Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 1. inars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Þá gerði Esther einnig grein fyrir hlutfalli kvenna á listum flokkanna við kosningarn- ar 1974, 1978 og 1979. Þar kemur í ljós að hlutfall kvenna á framboðslistum er ekki lægra hér á landi en á öðrum Norðurlönd- um; það sem einkennir ísland hins vegar er að konur eru sjaldan í öruggum þingsætum. Margt fleira kom fram í máli Estherar varðandi þessi mál, en rúmsins vegna verðum við að hætta hér. Esther reifaði þá hugmynd að lokum, að kerfi okkar væri lokað: þingsætin væru svo fá að samkeppn- in væri mjög hörð og væri það ein skýringin á því hversu illa konum gengi að komast í örugg sæti. Konur skulu skoða og skilgreina sjálfar Þær Magdalena Schram og Jóhanna María Lárusdóttir fjölluðu um spurning- una: „Eru kvennaframboðin leið til að fjölga konum í stjórnmálum (sveitastjórn- um og á Alþingi)?“. Magdalena sagði kominn tíma til að hætta að taka mark á körlum. Hvernig væri hægt að taka mark á körlum, eins og forseta borgarstjórnar sem telur konum það helst til tekna í bæjarstjórninni að þær séu til svo mikillar prýði og augnayndis? Hvernig á að vera hægt að taka mark á körlum í fjöl- miðlum, sem aðeins lýsa körlum? Hér tók Magdalena dæmi af því, að kvennalands- liðið í fótbolta væri rétt nýbúið að vinna glæsilegan sigur og hún bað konur að fylgj- ast með því hvernig fjölmiðlarnir greindu frá þeim sigri. Nei, sagði Magdalena, loka- takmark kvennabaráttunnar er að konur verði frjálsar. Við verðum það ekki innan flokkanna; Kvennaframboðið berst fyrir öllu sem verið er að ræða hér - það er eina leiðin. í sama streng tók Jóhanna María; hún kvað ekki vera hugmyndafræðilégan ágreining innan Kvennaframboðsins held- ur væri þar deilt um leiðir. En Kvenna- framboðið væri kvenfrelsishreyfing. Konur ættu að skoða og skilgreina sjálfar, lausar undan gildismati karlanna. Hún kvað kvennabaráttu innan flokkanna eða eftir svokallaðri rótttækri línu leiða að sama marki, því þar væri barist á forsendum karl- anna. Sérframboð innan flokkanna Asdís Rafnar fjallaði um spurninguna: „Eru sérframboð innan flokkanna leið til að fjölga konum í stjórnmálum?“ Ásdís rakti nokkuð gang mála innan Mod- ernistaflokksins árið 1973, er konur á Skáni buðu fram sérlista í nafni flokksins. Fylgi flokksins jókst við þessa aðgerð og kona komst inn í þriðja sæti. Ásdís sagði, að hægt væri að bjóða frant sérlista í nafni einhvers stjórnmálaflokks, en flokkurinn yrði þá að samþykkja listann. Hún kvaðst ekki sjá hví flokkarnir ættu ekki að santþykkja sérlista kvenna, en þessar ástæður mæltu hins vegar með samþykki: I fyrsta lagi myndu slíkir kvennalistar auka fylgi viðkomandi flokks, eins og dæm- ið um Modernistaflokkinn sýnir, og í öðru lagi væri það yfirlýst stefna allra flokka að vinna bæri að jafnrétti og þetta væri ein leiðin til þess; hér væri kjósendum veitt annað tækifæri. Kvótakerfið nauðsynlegt Síðasta framsöguerindið flutti Vilborg Harðardóttir og fjallaði það um spurning- una: „Er kvótakerfi innan flokkanna leið til að fjölga konum í stjórnmálum?“ Vilborg kvaðst hafa velt þessari spurn- ingu mikið fyrir sér á undanförnum árum og nú væri það orðin sín bjargfasta sannfæring, að kvótakerfið væri ekki aðeins möguleg leið heldur nauðsynleg. En hvernig á slíkt kerfi að vera: Helmingaskipti eða einhver jöfn prósenta? Vilborg sagði, að í Noregi gilti sú regla, að konur skyldu vera 40 prós- ent fulitrúa í öllum opinberum nefndum og ráðum. I Danmörku hefði verið tekin upp sú regla innan SF-flokksins, að í öllu flokks- starfi hefðu konur rétt á að skipa 40% sæta. Fyrst í stað hefði þetta sætt gagnrýni, en reglan hefði gefist svo vel, að flokkurinn væri nú stoltur af henni. Þetta væri eini þingtlokkur Norðurlanda, ef ekki í heimin- um, þar sem konur væru nú í meirihluta og eini flokkurinn sem heföi konu að þing- flokksformanni (Ebbe Strange heitir sú kona). Skiptar skoðanir Að loknum framsöguerindum voru al- mennar umræður og fyrirspurnir. Kom þar frarn, að skoðanir kvenna eru mjög svo skiptar um æskilegar leiðir, þótt allar séum við sammála um, að fjölga beri konum í bæjarstjórnum og á þingi og að konur þurfi að láta meira til sín taka á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Ráðstefnugestir