Þjóðviljinn - 12.03.1983, Side 30

Þjóðviljinn - 12.03.1983, Side 30
3tt SÍÐA. - ÞJÓÐVIL'JINN. Helgin 12. - 13. mars 1983 3Ö 4ra mann fjölskyfda getur f/ogió **• Luxemborg, °9 ferðast otakmarkad um E\ • bílaleigubíl • tvaer vikur fyrir aðeins 24.604 krónur? Reynir Eyjólfsson lyfjafræðingur: Kvöldvorrósarolfa: Er hún svarið menni nea^sj úkdómum? ivar krabbameini með notkun olíunnar ^rabban® - sjá nánar ábls. 24-25 Fráleit „Það á ekki að ljúga svona í fólk“, sagði Reynir Eyjólfsson, lyfj- afræðingur um olíuna, en hann hef- ur m.a. starfað við LyQaeftirlit rikisins og sérhæft sig í grasalyfjum eða svokölluðum náttúrulækning- alyijum. „Skrum af þessu tagi gct- ur haft sorglegar afleiðingar“, sagði Reynir. „Fólk, sem er t.d. með alvarlegan hjartasúkdóm eða krabbamein vill cðlilega trúa því að til sé 1yf sem læknar það, og von- brigðin verða gífurleg“. Reynir sagði að fjölómettaðar fitusýrur hefðu vissulega þýðingu fyrir líkamsstarfsemi manna og dýra. Hins vegar væri fráleitt að halda því fram að þær væru lyf gegn þeim sjúkdómum sem nefndir eru í fréttum DV. „Þetta er ágætisolía, rétt eins og sólblónraolían sem við notum við smjörlíkisgerð og flutt hefur verið inn í belgjum, - en að hún hafi þessa eiginleika alla er lýsing ekkert annað en skrum og della“, sagði hann. Gamma-línoleumsýran hefur ekki verið notuð í Iyfjagerð og sagði Reynir að ástæðan væri sú að ekki hefði verið hægt að sýna fram á að hún gagnaði sem lækning á neinum sjúkdómi. „Gamma- linoleumsýran gengur vissulega inn í myndun prostaglandíns sem for- efni, en það skeður ekki af sjálfu sér, heldur þarf miklu fleira að koma til, m.a. önnur efnasambönd og virkt ensímkerfi," sagði hann. „Ef þarna væri um virkt efni að ræða, væri lyfjaiðnaðurinn búinn að grípa það, enda er nóg af sjúk- dómunum því miður, og lækninga- lyf gegn þeim sem nefndir hafa ver- ið í sambandi við þessa olíu, eru ekki á hverju strái“, sagði Reynir ennfremur. „Það hafa verið gerðar ýtarlegar rannsóknir á fjölómett- uðum fitusýrum og færustu vís- indamenn hafa kastað sér yfir það verkefni, m.a. í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma. Niður- stöður eru allar á einn veg, - þarna eru fjölmargir þættir og samspil þeirra að verki, m.a. almennar lífs- venjur mataræði og stress.“ Reynir þekkir náttúrulækninga- hreyfinguna allvel en hann lagði m.a. stund á efnafræði náttúruefna í 6 ár eftir að hann lauk kandidats- prófi í lyfjafræði. Hann sagði að oft gengi fram af sér þegar fullyrðingar af þessu tagi kæmu fram. Olían er áreiðanlega ágæt sem fæða og fit- ugjafi en það er óravegur milli þess að eitthert efni sé skaðlaust og jafnvel hollt og þess, að það sé lækningalyf“, sagði hann að lokum. - AI Friðarmál:_____________ Hvað koma þau mér við? í dag gangast Menningar- og friðarsamtök kvenna fyrir opnum fundi í Norræna húsinu klukkan 14. Fundur þessi er haldinn í tilefni af Alþjóðabaráttudegi kvenna, 8. mars. Fundurinn ber yfirskriftina „Friðarmál - hvað koma þau mér við?“ Ræðumenn á fundinum eru séra Agnes Sigurðardóttir æskulýðsfull- trúi Þjóðkirkjunnar og Arna Krist- ín Einarsdóttir 14 ára nemandi í Æfinga- og tilraunadeild Kennara- háskóla íslands. Jóhanna Þórhalls- dóttir syngur nokkur lög við gítar- undirleik Einars Einarssonar. Les- in verða upp ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum og Hjört Pálsson. Hart barist í auglýsingaheiminum: Kærumál risið vegna auglýsinga Flugleiða Tvær auglýsingar Fluglciða í Morgunblaðinu hafa vakið snögg viðbrögð keppinautanna. Hefur auglýsingastofa Ólafs Stephens- en, sem sér um gerð auglýsinga fyrir Flugleiðir, verið kærð fyrir siðanefnd Sambands auglýsinga- stofa. Sá sem kærir er auglýsinga- stofan Gylmir en hún annast auglýsingar fyrir Farskip og telur stofan að í auglýsingu Flugleiða hafi verið gerður ósanngjarn og villandi samanburður á fargjöld- um Farskips og Flugleiða. Þegár Þjóðviljinn hafði samband við JHall Baídursson einn nefndarmanna í siðanefnd Sambands auglýsingastofa-, kvað hann nefndina enn á fundi en úr- skurður henftar lægi fyrir eftir helgi. Samkvæmt upplýsingum sem Þjóðviljinn hefur undir höndum mun álit nefndarinnar liggja fyrir um að títtnefndar auglýsingar Flugleiða séu ekki í anda þeirra reglna sem auglýsing- astofur hafa sett sér. „Við kærðum stofu Ólafs Step- hensen vegna þess að okkur finnst að gerður