Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. aprfl 1983
Byrjaö að taka á móti pöntimum á kjördag
Geir Gunnarsson efsti maður
G-listans á Reykjanesi:_
íhaldið gæti unn-
ið okkar þingsæti
Ungir sem gamlir tóku þátt í öllum samkomum hópanna að Laugarvatni.
ef vinstri menn kasta atkvæði sínu
á smáframboðin
Rokk gegn
kreppu
og atvinnu-
leysi
í Sigtúni á mörgun
Þeir eru margvíslegir gestirnir í
morgunkalTinu á Hótel Borg þenn-
an morguninn, a.m.k. á ytra
borðinu: við citt borðið ráðuneytis-
stjórar, annað alþingismenn, það
þriðja rokkarar og poppskríbent-
ar. Ekki er vitað hvort tilefnið er
annað en kaffisopinn á fyrsta og
öðru borði. Á því þriðja er hann
líka vel þeginn og gerð góð skil þótt
þeim hópi þyki sjaldan tímabært að
fara á kaffihús kl. 10 á morgnana.
En nú, síðasta vetrardag, er það
ekki bara tímabært, frekar að það
sé að verða um scinan, því að tilefni
kafiidrykkjunnar er blaðamanna-
fundur til að kynna rokkhljómleika
sem haldnir verða í Sigtúni annað
kvöld (föstudag) - GEGN KREPPU
og ATVINNULEYSI, KJARN-
ORKU og EASISMA. Oft var þörf,
en nú er nauðsyn: kosningar á
laugardaginn og skoðanakannanir
spá íhaldinu gífurlcgri fylgis-
aukningu.
Rokkhljómleikarnir í Sigtúni
hefjast kl. 10 á föstudgskvöldið og
standa til kl. 3 eftirmiðnætti. Fram
koma Egó, sem mun líklega hefja
hljómleikana, Tappi tíkarrass,
iss!, Baðverðirnir (Gunnþór í Q4U
o.fl., en eitt laga þeirra heitir því
pólitíska nafni Það er kúkur í
lauginni), Bylur, Vonbrigði,
Vinstra rokk, Puppets og Ragn-
hildur Gísladóttir kemur fram.
Á blaðamannafundinum kom
m.a. fram, að oft hefur verið talað
um að pönkararnir hér hefðu enga,
eða a.m.k. sáralitla ástæðu til að
vera að kvarta undan kerfinu
miðað við „kóllega" sína í Bret-
landi, þár sem þeir, eins og lág-
launafólk og atvinnuleysingjar- og
reyndar almenningur nema þeir vel
stæðu -, hafa heldur betur fengið
að finna fyrir kreppu og atvinnu-
leysi undir íhaldsstjórn.
Nú eru hins vegar teikn á lofti
um að sömu öfl með sömu stefnu
Sumarfrí og
samvera á vegum
Alþýðubandalagsins
„Ef smáframboðum hér í þessu
kjördæmi tekst að tæla til sín
vinstra íylgið frá Alþýðubandalaginu
er hættan augljóslega sú að Sjálf-
stæðisflokknum takist það ætlun-
arverk sitt að vinna manninn af G-
listanum. Það er því meiri nauðsyn
en nokkru sinni fyrr að vinstri
menn fylki sér um Alþýðubanda-
lagið en kasti ekki atkvæði sínu á
smáflokka aronskunnar sem vega
að úr öllum áttum“, sagði Geir
Gunnarsson efsti maður G-listans í
Reykjaneskjördæmi í stuttu spjalli
við Þjóðviljann.
„Það kom vel fram í sjónvarpsum-
ræðunum í fyrrakvöld að leiðtogi
Alþýðuflokksins stefnir hiklaust á
viðreisnarstjórn með íhaldinu eftir
kosningar. Framsóknarflokkurinn
hefur lagt grunninn að sinni hægri
stjórn eftir kosningar með undir-
lægjuhættinum í deilu íslendinga
við Alusuisse og enginn vinstri
maður þarf að fara í grafgötur um
hvað bíður okkar ef Sjálfstæðis-
flokknum tekst að mynda stjórn í
næstu viku, með eða án stuðnings
leppflokkanna. Efsti maður
Kvennalistans í Reykjaneskjör-
dæmi hefur lýst stuðningi við veru
bandaríska hersins á Miðnesi og
Geir Gunnarsson: hvert einasta at-
kvæði vinstra fólks getur ráðin úr-
slitum.
allir vinstri menn vita hver er stefna
Vilmundar og Bandalags jafnaðar-
manna í herstöðvamálinu. Það er
því á eigin ábyrgð hvers einasta
vinstri manns í þessu landi ef hann
kastar atkvæði sínu á smáfram-
boðin og leggur um leið grunninn að
valdatöku íhaldsins, strax eftir
næstu helgi“, sagði Geir Gunnars-
son sem skipar 1 sæti G-listans í
Reykjaneskjördæmi. ,v
Tolli Morthens er aðalhvatamaður
Rokks gegn kreppu. Bráðlega kemur
frá honum ný plata þar sem Megas
syngur sem gestur. Ekki vildi Tolli
segja neitt um hvort þeir hygðust koma
fram í Sigtúni annað kvöld eða annars-
staðar síðar: Fólk verður bara að
stunda alla hljómleika stíft ef það vill
verða vitni að því.
