Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1983 Bjarni Hannesson, Undirfelli: Dauði gegn dauða Vígbúnaðarkapphlaupið og um- ræður um stöðvun þess ætti ekki að fara fram hjá neinum manni sem telur sig hafa minnsta snefil af „heilbrigðri skynsemi", þó margir, því miður, leiði það hjá sér á þeim grundvelli að þar geti einstakling- urinn engu um ráðið. En mitt álit er það, að það sé einmitt þetta sem stríðsæsinga- menn treysta á, ásamt ýmsum á- róðursbrellum í þá átt að allt í einu sé komið svokallað ójafnvægi í vopnabúnaði milli hinna hernaðar- legu blokka þ.e. N.A.T.O. og W.T.O. Virðast þeir er annast þessa uppbyggingu á áróðri. alltaf „gleyma“ að sjálfsögðu af ásettu ráði Kína og Japan. En öflugasti aðili W.T.O. þ.e. U.S.S.R. telur sig þurfa, og það er viðurkennt, að binda talsverðan herafla á austur- svæðunum og getur því ekki komið til raunhæfs og sanngjarns jafnvæg- ismats milli N.A.T.O. og W.T.O. nema þetta sé tekið inn í dæmið. Einnig er í þessum áróðri vanmet- inn herafli vesturveldanna, að hluta til, á þeim forsendum að hlutar hans eru undir stjórn eigin ríkjaþ.e. Englands og Frakklands. Ennfremur er aldrei taiinn her- afli þeirra ríkja sem hafa lýst sig hiutlaus þ.e. Svíþjóð, Finnland, Austurríki og Sviss, en óvíst er hvaða stöðu þau tækju sér á hættu- tímum, einnig er staða Albaniu og Júgóslavíu óljós við þær aðstæður. Forsendur Ég hef reynt að afla mér eins og aðstæður hafa leyft, tæknilegrar og magnfræðilegrar yfirsýnar yfir þró- un vígbúnaðarkapphlaupsins allt frá dögum Wiet Nam stríðsins og aflaö mér talsverðra heimilda um þau efni. Það er hægt að fá ýmsar haldbærar heimildir úr erlendum fræðiritum um slíka þróun, ásamt því að fylgjast með fréttaflutningi um þessi efni og eftir þessa heimildakönnun tel ég mig hafa all- góða yfirsýn um margt er tengist þessum niálum. Eitt er ég sannfærður um: að drápsmáttur þeirra vopnabirgða sem nú þegar eru til, ásamt sprengi- og geislavirknisáhrifum ef þeim yrði beitt í stríði milli NrA.T.O. og W.T.O. er slfkur að hann er langt umfram hernaðar- legar „þarfir“. Ennfremur að eng- inn hernáðarlegur, pólitískur og/ eða efnahagslegur ávinningur gæti orðið. Sennilegar afleiðingar þær að norðurhvel jarðar yrði óbyggi- legt og geislavirk mengun bærist síðan með lofthjúp jarðar og í sjó aö nokkru leyti til suðurhvelsins í það miklum mæli að líf myndi vart geta þrifist þar með eðlilegum hætti. Ber því að taka til mats „aðrar ástæður" sem eru rnargar; ætla þó að taka brot af þeim til greiningar. Aðalástæðan: Marglrægt og út- jaskað er það slagorð „hinna tví- fættu sjakala sem hafa pyngjuna fyrir sitt föðurland", að betra sé að vera „dauður en rauður". Þetta slagorð var skapað á Stalínstímán- um, en forsendur algerlega brostn- ar í nútíð, en með tilkomu Ronalds Reagans í forsetastói má að líkuni fara að nota keimlíkt slagorð gegn U.S.A. og það með fullum og rök- studdum rétti. Upphafið í forsetastól U.S.A. komst R.Regan, að mínu mati, á eins ríkis og færa til betri vegar eftir hið ógeðslega Wiet-Nam-stríð ásamt Nixon-hneykslinu. (í Wiet-Nam sprengdi U.S.A. „heiður ríkisins" út úr mannkynssögunni.) Þar voru eftir vanalegt pólitískt karp sett fram ýmis atriði af hálfu R.Reagans í spurnarformi til kjós- enda, að ef