Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Eðvarð Sigurðsson um kosningarnar: Alþýðubandalagið eitt stendur vörð um hagsmuni alþýðunnar Hægri stjórn mun þrengja að kjörum og kostum verkafólks á öllum sviðum „Frá mínu sjónarmiði þá snúast þessar kosningar um velferðarmál alþýðunnarí víðri merkingu. Það er ekki neinn efi í mínum huga, að til að sjá þeim sem bestan farborða, þá er aðeins um einn pólitískan flokk að ræða, - það er Alþýðubandalagið", sagði Eðvarð Sigurðsson, fyrrum formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslandsog þingmaður flokksins í 20 ár, þegar Þjóðviljinn ræddi við hann um kosningarnar 23. apríl. Baráttan gegn atvinnuleysinu mikilvægust „Ef ég á að nefna einstök mál, þá er baráttan gegn atvinnu- Íeysinu mikilvægust", sagði Eðvarð. „Fyrir stóran hluta fólks eru húsnæðismálin ákaflega brýn og þó alveg sérstaklega fyrir unga fólkið. En án atvinnuöryggis, þá er fólk úti á klakanum hvað hús- næðismálin varðar. Verðbólgan er að vísu mikið vandamál og á þeim málum verður að taka. En það verður að gera á þann hátt að atvinnuöryggið sé ávallt í fyrir- rúmi.“ „Það má kannski segja sem svo að allir flokkar setji þessi mál á oddinn og hver um sig telur sig bærastan til að leysa þau. En við sem þekkjum söguna, vitum að slík loforð hafa oft áður verið gef- in fyrir kosningar af borgara- flokkunum, en eftir kosningar hefur svo allt annað verið uppi á teningnum." Hættan á hægri stjórn Það er eins gott að verkafólk og öll alþýða manna geri sér það ljóst, að núna er mikil hætta á því að eftir kosningar komi hér hægri stjórn.sem muni áreiðanlega á öllum sviðum hafa uppi „ráðstaf- anir“ sem síður en svo munu létta undir fyrir almenningi. Þvert á móti er öruggt að þá yrði þrengt að kjörum og kostum verkafólks á öllum sviðum. Það er mikil hætta á því að svokallaðar efna- hagsráðstafanir slíkrar stjórnar myndu hafa atvinnuleysi í för með sér og örugglega skerðingu kaupgjalds. Þá yrði einnig þrengt að öllum félagslegum úrbótum sem verkalýðshreyfingin hefur knúið fram á undanförnum árum. þakkað sé þeim pólitíska styrk sem Alþýðubandalagið hefur haft. Þetta er allt í húfi ef Sjálf- stæðisflokkurinn og hægri öflin yfirleitt hafa framgang í þessum kosningum." Félagslegir ávinningar síðustu þriggja ára - Hvað vilt þú segja Eðvarð, um verk þeirrar ríkisstjórnar sem Alþýðubandalagið hefur nú tekið þátt í um þriggja ára skeið? „Það er rétt að minnast þess að þegar þessi ríkisstjórn var mynd- uð í byrjun árs 1980, þá blasti það við að ef forysta meirihluta Sjálf- stæðisflokksins hefði náð að mynda ríkisstjorn, hefði komið til ráðstafana sem hefðu stórskert kaup og kjör verkafólks. Með þáttöku Alþýðubandalagsins í stjórnarmyndun þá, tókst að hindra að svo færi. Menn skyldu einnig muna, að í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur margt verið gert af félagslegum úrbótum verkafólki til handa. Ég minni á lög um stóraukinn rétt til greiðslu kaups í veikinda og slysatilfellum, - lengdan upp- sagnarfrest almenns verkafólks úr vinnu, - fæðingarorlof fyrir all- Þær félagslegu úrbætur, sem verkaiýðshreyfingin hefur knúið fram, þakkað sé styrk Alþýðu- bandalagsins á liðnum árum, eru nú í húfi, segir Eðvarð Sigurðs- son. ar konur, - miklar endurbætur á jögum um atvinnuleysistrygg. ingar, - lengingu orlofs - íbúða - lánakerfið og byggingu Verka- mannabústaða, þó þar hefði þurft meira að gera.Síðast en ekki síst skulum við minnast þess að þrátt fyrir erfiðleika