Þjóðviljinn - 12.03.1983, Síða 24
nisjtaft
A«Í8 - '/'/•U..HYGÖ1.4 mi -ocia'.U
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 12.
Hestar
og
vídeó
— 13. mars 1983
Eitt er skemmtilegt við að búa í
, Árbæjarhverfi. Þar er hófatak
fyrir utan gluggann álíka
algengtog bílhljóð. Hesthúsin í
Selási eru skammt undan og
þaðan fer mikill fjöldi
reiðmanna um helgar og
reyndar aðra daga líka og
margir leggja leið sína um
Árbæjarhverfi. Fjölbreytni er
nauðsynleg í hverri borg og þó
að hverfið sé einhæft í
byggingum, að mestu leyti
sviplausir kassar af ýmsum
gerðum, er sumt sem vegur
dálítið upp á móti. Eitt af því er
hestamennskan og annað
Elliðaárnar.
Um síðustu helgi lagði ég upp í
leiðangur með dóttur mína sem
er bara fjögurra ára. Ég gekk á
undan í frakkanum mínum og dró
þotu sem á sat stelpan eins og
prinsípissa. Þó að ég gengi á
undan vildi hún stjórna ferðinni,
en bæði vorum við ásátt um að
heimsækja hesthúsin.
Þegar þangað var komið var
mikið um að vera. Krakkar,
miðaldra fólk og öldungar voru
að fara út að ríða og viðra hestana
sína og hvarvetna var líf og fjör.
Veðrið var milt og gott, dálítil
rigning.
Dóttir mín er sannkallað
borgarbarn og dálítið smeyk við
stórar skepnur, en þarna sýndi
hún óvænt hugrekki. Hún fékkst
til að klappa brúnum hesti á
snoppuna.
Eg gaf mig á tal við follorðin
hjón sem voru eins og unglömb á
vori að sinna hestunum sínum.
Konan hafði fengið blóðtappa og
var lömuð að hluta og átti erfitt
um tal, en á bak skyldi hún, þó að
þyrfti að hjálpa henni. Hún
sagðist alveg vera búin að
yfirvinna þessi veikindi sín. Hún
á Blikfaxa sem þrisvar sinnum
hefur unnið til gullverðlauna í
tölti.
Þau buðu okkur feðginum upp
í litla kaffistofu í baðstofustíl yfir
hlöðunni og síðan út í hesthúsið.
Dóttir mín var uppnumin og
horfði spennt á þau kemba
gæðingunum sínum, beisla þá og
spenna hnakkana. Henni var
boðið að kemba sjálfri og jafnvel
fara á bak, en það var of mikið
fyrir hugrekki lítils borgarbarns.
Þó dauðlangaði hana.
Svo horfðum við á hjónin ríða
hnakkakert í burt og vorum
síðan lengið að dudda við
hesthúsin. Þegar við komum
heim fengum við pönnukökur og
vorum bæði í sjöunda himni.
Dýr eru mikilvæg
borgarbörnum eins og öllum
börnum, og ég tel að það ætti að
vera stefna yfirvalda á Stór-
Reykjavíkursvæðinu að halda
búskap á vissum svæðum innan
takmarka þess til þess að gera
þau lífvænlegri til að búa á og
auka fjölbreytnina. Þess vegna á
ekki að amast við Gunnari á
Laugarbóli og Stefni í
Reykjaborg, heldur að hlaða
undir þá. Þessir tveir
eftirlegubændur í hjarta
Reykjavíkur í Laugardalnum eru
meira virði fyrir börnin í
nágrenninu en hundrað
leiktækjasalir og tíu þúsund
vídeótæki.
-Guðjón
sunnudagskrossgátan
Nr. 362
7 3 H- 5~ 2 ¥ 7 9— /0 77~ /z rs~
H /b n /í 1? u /5T /9 V 17
ZO I 1? 21 TV 2 5 2} Vt 2 3
U /2 22 /9 /3 S2 23 £ /8 Z /9 Zl 27 2o //
/9 2 V /? zs 21 23 /9 * 2sr /7 22 V
/2 V Zb / /7 2 r'Ys V 23 /0 )8 ry~' V U 8 V 2?
ze // ¥ ) 19 )D 22 "V V 2<r / 6> n
V Z<7 17 2ð J? 2 'V' <y é 25 /? 2/ 2i>~ 2
2? )f /* 2 V' V 2 //> )8 /8 V 7 2 2/
3 b rf ) j/ )<7 13 V /3 É 9 'V'
2if // % rv V )9 /0 2/ lo /8 10 V 8 9 /9 1
2. (V) *J 3 8. /3 V 8 )9 /3 17 2 (Y V io
55 7 %ft J/ 23 /2 s 55 18 3 2 19 21 J7
AÁBD D E ÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUUVXYÝÞÆÖ
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á borg
í Evrópu. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 362“. Skilafrest-
ur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
u /5 /0 27-
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem lesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnr er sá að
finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því
með því eru gefnir stafir í allmörgur orðum. Það eru því eðlilegustu
vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem
tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari
krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og
breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
358 hlaut Margrét Helga-
dóttir, Kötlufelli 3, Rvík.
Þau eru bókin Max og He-
lena eftir Simon Wiesenthal.
Lausnarorðið var Sporð-
dreki.
Verðlaunin að þessu sinni er
Lífið á jörðinni eftir David
Attenborough sem Mál og
menning gaf út.