Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Föstudanur 11. mars 1983 Heimsókn páfans til Mið-Ameríku vekur trúardeilur: Boðberi frelsis eða sendiboði dföfulsins? Páfínn til sölu í El Salvador. Bæði stjórnvöld og framfarasinnuð öfl innan kirkjunnar vildu eigna sér páfann og óljósan boðskap hans um frið og sáttfýsi. Á ferð sinni um Mið- Ameríkuríkin hefur Jóhannes Páll páíi fordæmt það ofbeldi sem ríkir í þessum heimshluta með almennu orðalagi, en forðast að taka afstöðu í viðkvæmum deilumálum. Þó var það talið framfarasinnuðum öílum innan kirkjunnar í EI Salvador til framdráttar að hann skyldi útnefna Arturo Rivera y Damas til erkibiskupsembættis í E1 Salvador. Rivera tekur þá formlega við embætti Romeros erkibiskups, sem dauðasveitir d’Aubbissons þingforseta í E1 Salvador tóku af lífí við messu fyrir þrem árum. Heimsókn páfans til Mið- Ameríku hefur enn á ný vakið upp spurninguna um samband kaþólsku kirkjunnar við ríkisvaldið, en sú gagnrýni hefur orðið æ háværari, að náið samband kirkju og ríkis hafi gert kirkjuna að hugmyndafræðilegum og siðferði- legum verði ríkisvalds sem tæpast verði talið til fyrirmyndar í kristilegu tiliiti. Á það ekki hvað síst við í löndum eins og E1 Salvador, þar sem klofningur hefur orðið innan kirkjunnar vegna slíks ágreinings. El Salvador Við komu páfans tii El'Salvador gerði ríkisstjórnin allt sem hún gat til þess að notfæra sér heimsóknina stefnu sinni til framdráttar. Gífurleg áróðursherferð fylgdi heimsókninni að sögn fréttamanna, og gekk hún einna helst út á friðar- og sáttavilja stjórnarinnar, sem að sögn Mann- réttindanefndar E1 Salvador hefur framið 38.650 pólitísk morð á síðustu 3 árum, látið 5000 manns „hverfa“ og gert yfir 'L miljón af 5 miljónum íbúa landsins að flóttafólki. Meðal annars hafa dauðasveitir stjórnvalda morð á 17 kaþólskum prestum og 4 bandarískum nunnum á samvisku sinni, auk morðsins á sjálfum erkibiskupnum. Við þessar aðstæður hafa margir kaþólikkar talið að ástæða væri fyrir kirkjuna til þess að hætta samstarfi við það ríkisvaid sem þannig hagar sér. Hins vegar hefur sú skoðun verið ríkjandi innan efri hluta valdapíramíða kirkjunnar í E1 Salvador, að styðja bæri við ríkisvaldið til hins ýtrasta. Eftirmaður Romeros Hinn nýi eftirmaður Romeros erkibiskups þykir hins vegar hafa sýnt frjálslyndari afstöðu. Hann sagði í fyrstu prédikun sinni eftir embættistökuna, að hann myndi fylgja fordæmi fyrirrennara sfns og afhjúpa brot á mannréttindum í landinu og berjast fyrir friði. Hann sagðist jafnframt harma það að enn á ný væri verið að auka við bandaríska hernaðaraðstoð til E1 Salvador. Rivera y Damas erkibiskup sagðist gera sér grein fyrir áhættunni sem hann tæki, en hann sagðist vilja hvetja til friðar og afhjúpa misréttið, jafnvel þótt hans kynni að bíða sömu örlög og Romeros. Um svipað leyti og Rivera y Damas var vígður í embætti sitt gerðist sá atburður að stjórnarher- inn' gerði loftárásir á svæði skæruliða í hlíðum eldfjallsins Guazapa skammt fyrir utan höfuðborgina. f sömu herferð var gerð skotárás á almenningsvagn og meðal þeirra föllnu var kaþólsk nunna. Nicaragua Tvískinnungur kaþólsku kirkj- unnar gagnvart ríkisvaldinu kemur ekki síst