sé mjög villandi og ósanngjarn samanburður á fargjöldum fyrirtækjanna, en slík vinnubrögð eru að sjálfsögðu klárt brot á siðareglum okkar samtaka", sagði Bjarni Grímsson hjá Gylmi. „Hins vegar er greini- legt að spennan er mikil á ferð- amannamarkaðnum núna og ég held að þessar auglýsingar Flug- leiða, sem stofa Olafs Stephen- sen hannar, séu fyrst og fremst taugaveiklunarviðbrögð. Menn- irnir hafa einfaldlega farið á taugum vegna hræðslu um að auglýsingar okkar yrðu til þess að taka farþega frá Flugleiðum", sagði Bjarni hjá Gylmi. , ; „Ég var fyrst að heyra þetta í dag að við hefðum verið kærðir fyrir siðanefndinni. Ætli við bíð- um ekkf eftir úrskurðí hennar og skýrum svo okkár mál þegar þar að kemur. Hins vegar lék prent- villupúkinn okkur grátt í þessum auglýsingum, og það ber að harma en hann kemur víða við, sá púki“, sagði Ólafur Stephensen auglýsingateiknari í samtali við Þjóðviljann í gær. Önnur auglýsing Flugleiða vakti einnig viðbrögð. Þar var sagt að ferðamenn á eigin bíl um Evrópu gætu ekki verið vissir um að efri kúplingsdælan í SAAB 99 væri til á lager í Frakklandi! SA- AB umboðið Töggur hf. svaraði með annarri auglýsingu í Morg- unblaðinu daginn eftir þar sem fullyrt er að það sé rugl sem í auglýsingu Flugleiða standi. Var- ahlutaþjónusta SAAB sé þvert á móti hin taustasta í allri Evrópu og að menn geti áhyggjulaust far- ið með SAAB-inn sinn í ferðalag um álfuna. „Okkur fannst ekki úr vegi að óska umsagnar siðanefndar Sam- bands auglýsingastofa á þessari augjýsingu þar semeinn af okkar viðskiptamönnum kemur við sögu“, sagði Halldór Guðmunds- son framkvæmdastjóri Auglýs- ingastqfunnar hf., sem sér um gerð auglýsinga fyrir SAAB um- boðið Tögg. „Það kann að vera, að þetta séu merki um harðnandi samkeppni en þessi tónn sem þarna var er alveg nýr og vægast sagt óvenjulégur, því það er af- skaplega fátítt að einstakar vörur undir nafni séu nefndar með þessum hætti í auglýsingum", sagði Halldór Guðmundsson hjá Auglýsingastofunni. - v. Auglýsingastríð hefur geisað á síðum Morgunblaðsins undanfama daga Gífurleg sala kvöldvorrósarolíu: Lyf sem læknar allt og alla? Allra meina bót? Olía úr kvöldrósinni er m.a. seld í Náttúrulækningabúð- inni þar sem þessi mynd var tekin. Sala á belgjum, sem í er olía úr fræjum kvöldrósarinnar (Evening Primrose), hefur tekið gífurlegan kipp í þessari viku, eftir að Dag- blaðið Vísir birti stóra forsíðufrétt þess efnis að olían væri allra meina bót. Var salan þó ærin fyrir og munu íslendingar nú vera þriðju stærstu neytendur þessara bclgja á Norðurlöndum. Belgirnir eru ýmist 250 eða 500 milligramma stórir og má taka allt að sex á degi hverjum. Verðið er nokkuð misjafnt eftir pakkningum og framleiðendum en hver belgur kostar frá 1 krónu og 50 upp í 5 krónur. Þeir eru seldir í Náttúru- lækningafélagsbúðinni og í nokkr- um öðrum verslunum í Reykjavík en innflytjandi er Marteinn Skaft- fells og fyrirtæki hans, Elmaro hf. Olían er pressuð úr fræjum kvöldrósarinnar og í henni eru jurt- aolíur, m.a. um 8-9% af fágætri fjölómettaðri fitusýru, sem nefnist gamma-linoleumsýra. Það er þessi fitusýra sem að mati framleiðenda seljenda og fjölmargra neytenda er undralyf við öllum hugsanlegum kvillum sem herja á hinn vestræna heim. Meðal sjúkdóma sem olían er talin bæta og lækna má nefna gigt, liðagigt, háan blóðþrýsting, kransæðasjúkdóma og blóðtappa, taugabilun, geðsýki y(m.a. geð- klofa), heila- og mænusigg, psori- asis, exem, ofnæmi, offitu, drykkjusýki, timburmenn og fleira. Lækningamátturinn er rakinn til þess að úr gammalinoleumsýru myndar líkaminn prostaglandin, efni sem gegna svipuðu hlutverki og hormónar. Telja fylgjendur þessarar kenningar að ýmsa þá sjúkdóma, sem taldir eru upp hér að framan, megi rekja til ójafnvæg- is í myndun prostaglandina, en þessi efnaflokkur er nú mjög til rannsóknar og m.a. voru Nóbels- verðlaunin í læknisfræði s.l. ár veitt vegna rannsókna á þeim. En hvað segja fræðimenn um þessar kenningar? Ólafur Ólafsson landlæknir sagðist ekki kannast við að þessi olía væri talin til lækninga- lyfja. Hins vegar væri embættið með þetta mál í athugun nú. Reynir Eyjólfsson, lyfjafræðingur, sem hefur sérhæft sig í grasalyfjum taldi að hér væri um óhóflegar og grófar ýkj ur að ræða, eins og fram kemur í viðtali við hann. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.