Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 11. mars 1983 Bridge Jón Ásbjörnsson og Símon Símonarson sigruöu aðaltvímenningskeppni B.R., á dögunum meö miklum glæsibrag. Þeir unnu þetta mót einnig í fyrra. Hér er sýnis- horn af handbragði Jóns. Spilið kom fyrir siðasta kvöldið í keppninni, í 42. umferð mótsins. KG97 87 D63 ÁKD10 85 ÁK9654 K103 G3 92 G543 Á4 Á1042 D102 876 D92 G8765 Mótherjar Jóns/Símons voru Stefán og Sigtryggur. Sigtryggur opnaði á 1 hj., í Vestur, Símon í Norður doblaði, Stefán pass, Jón 1 spaði, Sigtryggur 2 hj., og Símon 2 spaða, sem varð lokasögnin. Úl- spii Sigtryggs var hjartaás, kóngur og meira hjarta, sem trompað var í boröi með spaðaniu. Nú spilaöi Jón lágum spaða upp á ás, og meiri spaða og lét gosann fara. Tók siðan á spaðakóng. Austur haföi séð af laufi í öll niðurköstin sín fram að þessu (utan trompa og hjarta). Nú spilaði Jón laufakóng. Sigtryggur drap á ás (og hefði nú átt að spila hjarta, þvi sagnhafi gerir sér fulla grein fyrir hendi hans) en hann spilaði tígli. Jón var ekki ýkja lengi að sjá vinnings- spilamennskuna (að fá 10 slagi). Hann stakk upp á tígulás, spilaöi laufi úr borði og stakk upp drottningu. Ekki kom gosinn, en það skipti ekki máli, því nú spilaði Jón síð- asta trompinu og henti laufi úr borði. Stefán sá sitt óvænna og lagði einfaldlega spilin niður Skák Karpov að tafli - 110 Sovétmenn komust auðveldlega í gegn- um A-úrslitin, töpuðu ekki skák og Karpov vann allar skákir sínar i undanrásunum, sex að tölu. Sigrar hans voru flestir á- reynslulausir ef frá er skilin skákin úr 1. umferð við Pritchett og skákin við Hort. Hort sem tapar nær alltaf með svörtu gegn Karpov náði að byggja upp góða stöðu en lenti í miklu tímahraki. I hamaganginum urðu honum á stórkostleg mistök: 8 7 6 5 4 3 2 1 abcdefgh Karpov - Hort 38. ..Dd3?? Hort var bókstaflega alveg að falla á tima og sleppti drottningunni, Hann sá um leið' að textaleikurinn tapar og fann annan betri staö fyrir hana. En dómari var á staðnum og gerði athugasemd og Hort varð að láta sér lynda að leika þessum afleita leik. Karpov svaraði að bragði... 39. Hd1! Dxd1 + (Eini leikurinn) 40. Bxd1 Hxd1 + 41. Kh2 Hd4 42. Dc1 h5 43. Dg5+ Kf8 44. Dg6 Rg7 45. Db1! Hh4+ 46. Kg1 Hxc4 47. Db8+ Kf7 48. Dxa7 Hc1 + 49. Kh2c4 50. Dd4 Hc2 51. Da1 Re8 52. a6 Rc7 53. a7 Hd2 54. Da5 Hd7 55. Da4 - Og Horl gafst upp. Borgarlíf Q4U á hljómleikum í Klúbbnum sl. haust. Frá vinstri: Árni Daníelsson, Ellý og Gunnþór Sigurðsson. Ljósm. Jón Hólm. Q4U tveggja ára: Gefur út sex laga plötu Hljómsveitin Q4U hefur nú á Q1Q4U og inniheldur lðgin Gunnþór og Danný Pollock. tveggja ára afmæli sínu sent frá PLO, Böring, Breiðabólsóður, Hljómsveitin hyggst haldá í sér sex laga plötu, sem var tekin A.M.D.P., Tíszkufrík og Why. hljómleikaferð til að kynna plöt- upp í Grettisgati í desember. Utgefandi er Gramm sf.. Með- una sem er hin fyrsta sem hún Platan ber ytirskrittina limir Q4U eru Árni Dan, Ellý, gefur út. Uppbygging æskulýðsheimilis í Seljahverfi: Samstarf við kirkjuna? Efri myndirnar sýna heila heilbrigðs manns, en þær neðri heila geðklofasjúklings. Geðveiki ljósmynduð Læknar við Karolinska sjúkra- húsið í Stokkhólmi hafa fundið aðferð til að „ljósmynda“ með tölvustýrðum geislum þær breytingar sem verða á heila manna sem þjást af geðklofa. Teljast þetta meiriháttar tíðindi í sögu geðsjúkdóma. Geðklofi lýsir sér oft í undar- legri hegðun, sem tengd er rang- hugmyndum, og fyigir sjúk- dómnum einatt hnignun sálar- gáfna yfir höfuð. í myndum af heila hundraða manna, sem af þessum sjúkdómi þjást, sýndu 20-30% mjög svip- aðar breytingar á framheila. Þær skemmdir sem geislarnir skráðu eru sagðar mjög ólíkar þeim sem