Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 12
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1983 ALÞYÐUBANDALAGIÐ Landbúnaðarráðstefna á Akureyri Alþýðubandalagið heldur landbúnaðarráðstefnu á Akureyri, dagana 18. - 20. mars. Þátttakendur eru beðnir að láta vita af sér í síma 17500. Blaðamennskunámskeið í Keflavík Alþýðubandalagið í Keflavík gengst fyrir blaðamennskunámskeiði fyrri hluta marsmánaðar. Hefst það laugardaginn 12. mars kl. 10 árdegis og seinni hluti þess verður fimmtudaginn 17. mars og hefst kl. 20.00. - Leiðbeinendur verða Vilborg Harðardóttir og Jón Asgeir Sigurðsson. - Þátttökugjald er kr. 200.-. - Námskeiðið er öllum opið en menn eru beðnir um að tilkynna þátttöku sem fyrst því fjöldi þátttakenda verður takmarkaður. - Skráning fer fram hjá Jóhanni Geirdal (s. 1054), Ásgeiri Árnasyni (s. 2349). Ritnefnd og stjórn .=?, Alþýðubandalagið á Akranesi í hvað fara útsvörin? Almennur fundur í Rein, sunnudaginn 13. mars kl. 14. Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 1983. Gestir fundarins: Daníel Árnason, bæjartæknifræðingur, Elís Þór Sig- urðsson, æskulýðsfulltrúi, Guðbjartur Hannesson, skólastjóri, Guðgeir Ingvarsson, félagsmálastjóri, Grímur Bjarndal, skólastjóri, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri og Oddgeir Þór Árnason, garðyrkjustjóri. 1. Framsögu hefur Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjó'ri. 2. Almennar umræður - gestir fundarins svara fyrirspurnum um starf- semi og fjárhag stofnana bæjarins. Fundarstjóri: Engilbert Guðmundsson, bæjarfulltrúi. Bæjarbúar fjölmennið í Rein og komið skoðunum ykkar á starfsemi og rekstri bæjarins á framfæri. Kaffi og meðlæti á boðstólum. - Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagið á Egilsstöðum Fundur í hreppsmálaráði að Lagarási 8 kl. 20.30 mánudaginn 14. mars. Dagskrá: 1. Húsnæðismál, Framsögu hefur Þorsteinn Gunnarsson. 2. Umræður. 3. Önnur mál. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. - Stjórn hreppsmálaráðs. Kjördæmisráð AB á Vestfjörðum Fundur verður haldinn í kjördæmaráði Alþýðubandalagsins á Vest- fjörðum á ísafirði laugardaginn 12. mars nk. Fundurinn hefst kl. 10 árdegis. Dagskrá: 1. Skipan framboðslista til næstu alþingiskosnmga, 2. Kjördæmamálið, 3. Önnur mál. Stjórnin. Alþýðubandalagið Hafnarfírði Bæjarmálaráðsfundur Alþýðubandalagið í Hafnarfirði heldur bæjarmálaráðsfund, mánudaginn 14. mars ki. 20.30 í Skálanum (Strandgötu 41). Félagar eru hvattir til að mæta á fundinum. - Stjórnin Steingrímur Svanfríður Soffía Heimir Alþýðubandalagið á Akureyri Opið hús á laugardag Opið húsverðurí Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18 laugardaginn 12. marskl. 15- , 1. Ávörp flytja: Steingrímur Sigfússon og Svanfríður Jónasdóttir, efstu menn á lista AB í Norðurlandi-eystra. 2. Flokks- og félagsstarf Alþýðubandalagsins: Málshefjandi Soffía Guð- mundsdóttir, formaður ÁBA. 3. Undirbúningur kosninga: Heimir Ingimarsson, kosningastjóri. Kaffiveitingar. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til að koma í opna húsið á laugardaginn kemur. Stjórnin Alþýðubandalag Keflavíkur Félagsfundur verður haldinn í Stangveiðifélagshúsinu við Suðurgötu föstudaginn 11. mars kl. 20.30. Rætt verður um fyrirhugaðar kosningar o.fl. Félagar fjölmennið! - Stjórnin Alþýðubandalagið í Reykjavík - Félagsfundur Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík boðar til félagsfundar, þriðjudaginn 15. mars kl. 20.30 í Hreyfilshúsinu á horni Grensás- vegar og Miklubrautar. Dagskrá: 1. Tillaga fulltrúaráðs um fram- boðslista vegna komandi al- þingiskosninga, 2. íslensk leið - ekki leiftursókn, Svavar Gestsson formaður Al- þýðubandalagsins Stjórn ABR Svavar Félagar fjölmennið! Meirihluti stjórnar Blindrabókasaf nsins: Mótmælir afskiptum Þjóðviljanum barst í gær eftir- farandi bréf, frá meirihluta stjórn- ar Blindrabókasafns íslands, vegna