Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1983 Alusuisse illa rekinn auðhringur Alusuisse auðhringurinn á nú í mjög miklum fjárhags- erfiðleikum, og telja sumir, að svo kunni að fara, að hann verði gjaldþrota. Alusuisse hefur lang-versta stöðu af stóru álhringunum ásamt Keiser, sem er yngstur stóru hringanna. Ástæðan fyrir þessum erfið- leikum Alusuisse er fyrst og fremst, að hringnum hefur verið mjög illa stjórnað síðustu ára- tugi. Tvíeykið Emanuel Meyer og Poul Miiller hefur verið nær ein- rátt í fyrirtækinu síðan á sjötta áratugnum. Helsta aðferð þeirra til að auka hagnað Alusuisse var að þröngva sem allra hag- stæðustu samningum fyrir Alu- suisse uppá fákunnandi viðsemj- endur sína út um allan heim. Þessi aðferð hefur þó reynst skammgóður vermir, því að ann- ars vegar hefur Alusuisse fengið mjög slæmt orð á sig út um allan heim og menn því verið tregir til að ganga til samninga við þá. Hins vegar hafa ýmsir samn- ingar Alusuisse ekki staðist þegar til kastanna hefur komið og viðsemjendur þeirra hafa áttað sig á inntaki þeirra. Hefur Alu- suisse þegar tapað fleirum en einu dómsmáli í þessu sambandi. Tæknilega vanbúnir Auk vægast sagt vafasams stjórnunarstíls þeirra tvímenn- inga Meyers og Múllers hefur Alusuisse dregist mjög aftur úr keppinautum sínum hvað tækni og almenna samkeppnisgetu í ál- framleiðslu snertir. Þetta hefur valdið því að hagn- aðarhlutfall fyrirtækja Alusuisse hefur j afnvel í góðu árferði reynst minna en hjá keppinautum þess. Þótt talsverðan hluta þessa mis- munar í arðsemi megi vafalaust rekja til hagnaðartilfærslna innan samsteypunnar í formi yfirverða á hráefnum og undirverða á afurðum,eins ogm.a. hefurverið sýnt fram á í ísal, er munurinn svo mikill að hann verður ekki útskýrður nema með lélegum rekstri. Þess má reyndar geta, sem Sala, hagnaður og hagnaðarhlutfall nokkurra ál- hringa í Bandaríkjunum árin 1979 og 1980. í milj. dollara. AR 1979 1980 Alusuisse (Consolidated Aluminium) Alumax Martin Marietta Kaiser Sala milj. $ Hagn- aöur Hagn. hlutt. »Sala miij. $ Hagn- aður Hagn. hlutf. Sala Hagn. Hagn. hlutf. Sala Hagn. 825 4,1 0,5% 873 97 11,1% 550 95 17,3% 2.083 273 928 19,9 2,1% 968 104 10,7% 669 83 12,4% 2.272 251 Hagn. hlutf. 13,1% 11,0% áður hefur komið fram í fjölmiðl- um, að Meyer og Múller hefur verið vikið frá störfum í Alu- suisse. Múller fær hins vegar að klára samningamál sín út um heiminn, þ.á m. á íslandi, og má því nærri geta, að hans sjónarmið er að tryggja skammtímahagnað Alusuisse (Heimsendir kemur eftir minn dag). Græða minnst Dótturfyrirtæki Alusuisse í USA, Consolidated Alumini- um, rak á árunum 1979 og 1980 3 álbræðslur í USA, auk nokkurra úrvinnsluverksmiðja. Þjóðviljanum hefur tekist að afla sér upplýsinga um veltu og hagnað þessa fyrirtækis, ásamt samanburði við önnur fyrirtæki af sömu stærð í USA 1979-80. Þessi samanburður er framsettur í meðfylgjandi töflu. í ljós kemur að hagnaðarhlut- fall Alusuisse er aðeins brot af því sem hin fyrirtækin ná. Lesendur geta síðan sjálfir hugleitt hversu mikinn hluta mis- munarins megi rekja til yfirverða og bókhaldstilfærslna og hversu mikinn til mismunandi frammi- stöðu í rekstri. Lesendur ættu þá jafnframt að hugleiða hver hagur það er fyrir íslendinga að binda trúss sitt við rekstraraðila á borð við AIu- suisse (Burtséð frá grundvallaraf- stöðu til. samstarfs við erlenda auðhringa). Hver er ávinningur íslendinga af því, að afhenda þeim til ráðstöfunar helming allrar raf- orku í landinu og gefa þeim vil- yrði um allt að helmingi meira, eins og öfl í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki vilja? Uppstokkun á texta Dauði gegn dauða Avarp frá Patreksfjarðar- söfnun: Söfnun haldið áfram til 15. mars Nú er mánuður liðinn síðan fiár- söfnunin hófst vegna