Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 21. aprfl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23
íþróttir
Umsjón:
Víðir Sigurðsson
KA stóð í
Víkingum
Annnarrardeildarlið KA veitti
meisturum Víkings harða keppni í
8-liða úrslitum bikarkeppninnar í
handknattleik karla í gærkvöldi.
Víkingar sigruðu 28-23, í Laugar-
dalshöllinni og eru komnir í undan-
úrslitin. Þá sigraði Þór Vestmanna-
eyjum Reyni í Sandgerði 27-20.
Lars Göran gerði fimm mörk fyrir
Þór en Dalíel Einarsson var marka-
hæstur hjá Reyni, skoraði 4 mörk.
- gsm/VS
Fimleika-
liðið til
Noregs
Landsliðið í fímleikum er á för-
um til Kristiansand í Norgi þar sem
það tekur þátt í Norðurlandameist-
aramótinu um helgina, á laugardag
og sunnudag.
Liðið er þannig skipað: Kristín
Gísladóttir, Rannveig Guðmunds-
dóttir, Hulda Ólafsdóttir, Guðjón
Gíslason og Jónas Tryggvason. Til
vara er Dóra Sif Óskarsdóttir.
Þjálfarar stúlknanna eru Karólína
Valtýsdóttir og Valdemar Cziz-
mowsky en piltanna Guðni Sigfús-
son og Shen Shengjini.
Þróttarar
skíða best
Þróttur frá Neskaupstað varð
sigurvegari í stigakeppni félaga á
Skíðamóti Austurlands sem fram
fór í tveimur hlutum fyrr í þessum
mánuði. Þróttarar hlutu 260,5 stig,
Huginn frá Seyðisfirði 215, Höttur,
Egilsstöðum 107, Austri, Eskifirði,
38,5, Leiknir, Fáskrúðsfirði 19 og
Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal
fékk tíu stig. Þrettán ára og eldri
kepptu í Oddsskarði en 12 ára og
yngri á Seyðisfirði.
Fylkir náði í sín fyrstu stig á
Reykjavíkurmótinu í meistar-
aflokki karla í knattspyrnu í
gærkvöldi með því að sigra
Þrótt 1-0 á Melavellinum.
Næsti leikur er Valur-Ármann
á laugardaginn kl. 14.
D raumaúrslitaleikur
í Aþenu þann 25. maí
Hamburger mætir Juventus í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða
Draumur margra knattspyrnu-
unncnda víðs vegar um lönd rættist
í gærkvöldi, stjörnum prýdd lið
Hamburger SV frá Vestur-
Þýskalandi og Juventus frá Italíu
mætast í úrslitaleik Evrópukeppni
meistaraliða í knattspyrnu sem
fram fer í Aþenu 25. maí. Juventus
lenti ekki í miklum erfíðleikum
gegn Widzew Lodz í Póllandi, 2-2
jafntefli var nóg og vel það, en
Hamburger átti í meira strögli við
að sigra spænsku mcistarana Real
Sociedad 2-1 á heimavelli. í Evr-
ópukcppni bikarhafa mætast Aber-
deen frá Skotlandi og Real Madrid
frá Spáni í Gautaborg 11. maí og
Benfíca frá Portúgal mætir belg-
íska fclaginu Anderlecht í tveimur
úrslitaleikjum í UEFA-bikarnum.
Leikur Juventus og Lodz var all
sögulegur. ítalirnir, með sex
heimsmeistara innanborðs, höfðu
unnið fyrri leikinn 2-0 og juku enn
forskotið þegar Paolo Rossi
skoraði á 33. mínútu. Surlit jafnaði
fyrir Lodz á 55. mínútu og í fagn-
aðarlátunum kom flaska fljúgandi
af áhorfendapöllunum og lenti í
höfði annars línuvarðarins. Leik-
menn voru þegar kallaðir af
leikvelli, lögreglan ruddist upp á
pallana og fann sökudólginn og þá
var hægt að hefja leikinn að nýju,
línuvörðurinn birtist aftur með um-
búðir miklar á höfði. Tíu mínútum
fyrir leikslok skoraði Surlit aftur,
2-1 (2-3), en þremur mínútum síðar
jafnaði Michel Platini úr víta-
spyrnu, 2-2, og Juventus hafði þar
með sigrað 4-2 samanlagt.
Jafnteflið í San Sebastian á
Spáni, 1-1, í fyrri leiknum gegn Re-
al Sociedad, virtist ætla að duga
Hamburger til að komast í gegn og
útlitið varð enn bjartara fimmtán
mínútum fyrir leikslok þegar
Vestur-Þjóðverjarnir tóku forystu
með marki Dietmar Jakobs.
Aðeins fjórum mínútum síðar jafn-
aði Diego, 1-1, og allt stefndi í
framlengingu. Þá spratt upp
Thomas Von Heesen og skoraði
sigurmark Haniburger, 2-1, sjö
mínútum fyrir leikslok og farseðill-
inn til Aþenu var tryggður.