í þjóðarbú- skapnum hefur tekist að halda uppi svo til fullri atvinnu og kaupmáttur launanna hefur hald- ist betur núna en alltaf áður þegar viðlíka erfiðleikar hafa steðjað að þjóðarbúskapnum." „Þetta verður fólk að hafa í huga þegar það gengur að kjör- borðinu“ sagði Eðvarð, „og muna, að það er Alþýðubanda- lagið eitt sem það getur treyst til að standa vörð um dýrmætustu hagsmunamál alþýðunnar. Þess vegna hvet ég allt Alþýðubanda- lagsfólk og velunnara verkalýðs- hreyfingarinnar til að vinna ötul- lega fyrir Alþýðubandalagið í þessari kosningabaráttu. Það er aðeins vika til stefnu.“ - ÁI Sinfóníutónleikar: Sálumessa Faurés og fleira gott Halldór B. Runólfsson skrifar um tónlist Síðastliðið fimmtudagskvöld flutti Sinfóníuhljómsveit ís- lands tvö verk, undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Það voru Requiem eftir Gabriel Fauré og Symfónía nr. 3 eftir Mendelssohn, Skoska symfóní- an. í fyrra verkinu kom einnig fram Söngsveitin Fílharmónía og einsöngvararnir Flísabet F. Firíksdóttir, sópran og Robert Becker, barítón. Requiem eða Sálumessan er án efa eitthvert þekktasta verk Faurés, þessa manns sem fóstraður var við rætur Pýreneafjalla í bæn- um Pamiers. Tónverk hans eru í anda þessa vermireits sem liggur á mörkum hálendis og láglendis, þar sem bæði sést til hárra fjallla og dalverpis sem endar í sléttlendi. Þannig er Sálumessa Faurés aldrei mjög stórbrotin, en þó leynast sterkar tilfinningar og mikil tjáning að baki þessa formfagra tónverks. Reyndar má geta þess að Fauré er ekki eina tónskáldið sem fæddist við rætur hins tignarlega fjallgarðs. Við Atlanshafsströndina þar sem björgin lækka til sjávar og Spánn mætir Frakklandi, fæddíst Maurice Skólastjórastaða við grunnskólann að Þórshöfn er laus til um- sóknar. Umsóknarfrestur er til 15. maí. Skólanefndin Guðmundur Emilsson gerði mess- unni vegleg skil. Ravel, annað öndvegistónskáld Frakka og skammt suð-austur af Pamiers, handan við landamærin, óx úr grasi þjóðartónskáld Spán- verja og píanósnillingur, Isaac Al- beniz, í þorpinu Camprodon. Því má segja að þessir þrír menn myndi hinn gullna þríhyrning Pyrenea- tónskálda. Hvað um það, Guðmundur Emilsson gerði messunni vegleg skil og kórinn söng vel þrátt fyrir þau skörð sem flensan hefur höggv- ið í raðir hans. Einsöngvararnir sýndu einníg ágæti sitt, Becker með sinum kraftmikla og fyllta rómi og Elísabet F. Eiríksdóttir sem sýndi að hún býr yfir innilegri og hljómfagurri rödd. Það ríkti því einkar ljúf stemming í sölum Há- skólabíós þetta fimmtudagskvöld. Eftir hlé tók hljómsveitin á öllu sínu besta í Skosku symfóníu Mendelssohns og kom þar vel í ljós, hið vaxandi öryggi okkar ágæta stjörnanda. Hvort sem hann leiðir hljómsveitina gegnum hæga og rólynda kafla eða hraða og til- þrifamikla, er allt gert af yfirvegun og næmi. Það sýndi sig að nú, þegar Elísabet Eiríksdóttir sýndi að hún býr yfir innilegri og hljómfagurri rödd. klassík tónlist hefur öðlast varan- legan sess í íslensku listalífi, höfum við einnig á að skipa metnaðar- fullum og tilþrifamiklum stjórn- ánda. Mendelssohn Vonandi verður ágæti Guð- mundar yngri tónlistarmönnum hvatning til að leggja út á sömu braut. Meltaway Snjóbræðslukerfi í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga, torg og íþróttavelli. Síminn er: 77400 Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða degi. PÍPULAGNIR Sf Smiðjuvegur 28 - Box 116 - 202 Kópavogur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.