fylgja annarri andlegri hnignun - t.d. þeirri sem fylgir elli og drykkjusýki. „Myndatakan" er tengd því, að hægt er að fylgjast með því, hvernig heilafrumur bregðast við glúkósa - þær frumur sem nota minna en eðlilegt er hafa orðið fyrir skemmdum. Hér er að vísu ekki um aðferð að ræða sem gerir mögulegt að „skrá“ öll tilbrigði geðklofa, en þau eru mörg. En hún færir menn nær skilningi á vissri tegund sjúkdómsins. Þær frumur, sem myndirnar sýna skaddaðar, eru einkum úr þeim hlutum heilans sem stýra samræmingu og áætlunum. Byggingarnefnd Seljasóknar hefur ritað Æskulýðsráði Reykjavíkur og óskað viðræðna um samstarf við uppbyggingu á félagsaðstöðu í Seljahverfi. Á þessu ári er ekki veitt fé til neinnar nýrrar framkvæmdar í æskulýðsmálum í Reýkjavík, en fyrri meirihluti hafði hafið undir- búning að byggingu nýrrar æsku- lýðsmiðstöðvar í Seljahverfi. Nú eru þrir valkostir ræddir í þessu efni: Samstarf við sóknar- nefnd Seljasóknar um uppbygg- ingu félagsaðstöðu í kirkjunni, en fordæmi um slíkt samstarf er í Bústaðakirkju, - samstarf við Seljaskóla um félagsaðstöðu við skólann og í þriðja lagi uppbyg- ging eigin húsnæðis á vegum æsk- ulýðsráðs. Ur landsmála- blöðunum Brotnar rúður í Akureyrarkirkju ...Dagur greinir frá því að nokk- uð hafi borið á því að ótilgreindir einstaklingar hafi þann leiða sið að taka sér grjót í hönd og fleygja í rúður Akureyrarkirkju. Það veit sem til þekkir að rúður í kirkj- um eru æði dýrar í verði og ný- lega voru brotnar 18 rúður í kirkjunni, þar af 10 í kapellunni og 8 í aðalkirkjunni. Allar voru rúðurnar brotnar með grjótkasti. Stjórn Vinnu- skólans Ný orkusparnaðarleið Seglskip ryðja sér til rúms á ný Japanir eru nú með tvö seglskip í notkun til flutninga og enda þótt þau séu trúlega ekki þeirrar gerðar, sem hér er sýnd, er drif- krafturinn sá sami: vindurinn Víða um heim er fylgst af áhuga með tilraunum með far- skip, sem búin eru seglum og nýta þannig vindorku samhliða því að brenna olíu. Með þessu móti sparast verulegur orkukcstnaður og er því haldið fram, að miðað við 4000 klst. úthald á ári, sé olí- ukostnaður minni en helmingur af kostnaði fyrir samskonar skip, sem ekki er búið seglum. í Japan eru um þessar mundir tvö slík skip í notkun, en verið er að ljúka smíði þriggja að auki. Haft er eftir eiganda þeirra, að notkun seglanna auki svo stöðug- leika skipanna, að þau geti siglt í helmingi meiri vindhraða en hefðbundin skip. Japanskir myndasmiðir hafa mikinn áhuga á að mynda skipin í stórsjó, og voru nýlega gerðar tvær tilraunir til þess. í annað skiptið sigldi skip við hlið seglskipsins með hóp ljósmyndara um borð. Slíkur var veltingurinn, að jafnvel þeir, sem staðið gátu uppréttir, voru engan veginn í ástandi til að taka mynd- ir. f hitt skiptið var um að ræða kvikmyndatökur fyrir japanska sjónvarpið. Engar myndir feng- ust þó heldur við það tækifæri, þar sem þyrlan, sem fljúga átti yfir skipinu kornst ekki á loft vegna óveðursins. Með notkun seglanna í óveðri geta skipin þannig siglt meðan önnur verða að leita skjóls, og er meðalút- haldstími þeirra á Japanshafi um 5000 klst. á ári meðan úthaldstími annarra skipa er um 3500 klst. Kristín Ólafsdóttir og Kol- beinn Pétursson hafa verið kosin í stjórn Vinnuskóla Reykjavfkur- borgar. í borgarráði var varpað hlutkesti milli Kristínar (af G- lista) og Magdalenu Schram (af V-lista) en þær hlutu sitt hvort atkvæðið og kom nafn Kristínar upp. Gætum tungunnar Sagt var: Hann kemur ekki, alla- vega ekki í dag. Rétt væri: Hann kemur ekki, að minnsta kosti ekki í dag. Eða: ... alltjent ekki í dag. (Ath.: alla vega merkir: á allan hátt, með ýmsu móti.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.