Þjóðviljinn - 12.03.1983, Blaðsíða 17
16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12. - 13. mars 1983
Helgin 12. - 13. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
„Það var óheppilegt að missa
pólitíkina í skipulagsmálin á
þann hátt sem gerðist í vor.
Pólitík og skipuiag eru að vísu
óaðskiljanleg, en í
skipulagsmálunum er
æskilegast að ná fram
heildarstefnu, sem samstaða
getur orðið um - óháð
stjórnarstöðu.
Hættan á upphlaupum er
alltaf fyrir hendi, þegar
markmiðin eru ólík. Eina
leiðin, sem ég tel fleyta okkur
framhjá patent-lausnum
stjórnmálanna, er aukið
samband milli hönnuða og
notenda.“
Þannig mælti Geirharður Þorsteinsson,
arkitekt, er ég hitti hann að máli í
vinnustofu hans að Skólavörðustíg 19 í
Reykjavík. Éger hingað komin til þess að
fræðast um skipulag Reykjavíkurborgar-
þessarar borgleysu sem Geirharður kallar,
og ég hlýt að vera sammála.
Breiðholtið - mistök
eða mannleg byggð ?
Arkitektum hefur sennilega verið kennt
um flest það sem aflaga hefur þótt fara í
Breiðholtinu; þaðerillaskipulagt, segir
fólk, lítt manneskjulegt, fólki hrúgað
saman eins og síld í tunnu og þarna elst
næsta vandamálakynslóð upp við
harðneskjulegt ogframandi umhverfi og
fúla leiki í byggð, sem ekkert hefur uppá að
bjóða. Segir fólk.
Reyndar er í þessu sambandi fróðlegt að
rifja upp sögur, sem hafa verið í gangi um
aðrarbyggðirí Reykjavík. Þannigminnist
ég þess t .d. að sömu orð hafi verið látin falla
í eina tíð um smáíbúðahverfið, það hverfi
byggðist upp við svipaðar aðstæður og
Breiðholtið. Árið 1949 byrjaði
Reykjavíkurborg að byggja 212 íbúðir við
Bústaðaveg, sem síðan voru seldar
einstaklingum, og 1951 var úthlutað 112
lóðum undirsmáhús í Réttarholtinu. Þá
voru húsnæðisvandræði gífurleg í
Reykjavík og meiningin með þessum
íbúðabyggingum, og fleirum, var sú m.a. að
útrýma braggabyggðinni.
Sett voru ströngskilyrði fyrir úthlutun,
bæði íbúða og lóða - fólk mátti ekki eiga
færri en 3 börn, varð að búa við vondar
húsnæðisaðstæður og fleira. Þarna var
semsé hrúgað saman efnalitlu barnafólki.
Það segir mér fólk, sem nú er komið á
virðulegan fertugsaldurogólst upp í
Réttarholtinu, að börnin þar hefðu verið
álitin óalandi og óferjandi hvar sem þau
komu og hverfið fengið á sig leiðinlegan
stimpil. Nú þykir þetta virðulegt hverfi og
prísarnir fyrir hús og íbúðir hreint ekki þeir
lægstu íbænum.
Égspyr Geirharð: Er Brciðholtið mistök
- eða þarf sagan alltaf að endurtaka sig?
„Samlíkingin við Réttarholtið er ágæt,“
svarar Geirharður, „hún sýnir hvað sagan
er endurtekin í margvíslegu samhengi.
Þetta dæmi styður þá skoðun, að hverfi, þar
sem íbúðir rísa hraðar en tilheyrandi
þjónustustarfsemi, eru e.t.v. að meirihluta
byggð barnmörgum fjölskyldum, hættirtil
að þurfa að þola bæði ósanngjarnar og
órökstuddar ofanígjafir fólks sem telur sig
búa betur.
Ég hygg að viðhorf manna til
Breiðholtsins séu að breytast, a. m. k.
bendir verðlag íbúða þar til þess. Það má
gjarnan koma fram, að íbúar
Breiðholtshverfannasýndu oftast mun
jákvæðari viðbrögð við ýmsu er þeim var
boðið uppá þar, heldur en þeir sem stóðu
álengdar.
Mérþykir.sennilegt að Breiðholtið eigi
eftir að sækja sig enn með ýmsum mjög
viðráðanlegum umbótum í samgöngum og
umhverfi, einkum finnst mér að
fjölbýlishúsaeigendur mættu vera
djarftækari til listamanna þegar þeir mála
húsin sín.“
Byggðin fullnægi
þörfum íbúanna
Nú þekki ég einna best tii í Breiðholti I,
sem er að mínum dómi mjög vel skipulagt
Rœtt við Geirharð Þorsteinsson, arkitekt:
Lágmarkskrafan er
mannbætandi umhverli
Annars bjóðum við heim
menningarlegri lágkúru
Geirharður skipulagði þetta skemmtilega svæði í Hólahverfi í Breiðholti III. Þarna er stórt útivistarsvæði afgirt af stórum en
misháum blokkum og leikir barnanna eru vel varðir allri bílaumferð og öðrum hættum. Geirharður segist þó sakna fleiri og
skemmtilegri leiktækja á svæðinu og betri útfærslu á blokkunum. En hvað um það - svona á að búa að barnafólki og hann
Kristján Orri kann svo sannarlega vel við sig þarna. (Ljósm. -Atli).
