Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.03.1983, Blaðsíða 11
Kannist þið við svipinn? Þessi pilt- ur er nú einn þekktustu fram- kvæmdastjúranna i ensku knatt- spyrnunni. Frekari upplýsingar: Var leikmaður hjá Aston Viiia og Oxford United. Næsta vísbending: Þykir afar glysgjarn og ber fjölda hringa á hendi sér. Engu nær? Snú- ið þá blaðinu við. •pajmQ j.i)s.npu!:i\ ‘uosuispv uoji :jba§ Landsliðin í deilda- keppnina! Bandaríkjamenn og Kanada- menn ætla að láta einskis ófreistað að komast í röð fremstu knatt- spyrnuþjóða heims. Knattspyrnan hefur átt erfitt uppdráttar í þessum tveimur víðlendu ríkjum en á ko- mandi keppnistímabilum er ætlun- in að stigið verði stórt skref í rétta átt. Landslið beggja þjóða koma til með að leika í NASL, Norður- Ameríku deildinni, það banda- ríska í sumar undir nafninu Team of America en það kanadíska verð- ur væntanlega með 1984 undir nafninu Team of Canada. - VS Fimleikar um næstu helgi fslandsmeistaramót í fimleikum verður haldið í Laugardalshöll dag- ana 19.-20. mars. Keppt verður í skylduæfingum fyrri daginn en frjálsum æfineum síðari daeinn samkvæmt reglum FÍG. þáttöku- tilkynningar og þátttökugjöld verða að berast FSÍ viku fyrir mót. Liverpool kaupir Englandsmeistararnir í knatt- spyrnu, Liverpool, hafa fest kaup á 17 ára gömlum skoskum leik- manni, Darren McLean. Hann var keyptur frá Hálandaliðinu lnvern- ess Thistle á 25.000 pund en það er metuphæð fyrir leikmann úr Há- landadeildinni skosku. - VS Drekar og hákarlar Drekarnir eru meistarar, Há- karlamir lentu í þriðja sæti, Buffa- lóarnir fimmta, Gasellurnar máttu sætta sig við sjöunda sætið og Sporðdrekarnir féllu í 2. deild! Hvað er nú þetta? Jú, lokastaðan í 1. deildinni í knattspyrnu í Afríku- ríkinu Benin! - VS Föstudagur lí. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15 iþróttir Umsjón: Viöir Siguröss^n Lands- flokka- gliman Landsflokkaglíman 1983 verður haldin í íþróttasal Vogaskóla á morgun, laugardaginn 12. mars, og hefst kl. 16.30. Landsflokkaglíman er meistaramót og siguryegari í hverjum flokki telst Islands- meistari. Keppt verður í yfirþyngd- arflokki, milliþyngdarflokki og lét- tþyngdarflokki. Engir þátttakend- ur eru í unglingaflokki, drengja- flokki og sveinaflokki þetta árið. Golfarar í ferðahug íslenskir golfarar hafa ákveðið að efna til golfferðar um páskana til Marbella á Spáni. Verður farið þangað á vegum Ferðaskrifstof- unnar Útsýnar þann 30. mars og dvalið á Atalaya Park, sem eru höf- uðstöðvar Euro Golf, í tólf daga. Góð þátttaka er í ferðinni enda verðið hagstætt og aðeins fimm vinnudagar tapast á þessum tíma. Hvern sjálfan fj....á þetta nú að þýða. Er verið að reyna að spara með því að sameina íþróttasíðuna og poppsíðuna, eða hvað? Nei, nei, takið því bara rólega og skoðið myndina betur. Hún er tekin á hljómleikum Ian Gillan í Ipswich á Englandi þann 15. desember 1982. Til vinstri, við míkrófóninn og trumbuna, eru andlit sem flestir unnendur ensku knattspyrnunnar ættu að kannast við. Paul Mariner, enski lands- liðsmiðherjinn frá Ipswich, heldur um míkrófóninn og við hliðina er félagi hans, Skotinn Alan Brazil. Aðeins lengra til hægri eru svo tveir aðrir leikmenn Ipswich, markvörðurinn Paul Cooper og Kevin O’C- allaghan. Þungarokkmeistarinn Gillan er sjálfur lengst til hægri en hann og Mariner eru gamlir kunn- ingjar og Gillan sjálfur mikill knattspyrnuáhugam- aður. Þetta sama kvöld voru Englendingar að leika við Luxemburg en Mariner gat ekki verið með vegna meiðsla og hann skellti sér á hljómleikana í stað þess að sitja heima og horfa á leikinn í sjónvarpi. Yngri flokkarnir í blaki: Þróttarar með bestu stöð- una á flestum vígstöðvum íslandsmót yngri flokka í blaki stendur nú yfir. Keppni hófst í jan- úar og lýkur í maí. Staða efstu liða í hinum ýmsu flokkum er nú þannig: 2. flokkur pilta: HK..................7 7 0 14-2 14 Völsungur.......... 