tilgreindir málaflokkar sem helst höfðu farið aflaga í þjóðfélaginu, teldust að mati þeirra vera í góðu lagi þá kysu þeir Carter, en ef þeirteldu þáíólagi og vildu úrbætur þá kysu þeir sig. Þetta gleyptu kjósendur þó heimskulegt væri, og á slíkum trúð- leik vann hann að líkum kosning- una, en eftir 2 ára reynslu stendur fátt eftir af kosningaloforðum nema stórauknar fjárveitingar til „stríðsvæðingar“. í einni af fyrstu ræðum nýkjörins forseta voru ávarpsorð, lausl. þýdd: „Vér höfum fyllsta rétt til að dreyma hetjudrauma“. Að draumum sínum eru að sjálfsögðu allir menn frjálsir, en þegar hetju- draumar koma fram í verki á þann hátt sem stefna og/eða ákvarðanir R.Reaganseru, þá er alvara á ferð- um sem kemur öllum íbúum þessa hnattar við, mönnum jafnt sem dýrum. Þessa stefnu er ekki hægt aö flokka undir annað en skamm- sýni í efnahagsmálum og skepnu- skap í mannréttindamálum; tek sem dæmi aðstoð við slátrarastjórn í El Salvador ásamt beinni eða óbeinni aðstoð við ýntsar keimlíkar stjórnir í Mið- og Suður-Ameríku. Slæint er fyrrgreint, en „brjálæðið" er eftir, en það er stríðsvæðing í ómerkilegum áróðursforsendum eins og hægt er að viðhafa í ríki er telur sig vera lýðfrjálst, heilbrigt og til fyrirmyndar. Unt klæki þeirrar kosningabar- áttu veit ég fæsta, en minnist laus- lega kappræðuþáttar milli Reagans og Carters f.v. forseta sent hafði reynt eftir mætti að rétta hag síns hernaðaruppbyggingu sem dulbúin er nteð svokallaðri varnarstefnu og fölsuðum og upplognum sögum um misvægi í vopnabúnaði milli hins sósíalíska og kapítalska hluta hnattarins. Hafa hernaðarsinnar í þjónustu sinni mikinn grúa „tví- fættra hunda“ til að túlka þennan málstað í hinum svokölluðu frjálsu fjölmiðlum víðaumheim. Er þar ekkert sparað að „ljúga miklu og ljúga oft“ í trausti þess að fáfræði sé nægjanlega mikil hjá fjölmiðlaneytendum. Brjálœðið Að fara í ýtarlegan tölfræðiút- reikning og samanburð á hernaðar- mætti fyrrgreindra „meintra" and- stæðinga væri ekki gáfulegt í blaða- grein. Ég hef undir höndum slík tölfræðigögn, og bara ein árbók er upp á 500 bls. (Frá S.I.P.R.I. sænskri herfræðjrannsóknarstofn- un, og ýmsar aðrar haldbærar heimildir, ásamt opinberum skýrsl- um andstæðinganna um herbúnað hvors annars. Sovet Military pow- er, útg. af Departement of De- fence U.S.A. og Whence the threat to peace, útg. af Military Puplishing House U.S.S.R. Mini- stry ofDefence, MOSCOW 1982). Eg ætla því að fjalla um uppsetn- ingu forsendna og siðfræðilegan grunn. „Batnandi mönnum er best að lifa“. Þetta hugtak ætti að hafasem viðmiðun um þróun síðustu ára- tuga, en hún hefur þvi miður verið sú að fjarlægjast sífellt heilbrigða skynsemi að því er varðar efna- hagsmál, pólitík, og þó sérstaklega í vígbúnaðarmálum er þessi full- yrðing sett fram út frá hnattrænu viðmiði. Kenningin um ógnarjafnvægið er algeralega fallin og úrelt á þeim grundvelli að það er raunverulega engin ógn eða hótun þegar meintir andstæðingar geta fræðilega séð drepið hver annan minnst 5 sinnum og þó birgðahlutföll breytist í 6 á inóti 5 þá gefur það praktískt séð enga aukaógnun heldur eru það einungis „hetjudraumar“ brjálaðs manns og dettur manni þá helst í hug Caligula sálugi til samlíkingar. Silent Victory Að berjast á tvennum