fram í Nicaragua, þar sem yfirbygging kirkjunnar hefur tekið beina afstöðu gegn stjórn Sandinista og boðað andóf gegn henni. Byiting Sapdinista í Nicaragua hefur hins vegar sótt hugmyndir sínar ekki hvað síst í þá kaþólsku guðfræði, serh kölluð hefur verið guðfræði frelsisins. Sést það best af því, að í ríkisstjórn landsins eru tveir prestar. Á biskuparáðstefnu kaþólsku kirkjunnar sem haldin var í Mexíkó 1979 var gerð samþykkt sem beindist ekki hvað síst gegn þessum prestlærðu ráðherrum í Nicaragua. Samkvæmt samþykktinni, sem naut stuðnings páfans, áttu kirkjunnar menn ekki að hafa leyfi til að taka þátt í stjórnmálastarfi. í framhaldi af þeirri samþykkt skipaði páfinn hinum prestlærðu ráðherrum í Nicaragua að velja á milli prestskaparins eða ríkisstjórnarinnar. Fengu þeir Miguel d'Escotti utanríkisráðhera og Ernesto Cardenal menntamálaráðherra ársfrest til þess að yfirgefa stöður sínar. Þeir kusu hins vegar heldur að stafa fyrir stjórn Sandinista og láta af preststörfum á meðan þeir gegndu embættum innan ríkisstjórnarinn- ar. Andstaða yfirstjórnar kirkjunnar í Nicaragua gegn stjórnvöldum hefur hlotið stuðning páfa með sérstöku bréfi þar sem hann m.a. fordæntir þá „kirkju fólksins“ sem sprottið hefur upp í Nicaragua í andstöðu við háklerkavaldið, en þessi kirkjuhreyfing sem nýtur stuðnings meirihluta lágpresta í landinu, er hluti þeirrar kaþólsku hreyfingar sem breiðst hefur út um alla álfuna og byggir á „guðfræði frelsisins" og rétti hinna fátæku til að berjast gegn misréttinu. Trúboð mótmœlenda í Mið-Ameríku Heimsókn páfans hefur einnig oröið til þess að varpa ljósi á það trúboð sem ýmsir sértrúarsöfnuðir úr kirkju mótmælenda heyja nú með mikilli ákefð í þessum heimshluta. Hefur þeim einkum orðið ágengt í Guatemala, en einnig í E1 Salvador og Nicaragua meðal meskító-indíánanna. Söfnuðir þessi eru flestir upprunnir í Bandaríkjunum og eru angi af þeirri hreyfingu þar, sem kennir sig við „Moral majority". Hinn alræmdi harðstjóri í Guatemala, Efrain Rios Montt herforingi, sem vann það afrek að taka 3000 bændur af lífi á fyrstu 60 dögunum sem hann var í embætti, en einn hinna frelsuðu mótmælenda í Mið-Ameríku, og tilheyrir hann fríkirkjudeild sem kallar sig „Kirkju orðsins". Montt, sem komst til valda eftir valdarán í mars s.l., er talinn hafa þegið umboð sitt beint frá guði af stuðningsmönnum sínum, og útrýmingarherferðirnar á hendur bændum í Guatemala eru því gerðar í guðsnafni. í skýrslu sem Alkirkjuráðið gaf út í júlí 1982 segir m.a. um stjórn Montts: „Sú valdbeiting sem beitt er í Guatemala við brottrekstur bœnda frá jörðum sínum, að frumkvæði landeigenda og stjórnarhersins hefur nú náð því marki að kallast þjóðarmorð þar sem þeir er eftir lifa svara með tvenns konar sjálfsvörn: fjölda- flótta og vaxandi þátttöku í vopn- aðri andspyrnu(Úr skýrslu flóttamannahjálpar Álkirkjuráðs- ins. Montt sýndi hug sinn til páfans með því að hundsa beiðni hans um náðun pólitískra fanga sem dærndir höfðu verið til lífláts. Voru þeir teknir af lífi skömmu fyrir komu páfa til Guatemala. Trúardeilur á Guatemala Þótt Mont sé mótmælandi. þá er meirihluti þjóðar hans kaþólskur eða stundar heiðin indíánatrúar- brögð. Hins vegar