Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. aprfl 1983
UOBVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfuiélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Úlafsson.
Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gislason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson.
Iþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garðarsdóttir, Guðjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guöjónsdóttir.
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson,
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Síðumúla 6, Reykjavík, simi 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaðaprent h.f.
Iskaldir hœgri vindar
• Sumarkoman er kuldaleg, og þótt kunni að bregða
til betri tíðar fyrr en varir, má búast við pólitískum
harðindum. Hvernig sem blessaðri sólinni þóknast að
skína á fólk og jarðargróður í sumar, þá bendir margt til
þess, að ískaldir hægri vindar muni næða í stjórnmálum
og skjóllítið verði fyrir þá sem ekki hafa búið þeim mun
betur um sig í þjóðfélaginu.
• Þeir sem efast hafa um viðvaranir Þjóðviljans þurfa
ekki að velkjast lengur í vafa eftir sjónvarpsþáttinn í
fyrrakvöld, þar sem hin nýja afturhaldsstjórn var
boðuð með nokkrum tilbrigðum. Það var átakanlegt að
horfa upp á endurtekningu á síðasta sjónvarpsþættin-
um fyrir borgarstjórnarkosningar 1982. Ólafur Jóhann-
esson biðlaði til Sjálfstæðisflokksins og bauð„sterka
stjórn“ og meiri hernaðarframkvæmdir. Jón Baldvin
Hannibalsson útilokaði samstarf við alla flokka nema
Sjálfstæðisflokkinn, og mændi vonaraugum til Alberts
Guðmundssonar í þeirri trú að Sjálfstæðisflokkurinn
muni lána Alþýðuflokknum atkvæði til þess að tolla á
þingi sem íhaldshækja.
• En alveg eins og í borgarstjórnarkosningunum vísaði
Albert Guðmundsson bónorðum á bug og bað þjóðina
um meirihluta til handa Sjálfstæðisflokknum. íhaldið
er búið að taka út kosningasigur sinn. Það stefnir á
meirihluta, en náist hann ekki bítast Framsóknarflokk-
ur og Alþýðuflokkur um að koma til hjálpar. Og sam-
kvæmt yfirlýsingum Friðriks Sophussonar varafor-
manns Sjálfstæðisflokksins verða þeir að „gangast
undir stefnu“ íhaldsins eigi þeim að hlotnast sú náð að
verða hækja undir ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar.
Það á semsagt að reka hreinræktaða íhalds- og leiftur-
sóknarstefnu eftir kosningar hvort sem íhaldið gerir
það eitt eða í félagi við milliflokkana.
• Þegar hægri öflin læsa saman klónum með þessum
hætti er Alþýðubandalagið eina andsvarið, eina mót-
vægið og eina sóknaraflið gegn íhaldinu. Aðeins með
því að veita Alþýðubandalaginu styrk til afskipta af
stjórnarmyndun, eða öflugrar stjórnarandstöðu verður
hægt að verja íslenskan málstað í álmáli og hermáli og
verja ísland gegn atvinnuleysi sem stefnu í efnahags-
málurn. - ekh
Alusuisse
bíður og vonar
• Kosningaúrslitanna er beðið með eftirvæntingu hjá
Alusuisse, sem vonast eftir hagstæðari ríkisstjórn eftir
kosningar samkvæmt frétt svissnesks blaðs. Fær Hjör-
leifur Guttormsson og Alþýðubandalagið styrk til þess
að standa á íslenskum málstað gagnvart Alusuisse og
hækka raforkuverðið, eða fá íhaldið og milliflokkarnir
stuðning til þess að semja af sér í þriðja sinn? Látum
forstjórum auðhringavaldsins í Sviss ekki verða að ósk
sinni. Kjósum G-listann á laugardaginn og gerum vonir
þeirra um undanslátt í álmálinu að engu. - ekh
Siðbót verður siðleysi
• Sjónvarpsþátturinn í fyrrakvöld var gagnlegur að því
leyti að rækilega var flett ofan af hugmyndum Vilmund-
ar Gylfasonar um valddreifingu og þjóðkjörinn ríkis-
stjóra. Bent var á það að óhjákvæmileg niðurstaða af
tillögum hans, ef þær kæmust í framkvæmd, yrði sam-
þjöppun valds til embættismanna. Framkvæmdastofn-
un í hverju kjördæmi væri tiltæki sem fljótlega fengi á
sig svipað orð og Framkvæmdastofnun nú. Og það var
einnig bent á að mun minni spilling væri á Norðurlönd-
um sem búa við þingræðisskipulag heldur en í Banda-
ríkjunum, þar sem löggjafarvald og framkvæmdavald
er vissulega aðskilið, en atkvæði þingmanna ganga op-
inskátt kaupum og sölum. Hvern skyldi hafa grunað að
Vilmundur Gylfason teldi það sitt höfuðverkefni í sið-
bót íslenskra stjórnmála að gera alla islenska þingmenn
eins og Eggert Haukdal? - ekh
klippt
60 Haukdœlar
í sjónvarpskynningunni í fyrra-
kvöld varð greinileg niðurstaða
um stjórnbót Vilmundarmanna,
að myndi leiða til enn meiri spil-
lingar og hrossakaupa. Það er
ekki fýsilegt fyrir þjóðina að eiga
von á 60 eintökum af Eggert
Haukdal á alþingi, sagði Ólafur
Ragnar.
Það var vonum seinna, að bent
væri á það í sjónvarpi hvernig
háttar í því landi sem næst kemst í
stjórnarfari því fyrirkomulagi
sem Vilmundur vill koma á í
landinu. Bentu þeir nafnar Jó-
hannesson og Ragnar Grímsson
á, að í Bandaríkjunum væri þetta
fyrirkomulag Vilmundar í raun.
