Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. apríl 1983 Kosningaskrif- stofur G-listans Reykjavík Kosningaskrifstofan í Reykjavik er aö Hverfisgötu 105. Hún er opin frá 9-22 mánudaga til föstudaga en 10-19 á laugardögum og 13-19 á sunnu- dgöum. Símarnir eru: Kristján Valdimarsson: 17504 og 17500, Arthúr Morthens: 18977 og 17500 og Hafsteinn Eggertsson: 17500. Sjálfboðaliðar Sjálfboöaliðar til ýmissa starfa fram að kjördegi, meö bíla eöa án, - látið skrá ykkur til starfa sem fyrst í síma 17500. Kosningasjóður Þótt kostnaði við kosningarnar verði haldið í lágmarki kosta þær þó sitt. Kosningasjóð þarf því að efla strax. Tekið er á móti framlögum í sjóðinn aö Hverfisgötu 105. Kosningastjórn. Vestfiröir: ísafjörður: Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum er að Aðalstræti 42, ísafirði. Þar er opið frá kl. 9 til 19.00. Símarnir eru 4242 og 4299. Kosningastjóri er Guövarður Kjartansson. Bolungarvík: Kosningaskrifstofa verður opnuð á Hólastíg 6 á sumardag- inn fyrsta. Sími 7590. Austuriand: Neskaupstaður: Kosningamiðstöðin í Neskaupstað er að Egilsbraut 11, sími 7571. Opið daglega frá kl. 13 - 19 og 20 - 22 og um helgar. Egilsstaðir: Kosningaskrifstofan á Egilsstöðum er að Tjarnarlöndum 14, símar 1676 og 1622. Opin daglega frá kl. 20 - 23.30. Höfn Hornafirði: Kosningaskrifstofan á Höfn er að Miðgarði, símar 8129 og 8426. Opin á kvöldin og um helgar. Reyðarfjörður: Kosningaskrifstofan á Reyðarfirði er á Mánagötu 6, sími 4391. Hún er opin daglega frá 20 - 22 og 14 - 17 um helgar. Eskifjörður: Kosningaskrifstofan er að Landeyrarbraut 6, sími 6471. Hún er opin á kvöldin kl. 20 - 22 og 16-22 um helgar. Fáskrúðsfjörður: Kosningaskrifstofan er að Búðavegi 12 í kjallara, sími 5395. Hún er opin kl. 20 - 22 og um helqar. Seyðisfjörður: Kosningaskrifstofan er á Austurvegi 36. Opið á kvöldin frá kl. 20-22 og um helgar. Siminn er 2353. Vopnafjörður: Kosningaskrifstofan er að Skálanesgötu 1. Opið á kvöldin frá kl. 20-22 og um helgar. Síminn er 3338. Hafið samband við kosningaskrifstofur og veitið upplýsingar um stuðningsmenn sem verða fjarstaddir á kjördag 23. apríl. Tekið á móti framlögum í kosningasjóð. Suöurland Selfoss: Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins i Suðurlandskjördæmi hefur verið opnuð að Kirkjuvegi 7, Selfossi. Kosningastjóri er Sigurður Björgvinsson. Skrifstofan er opin frá 2-10 alla daga. Símarnir eru 99-2327 og 99-1002. Félagar, litið inn og leggið hönd á plóginn. Vestmannaeyjar: Fyrst um sinn verður kosningaskrifstofan opin að Bárugötu 9 milli kl. 17 og 19. Simi 1570. Kaffi á könnunni. Hveragerði: Kosningaskrifstofan er að Breiðumörk 11. Opið frá kl. 16.00- 22.00. Síminn er 4659. Hella: Kosningaskrifstofan er aö Geitalandi 3. Opið 20-23 virka daga og um helgina frá 14-23. Símar - 5909 og 5169. Norðurland eystra: Akureyri: Aðalskrifstofa Alþýðubandalagsins í Norðurlandi eystra Eiðs- vallagötu 18, símar 96-21875 og 25875. Opin frá kl. 13.00 og frameftir kvöldi. Kosningastjóri er Heimir Ingimarsson. Starfsmenn: Geirlaug Sigurj- ónsdóttir og Helgi Haraldsson. Ólafsfjörður: Aðalgötu 1. Opin á kvöldin og um helgar. Kosningastjóri Sæmundur Ólafsson. Dalvík: Skátahúsið við Mímisveg. Opin þriðjudag og fimmtudagskvöld svo og laugardaga, sími 96-61665. Kosningastjóri Jóhann Antonsson. Húsavík: Snæland, Árgötu 12. Opin virka daga 20.00-23.00. Laugardaga og sunnudaga 13.00-16.00, sími 96-41857. Kosningastjóri Snær Karlsson. Kópasker: Akurgerði 7, opin á kvöldin og um helgar, sími 96-52151. Kosningastjóri Baldur Guðmundsson. Raufarhöfn: Ásgötu 25, opin á kvöldin og um helgar, sími 96-51125. Kosningastjóri Angantýr Einarsson. Þórshöfn: Vesturvegi 5, opin alla daga, sími 96-81125. Kosningastjóri Arnþór Karlsson. Allir stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru hvattir til að hafa samband v:ð kosn ingaskrifstofurnar og leggja fram krafta sína í baráttunni. Framlögum í kosningasjóð er veitt móttaka á skrifstofunum. Fjárþórf fer nú örí vaxandi. Kosningahappdrættiö er komið í fullan gang, margir glæsilegir vinningar. Kaupið miða.strax. Með ötulu starfi er árangurinn okkar. Reykjanes: Hafnarfjörður: Aðalkosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Reykjaneskjördæmi er að Standgötu 41, (Skálanum) Hafnarfirði. Síminn er 52020. Kosningastjóri er Sigríður Þorsteinsson. Félagar og