séu orðin ógnvænlega sterk hér á
landi, og því ekki til setunnar boðið
þeim hljómlistarmönnum sem taka
vilja upp merki þeirra kollega
sinna í Bretlandi sem í nokkur ár
hafa með tónlist sini og textum
ráðist gegn kreppustjórninni í
heimalandi sínu. Hér hafa hljóm-
sveitir hins vegar ekki verið nógu
harðar í baráttunni, spili jafnvel á
stjórnmálafundum fyrir flokka sem
þær styðja ekki og segjast jafnvel
vera á móti. (Ekki ég, takk, segir
Bubbi. Ég er búin að afþakka mörg
atvinnutilboðin í þessari kosninga-
baráttu!). En svo koma oft upp
vandamál innan hljómsveitanna,
þegar einn vill styðja það sem ann-
ar er á móti.
Þeir sem koma fram á hljóm-
leikunum í Sigtúni á föstudags-
kvöld standa hins vegar saman
gegn kreppu og atvinnuleysi, þar
kemur enginn fram sem ekki vill
styðja málstaðinn. Sögðust
aðstandendur vona að fólk fjöl-
mennti og hljómleikarnir hefðu áh-
rif í þá átt að það brygðist við á
kjördag á þann hátt sem best dugar
gegn boðþerum kreppunnar.
Ekki vildu blaðamannafundar-
haldarar gefa stuðningsyfirlýsingu
við neinn ákveðinn lista f.h. allra
rokkflytjenda á hljómleikunum,
en hins vegar er ljóst að hljóm-
leikunum er stefnt gegn íhaldi og
leiftursókn í anda þess. Allir hugs-
andi inenn hljóta hins vegar að
gera sér grein fyrir að gegn því er
raunhæfasti kosturinn X G.
- A
Alþýðubándalagiðefnirtil
sumarfrís og samveru á
Laugarvatni síðari hluta
júlímánaðareinsog í
fyrrasumar. Yfirfullt var í
þessum sumarbúðum
fjölskyldunnarsl. sumarog
þóttí þessi nýbreytni takast
afarvel. Byrjað verðurað taka
á móti pöntunum í Laugar-
vatnsdvöl á kjördag og munu
kosningaskrifstofur Alþýðu-
bandalagsins um land allt
taka að sér að koma þeim á-
leiðis.
Baldur Óskarsson og Einar
Karl Haraldsson munu eins og í
fyrra vera umsjónarmenn sumar-
frís og samveru Alþýðubanda-
lagsins á Laugarvatni. Baldur
Óskarsson sagði í gær að það væri
mjög ánægjulegt að tekist hefðu á
ný samningar við Rúnar Jökul
Hjaltason bryta Héraðsskólans á
Laugarvatni, enda hefði hann og
starfslið hans átt drjúgan þátt í
því hversu vel tókst til í fyrra.
í megindráttum verður dvölin
á Laugarvatni skipulögð með
svipuðu sniði og í fyrra. Um er að
ræða vikurnar 18. til 24. júlí og
25. til 31. júlí. Gist verður í Hér-
aðsskólanum þar sem aðalbæki-
stöðin er og matsalur, og í húsum
sem tengjast Héraðsskólanum.
Rúm er fyrir 80 til 90 manns
hvora viku.
í sumar verður verðið fyrir
hvern fullorðin kr. 2800, kr. 1600
fyrir börn 6-12 ára og kr. 300 fyrir
börn 0-6 ára. Innifalið er allur
matur, gisting, barnagæsla,
skemmtanir og ýmis önnur þjón-
usta.
„Það var sérstaklega ánægju-
legt á Laugarvatni sl. sumar hve
aldurshóparnir blönduðust vel og
að menn gátu bæði notið þess að
vera saman í hóp og útaf fyrir sig
þegar þeim hentaði", sagði Bald-
ur Óskarson. „Það var líka alltaf
nóg við að vera, göngu- og
fróðleiksferðir í nágrenni
Laugarvatns, gufubaðið og íþr-
óttaaðstaðan, heimsóknir foryst-
umanna Alþýðubandalagsins,
fyrirlestrar um ólík málefni, rútu-
ferðir um Suðurlandsundirlendi,
skemmtiatriði sem búin voru til
af hæfileikafólki úr hópunum og
Hressir krakkar úr öðrum hópnum sem dvaldi á Laugarvatni í fyrra.
Baldur Óskarsson stjórnar fjöldasöng á Laugarvatni á sl. sumri
kærkomnar heimsóknir heima-
manna á Laugarvatni, sem voru
boðnir og búnir að fræða okkur
og rétta okkur hjálparhönd."
Eins og áður sagði munu kosn-
ingaskrifstofur Alþýðubanda-
lagsins um allt land taka á móti
pöntunum á kjördag og koma
þeim áleiðis til aðalskrifstofunn-
ar í Reykjavík. Að kiördegi lokn-
um eru það Baldur Óskarsson og
Margrét Tómasdóttir íFlokks-
miðstöðinni að Hverfisgötu 105
Reykjavík, sími 17500, sem taka
á móti pöntunum og gefa allar
nánari upplýsingar. _