Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Það er sérkennilegur bátur tu
sýnis í anddyri Þjóðminjasafnsins
Islands þessa dagana en sl. miðviku-
dag var safninu afhentur iítill kapp-
róðrarbátur sem Einar Pétursson
verslunarmaður reri á með blá-
hvíta fánann út á Reykjavíkúrhöfn
12. júní 1913. Um þær mundir var
mikil hreyfing meðal íslendinga að
gera bláhvíta fánann að þjóðfána
okkar og dró þessi atburður stóran
dilk á eftir sér eins og nærri má
geta. Danska varðskipið Islands
Falk lá þennan júnídag á höfninni
og þegar skipstjórinn danski sá
hinn ólöglega fána við hún á skekt-
unni, rann honum sitt danska blóð
til skyldunnar og lét handtaka Ein-
ar hið snarasta.
Einar Pétursson, sá sem reri út á
höfnina 1913 á bátnum sem nú er í
eigu Þjóðminjasafnsins, var bróðir
Sigurjóns Péturssonar á Álafossi,
en hann átti bátinn. Nú hefur sonur
Sigurjóns, Ásbjörn, gefið
Þjóðminjasafninu hinn sögulega
bát, en 9. mars hefði faðir hans
Þessi mynd er tekin síðar um daginn 12. júní árið 1913 eftir að revkvískir borgarar höfðu fyllst sjálfstæðiskennd og róið út á Reykjavíkurhöfn með
bláhvíta fána við hún.
Þjóðminjasqfninu gefinn merkilegur gripur
BÁTURINN SEM BAR
BLÁHVÍTA FÁNANN!
Hann er nú til sýnis í safninu ásamt fánanum sem herti íslendinga
í sjálfstœðisbaráttunni
orðið 95 ára. Sagði Þór Magnússon
þjóðminjavörður er hann tók við
bátnum fyrir hönd safnsins, að Ás-
björn hefði fært þjóðinni sannkall-
að gullskip.
Asbjörn Sigurjónsson sem færði
Þjóðminjasafninu bátinn, sagði í
spjalli við Þjóðviljann að faðir sinn
hefði keypt bátinn til landsins fra
Englandi á sínum tíma og notað
hann mikið til róðra á sundunum
við Reykjavík. Hafði hann gefið
sér bátinn árið 1936 með þeint
skilmálum að hann gerði við leka
sem hafði komið að honum svo og
að hann seldi hann aldrei frá sér.
Ásbjörn hefur alla tíð síðan haft
bátinn í góðri umhirðu, sem má sjá
greinilega ef menn skoða gripinn í
safninu nú.
Eftir að skipherra Islands Falk
hafði hneppt Einar Pétursson í
fjötra og tekið af honum bláhvíta
fánann, varð mikil ólga á meðal
landans og spurðist atburðurinn
fljótt um bæinn.Söfnuðust bæjar-
búar víða saman og drógu bláhvít-
an fána að húni í mótmælaskyni við
gerræði kapteinsins. Einnig reru
margir út að Islands Falk á höfn-
inni með bláhvíta fánann i stafni,
þeirra á meðal Sigurjón Pétursson
Tilkynning
til söluskattsgreiðenda.
Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því,
að gjalddagi söluskatts fyrir febrúarmánuö er
15. mars. Ber þá aö skila skattinum til inn-
heimtumanna ríkissjóðs ásamt söluskatts-
skýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið
10. mars 1983
á sama bátnum og Einar bróðir
hans hafði róið á um morguninn,
þ.e. þeim sem nú er í anddyri Þjóð-
minjasafnsins.
Síðar um daginn fór skipherra
varðskipsins í stjórnarráðið og
mótmælti þessum atburði, þar sem
bátar í hinu danska konungsríki
mættu ekki hafa uppi annan fána
en þann danskí. Afhenti hann jafn-
fram bláhvíta fánann í stjórnar-
ráðinu. Þann sögufræga'fána gaf
Sigurjón Pétursson Þjóðminjasafni
íslands 12. júni árið 1922 og hefur
honum nú verið komið fyrir í bátn-
um enda samtengdir hlutir í sög-
unni.