nauðstaddra Patreksfirðinga eftir náttúruham- farirnar, sem þar urðu þann 22. janúar síðastliðinn. Með þessu stutta ávarpi viljum við, sem að söfnuninni höfum stað- ið, færa alúðarþakkir þeim fjöl- mörgu víðsvegar um landið, sem þegar hafa lagt þessu málefni lið með rausn og myndarskap. Við viljum leggja áherslu á það að með fjársöfnun þessari er um skyndihjálp að ræða, sem hvergi nær til að bæta nema lítið eitt af skaða fjölda fólks, en mun koma sér vél fyrir þá, sem njóta, þrátt fyrir mikinn sársauka og margháttað óbætanlegt eignatjón. Söfnunin nemur nú á fimmta Ifiundrað þúsund króna. Og verður það fé nú þegar sent vestur og af- hent hinum mætustu mönnum á Patreksfirði til úthlutunar í sam- ráði við hreppsnefnd, sem öllum hnútum er kunnugust. Við höfum ákveðið að halda áfram söfnuninni til 15. þ.m. - 15. mars og væntum þess að við bætist og enn fleiri verði sem sjá sér fært að leggja með okkur hönd á plóginn. í þeirri von, kæru samborgarar, kveðjum við ykkur að sinni og minnum á Patreksfjarðarsöfnun- ina, gíróreikning nr. 17007-0 á pósthúsum, í bönkum og spari- sjóðum landsins. Virðingarfyllst, Sigfús Jóhannsson Svavar Jóhannsson Tómas Guðmundsson Steingrímur Gíslason Hannes Finnbogason Grímur Grímsson. Slæm uppstokkun varð á texta í grein Bjarna Hannessonar, Dauði gegn dauða, sem birtist í blaðinu sl. fimmtudag. Vegna þessa cr hér birtur sá kafli greinarinnar er hófst neðst í fyrsta dálki og fram á annan dálk neðarlega um leið og Þjóðviljinn biðst velvirðingar á mistökunum. í forsetastól U.S.A. komst R. Reagan, að mínu mati, á eins ómerkilegum áróðursforsendum eins eins og hægt er að viðhafa í ríki er telur sig vera lýðfrjálst, heilbrigt og til fyrirmyndar. Um klæki þeirrar kosningabar- áttu veit ég fæsta, en minnist laus- lega kappræðuþáttar milli Reag- ans og Carters f.v. forseta sem hafði reynt eftir mætti að rétta hag síns ríkis og færa ti( betri veg- ar eftir hið ógeðslega Wiet Nam stríð ásamt Nixon hneykslinu (í Wíet Nam sprengdi U.S.A. „heiður ríkisins" út úr mannkyns- sögunni. Þar voru eftir vanalegt pólitískt karp sett fram ýmis atriði af hálfu R. Reagans í spurnarformi til kjósenda, að ef tilgreindir mála- flokkar sem helst höfðu farið aflaga í þjóðýélaginu teldust að mati þeirra yera í góðu lagi þá kysu þeir Carter en ef þeir teldu þá í ólagi þa kysu þeir sig. Þetta gléyptu kjósendur þó heimskulegt væri og á slíkum trúðleik ýann hann að líkum kosninguna og eftir tveggja ára reynslu stendur fátt eftir af kosn- ingaloforðum nema stórauknar fjárveitingar til „stríðsvæðingar“ í einni af fyrstu ræðum nýkjör- ins forseta voru ávarpsorð, laus- lega þýdd: „Vér höfum fyllsta rétt til að dreyma hetjudrauma". Að draumum sínum eru að sjálfsögðu allir menn frjálsir, en þegar hetjudraumar koma fram í verki á þann hátt sem stefna og/ eða ákvarðanir R. Reagans eru þá er alvara á feröufn sem kemur öllum íbúum þessa hnattar við, mönnurn jafnt sem dýrum. Þessa stefnu er ekki hægt að flokka undir annað en skamm- sýni í efnahagsmálum og skepnu- skap í mannréttindamálum. Tek sem dæmi aðstoð við slátrara- stjórn í E1 Salvador ásamt beinni og/eða óbeinni aðstoð við ýmsar keimlíkar stjórnir í Mið- og Suður-Ameríku. Slæmt er fyrr- greint en „brjálæðið“ þó eftir. En það er stríðsvæðing í hernaðar- uppbyggingu sem dulbúin er með svokallaðri varnarstefnu og föls- uðum og upplognum sögum um misvægi í vopnabúnaði milli hins sósíalíska og kapítalska hluta hnattarins. Hafa hernaðarsinnar í þjónustu sinni mikinn grúa „tví- fættra hunda" til að túlka þennan málstað í hinuin svokölluðu frjálsu fjölmiðlum víða um heim. Er þar ekkert sparað að „ljúga miklu og ljúga oft“ í trausti þess að fáfræði sé nægjanlega mikil hjá fjölmiðlaneytendum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.