Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.03.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 1. mars 1983 . UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf- ingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurösson. Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, stmi 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. klippt Raunsœ málamiðlun • Frumvarp formanna flokkanna um kjördæmamálið er málamiðlun. P»að er auðvelt að gagnrýna hana út frá einstökum grundvallarsjónarmiðum eða hagsmunum tiltekinna byggðarlaga. Ef reynt er að líta á málamiðl- unina þeim augum að hún sé tilraun til þess að sætta ólík sjónarmið og hagsmuni er erfitt að koma auga á rök fyrir því að aðrar lausnir hefðu orðið farsælli. • Meginatriðið er að í frumvarpinu tekst að tryggja stjórnmálasamtökum þingstyrk í sem bestu samræmi við kjósendafylgi og draga úr misvægi atkvæða milli landshluta. Alþýðubandalagið samþykkti á landsfundi sínum 1980 að farin yrði millileið af þessu tagi við lausn kjördæmamálsins og niðurstaðan í samkomulagi for- mannanna er í samræmi við þá stefnu. • Margir hafa gagnrýnt að þingmenn skuli sjálfir ann- ast tillögugerð og afgreiðslu við stjórnarskrárbreyting- ar. Væntanlega yrði slíkt þó aldrei gert nema á ein- hverskonar fulltrúasamkomu sem að endingu neyddist til þess að stilla þjóðinni frammi fyrir því að samþykkja eða hafna flóknum breytingum með einföldu jái eða neii. Gagnrýni af þessu tagi er því ekki sérlega vel ígrunduð. • Það sem mestu máli skiptir er að sjálfsögðu það að þingmenn hafa viljað komast hjá því að efna til stríðs milli hinna dreifðu byggða landsins og þéttbýlis- staðanna á suðvesturhorninu. Þessvegna stendur spurningin ekki um það hvort menn sjái í niðurstöðu formannanna óskalausn eða ekki, heldur hvort menn geta við unað og sæst á hana. Það er skoðun Pjóðviljans að frumvarp formannanna sé nokkuð raunsætt mat á samkomulagsmöguleikum eins og mál standa í dag og það sé góður kostur miðað við landshlutastríð. Enn eru hinsvegar margir þættir, sem miklu skipta, óútkljáðir. Ákvarðanir um aukna möguleika á persónukjöri, heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar og ýmis önnur smærri atriði verða áfram í meðförum þingsins. (. -ekh til sóma • Sú ákvörðun Alþingis að mótmæla ekki tímabund- inni stöðvun hvalveiða frá 1986 hefur skapað því virð- ingu erlendis og komið í veg fyrir að íslendingar sköð- uðu meiri hagsmuni fyrir minni. Áhrif „sérvitringa” í Bandaríkjunum á fisksölumál reyndust vera meiri held- ur en þeir héldu fram sem spönuðu til mótmæla. • íslendingar eiga nú jákvæðu viðhorfi að fagna í um- ræðum á alþjóðavettvangi um framtíð hvalveiða við ísland og það er ekki lítils virði. Og það var fyrst og fremst frammistaða þingflokks Alþýðubandalagsins og glöggskyggni nokkurra þingmanna úr röðum annarra flokka sem björguðu málinu á síðustu stundu. Það sem mestu réði um afstöðu þeirra sem lögðust gegn mót- mælum var veik málefnastaða þess að berjast fyrir áframhaldi hvalveiða við landið á alþjóðavettvangi. Einstöku maður lét sveigjast vegna hótana um hefndar- ráðstafanir í fisksölumálum og má ekki leggja það til lasts þegar þess er gætt að þúsundir manna um alit land eiga afkomu sína undir sölu á fiskafurðum. • I þessu sambandi er sérstök ástæða til þess að vekja athygli á því að afstaða Alþýðubandalagsins til málsins var mótuð á flokksráðsfundi þess í nóvember síðast- liðinn. Löngu áður en lokauppgjör fór fram á Alþingi undir hótunum frá hvalfriðunarmönnum og orðsend- ingum frá Bandarikjastjórn hafði Alþýubandalagið lagst gegn mótmælum á svipuðum forsendum og Náttúruverndarráð. Það