6 4 2 9-4 8 Efling............-.4 3 1 7-4 6 Hér er HK í sérflokki en Völ- sungur frá Húsavík og efling, nem- endur í Laugaskóla, keppa um sil- frið. íslandsmeistari 1982í 2. flokki ' pilta er Þróttur Reykjavík. 2. flokkur stúlkna: Þróttur Reykjavík er að verja sinn meistaratitiil frá því í fyrra. HK getur ekki ógnað Þrótti með sitt unga lið en Víkingur og Breiðablik eiga meiri möguleika. 3. flokkur pilta: Þróttur...........7 7 0 14-014 HK................7 5 2 10-4 10 Fram..............6 2 4 4-8 4 Þróttur Reykjavík er í sérflokki. Bjarmi í Fnjóskadal er eina liðið sem getur ennþá ógnað HK í bar- áttunni um annað sætið, en Bjarmi hefur einungis leikið einn leit í mótinu, tapaði fyrir Þrótti á heima- velli. íslandsmeistari er Völsungur Húsavík. 3. flokkur stúlkna: Hér er keppni skammt á veg koniin. Ljóst er að HK í Kópavogi hefur alla möguleika á að endur- heimta meistaratitilinn úr höndum Bjarma. 4. flokkur pilta: Þróttur..............4 4 0 8-1 8 Stjarnan.............4 3 17-36 HK...................4 1 3 3-6 2 Þróttur og Stjarnan úr Garðabæ berjast hér um sigurinn. Stjarnan á þarna möguleika á að ná í sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í blaki. íslandsmeistari 1982 er Víkingur. 4. flokkur stúlkna: Keppni í þessum flokki er ekki hafin en vonir standa til að hún geti farið fram í apríl og maí. íslands- meistari 1982 er HK. íslandsmótið í minni-bolta: Njarðvíkingar unnu stór- sigur í úrslitaleiknum Njarðvíkingar urðu íslandsmei- starar í svonefndum Minni-bolta, sem er afbrigði af körfuknattleik fyrir yngstu aldurshópana, en Is- landsmótið 1982-82 fór fram í Njarðvík um síðustu helgi. Leikið var í þreinur riðlum og urðu úrslit í þeim sem hér segir: A-riðill: Njarðvík-a 8 stig, Keflavík-1 6, ÍR-a 4, Fram 2, ÍR-d ekkert B-riðill: Haukar 8 stig, HK 6, Njarðvík-b 4, Grindavík 2, ÍR-b ekkert. C-riðill: Keflavík-b 6 stig, Valur 4, Reynir Sandgerði 2, ÍR-c ekkert. Til úrslita léku því Njarðvík-a, Haukar og Keflavík-b. Njarðvík rt'ann fyrst Hauka 40-20 en Haukar "igruðu Keflavík-b 44-35. í loka- leiknum unnu svo Njarðvíkingar stórsigur á b-liði Keflvíkinga, 80 27, og meistaratignin var þeirra. Taka Lerby framyfir Hoddle Vestur-þýska knattspyrnustórv- eldið Bayern Múnchen virðist hafa misst áhuga á enska lands- liðsmanninum Glenn Hoddlc hjá Tottenham. Bayern er að leita að arftaka Paul Breitner sem stjórnar miðvallarspili liðsins, en hann hættir í vor. Allar líkur eru á að sá verði hinn 25 ára gamli Dani Sören Lerby sem er. fyrirliði hollensku meistaranna Ajax. Lerby þykir orðinn framarlega í flokki meðal bestu knattspyrnu- rnanna Evrópu og hann var ntaður- inn á bak við yfirburði Dana gegn Englendingum sl. haust í Evrópu- keppni landsliða. Leikurinn sá endaði 2-2 og þóttu enskir þrælheppnir að steinliggja ekki fyrir Lerby og félögum. - VS Lens sigraði Laval Lens og Laval, liðin sem Skag- amennirnir Teitur Þórðarson og Karl Þórðarson leika með í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu, léku í fyrrakvöld. Lens vann 2-0, en hvorugur þeirra félaga lék með liði sínu. Nantes sigraði Toulouse 3-0 en Bordeaux mátti sætta sig við markalaust jafntefli heima gegn Brest. Nantes jók því forystu sína, hefur nú 41 stig. Bordeaux hefur 33, Paris St.Germain 32, Monaco og Lens 31 og Laval er í sjötta sæti með 30 stig. Sören Lerby.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.