Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1983
Þeir voru tilkomumiklir nautaskrokkarnir á sýningu kjötmatsnefndar, sem haldin var um síðustu helgi.
Sýning á vegum kjötmatsnefndar:
Galloway-kynið
betri gripir
Um síðustu helgi var haldin sýning á nautakjöti í
Afurðasölu SÍS á Kirkjusandi í Reykjavík. Sýn-
inguna sóttu um 2.500 manns og þótti hún takast
mjög vel. Samtímis fór fram skoðanakönnun með-
al sýningargesta um það, hvernig þeir vilja hafa
sitt nautakjöt.
Sýningin var haldin á vegum kjötmatsnefndar
sem skipuð var sl. haust af landbúnaðarráðuneyt-
inu. Kjötmatsnefnd er ætlað það hlutverk að
endurskoða mat á kjöti, einkum þó nautakjöti,
alifuglakjöti og svínakjöti. í nefndinn eiga sæti:
Gunnar Guðbjartsson, formaður, Andrés Jó-
hannesson, kjötmatsmaður, Bjarni Þór Ólafsson,
martreiðslumaður, Ólafur Stefánsson, nautgripa-
ræktarráðunautur, og dr. Sigurgeir Þorgeirsson.
Þarna voru sýndir 24 kjötskrokkar af gripum,
sem voru á mismunandi aldri, þegar þeim var
slátrað. Sumir voru hreinir íslenskir gripir en aðrir
blendingar undan nautum úr Hrísey. Sýningin var
ætluð sem kynning á þeirri fjölbreytni, sem orðin
er í nautakjötsframleiðslu hér á landi.
Eitt af því, sem vakti sérstaka athygli sýningar-
gesta, voru tveir krufnir skrokkar, annar af ís-
lenskum 26 mánaða gömlum uxa, og hinn af 20
mánaða uxa, 'A íslenskum og 'A Galloway. Mikill
munur kom fram á skrokkunum tveimur og sýnist
blendingurinn miklum mun betri en íslendingur-
inn. Hérfyrirneðan fylgirtafla yfirskrokkana tvo.
Blendingur Blendingur íslendingur
20 mánaða uxi 20mánaðauxi 26mánaða uxi
Þyngdaraukning á dag 565 g 425 g
Blendingur Islendingur
Samsetning skrokks
skv. krufningu: Vöðvar 67,1%
Bein 17,6%
Fita 11,9%
Samtals nýtanlegt kjöt. 79% 82,4%'
Hlutfall vöðvar/bein.... 4,34 3,81
Menn í kjötmatsnefnd voru sammála um, að
hvetja þyrfti nautgripabændur til þess að nýta sér
Galloway-stofninn, því eins og krufningin ber
með sér er hér um að ræða betri stofn til mann-
eldis.
- ast
Heimagerðir ostborgarar
Hamborgarar eru vinsælir
meðal hinna yngri í landinu og
því ekki úr vegi að bjóða þeim
uppá heimatilbúna hamborgara
við og við. Þeir eru mun hollari
en á grillstöðunum - og bragð-
betri trúi ég.
Hér kemur uppskrift sem dug-
ar í 4 hamborgara.
350 g nautahakk
1 egg
'h lítri af vatni
2 tsk af salti
pipar
4 msk chilisósu
2 msk smjöriíki
4 tsk af sinnepi
2 sneiSar af Oðalsosti
4 hamborgarabrauð.
Blandið saman hakkinu, eggi,
vatni, salti, pipar og chilisósu.
Hrærið vel og saman með gaffli.
Skiptið farsinu í fjóra staði og
mótið flatar bollur. Setjið ofninn
á 250C yfirhita. Hitið steikar-
pönnu og steikið hamborgarana í
smjörlíki í 3-4 mínútur á hvorri
hlið.
Látið hamborgarana á plötu og
smyrjið sinnepi ofan á. Setjið
tvær ostsneiðar á hvern hamborg-
ara og hitið í ofninum þar til ost-
urinn bráðnar.
Látið hamborgarana inn í
brauðið og berið fram. Ef vill má
láta meiri chilisósu ofan á þá.
- ast
Góðlr og ódýrlr
hakkréttlr
Fæst fólk getur leyft sér þann
munað að neyta nautakjöts svona
hvunndags. Til þess er kjötið allt
of dýrt. En við ættum öll að geta
leyft okkur að kaupa nautahakk,
svona við og við að minnsta kosti.
