Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 21. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ólafur Jónsson formaður húsnæðismálastjórnar: fólki sem er að stofna heimili þá þurfa þær fjölskyldur verulegt við- bótarlán. Er þá komið að því við- bótarláni sem félagsmálaráðherra hefur verið að beita sér fyrir að veitt væri til þeirra sem enga íbúð eiga. Auk þess má ætla að hluti af þeim sem stofna heimili eigi rétt á Íífeyrissjóðsláni og leysir það þá hluta vandans. Gæti þá fjármögn- un íbúðarinnar litið þannig út: Lán húsnæðis- málastjórnar Viðbótarlán 25% hækkun Lífeyrissjóðslán Eigið fé, þ.m. skyldusparnaður ■ Samt. kr. 268.000 kr. 67.000 145.000 kr. 120.000 kr. 600.000 Æskilegt sambýli Auðvitað er það ekki framtíðar- lausn á húsnæðismálum fjölskyld- unnar að eignast tveggja herbergja íbúð, en flestum er það erfiðasti áfanginn í húsnæðismálum að eign- ast sína fyrstu íbúð. Með því að selja helming íbúðanna ungu fólki sem er að stofna heimili og veita því viðbótarlán, en selja hinar íbúðirnar á almennum markaði þá er um leið verið að stofna til æskilegs sambýlis kynslóðanna í hverju fjölbýlishúsi. Samhliða því átaki sem hér er rætt um þá getur borgarstjóri út- hlutað til unga fólksins 1800 lóðum í Grafarvogi fyrir einbýlishús og raðhús og Geir Hallgrímsson út- vegað fjármagn til þess að lána 80% af byggingarkostnaði slíkra íbúða. Vegna kosninganna hafa húsnæðismálin verið mjög til umræðu í fjölmiðlum að undanförnu. Af hálfu stjórnar- andstöðunnar hefur umræðan verið mjög neikvæð og óraunhæf. Mestáherslahefur verið lögð á að sýna f ram á það að lán til húsbyggjenda hafi lækkað á þeim tíma sem SvavarGestsson hefurfarið meðyfirstjórn húsnæðismála. Allur sá málflutningur hefur verið hrakinn hér í blaðinu og ætla ég ekki að ræða þann þátt málsins að þessu sinni. Ég ætla hér að gera tilraun til þess að gera umræðuna jákvæða með því að setja fram tillögu til úrbóta á þeim húsnæðisvanda sem nú er vaxandi vandamál hér á höf- uðborgarsvæðinu. Við þær aðstæður sem við búum nú við tel ég það of seinvirka og kostnaðarsama leið að úthluta . lóðum til þeirra sem eru í húsnæðis- vanda. Þær fjölskyldur sem nú eru í mestum vanda eru eignalitlar og þurfa verkamannabústaði eða leiguíbúðir. Til viðbótar þeim úrræðum mundi það leysa mikinn vanda að byggja svo sem 500 litlar íbúðir inni í gömlum bæjarhverfum þar sem hægt er að leyfa 10 til 20 íbúða sam- Ólafur Jónsson formaður stjórnar Húsnæðisstofnunar leggur hér fram athyglisverða hugmynd um það hvernig leysa beri brýnasta vanda húsnæðislausra. býlishús. Þegar ég tala hér um smá- íbúðir þá á ég við 50 til 75 ferm. íbúðir af breytilegum gerðum auk sameiginlegs rýmis. Fjármögnun framkvæmdanna Hugmyndir mínar um fjármögn- un framkvæmdanna eru eftirfar- andi: Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs kostaði svonefnd vísitöluíbúð kr. 752 þúsund krónur samkvæmt tölum Rannsóknarstofnunar bygg- ingariðnaðarins. Byggingarsam- vinnufélög og aðrir traustir fram- kvæmdaaðilar hafa jafnan byggt litlar íbúðir fyrir allt að 20% lægra verð, sem værí þá á sama tíma rúm- lega 600 þúsund. Lán húsnæðis- málastjórnar til þeirra sem gerðu fokheldar íbúðir á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs var 268 þúsund ef fjölskyldan var 2 til 4 einstaklingar. Var þá lánað 44% af kostnaðar- verði íbúðarinnar. Til þess að bæta nýtingu á eldra húsnæði þarf að gefa litlum fjölskyldum sem búa í stórum íbúðum kost á því að kaupa sér aðra íbúð í sama bæjarhverfi. Algengt er að eldra fólk vill gjarnan kaupa sér minni og hent- ugri íbúð sem léttara er að halda við og er ódýrari í rekstri. Það mundi því svara brýnni þörf að selja slíkum fjölskyldum helming þeirra íbúða sem hér um ræðir. Kaupendur íbúða sem eiga aðra íbúð til að selja þurfa ekki að jafn- aði annað lán en lán húsnæðismála- stjórnar og um leið losnar rúmgóð íbúð fyrir hinn almenna markað. Ef gert er ráð fyrir því að helm- ingur íbúðanna væri seldur ungu Byggja þarf nú þegar 500 smáíbúðlr í Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.