ráðningar menntamálaráðherra í stöðu deildarstjóra námsbóka- deildar safnsins: Menntamálaráðherra Ingvar Gíslason Menntamálaráðuneytinu 101 Reykjavík Stjórninni hefur borist bréf yðar dags. 9. mars um skipan starfs- manna við Blindrabókasafn ís- lands. í bréfinu kemur fram að þér haf- ið skipað í stöðu deildarstjóra við námsbókadeild safnsins umsækj- anda sem meiri hluti stjórnar hafði hafnað. Við undirritaðir stjórnarmenn lítum svo á, eins og stjórnin öll gerði, er hún gekk frá ráðningum, að hún hefði fullt úrskurðarvald um það hverjir væru ráðnir til starfa að fenginni ákvörðun ráðu- neytis um fjölda stöðugilda. Af þessum ástæðum hljótum við að mótmæla afskiptum ráðherra af stöðuveitingum við safnið. Virðingarfyllst, Elfa-Björk Gunnarsdóttir, gjaldkcri, Kristín H. Pétursdóttir, varaformaður, Margrét Sigurðar- dóttir, ritari, Ólafur Jensson, meðstjórnandi. Sérkennarar með Amþóri Stjórn félags íslenskra sérkenn- ara hefur sent frá sér vfirlýsingu þess efnis, að hún harmi þá ákvörð- un meirihluta stjórnar Blindra- bókasafns íslands að hafna umsókn Arnþórs Helgasonar um starf deildarstjóra við námsbókadeild safnsins. Ákvörðun þessi brýtur í bága við grundvallarhugmyndir FÍS um stöðu fatlaðra í samfélaginu og tel- ur stjórnin því nauðsynlegt að koma viðhorfum sínum til málsins á framfæri opinberlega, segir enn- fremur í yfirlýsingunni. Stjórn sérkennarafélagsins færir og rök að þeirri ályktun að blindur maður geti vel rækt umrætt starf á fullnægjandi hátt. Reykjavjarðaráll: Togveiðibann framlengt logveiðibann sjávarútvegsráðu- neytisins í Reykjafjarðarál hefur verið framlengt til aprílloka, segir í frétt frá ráðuneytinu. Það var í nóvember sl. sem sjáv- arútvegsráðuneytið gaf út reglu- gerð um sérstakt línusvæði í Reykjafjarðarál sem gilda átti til 15. mars nk. Hefur nú verið á- kveðið að framlengja gildistíma þessa sérstaka línusvæðis til 30. apríl og verða togveiðar bannaðar þar til þess tíma. Getraunlr í 26. leikviku Getrauna komu fram fjórir seðla með 12 réttum Ieikjum og var vinningur fyrir hverja röð kr. 77.310.00. Með 11 rétta voru 47 raðir og vinningur fyrir hverja kr. 2.819.00. Punkturinn endursýndur Hin vinsæla kvikmynd „Punktur punktur komma strik“ eftir Þorstein Jónsson verður endursýnd í nokkra daga í Regnboganum og hófust sýn- ingar fimmtudaginn 10. mars. Kvikmyndin var frumsýnd fyrir 2 árum og sáu hana þá um 80 þúsund manns. „Punktur punktur komma strik“ hefur víða verið sýnd á kvikmyndahá- tíðum erlendis, t.d. í Cannes, Lúbeck og Dublin. í desember sl. var hún fulltrúi íslands á norrænni kvikmyndaviku í London og hefur nú verið valin ein íslenskra mynda á Filmex-hátíðina í Los Angeles í apríl. Þá hefur sýningarréttur á „Punktinum" verið seldur til fjölmargra landa. Myndin hefur þegar verið sýnd í sjónvarpi í Hollandi og Noregi. Auk þess hefur verið samið um sýningar í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Myndin var framleidd af Kvikmyndafélaginu Óðni sem undirbýr nú töku nýrrar myndar byggðri á skáldsögu Halldórs Laxness „Atóm- stöðinni". Ráðgert er að „Atómstöðin“ verði tilbúin til sýningar um næstu áramót. Friðarmál, hvað koma þau mér við? Á laugardaginn gangast Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna fyrir opnum fundi í Norræna húsinu kl. 14.00 e.h. Fundur þessi er haldinn í tilefni af Alþjóðabaráttudegi kvenna, 8. mars. Fundurinn ber yfirskrift- ina: „Friðarmál - hvað koma þau mér við?