er einkar skýrt dæmi um það að stefnumótun á flokksþingum, þar sem fjöldi al- mennra flokksmanna kemur við sögðu, getur haft úr- slitaþýðingu í veigamiklum málum. Fólk í fréttum Dagblöðin hafa sérstakar síður þar sem segir frá frægu fólki í máli og myndum. Yfirleitt eru þetta frásagnir af kvikmyndastjörnum, ástarraunum þeirra, andartepp- um og andlitslyftingum. Síður þessar ganga undir ýfnsum nöfn- um. f síðdegisblaðinu heitir þetta „Sviðsljósið”. Sl. fimmtudag urðu þau tíðindi þar að Birgitta Bardott og Sofía Loren fengu nýtt kompaní í sviðsljósinu: Bauð kunningjunum „Sagnfræðingurinn og frjáls- hyggjumaðurinn Hannes Hólm-I steinn Gissurarson varð þrítugur þann 19. febrúar síðastliðinn. í tilefni dagsins hélt hann vinum sínum og kunningjum boð í veislusal Vélsmiðjunnar Héðins, Héðinssalnum svokallaða. Marg- ir þjóðkunnir menn litu inn hjá Hannesi og ekki bar á öðru en menn væru í sínu besta skapi, þegar þeir ræddu málin. Við í Sviðsljósinu létum boðið ekki framhjá okkur fara og mætti Bjarnleifur ljósmyndari á staðinn til að smella af nokkrum valin- kunnum. Hannes hefur á undanförnum árum skrifað mikið um frjáls- hyggju og frjálshyggjumenn í bíöð og tímarit og er orðinn löngu þekktur fyrir skrif sín. Sviðsljósið óskar Hannesi til hamingju með þrítugsafmælið. -JGH” Hin eina sanna samtrygging Með þessari frétt í DV fylgdu tvær ljósmyndir þar sem strák- arnir, vinir Hannesar, gleðjast yfir hinum merku tímamótum í sögu frjálshyggjunnar. Þar má sjá stráka eins og Geir Hallgríms- son, Vilmund Gylfason, Birgi Is- leif Gunnarsson og Ólaf Björns- son, að ógleymdum sjálfum Ragnari S. Halldórssyni. „Og guðaveigar lífga sálaryl...” Hver borgaði brúsann? Þessi herlegheit hafa sjálfsagt verið tilbreyting fyrir íhaldið í landinu, en gárungarnir gera sér gaman af. Helgarpósturinn slúðrar um teiti þetta fyrir helgi: „Um síðustu helgi var haldið í samkomusal einum í Reykjavík þrítugsafmæli mikið. Voru send boðskort til um 150 manns. í þeim hópi voru ýmsir af helstu á- hrifamönnum í þjóðfélaginu, allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, bankaráðsmenn Seðlabankans, bankastjórar ýmissa banka, rit- stjórar nokkurra dagblaða, kjarninn úr röðum ungra sjálf- stæðismanna og fleira fyrirfólk. Afmælisbarnið var enginn annar en Hannes Hólmsteinn Gisurar- son. Kom hann sérstaklega til boðsins frá Englandi þar sem hann stundar nám og fór svo utan aftur að veislu lokinni. Veltu menn því fyrir sér hvernig fá- tækur námsmaður eins og Hann- es Hólmsteinn gæti fjármagnað kostnaðarsaman gleðskap af slíkri stærðargráðu og er haft fyrir satt að þar hafi afmælisbarn- Gleðskapur í kreppunni Nú telur Verslunarráð íslands og þeir pólitísku leiðtogar sem þarna voru einnig, að allt sé í. kalda kolum í íslensku efnahags- Sagnar Halldórason, forstjóri IslensCa álfélagsins og formaður Versiunarráös lands, afhenti Hannesi gjöf í tilefni dagsins. I baksýn sjást þeir Birgir ísle Gunnarsson alþingismaöur og Ólafur Björnsson, fyrrverandi prófessor í skiptadeild Háskóla tslánds. Olafur er mikill frjálshyggjumaður og sat fyi írum á þingi fyrir Sjálfstœðisflokkinn. ið átt hauk í horni, þar sem var Ragnar S. Halldórsson, forstjóri ÍSAL. Þótti ýmsum annars nóg um veislu þessa og kom það m.a. fram í dræmri þátttöku. Ekki síst veltu menn því fyrir sér hvernig Hannes Hólmsteinn hygðist halda uppá sjötugsafmælið..." lífi. Þessi gleðskapur þeirra ber nú tæpast vott um að ástandið sé jafn slæmt og þeir vilja vera láta — alla vega ekki í þeirra eigin ranni. En það er býsna fróðlegt að sjá menningarlegum bakgrunn orkusölustefnunnar. -óg -ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.