Þór Magnússon þjóðminja-
vörður sagði við afhendingu báts-
ins í fyrradag að atburðurinn á
Reykjavíkurhöfn marki að nokkru
tímamót í íslenskri sjálfstæðisbar-
áttu og hafi hann orðið til að þrýsta
þjóðinni saman um íslenska sér-
fána þótt hann yrði að lokum nokk-
uð öðruvísi en menn dreymdi um í
upphafi aldarinnar.
Báturinn frægi og bláhvíti fáninn
verða til sýnis í anddyri Þjóðminja-
safnsins næstu vikurnar og er safn-
ið opið sunnudaga, þriðjudaga,
fimmtudaga og
13.30 til 16.00.
laugardaga kl.
Ásbjörn Sigurjónsson til hægri ásamt syni sínum Sigurjóni Ásbjörnssyni.
Ásbjörn heldur í hinn sögufræga bláhvíta fána sem komið hefur verið fyrir
í skut bátsins. Ljósm. Atli.
P
1
Æskan
febrúar
Febrúarblað Æskunnar cr kom-
ið út, 56 síður. Meðal efnis þess er:
Reykingamaður sýgur ofan í sig
150-200 gr. af tjöru á ári. Smásaga
eftir Astrid Lindgren og önnur eftir
Mark Twain. Höfði í Reykjavík.
Náttúrugripasafnið á Akureyri.
Smásaga þýdd af Jóhönnu Brynj-
ólfsdóttur. Fjölskylduþáttur: Þetta
máttu aldrei gera, eftir Dómhildi
Jónsdóttur. Sannleikurinn er sagna
bestur, eftir sr. Friðrik Hallgríms-
son. Þáttur Rauða kross íslands:
Hættur af rafmagni og skyndihjálp,
eftir Ómar Friðþjófsson. Popp-
músík: Bubbi vann stórkostlegan
sigur. Úrslit vinsældavals
Æskunnar í umsjá Jens
Guðmundssonar. Samtal við
Ragnhildi Gísladóttur og Bubba
Morthens. Stjörnur: Franz Schu-
bert. íslenskir þjóðbúningar. Nor-
rænt umferðaöryggisár. Ungling-
aregluþingið og ótal margt annað.
-mhg
Kond’í
STUÐ
Þar færðu nefnilega (ef þú
flýtir þór) plöturnar með:
□ Stranglers (9 titlar)
□ Doors (12 titlar)
□ Tangerine Dream (14 titlar)
□ D.A.F. (allar)
□ Art Bears (allar)
□ David Bowie (14 titlar)
□ P.I.L.
□ Sex Pistols
□ Pere Ubu
O John Lennon
□ Beatles
□ Rolling Stones
□ Work (Ijúft pönk)
□ Brian Eno
□ Blue Oyster Cult
□ Alan Parson
□ Killing Joke
□ XTC
□ Woody Guthrie
□ Iron Maden
□ Kizz
Frank Zappa
til hvers?
fyrir HVERN?
Við
rokk.
"a'-rokktónllstaT
STUOklúbbnum
helmsendar
fá
upplýs-
Félagar
r©9lulega
o.s.frv.
Að auki fá fólagar i STUDkiriKK
um afsiátt ó «« :rklubbn*
vörum i STUDI- ^Um ,aanle9um
Velkomin/nl
□ Mike Oldfield
□ Mississippi Delta Blues Band
□ Jim Page (nýr Woody Guthrie)
□ Misty (ein besta reggígrúppa heims)
□ Defunkt (besta fönkgrúppa allra tíma)
□ Tom Robinson (sú nýja + gamlar og góðar smáskífur)
□ RAR’s Greatest hit (kokkteill með Clash, Stiff Little Fingers,
Gang Of 4, Tom Robinson o.m.fl.)
□ Recommended Records (kokkteill með öllum framsæknustu
poppurum Breta, s.s. Art Bears, Residents, Robert Wyatt,
Faust o.m.fl.)
Þú færð margt annaó sniöugt í STUOi. T.d.:
• LAST-vökvann sem gerir plötuna betri en nýja.
• Ódýrar brjóstnælur.
• Ódýrar klukkur sem skrifa (þær eru með dagatali!)i
• Klístraðar köngulær (þær skríða).
Mundu svo:
• Myndbandaleiguna (VHS með Bob Marley, Black Uhuru,
Grace Jones, Joy Division, Cabaret Voltaire, Kid Creola,
Doors, Madness, Kate Bush, Sioxie & The Banshees, o.m.fl.)
Laugavegi20 Sími27670