“ Ræðumenn á fundinum verða: Sr. Agnes Sigurðardóttir, æskulýðsfulltrúi Þjóðkirkjunnar, og Arna Kristín Einarsdóttir, 14 ára nemandi í Æfinga- og tilraunaskóla Kennara- háskóla íslands. Munu þær fjalla um friðarmál frá sjónarhóli einstaklings- ins og friðaruppeldi. Jóhanna Þórhallsdóttir syngur nokkur lög, og leikur Einar Einarsson undir á gítar. Lesin verða upp ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Hjört Pálsson. Öllum er heimill aðgangur að fundinum meðan húsrúm leyfir. Fjársöfnun fyrir flóttafólk í Ghana Um þessar mundir stendur yfir söfnun á vegum Hjálparstofnunar kirkj- unnar og Rauða krossins á íslandi til stuðnings flóttafólkinu frá Nígeríu til Ghana. Neyðarástand hefur ríkt í Ghana vegna komu flóttafólksins. Ghana er ein fátækasta þjóð í Afríku og því ekki f stakk búin til að veita viðtöku miklum fjölda flóttamanna, en þeir eru taldir vera yfir eina milljón talsins. Fyrirhugað er að senda íslensk matvæli fyrir söfnunarfé, en helst er skortur á mat og lyfjum í Ghana. Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn á íslandi vilja skora á íslendinga til að taka þátt í söfnuninni og rétta bágstöddu flóttafólki hjálparhönd. Bankar, sparisjóðir og póstafgreiðslur taka við framlögum inn á gíró- reikning 46000-1 ásamfskrifstofum Rauða kross og Hjálparstofnunar. Kaupstefnan íslensk föt Kaupstefnan íslensk föt 83 verður haldin í 27. sinn dagana 15.-17. rnars nk. í Kristalssal Hótels Loftleiða. Þriðjudaginn 15. mars kl. 20:30 mun formaður Félags íslenskra iðnrek- enda, Víglundur Þorsteinsson, opna kaupstefnuna í ráðstefnusal (auditori- um) hótelsins. Að því loknu mun fara fram tískusýning. Kaupstefnan verður að öðru leyti opin frá kl. 10:00-18:00, miðvikudag- inn 16. mars og fimmtudaginn 17. mars. Tískusýningar verða báða dagana kl. 14:00. Tilgangur kaupstefnunnar er, eins óg annarra vörusýninga, að auðvelda framleiðendum og dreifehdum að stofna til viðskipta sín á milli. Hér er um augljóst hagræði fyrir innkaupaaðila að ræða, þar sem saman eru komnir helstu framleiðendur fatnaðar á einum stað og hægt að gera kaup hjá mörgum, án þess að því fylgi nokkur ferðalög á milli staða. Sama má segja, að gildi fyrir framleiðendurna, þar sem þeir fá til sín fjölda innkaupaaðila og spara þannig söluferðir. Alls kyns „hús“ Fyrsta tölublað „Húsa og hýbýla" á þessu ári er nýkomið út. Meðal efnis er innlit í trúlega síðasta braggann sem búið er í hér á landi, og frásögn og myndir af sviðmyndinni í hinu eina og sanna húsi, sem fer með aðalhlutverkið í nýjustu íslensku kvikmyndinni „Húsið“. Þá er einnig fjallað um kúluhúsin sem augu manna beinast að í æ ríkari mæli, og ýmislegt annað efni er að finna í blaðinu. Laxveiði í sjó verði bönnuð Á aðalfundi Laxárfélagsins, sem haldinn var hinn 19. febrúar, 1983, en í félaginu eru félög stangaveiðimanna á Akureyri, Húsavík og Reykjavík, var samþykkt neðangreind ályktun, sem send hefir verið forsætisráð- herra: „Aðalfundur Laxárfélagsins (þ.e. Laxár í Þingeyjarsýslu) samþykkir að skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir alþjóðasamþykkt um bann við laxveiði í sjó. Fundurinn telur orðið augljóst, að laxveiði í sjó byggist nú mest á ræktun fisksins, og því sé eðlilegt, að þeir, sem til slíkrar ræktunar stofna, eigi að njóta ávaxta erfiðis síns og tilkostnaðar. Sérstaklega viíl fundurinn vekja athygli á hinni stórfelldu minnkun á laxveiði í ám á norð-austurhorni íslands, sem miklar líkur benda til að stafi af mjög auknurn laxveiðum Færeyinga í hafinu milli íslands og Færeyja. Skorar fundurinn því á stjórnvöld að fella niður allar veiðiheim- ildir Færeyinga innan fiskveiðilögsögu íslands, þar til laxveiðum þessum verður hætt.“ Þakkarkveðja Hugheilar þakkir færum við ættingjum, vinum og öllum þeim er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og minningar- athöfn eiginmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdaföður og afa Gunnars Guðjónssonar, vélsmiðs, Blikahólum 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Slysavarnafélags íslands, Hafsteins og vinnufélaga, séra Sigurðar Hauks Guðjónssonar, félaga úr Siglingaklúbbnum Ými, svo og allra þeirra er aðstoðuðu við björgunarstörf og tóku þátt í leit að honum. Guð blessi ykkur. Borghildur Ásgeirsdóttir, börn, móðir, bróðir, tengdabörn og barnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.