víg- stöðvum hefur aldrei verið talið æskilegt, en það er sú staða sem R.Reagan hefir komið U.S. A. í og stendur höllum fæti á báðum stöð- um en það er á efnahags- og áróð- urssviðinu Um mannréttindi þarf vart að fjalla svo langt virðist vera Bjarni Hannesson: Valkostirnir eru í raun tveir, að semja eða tor- tímast. sfðan foTsetar U.S. A. hafa lesið og farið eftir sinni eigin sjálfstæðisyf- irlýsingu frá 4/7 1776. Það munu því miður sannindi að ýmsar þjóðir á áhrifasvæði fyrrgreinds ríkis gætu beint henni í sjálfsvörn gegn U.S.A. og The American way of life. (Svona geta örlögin orðið ef illa er haldið á málum.) Efnahagssviðið: Vægi og notkun lausra fjármuna og lánsfjár ásamt greiðsluhalla: Efnahagslíf U.S.A. hefur verið í vissum öldudal og er það í og með vegna þess að í hinu „frjálsa markaðskerfi" hafa þeir ekki getað til fulls haldið í við keppinautana t.d. Japani, byggist þetta að hluta til á ónógri endur- nýjun framleiðslutækja og lágri framleiðni ásamt háum vöxtum. í þetta vantar þá sárlega fjármuni. 1. Rökstuðningur: Viðskipta- jöfnuður U.S.A. var 1982 óhag- 'stæður um 47, 2 miljarða $. 2. Greiðsluhalli á fjárlögum U.S. A. árið 1982 nam 200 miljörð- um $. 3. Atvinnieysi er í aukningu t.d. í des. 1982 var það 10,8% (News- week 17/1 1983). 4. Á sama tíma lifa 30 milj. Bandaríkjamanna undir fátæktar- mörkum (sm. bl.). 5. Útgjöld til hermála 1983 eru áætluð 258 miljarðar $. 6. Áætlaður greiðsluhalli fjár- laga U.S.A. næstu árin eru frá 200 miljörðum upp í 300 miljarða$ árið 1988. (Athugist að reynsla frá stjórnarárum R.Reagans er sú að halli hefur farið langt fram úr áætl- unum og eru þessar tölur því að líkum of lágar). 7. Við þessar aðstæður leggur R.Reagan fram áætlun til 5 ára um fjárveitingar til hernaðarmála (stríðsvæðingar) að fjárhæð 1.600 miljarða$. (Newsweek 20/12 1982). 8. Þetta „brjálæði“ getur ekki talist verk manns sem notar heilbrigða skynsemi til áætlana- gerðar og þróunar á eðlilegu þjóð- lífi. Hann lætur sig engu skipta sí- versnandi samkeppnisaðstöðu, erfiðleika í efnahagsmálum heima Styrkir til framhaldsnáms iðnaðarmanna erlendis. Menntamálaráðuneytið veitir styrki til iðnaðarmanna, sem stunda nám erlendis, eftir því sem fé er veitt í þessu skyni í fjárlögum 1983. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðu- neytisins, Hverfisgötu 6,101 Reykjavík, fyrir 15. mars næst- komandi. Umsóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 24. febrúar 1983. Framtíðarkort fyrir Bandaríkin Herbúðaríki Nýtt Stöðug þjóðfélag hagsæld Þjóðfélagið getur ekki ráðið framtíð sinni Kreppuástand T Einræði Pessi heiti lýsa ástandinu \ eins og það myndi líta út 1985 \ 1) Umbreyting lífsgilda 3) Félagsleg þjónusta gagnslaus 4) Yfirdrifið einkaframtak 5) Sundrung og ágreiningur 6) Heimskuleg hik 7) Þróaður vöxtur Þjóðfélagið getur ráðið framtíð sinni 2000 AD 1990 1980 1970 1960 Dreifing framtíðarmyndanna eftir getu þjóðfélagsins til þess að ráða framtíð sinni. Dæmi um mögulega framtíðarþróun Bandaríkjanna fram til ársins 2000. Tekið úr skýrslu frá Stanford Research Institue, Menlo Park í Kaliforníu. fyrir og víðast í heiminum og aukið atvinnuleysi í eigin ríki, ásamt öll- um aukaafleiðingum, t.d. er her- kostnaðurinn „greiddur“ að meiri- hluta til með fjárlagahalla (3/5 til 4/5) er hefur ýmsar alvarlegar aukaafleiðingar t.d. hærri vexti en þyrfti í hagkerfinu. 