Real-Aberdeen
Spænsku bikarmeistararnir, Re-
al Madrid, stóðu vel að vígi eftir 2-2
jafntefli gegn Austria í Wien og
þeim urðu engin mistök á í heima-
leiknum, utan eitt sjálfsmark. San-
tillana náði forystunni fyrir Real
strax á 10. mínútu en sjálfsmark
Juan Jose á 68. mínútu jafnaði
metin. Juanito skoraði, 2-1,
skömmu síðar og Santillana inn-
siglaði sigurinn, 3-1, og 5-3 saman-
Rix og Withe valdir
í landsliðshópinn
Bobby Rohson, landsliðseinvald-
ur Englendinga í knattspyrnu,
bætti tveimur leikmönnum í lands-
liðshóp sinn í gær. Þeir eru Gra-
ham Rix frá Arsenal, en fjarvera
hans úr hópnum hafði vakið mikla
athygli, og miðhcrjinn citilharði
hjá Aston Villa, Peter Withe, sem
ckki hefur verið í landsliðshópi síð-
an í fyrravetur. Englendingar leika
við Ungverja á Wembley í Evópu-
keppni landsliða á miðvikudaginn
kemur.
-VS
lagt. Real Madrid mætir því Aber-
deen frá Skotlandi í úrslitaleiknum
en Skotarnir unnu Waterschei eins
og kunnugt er.
Benfica náði jöfnu
Það leit ekki allt of vel út hjá
hinu fræga portúgalska félagi, Ben-
fica, eftir að rúmensku „háskóla-
stúdentarnir" frá Universitata Cra-
iova höfðu náð markalausu jafn-
tefli í Lissabon. Rúmenarnir náðu
síðan forystu, 1-0, á heimavelli sín-
um í gærkvöldi eftir 17 mínútur og
með þeim lokatölum hefði þarlent
lið verið kornið í úrslit í Evrópu-
keppni í fyrsta skipti. En, það var
austantjaldsmaður sem felldi þá,
Júgóslavinn Filipovic jafnaði fyrir
Benfica, 1-1, á 57. mfnútu og þar
við sat, markatalan var jöfn en
Benfica kemst áfram á útimarkinu.
Andstæðingarnir verða Ander-
lecht frá Belgíu, sem hafði sigrað
Bohemians 1-0 í Prag í fyrri
leiknum. Belgarnir höfðu því allt í
hendi sér og í gærkvöldi gerðu þeir
út um vonir Tékkanna með
tveimur mörkum í fyrri hálfleik.
Erwin Vanderbergh skoraði úr vít-
aspyrnu og Daninn Kenneth Brylle
bætti öðru marki við. Alex Czerni—
atynski skoraði þriðja mark Belg-
anna í síðari hálfleik en lands-
liðsmaðurinn Jakubec náði að
koma Tékkunum á blað,' 3-1.
Anderlecht sigraði þar með saman-
lagt, 4-1.
-VS
Japanfararnir, frá vinstri, Hilmar Konráðsson, Gunnar Finnbjörnsson,
Tómas Sölvason og Kristján Jónasson.
„Allt um-
fram 48.
sæti er
jákvætt64
„Við urðum í 48. sæti af 59 þjóð-
um á síðasta heimsmeistaramóti,
alt fram yfir það er jákvætt og á það
stefnum við,“ sagði Gunnar Jó-
hannsson formaður Borðtennis-
sambands Islands á blaðamanna-
fundi í gær. Karlalandsliðið í
borðtennis leggur af stað til Tokyo
í Japan á sunnudag og tekur þar
þátt í heimsmeistaramótinu sem
hefst 28. apríl og stendur til 9. maí.
Karlalandsliðið er skipað fjórum
leikmönnum og eru þeir eftirtaldir:
Gunnar Finnbjörnsson, Erninum,
Hilmar Konráðsson, Víkingi,
Kristján Jónasson, Víkingi og
Tómas Sölvason, KR. Gunnar hef-
ur leikið 30 landsleiki, Hilmar 23
en Kristján og Tómas einn hvor.
Þátttökuþjóðir á mótinu verða
62, fleiri en nokkru sinni áður, og
leikur íslenska liðið í H-riðli 3.
deildar ásamt sex þjóðum öðrum.
Þær eru: Nýja-Sjáland, Luxem-
burg, Marokkó, Líbanon, Saudi-
Arabía og Filippseyjar. Reiknað er
með að Nýja-Sjáland og Luxem-
burg berjist um sigurinn og Saudi-
Arabía gæti einnig blandað sér í þá
keppni. Öruggt er að ísland leikur
þrjá landsleiki til viðbótar í keppn-
inni, verði liðið t.d. í fjórða sæti
leikur það við liðin sem urðu núm-
er fjögur í hinum riðlunum
þremur.