skiptust þvínæst niður í eftirtalda fjóra umræðuhópa: I. Kvenna- framboð - innan eða utan flokkanna?, II. Kvótakerfi; lögbundið eða skv. reglum flokkanna?, III. Aðrar leiðir sem færar eru, t.d. óraðaðir listar, fjölgun fulltrúa o.s.frv. og IV. Prófkjör og konur. Vilji kjósenda. Hóparnir fjórir skiluðu nokkrum um- ræðupunktum en þar sem ekki hafði verið gengið frá þeim punktum þegar þetta fór í prentun, og þar sem ætlun Jafnréttisráðs er að gefa út framsöguerindin og álit hópanna, verða umræðupunktarnir ekki birtir hér heldur vísað til væntanlegrar útgáfu Jaín- réttisráðs. Sjónvarpsþættir og virkjun kvenfélaganna í lok ráðstefnunnar voru samþykktar tvær tillögur eða ályktanir og var sú fyrri svohljóðandi: „Eundurinn samþykkti að Jafnrcttisráð beiti sér fyrir gerð sjónvarpsþáttar um stjórnmálaþátttöku kvenna í Ijósi þcirra viðhorfa, sem komið hafa fram á þessari ráðstefnu.“ Tillaga þessi var samþykkt samhljóða. Svo var einnig um hina tillöguna, sem var svohljóöandi: „Ráðstefnan beinir því til Jafnréttisráðs að það skipuleggi í samvinnu við Kven-1 réttindafél. íslands kynningu á jafnrétt- ismálum og réttindabaráttu kvenna, þannig að kvenfélögum verði boðið uppá að fá fulltrúa frá hinum ýmsu skoðana- hópum innan kvcnnahrcyfingarinnar til þess að ræða málin.“ Fundarstjóri ráðstefnunnar var Gerður Steinþórsdóttir og fundarritari Anna Theó- dóra Gunnarsdóttir. Að lokuin skulu Jafn- réttisráði færðar þakkir fyrir ráðstefnuna, sem var hin gagnlegasta og hin þarfasta. ast 1. fundur Norræna rannsóknarráðsins mannsins skyldu rituð í myndum á hlekki akkerisfestarinnar. Hér var tilefnið það, að akkerið er ágætt tákn fyrir lyndisfestu hins trausta sjómanns. í viktoríuminnismerk- inu hefir hugsanin um hinn stæði- lega fíl og glæsilega austræna hlað- list gefið skáldinu byr undir báða vængi, því að þarna voru fundin eðlileg tákn Indíaveldis". 25 ljósmyndir af verkum Einars Jónssonar eru birtar með ritgerð dr. Guðmundar Finnbogasonar, eftir ljósmyndarana Vigfús Sigur- geirsson, P. Chappel og Leif Þor- steinsson. Útlit ritslns annaðist Einar Jónsson í vinnustofu sinni í Kaupmannahöfn skömmu eftir síð- ustu aldamót. Til vinstri við lista- manninn er myndin Fornlistin. Akkerið gerði Einar Jónsson 1907- 1908.Þar yrkir hann afrek manns- ins á hlekki akkerisfestarinnar. Hafsteinn Guðmundsson og prent- un og litgreiningu Litbrá-offset. Ritgerðin um Einar Jónsson er til sölu í Listasafni Einars Jóns- sonar og er safnið opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 13.30- 16.00. -v. Á þingi Norðurlandaráðs í Hel- singfors í fyrra var ákveðið að stofna Norrænt rannsóknaráð og var fyrsti fundur þess haldinn 18. feb. sl. Að Islands hálfu sátu fund- inn Vilhjálmur Lúðvíksson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ríkisins, dr. Helga Ögmundsdóttir og dr. Guðmundur Magnússon. í ráðinu sitja 3 fulltrúar frá hverju Norðurlandanna. Hlutverk hins nýstofnaða Norr- æna rannsóknaráðs er að efla sam- starf Norðurlanda urn rannsóknir, bæði grundvallarrannsóknir og hagnýtar. Er stefnt að því að Norðurlöndin samræmi rannsókn- astarfsemi sína sem best, sameinist um þau verkefni sem teljast mikil- væg fyrir þau öll, og hafi samstöðu um þátttöku í alþjóðasamstarfi á sviði vísinda, eftir því sem þörf er á. Norræna rannsóknaráðið er ráðgefandi fyrir Ráðherranefnd Norðurlandaráðs og getur haft frumkvæði um aðgerðir á þeim sviðum sem það metur mikilvæg tl að efla samstarf og stuðla að hag- kvæmni í nýtingu fjár, tækjabún- aðar og þekkingar. Með þessu er stefnt að sparnaði og auknum ár- angri í rannsóknastarfsemi land- anna. Laust embætti er forseti íslands veitir. Prófessorsembætti í líffræði við líffræðiskor verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla íslands er laust til umsóknar. Prófessornum er einkum ætlað að annast kennslu og rann- sóknir í frumulíffræöi og skyldum greinum. Umsóknarfrestur er til 25. mars nk. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðarog rannsóknir, svo og námsferil sinn og störf. Með umsókninni skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum um- sækjanda, prentuðum og óprentuðum. - Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík. Menntamálaráöuneytið, 25. febrúar 1983.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.