9. Einnig má benda á að fjárfest- ing í hergögnum er gersamlega arð- laus, t.d. er það fjármagn sem þarf til að skapa 1 starf á sviði hergagna- framleiðslu nægjanlegt til að skapa 2,3 störf á sviði þjónustu og/eða framleiðslugreina til friðsamlegra nota. 10. Það má benda á að fyrrgreind áætlun bindur að hluta til næsta forseta U.S.A. sem er mjög alvar- legt, hver sem hann verður. Ragnarök skynsem- innar Áróðurssviðið: Áróður í sam- bandi við hernaðarlegt vægi og/eða misvægi milli hinna kapítölsku og sósíölsku svæða hefur verið og er ein risastór lygi sem hefur verið rekin í hinum svokölluðu frjálsu fjölmiðlum á býsna lymskulegan hátt. Það hefur tekist að byggja upp vilja til að verja óhemju fé til her- gagnaframleiðslu með því að ljúga miklu og ljúga oft og almenningur víðast um heim hefir látið það gott heita meðan hagvöxtur og nokk- urnvegin full atvinna helst, en þeita eru liðir tímar og fólk fer að hugsa um að fjármagni verði veitt til skynsamlegri nota en dráps- tækjaframleiðslu. Þetta áróðursstríð hefir nú geisað um tíma, og eru drápstækja- framleiðendur og notendur þess- ara tækja að komast í vörn og hana lélega; hver endalokin verða mun koma í ljós. Ég ætla hér að taka eitt dæmi af ótalmörgum um þá lýgi að sósí- ölsku ríkin hafi haft afgerandi frumkvæði í þeim málum. (Hei- mild FREESE. Edvard M. Kenne- dy og Mark O. Hatfield). U.S.A. U.S.S.R. 1945 Kjarnorkusprengjan 1949 1948 Langfleygar sprengjuflug- vélar 1955 1952 Vetnissprengja 1955 1958 Langdrægar eldflaugar 1957 1958 Gervihnettir á braut 1957 1960 Kafbátaeldflaugar 1968 1964 Margodda eldflaugar 1973 1972 Varnareldflaugar 1968 1970 Margodda eldflaugar sem geta hæft mörg skotmörk 1975 1982 Langdrægarstýriflaugar 0 Ef fyrrgreindur listi er metinn þá kemur í ljós að U.S. A. hefur oftast átt frumkvæðið og það mjög mikið í flestum tegundum vopnakerfa. Uber alles Framundan er sendiför varafors- eta U.S.A. til Evrópu með nýja „úber alles“ línu frá Reagan, á hann að líkum að hressa upp á mór- alinn hjá „haukunum" innan stjórna V-Evrópu. Fátt verður sjálfsagt látið uppi um niðurstöður nema vanalegar diplómatískar yfirlýsingar. En hollt myndi þeim er vilja taka við nýjustu vopnum frá U.S.A. að ræða einnig við ein- hverja sem komust af í Dresden þann 14/15. feb. 1945, en þeir fengu yfir sig allt að 1376 flugvéla- farnra af sprengjum sem höfðu af- leiðingar eins og minnstu gerðir kjarnorkusprengna framkalla og þóttu þær hroðalegar. Ennfremur gætu þeir hinir sömu rætt við verjendur Monte Cassino ef einhverjir eru lífs af, þeim fáu sem af komust hvernig sá staður leit út að bardaga loknum. Þessar húgleiðingar munu metast að lík- um vart við hæfi, en hollt er hverj- um að hyggja að hugsanlegunr endalokum af ákvörðunum, eigin og annarra. Ætla ég að ljúka þessari grein með ósk og von um að þessu brjál- æðislega kapphlaupi í kjarnorku- vopnabúnaði ljúki. Oft hefir verið spáð „heimsendi“, en ekki orðið; hinsvegar ef þessu heldur áfram mun hann öruggur, líffræðilega séð. Valkostir eru í raun: AÐ SEMJA EÐA TORTÍMAST. Ritað 30/1. 1983. Bjarni Hannesson Undirfelli.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.