þ.b. 16500 tonn á ári, sem dreifist jafnt yfir árið. Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Kísiliðjunnar hf. í Mývatnssveit. Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en kl. 14 þann 25. mars 1983. Tilboðin verða opnuð þar kl. 14 sama dag. Kísiliðjan hf. sími 96-44190. ÚTBOÐ Vegagerð ríkisins óskar eftirtilboðum í mölun efnis á Norðurlandi vestra. Efnismagn er 46.000 m3. Verkinu skal að fullu lokið þann 1. september 1983. Útboðsgögn verða afhent hjá aðalgjaldkera Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 5, Reykjavík og á umdæmisskrifstofu Vegagerðar ríkis- ins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki, frá og með þriðjudeginum 1. mars gegn 1000 kr. skila- tryggingu. Fyrirspurnir ásamt óskum um upplýsingar og/eða breytingar skulu berast Vegagerð ríkisins skriflega eigi síðar en 10. mars. Gera skal tilboð í samræmi við útboðsgögn og skila í lokuðu umslagi merktu nafni útboðs til Vegagerðar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík eða á umdæmisskrifstofu Vega- gerðar ríkisins, Borgarsíðu 8, Sauðárkróki fyrir kl. 14:00 hinn 15. mars 1983, og kl. 14:15 sama dag verða tilboð opnuð á báðum stöð- um að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Reykjavík í febrúar 1983 Vegamálastjóri. 0ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAK0TI Hjúkrunarfræðingar lausar stöður á eftir- töldum deildum: Göngudeild, dagvinna Barnadeild Handlækningadeild, l-B Lyflækningadeildum, l-A og ll-A Fóstrur, lausar stöður við: Dagheimili spítalans Barnadeild spítalans Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra, sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600, kl. 11-12 og 13-15 alla virka daga. 23. febrúar ’83 Skrifstofa hjúkr.forstjóra. Herstöðva- andstæðingar Gíróseðlar fyrir styrktar- og félagsgjöld hafa nú verið sendir út. Kæru félagar, bregðist skjótt og vel við og styrkið þannig baráttu- stöðu samtakanna. Samtök herstöðvaandstæðinga

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.