hefur mótmæl- endaprestum fjölgað mjög upp á síðkastið í Guatemala samhliða því að káþólskir prestar hafa mátt sæta ofsóknum stjórnarinnar. Er talið að trúboð „Kirkju orðsins" í Guatemala sé kostað að miklu leyti frá heimbyggð safnaðarins, sem er í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Eymdin í Mið-Ameríku hefur skapað góðan' jarðveg fyrir slíka ofsatrúarsöfnuði sem þessa, er boða himneska sælu fyrir hina jarðnesku kvöl og trúa á endurkomu Krists. Fyrir söfnuðum þessum er öll pólitísk starfsemi er beindist gegn stjórnvöldum af hinu illa, því fólk eigi að lifa í fyrirbæn, auðmýkt og guðhræðslu. Páfinn sendiboði djöfulsins Söfnuður sem kallar sig Elim- kirkjuna og hefur náð talsverðri fótfestu í E1 Salvador lýsti páfanum sem sendiboða djöfulsins í tilefni heimsóknar hans til landsins. Söfnuður þessi starfar í höfuðborginni og hefur um 5000 meðlimi. Það er skoðun sumra að slíkir fríkirkjusöfnuðir séu nú að taka við af kaþólsku kirkjunni í þessum heimshluta sem helstu verndarar fasismans og valdstjórnarinnar. Þannig standa málin að minnsta kosti í Guatemala þessa stundina. En fyrir Bandaríkjastjórn virðist það vera sama, hvaðan gott kemur. Stuðningur hennar við blóðugar valdstjórnir í E1 Salvador og Guatemala er nú aukinn með hverjum mánuðinum. En barátta fólksins til frelsis er líka óháð trúnni: skæruliðar fátækra bænda í E1 Salvador og Guatemala eflast í baráttunni sinni með hverjum deginum sem lfður. - ólg. tók saman Fiskadauði af völdum efnamenguna I ánni Rín, Fosfat og köfnunar efnismengun í ferskvatni og sjó veldur súrefnisskorti og rotnun, og dauða sjávardýra. Þörungar breyta skolpi í áburð og orku Sjávarlíffræðingar í Þýska- landi hafa komist að því að hægt er að hreinsa ólífræn köfnunarefnis- og fosfatsambönd úr skólpi og frárennslu og breyta þeim í áburð eða orku með sjá- varþörungum. I blaðinu Die Welt var nýlega skýrt frá því, að líffræðingar við Kielarháskóla ynnu nú að til- raunum með að blanda sjó og grænþörungum úr Eystrasalti saman við frárennslisskólp í sér- stökum tönkum. í ljós kom að þörungarnir átu á tiltölulega skömmum tíma upp köfnunarefnis- og fosfat- sambönd, sem ekki hafði tekist að hreinsa úr með öðrum hætti. Þörungagróðurinn sem við þetta myndast er síðan hægt að nota sem áburð við jarðrækt, en einnig er hægt að breyta honum í lífrænar gastegundir með því að nota gerjun með bakteríum. Er talið að hægt sé aðnota metangas- ið sem þannig myndast til þess m.a. að hita upp gerjunartank- ana og flýta þannig fyrir gas- mynduninni. Köfnunarefnis- og fosfatmeng- un í ferskvatni og sjó er víða ál- varlegt vandamál, sem orsakað hefur ofvöxt þörunga, súrefnis- skort'og dauða fiska og síðan rotnun í veiðivötnum, ám og á grunnsævi. Vísindamennirnir telja að einnig megi nota rauðþörunga í þessum tilgangi. Með þeim hætti væri hægt að vinna úr úrgangin- um hlaup sem rauðþörungarnir framleiða og nota er m.a. við framleiðslu á tannkremi og prent- svertu, en skortur er nú orðinn á þesu hráefni á markaðnum að sögn blaðsins. Enn er þessi starfsemi á til- raunastigi en talið er að hún verði tekin í notkun í stærri stíl innan skamms. - ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.