Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. apríl 1983 Bridge Þú situr í Noröur meö: S A9762 H D84 T 9754 L 9 og heyrir hægri handar andstæöing (vestur) vekja í 1-H. Austur hækkar 4. Hverju spilar þú út? b) Sama spil og staða. Vestur opnar á 1-H. Austur svarar 2-L, 2 Gr. frá opnara og 4 hjörtu frá austur. Og aftur er spurt um útspil. Hafir þú vaiiö lauf einspilið í fyrra dæminu, átt þú allavega eilitla samúð skilda, en hafi sagnir í seinna tilvikinu ekki breytt skoðun þinni, þá... Noröur S A9762 H D84 T 9754 L 9 Vestur S KD8 H AG765 Tg86 L K4 Austur S3 H K932 TaD10 L DG1086 Suöur S G1054 H 10 TK32 L A7532 Það skiptist alveg í tvö horn á ísl.mótinu, hvaöa útspil N valdi. 5 varnarspilarar völdu lauf einspilið. Staöiö spil. 3 völdu tígul. 50 til varnarinnar. Vissulega breytir þaö miklu aö vita af lauf lit á eftir sér. Hættan á aö „setja upp" blindan (laufið) er þá of mikil til aö lauf útspil komi til álita. i öllu falli er ekki óhugsandi að viö eigum tromp slag, og er þá ekki fullmikið bráðræöi aö trompa hann af okkur? Ef félagi á lauf ás og annað hvort tígul ás eða spaða kóng, er sennilegt aö „frestunin" skipti ekki máli. En ef félagi á lauf ás og tígul kóng vel settan, er vissara að hafa hraðar hendur. Þeir sem fundu tígul-útspilíð; Þorgeir Eyjólfss., Guölaugur Jóh. og Jón Ásbjörns- son. Vel gert. Skák Karpov aö tafli - 126 Helstu keppinautar Karpovs á skákmótinu i Júgóslavíu sá heimsmeistarann unga áuka jafnt og þétt viö forskotiö. Eftir 7 umferðir haföi hann hlotiö 5'/2 vinning og skákmei- starar á borö viö Hort, Portisch, Gligoric, Ribli og Ljubojevic voru langt aö baki. I 8. umferö mætti Karpov Vlastimil Hort sem þá var 1 vinningi á eftir Karpov meö 4'/2 vinning. Karpov náöi betri stööu út úr byrjuninni og þegar hér er komið sögu á hann rakinn vinning: abcdefgh Karpov - Hort , 35. Rc5?? (i raun fyrsti verulega slæmi leikur Karpovs sem heimsmeistari. Vinningsleiðin er ein- föld: 35. Da8+ Db8 (þvingaö) 36. Hxc6+1 bxc6 37. b7+ Kc7 38. Rc5! og svartur á enga viðunandi vörn við hótuninni 39. Ra6+. Framhaldið eftir leik Karpovs varð á þessa leiö: 35... Hxd4 (Svartur er kominn með betra tafl!) 36. Hxd4 Bxd4 37. Rxb7 Kxb7 38. Da7+ Kc8 39. b7+ Kd7 40. b8 (D)+ Bxa7 41. Dxa7 Kd8 42. Kg1! c5 43. Da4 Dd5 (Betra var 43. - betri stöðu.) Dd4 og svarlur hefur eilítiö 44. Da5+ Ke7 - og hér sættust keppendur á jafntefli. ,, ,,,,,, ' • » -- ™ ..................................................... 5’ " ' - * i * 47' . * ' -- ■. • ... •■ ,' .. -. .,.:+ ; ■:. ~ ... 4, - .»>4 * ■ ' # - " ' "■ ■ ** ^ . AHmikiH Ijöldi æðarfugla hefur að undanförnu safnast saman á sjónum úti fyrir Skúlagötunni í Reykjavík, en að sögn fuglafræðinga mun petta fyrirbngði algengt a vorin. 6 Ljósm. eik. Lií. Hótel Borg í kvöld Grafík á útgáfukonsert Hljómsveitin Grafík heldur konsert á Hótel Borg í kvöld, sumardaginn fyrsta. Liðsmenn hennar eru: Örn Jónsson, bassi, RAMÓ, söngur, gítar o.fi., Rafn leika lög af síðustu plötu sinni og Jónsson, trommur, Rúnar Þóris- kynna efni af væntanlegri, SÝN, son, gítar, og Vilberg Viggóson, sem kemur út á næstu dögum hljómborð. Hljómsveitin mun Konsertinn stendur yfir frá 9 - 1. 5? Öðruvísi“ fyrirsæta? Dóttir Ingrid Bergman frammi fyrir mynda- vélum. Isábella Rossellini, dóttir ítalsks kvikmyndaleikstjóra og Ingrid Bergman, er orðin eftirsótt ljós- myndafyrirsæta í tískuheiminum. Þetta þykir nokkrum tíðindum sæta vegna þess að Isabella er þrí- tug, en ljósmyndafyrirsætur yfir- leitt miklu yngri þegar þær byrja í starfi - einnig þykir hún nokkuð frábrugðin þeim „týpum“ sem tískuheimurinn hefur sóst eftir. í nýlegu viðtali segir Isabella Rossellini að lengst af hafi sér fundist að starf fyrirsæta væri heimskulegt og „firrandi" og með því væri verið að misnota konur. En þegar á hólminn er komið kveðst hún hafa gaman af. Isabella hefur um sjö ára skeið verið frétt- aritari hjá ítalska sjónvarpmu. Stofnaður presta- skóli Fyrirheit hafði vcrið gefið um I það vorið 1841 að stofnaður yrði prestaskóli á íslandi. Þann 21. maí 1847 var svo kveðið á með kon- ungsbréfl að skólanum skyldi komið á fót um haustið. Dr. Pétur | Pétursson var skipaður forstöðu- maður hins nýja prestaskóla en I Sigurður Melsted fastur kennari. Húsnæði var hinum nýja skóla fengið í húsi iatínuskólans. Skyldi hann fá þar til umráða eina kennslustofu og eitt hcimavistar- herbergi, er rúmaði 10 nemendur. Prestaskólinn var svo settur 2. okt. og vígður um leið. Helgi G. j Thordarsen biskup flutti vígslu- ræðuna. Þennan fyrsta vetur I stunduðu 8 stúdentar nám við [ skólann. Dr. Pétur Pétursson settist nú I að í húsi því sem Hans Möller kaupmaður hafði látið reisa á horni Austurstrætis og Pósthús- strætis en Sigurður Melsted í húsi Símonar Hansens kaupmanns. Milli þessara húsa, við Austurvöll austanverðan, fékk Hallgrímur Scheving lóð og reisti sér þar hús um sumarið. -mhg Tímaritið Flug kemur út - útgáfan hefur verið endurskipulögð Tímaritið Flug, 1. tölublað, 20. árgangur, er komið út. Flug er málgagn Flugmálastjórnar íslands og er þetta fjórða tölublaðið sem birtist á einu ári, en nú er stutt síðan útgáfa blaðsins var endur- skipulögð. Efnisvalið í hinu nýja tölublaði er fjölbreytt og nær það til flestra greina atvinnuflugs og flugíþrótta. Meðal efnis ergrein um pílagríma- flutninga Flugleiðá, „Fallinn frumherji'grein sem Örn O. John son hefur ritað um Agnar Kofo- ed Hansen, grein uni íslandsmótið 1982 í svifdrekaflugi, og mót flug- módelmanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.