Þurfa þeir sem eru í vafa um
stjórnbótina ekki annað en líta til
guðs eigins lands.
Við höfum
aldrei svikið
Stór, sterkur, björt framtíð,
sagði Albert Guðmundsson og
bað kjósendur að gefa Sjálfstæð-
isflokknum 48 mánuði til að
stjórna landinu. Það er ekki beð-
ið um mikið, enda sagði Albert
að þetta væri skammur tími í sögu
þjóðar. En hann gat ekki um það
hversu afdrifaríkur sá tími gæti
orðið.
Hitt vakti og meiri athygli
hversu samstíga þeir voru Ólafur
Jóhannesson og Albert Guð-
mundsson. Greinilegt var á þætt-
inum að tilbrigði númer eitt við
eins flokks stjórn Sjálfstæðis-
flokksins er samstjórn Framsókn-
ar og Sjálfstæðisflokks. Féllu
mörg hlýleg orð frá talsmönnum
þessara flokka í garð hvors ann-
ars. Af því varð ekki veruleg
skemmtun fyrr en Ólafur sagði:
Við Albert höfum aldrei svikið.
Liúa íhaldið
Litla íhaldið, efsti maður A-
listans við komandi kosningar lét
vaða á súðum gegn Alþýðu-
bandalaginu og Framsókn. Taldi
Jón Baldvin upp allra handa á-
virðingar á gömlu flokkana -
nema Sjálfstæðisflokkinn. Itrek-
aði hann í anda fyrri yfirlýsinga
nauðsyn á nýrri viðreisnarstjórn.
Tilbrigði númer tvö við eins
flokks stjórn Sjálfstæðisflokksins
náði aldrei að verða umfjöllunar-
efni í þættinum, enda trúlegt að
talsmenn hinna flokkanna hafi
ekki viljað spandera selahlaðinu
á gæs. Beitti skólameistarinn
fyrrverandi útilokunaraðferðinni
og sagði að það ætti að gefa Fram-
sókn frí, Alþýðubandalagið ætti
að fara í endurhæfingu og við Vil-
mundarflokk og kvennalista
þýddi ekkert að tala.
Síðan ætti að mynda sterka
viðreisnarstjórn. Þessar yfirlýs-
ingar virtust fara framhjá Albert,
nema að hann hafi talið á-
stæðulaust að endurtaka við-
brögð sín frá „einvígisfundi“
þeirra í Sigtúni á dögunum. Og
svo hitt að hann hafi talið að allir
sjónvarpsáhorfendur hafi verið á
þeim fundi - og miðað þá við töl-
fræðilegar upplýsingar Alþýðu-
blaðsins um fundarsókn.
Kvennalisti
aronskur?
Það var einsog fyrri daginn hjá
talsmanni samtaka um kvenna-
lista, að erfitt var að henda reiður
á því hver afstaðan á að verða til
pólítíkurinnar.
Þó bar nýrra við í röksemda-
flutningi fyrir því, hvers vegna
herinn ætti að fá að vera um kyrrt
í landinu að þeirra mati. Ein
ástæðan væri nefnilega sú, að
mörkuðum íslendinga erlendis
gæti verið stefnt í hættu! Þetta
sjónarmið kom fyrst fram á fundi
DV í Háskólabíó á dögunum, og
var áréttað í þe'ssum sjónvarps-
þætti. -óg
Metal
Bulletin
Published Tuesdays and Fridays
Alusuisse-
söfnunin
vekur
athygli
Þegar fjallað er um málefni
málmiðnaðar um víða veröld er
oft vitnað til tímaritsins Metal
Bulletin. Eins og vænta mátti hef-
ur það virta og ábyrga tímarit
tekið eftir þeim tíðindum, að upp
hafa risið á íslandi samtök, Ný
sjónarmið, sem hafa gengist fyrir
söfnun fjár til Alusuisse.
í dálki blaðsins Hotline, þar
sem sagðar eru fregnir af ýmsuni
fyrirtækjum, er getið um söfriun
þessa þann tólfta apríl. Þar segir
m.a.:
„Það er alkunna að stórfyrir-
tæki í áliðnaði hafa orðið fyrir
miklum skakkaföilum í krepp-
unni, en samt kemur það á óvart
að komast að því að einu þeirra
hefur verið lyft í stöðu styrkþega
góðgerðarstarfsenri. Svo virðist
sem Alusuisse hafi vakið samúð
íslensku þjóðarinnar, sem hefur í
formi nefndar fjórtán háskóla-
manna og annarra menntamanna
ýtt af stað stöfnunarherferðinni
„Hjálpum Alusuisse". Hvetur
nefndin til að almenningur leggi
fram fjárgjafir til að hjálpa fyrir-
tækinu yfir fjárhagslega erfið-
leika þess...“
Þeir verða
glaðir
Þann fimmtánda apríl er þetta
mál svo aftur á dagskrá í Hotline í
Metal Bulletin. Þar segir:
„Fyrirsvarsmenn Alusuisse
verða án efa glaðir að frétta að í
miðri þessari viku hefur her-
ferðin „Hjálpum Alusuisse", sem
hafin var fyrir skemmstu á ís-
landi, safnað alls um 2400 ís-
lenskum krónum - en það svarar
til um 120 dollara. Sjóður þessi er
samt enn opinn frekari fram-
lögum og peningarnir verða þeg-
ar þar að kemur afhentir Sviss-
lendingum formlega...“
- áb