Þetta er umfangsmikil ferð og
kostnaðarsöm en hver keppandi
þarf að leggja a.m.k. 30 þúsund
krónur í hana. Þá tekur tímann
sinn að komast til Japan, ferðin í
heild tekur á annan sólarhring með
gistingu í London og sjálft flugið
þaðan til Tokyo er áætlað um 17
klukkustundir. Það er mikið á sig
lagt til að leika fyrir íslands hönd,
ekki satt?
- VS
Norwich nánast öruggt
Norwich City tryggði sér að öll-
um líkindum áframhaldandi sæti í
1. deild ensku knattspyrnunnar í
gærkvöldi með því að sigra Arsenal
á heimavelli, 3-1. Norwich er nú
með 46 stig og hcfur skotið átta
liðum niður fyrir sig á töflunni. í
fallsætunum eru Swansea og Birm-
ingham með 37 stig og Brighton
með 36.
í 2. deild eygir Newcastle enn
veika von um 1. deildarsæti eftir
4-0 sigur á Rotherham. Newcastle
hefur 57 stig, níu stigum á eftir Ful-
ham sem er í þriðja sætinu, svo.
möguleikarnir eru litlir hjá Kevin
Keegan og félögum.
Dundee United hleypti mikilli
spennu á ný í skosku úrvalsdeildina
með góðum sigri á toppliðinu,
Celtic, 3-2, í Glasgow. Þegar bæði
lið eiga eftir fjóra leiki hefur Celtic
49 stig en Dundee United 48.
Aberdeen er í þriðja sæti með 44
stig en hefur leikið tveimur leikjum
færra. Rangers komst í úrslit
skosku bikarkeppninnar í fyrra-
kvöld með því að sigra St.Mirren
1-0 í framlengdum leik. West Ham-
leikmaðurinn fyrrverandi, Sandy
Clar, skoraði sigurmarkið þegar
mínúta var eftir af framlenging-
unni. Rangers mætir Aberdeen í
úrslitaleik 21. maí.
-VS
Víkingur 75
ára í dag
Knattspyrnufélagið Víkingur
heldur uppá 75 ára afmæli sitt í dag
en það var stofnað þann 21. apríl
1908. Víkingar hafa skipulagt viða-
mikla afmælisdagskrá og cr hún í
hclstu atriðum þannig:
Guðsþjónusta í Bústaðakirkju
kl. 10 en að henni lokinni verður
farið í skrúðgöngu niður á nýja fél-
agssvæðið í Fossvogi þar sem fram-
kvæmdir verða kynntar. Kl. 15
hefst afmælishátíð með fjölbreyttri
dagskrá í Tónabæ og kl. 17
skemmtun fyrir þá yngstu í Bústöð-
um. Kl. 21 er svo dansleikur í Tón-
abæ fyrir unglinga í félaginu og
gesti þeirra.
Víkingar hafa svo sannarlega
mikið til að halda uppá á þessu af-
mælisári. Meistaraflokkur karla í
handknattleik tryggði sér íslands-
meistaratitilinn fjórða árið í röð á
dögunum og meistaraflokkur í
knattspyrnu hefur orðið íslands-
meistari tvö síðustu ár. Víkingar
hafa líka mátt bíða lengi eftir þess-
um miklu áföngum, lengi vel
barðist félagið í bökkum, ekki
aðeins fyrir árangri heldur jafnvel
fyrir tilveru sinni. Árangur erf-
iðsins hefur skilað sér, Víkingur er
orðinn stórveldi í íslensku íþrótta-
lífi, og við óskum öllum Víkingum
alls hins besta á þessum miklu
tímamótum.
- FE/VS
Bandarískar blak-
stúlkur á leiðinni
Bandarískar blakstúlkur, Mass-
achusetts Juniors, koma hingað til
lands um næstu helgi og leika hér
tvo leiki, á sunnudagskvöld og
mánudagskvöld. Þær eru á heim-
leið eftir ferðalag um Evrópu og
þar sem flogið var mcð Flugleiðum
gafst þeim tækifæri á að millilenda
hér.
Stúlkurnar eru á aldrinum 16-19
ára og vafalaust mjög öflugar.
Bandarískt blak er í fremstu röð í
heiminum og kvennaliðið banda-
ríska varð í þriðja sæti á síðasta
heimsmeistaramóti, varð reyndar
eina liðið til að bera sigurorð þar af
kínversku heimsmeisturunum, svo
hér er um hreinan hvalreka að
ræða á fjörur blakunnenda.
Fyrri leikurinn verður við ís-
lenska kvennalandsliðið á sunnu-
dagskvöld kl. 19 í íþróttahúsi
Hagaskóla og kvöldið eftir, kl. 20,
mæta þær íslands- og bikarmeistur-
um Þróttar á sama stað. Banda-
ríska liðið er úrval úr nokkrum fé-
lögum í Massachusettsfylki og það
verður fróðlegt að fylgjast með
gengi íslensku stúlknanna í leikjun-
um tveimur.
-VS