„Skólavörðustígurinn er skemmtilegasta gatan í bænum“, segir Geirharður Þorsteinsson, arkitekt, sem hér stendur á horni
Skólavörðustígs og Týsgötu. Þarna hafa sprottið upp margar skemmti legar búðir á síðustu árum, sem setja sérkennilegan
svip á götulífið. - (Ljósm - Atli).
hverfí með tilliti til barna og þjónustu
verslana. Eru hin hverfin tvö eins vel
skipulögð?
„Ég vil ekki dæma um það núna; þessi
hverfi eru skipulögð útfrá örlítið ólíkum
hugmyndum um hvernig byggð fullnægi
best þörfum íbúanna.
Breiðholt I byggðist fyrst. Þar er
þrennskonar byggð - blokkir, raðhús og
einbýlishús, nokkuð mikið aðgreind, og
síðan safngatan (aðalgatan) umhverfis. Þar
var mikil áhersla lögð á verndun miðjunnar
í blokkahverfinu fyrir urnferð og innrýmum
blokkannasnúið þangað. Þetta þykir mér
vera sá hluti skipulags, sem best hefur
heppnast. Ég sakna þess hinsvegar að
raðhúsin skuli ekki hafa náðst inn í þetta
ágæta samhengi.
Breiðholt III var byggt næst. Þar var lögð
eitthvað meiri áhersla á útsýni og blöndun
ólíkra byggða og mikil áhersla lögð á
aðgreiningu gangandi og akandi untferðar.
Ennfremur var blokkabyggðin nýtt til þess
að girða svæðið af, ef svo má segj a, eða gera
það læsilegt, eins og einnig er sagt stundum.
Breiðholt II byggðist síðast. Þar eru enn
nokkuð aðrar hugmyndir á ferðinni.
Það verður að koma í ljós hvernig fólk
þrífstþarna.“
Strætisvagnar
ogskipulag
Þið sem skipulögðuð Breiðholtið -
hugsuðuð þið ekkert út frá
strætisvagnasamgöngum? Nú þjóna þessari
25 þúsund manna byggð aðeins 4
strætisvagnar, þar af 2 á aðeins hálftíma
fresti. Tengsl milli Breiðholts II og III eru
engin, þannig að fólk úr Seljahverfinu
neyðist eiginlega til þess að sækja
sundlaugar og skóla niður í bæ þótt þessir
hlutir séu svo að segja í hlaðvarpanum.
„Við reiknuðum vissulega með
strætisvögnum frá byrjun. Ein af
ástæðunum fyrir hringjunum þremur, sem
safngötur Breiðholts III mynda, var sú að
þá taldi stjórn SVR einungis hringakstur
koma til greina. Síðar breyttust kenningar
um þessa hluti og SVR-menn töldu
heppilegra að aka að endastöðvum og sörnu
leiðtil baka.
Þá gengum við lengst af út frá því að
innan Breiðholtshverfannayrði starfrækt
hringleið, sem tengdist
miðbæjarvögnununt íMjóddinni, er
tryggði samgöngur á milli og innan
hverfanna. Þetta dæmi má nota til að benda
á nauðsyn þess að strætisvagnakerfi megi
ekki skipuleggja með markaðssjónarmiðið
eitt að leiðarljósi.
Það er ekki arðbært fyrir SVR að halda
uppi ferðum innan hverfanna og því sinna
þeir einungis flutningum að og frá. Þetta
dregur úr nýtingu þeirra mannvirkja
(skóla, verslana og heilbrigðisþjónustu)
sem þegar eru til á svæðinu og nýtast ekki til
fulls þau þægindi, sem íbúar gætu haft af
þessu þéttbýli sent þarna er. Þarna fara
beinir, útreiknaðir hagsmunir einnar
stofnunar (S VR) og óbeinir hagsmunir
borgarinnar og íbúanna ekki saman. Núna
er þrönga sjónarmiðinu leyft að ráða, en
það má laga þetta enn og ég vona að það
verði gert.
Strætisvagnaþjónusta þarf að vera hluti
af heildarskipulagi borgarinnar. þannig
getur hún orðið til stuðnings þeim
hugmyndum sem skipulagt er út frá.“
Laugavegurinn
göngugata -
þétting byggðar
„ Almenningssamgöngur eru
nauðsynlegar fyrir úthverfin, en þær geta
einnig gegnt afgerandi hlutverki í
miðbæjum. Gott dæmi um þetta er
miðbæjarsvæðið, sem myndast hefur
meðfram Laugavegi og er að vaxa inn með
Suðurlandsbraut inn undir Skeifu.
Með sérhæfðum almenningsvögnum
fyrirþessa línu mætti auka þjónustugildi
hennar til mikilla muna. Helst þyrftu ferðir
að vera á fimm mínútna fresti og mun
auðveldara að komast inn og út og
viðkomustaðir margfalt fleiri. Með þannig
umbótum gætu Laugavegur og
Suðurlandsbraut frá Lækjartorgi að
Sjá nœstu síðu
Umferðamiðstöð
í Vatnsmýrinni
Umferðamiðstöð
í Sogamýri
Zt* O'uZy?
Viðskiptaás
Laugavegur—
Suðurlandsbraut
L \ ixrjmmmmmm
í v.*.: •• ií \
L-aJl QS ■á^rr^-ór'7/
// llisL J