stuðningsmenn, lítiö viö á skrifstofunni. Ávallt heitt kaffi á könnunni. Kópavogur: Kosningaskrifstofa G-listans í Kópavogi er i Þinghóli, Hamraborg 11. Kosningastjóri er Friögeir Baldursson. Skrifstofan er opin til kl. 22.00 á kvöldin. Símar þar eru 41746 og 46985. Stuðningsfólk Álþýðubandalags- ins er hvatt til að líta við og taka þátt í kosningabaráttunni. Garðabær: Kosningaskrifstofan er að Reynilundi 17, sími 42931. Félagar og stuðningsmenn lítið inn og eða hafið samband. Seltjarnarnes: Opið alla daga að Bergi, Vesturströnd 10, sími 13589. Stuðningsmenn hafið samband og lítið við. Suðurnes/Keflavík: Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsfélaganna á Suðurnesjum verður að Hafnargötu 17 Keflavík. Opið alla daga frá kl. 14-21.00. Síminn er 1827. Starfsmaður skrifstofunnar er Brynjólfur Sigurðsson. Kjörskrá liggur frammi og öll aðstoð er veitt við kjörskrárkærur og utankjör- fundaatkvæðagreiðslu. Félagar og stuðningsmenn, lítið við á skrifstofunni. Vesturland:_________________________________________________ Aðalkosningaskrifstofa í Vesturlandskjördæmi Félagsheimilinu Rein, Akranesi, sími (93) 1630, 2996. Starfsmenn eru: Jóna Kr. Ólafsdóttir, Gunnlaugur Haraldsson, Sveinn Kristinsson. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 14.00 - 23.00. Borgarnes: Kosningaskrifstofa verður opin að Brákarbraut 3, sími 93-7713. Opin virka daga 17.00 - 19.00 og 20.00 - 22.00. Tengslamenn f kjördæminu: Búðardalur: Kristjón Sigurðsson, s. 93-4175. Stykkishölmur: Kristrún Óskarsdóttir, s. 93-8205. Grundarfjörður: Kosningaskrifstofan er að Fagurhólstúni 10, s. 8715. Opið frá kl. 18-22 en á kjördag verður opið frá kl. 9 um morguninn. Olafsvík: Jóhannes Ragnarsson, s. 93-6438, Hellissandur: Hallgrímur Guðmundsson, s. 93-6744. Vegamót: Jóhanna Leópoldsdóttir, s. 93-7691. Norðurland vestra: Siglufjörður: Kosningaskrifstofan Suðurgötu 10, s, 71294, Benedikt Sig- urðsson, Suðurgötu 91. Sauðárkrókur: Kosningaverkstæðið, Villa Nova, Aðalg. 24, s. 5590, Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfirðingabraut 37, Árni Ragnarsson, Viðihlið 9, Rúnar Backmann, Skagfirðingabr. 37. Blönduós: Kosningaskrifstofan, Aðalgata 6, herb. 19, s. 4025, Vignir Einarsson og Kristín Mogensen. Hvammstangi: Kosningaskrifstofan, Hvammstangabr. 23, s. 1657, Örn Guðjónsson, Hvammstangabr. 23, Sverrir Hjaltason, Hlíðarvegi 12. Kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd Norrænu friðar-’ Tireyfingarnar þinga í Norræna húsinu um helgina Nú um helgina verður haldin í Norræna húsinu sameiginleg ráð- stefna friðarhreyfinganna á Norð- urlöndum þar sem endanlcga verð- ur gengið frá sameiginlegri álits- gerð þeirra um kröfuna kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd, og hvernig koma eigi henni í framkvæmd. Starf þetta hefur verið um 2 ár í undirbúningi og hafa sameiginlegir fundir áður verið haldnir á öllum hinum Norðurlöndunum. Þetta verður vinnuráðstefna að sögn Guðmundar Georgssonar hjá Samtökum herstöðvaandstæðinga, og munu a.m.k. 6 erlendir fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Færeyjum mæta. Auk þess verða allmargir blaða- menn frá hinum Norðurlöndunum hér og hafa þeir sýnt málinu áhuga. Sameiginlegar hugmyndirnorr- ænu friðarhreyfinganna um kjarn- orkuvopnalaus Norðurlönd verða kynntar á blaðamannafundi í Norr- æna húsinu nk. sunnudag að afl- okinni ráðstefnunni. ólg. Alusuissessöfnun: 30 gefendur I Borgarnesi I frétt frá „Nýjum sjónar- miðum“ segir á þá leið, að því miður gangi fjársöfnunin til Alu- suisse treglega. Einkum valdi það vonbrigðum að alkunnir og fjár- sterkir vildarmenn fyrirtækisins hafa enn ekki lagt neitt af mörk- um. Hinsvegar berst mikið af smærri framlögum, segir í frétta- tilkynningunni, sem sýna góðan hug landsmanna. Einn talsmanna „Nýrra sjónarmiða", Erlingur Gíslason, fékk í gær ávísun frá Borgarnesi ásamt nöfnum þrjátíu gefenda. Ávísunin er fyrir þrjátíu kw stundum og hljóðar upp á kr. 3.90. Gefendur eru starfsfólk á skrifstofu Kaupfélags Borgar- ness. Rokkhlj ómleikar í SIGTÚNI 22. apríl Gegn kreppu % Gegn atvinnuleysi Hljómleikarnir hefjast kl. 22 og standa til 03 að- faranótt kosningadags. Miðaverð er kr. 100 - aldurstakmark 18 ár. EGO - TAPPI TÍKARRASS - BAÐVERÐIRNIR - ISS - BYLUR - VONBRIGÐI - PUPPETS 'wpp' tí £tel/EI?éiPA)ie

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.