Og hér koma þrjár góðar
uppskriftir, sem allar hafa að
geyma nautahakk. Allt er þetta
auðvelt í tilbúningi og hentar vel
fólki á hlaupum. Moussakan þarf
mestan undirbúning, en látið
ekki það hræða ykkur frá. Það
má t.d. undirbúa réttinn kvöldið
áður og sjóða hann og geyma í
ísskáp. Þá er suðan í ofninum og
sósutilbúningurinn eftir og það er
mjög fljótlegt.
Sœt-súrar
kjötbollur
Heitið „sæt-súrt“ er dregið af
enska heitinu „sweet and sour“,
en Kínverjar eru einkum frægir
fyrir rétti af þessu tagi. Hér kem-
ur ein slík, ódýr og feiknarlega
bragðgóð. Dugir handa 4 meðal-
átvöglum.
Nautahakk 450 g
Salt 1 tsk
Maísmjöl 1 msk
Matarolía
Sósan
Græn paprika 1
Maísmjöl 1 msk
Púðursykur 1 msk
Sojasósa 2 tsk
Kjúklingasoð 2'h dl
Edik 1'h dl
Sætt sinnep 'h msk
Ananassneiðar 3
Tekið skal fram, að sojasósan
verður að vera ekta - ekki þykka
kvoðan, sem seld er undir nafn-
inu „sójasósa". Maísmjöl er ekki
það sama og maizenamjöl. Og
reynið að útvega ykkur gott
sinnep.
Og þá er það matreiðslan. Salt-
ið nautahakkið og mótið það í
litlar kúlur. Rúllið þeim upp úr
maísmjölinu og steikið í olíunni í
u.þ.b. 5 mínútur. Skerið paprik-
una í sneiðar og sjóðið hana í
kjúklingasoðinu í ca 5 mínútur,
eða þar til hún mýkist. Blandið
saman maísmjöli, púðursykri og
sojasósu og hellið út í soðið.
Hræri vel. Sjóðið í 3 mínútur.
Látið ananassneiðarnar útí og
sinnepið sömuleiðis. Hellið sós-
unni yfir bollurnar. Þetta er afar
gott með hrísgrjónum. - ast
Moussaka
Við rákumst á þessa góðu
uppskrift í Húsfreyjunni, 3. tbl.
1982. Þetta er grískur réttur og
ber heitið „Moussaka”. Ég gef
honum persónulega bestu með-
mæli.
Eggaldin cða kartöflur cða hvort
tvcggja, 500 gr.
'h bolli af brauðmylsnu
1 bolli rifinn ostur (sterkur, t.d.
Óðals)
1 rif af hvítlauk, saxað
500 gr af nautahakki
1 ncgulnagli
múskat (eftir smekk)
'U boili af ólífuolíu
1 meðalstór laukur saxaður
Söxuð steinselja, pipar og salt eftir
smekk
25o gr tómatar, afhýddir og saxaðir
1 bolli hvítvín (má slcppa).
Steikið laukinn lítið eitt í
olíunni, en varist að hafa of mik-
inn liita. Bætið kjötinu útí og
brúnið vel. Bætið í tómötum, mú-
skati, salti, pipar, steinselju, hvít-
lauk og víni. Látið sjóða við lítinn
hita í allt að klukkustund.
Skerið hýðið af eggaldinum og
skerið langs í þykkar sneiðar.
Stráið á salti og látið standa í
klukkustund. Skolið vel í köldu
vatni og þerrið. Steikið létt í olíu.
Ef notaðar eru kartöflur eru þær
sneiddar, saltaðar og steiktar.
Bakið upp sósu úr 'h bolla af
smjöri, jafnmiklu af hveiti og 2
bollum af heitri mjólk. Pipar og
salt eftir smekk.
Stráið brauðmylsnu í eldfast
mót, sem penslað hefur verið
með olíu. Leggið fyrst eggaldin
eða kartöflur í mótið, síðan
kjötblönduna, stráið brauð-
mylsnu og osti yfir. Leggið í fleiri
lög, ef ykkur sýnist svo. Hellið
síðast sósunni yfir, brauðmylsnu
og osti. Bakið í 15 mínútur við
200C.
Handa þeim sem kunna ekki
að afhýða tómata: hellið yfir þá
sjóðandi vatni og látið standa 2-3
mínútur eða þar til hýðið losnar
frá.
- ast