Þjóðviljinn - 21.04.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 21. aprfl 1983
Margir telja aö fátt sé
sósíalistaflokki hættuiegra
en að lenda á „ábyrgri
aðstöðu stjórnarf lokks“ -
þá gangi hann inn í kerfið
og verði því samdauna. En
margt bendir og til þess, að
það reyni ekki síður í
þolrifin í þeim róttækum
samtökum sem gera sér
það að skyldu að taka ekki
ábyrgð, hvorki á ríkisstjórn
né verkalýðshreyfingu. í
því ef ni er fróðlegt að skoða
ferilVS,
Vinstrisósíalistanna
dönsku, sem hafa verið
dæmigerður
„mótmælaflokkur“ í hálfan
annan áratug.
Flokkur
verður til
Eftir leyniræðu Krúsjofs um
Stalín og uppreisn í Ungverja-
landi 1956 sagði formaður dansk-
ra kommúnista, Aksel Larsen,
skilið við flokk sinn og stofnaði
SF, Sósialíska alþýðuflokkinn.
Sá flokkur safnaði til sín miklu af
fylgi kommúnistaflokksins
danska og auk þess óánægðum
Erum við endurskoðunarsinnar og foringjar okkar stéttarsvikarar?
Danskir vinstrisósíalistar:
Hvers vegna hlustar
enginn á okkur?
sósíalistum, sem voru orðnir
þreyttir á kratisma eða töldu sig
hvergi eiga heima áður. SF náði
verulegum árangri í kosningum,
en árið 1968 klofnaði hann, er
fjórir þingmenn sögðu sig úr hon-
um vegna ágreinings um það, hve
langt mætti ganga í að verja
minnihlutastjórn sósíaldemó-
krata. Þeir stofnuðu VS, flokk
Vinstri sósíalista. Sá flokkur hef-
ur aldrei verið stór, oftast haft 3 -
4% atkvæða, en hann hefur verið
áhrifamikill í danskri vinstrium-
ræðu og notið verulegs stuðnings
einkum yngri menntamanna.
Saga flokksins hefur ekki verið
dans á rósum. Hann hefur sett sér
að reyna að smíða sér stefnu og
starfshætti sem kenna mætti til
byltingar og aðrir vinstriflokkar
hafa verið misjafnlega aumir
endurskoðunarsinnahópar í hans
munni. En eins og kunnugt er
mun fátt erfiðara en að koma sér
saman um byltinguna. VS hefúr í
reynd verið margklofinn flokkur í
ýmsa hópa þar sem sumir aðhyll-
ast ienínisma einskonar, aðrir
tilbrigði við stjórnleysi. Fiokkur-
inn hefur verið flokkur eindreg-
inna mótmæla og andófs, forðast
eins og heitan eldinn að blanda
sér í „kerfið" - því það spilli og
dragi úr mönnum byltingar-
tennur.
En hvað sem því líður hefur
fylgið staðið í stað. Og það má sjá
í greinum eftir flokksmenn að
þeir eru þreyttir. Einn segir í VS-
bulletin no. 220: „Það skelfilega
við þróunina er að margvíslegur
ágreiningur, umræður og flokks-
barátta hafa ekki leitt tii þess að
skapaður yrði skýr grundvöllur,
pólitískur og stjórnlistarlegur“.
Sami höfundur, Bjarne Irlind,
reynir að gera sjálfum sér og öðr-
um grein fyrir því, hvernig á því
stendur að Vinstri sósíalistar hafa
aldrei eignast umtalsverðan
stuðning í verklýðshreyfingunni
(en það hefur SF tekist miklu bet-
ur - sá flokkur hefur og notið all-
miklu meira fylgis og fékk í sfð-
ustu kosningum 20 þingsæti).
„Hinir“
svikarar
Niðurstöður Bjarne Irlind eru
næsta forvitnilegar. Hann segir
að Vinstrisósíalistar hafi fallið í
þá gryfju að stimpla „endur-
skoður,arkrata“ og verkalýðsfor-
ingja sem stéttsvikara og segja
að þeir eigi „miklu meira sam-
eiginlegt með borgarastéttinni og
atvinnurekendum en verkalýðs-
stéttinni“. Þetta tal telur VS-
maðurinn ekki vel heppnað -
flokkurinn hafi ekki skiígreint
„endurskoðunarstefnuna sem
niðurstöðu af sjálfri stöðu verka-
lýðsstéttarinnar“ og hafi áróður
af þessu tagi ekki gert annað en
einangra flokkinn frá verkalýðs-
stéttinni, enda kannist hún ekki
við að hann svari til veruleikans.
Eins og vinstri-sósíaiistinn segir í
sínum sjálfsgagnrýna ham:
„Endurskoðunarsinnar (þ.e.
kratar og SFj hafa haft hlutverki
að gegna í því að gera danskt
þjóðfélag að einu af traustustu
borgaralegum lýðræðisríkjum
heimsins. Til.góðs og ills. Verka-
lýðsstéttin hlýtur svo óhjákvæmi-
lega að taka þá afstöðu að: við
vitum hverju við sleppum en ekki
hvað við hreppum“.
Yfirboð
í annan stað segir í grein þess-
ari hefur VS stundað yfirboðs-
stefnu - með svipuðum hætti og
kommúnistaflokkurinn áður: ef
kratarnir sögðu fimm aura þá
sögðu kommúnistar tíu. VS hefur
hagað sér á svipaðan hátt á þeirri
forsendu að „ef við ekki setjum
kröfurnar fram á þennan hátt þá
verðum við aftaníossar endur-
skoðunarsinna“. Greinarhöfund-
ur neitar þessu og segir - ef VS
hefur ekki upp á annað en yfir-
boðspólitík að bjóða þá á flokk-
urinn engan rétt á sér.
í gagnrýni þessari er og minnt á
það, að það sé misskilningur ef
hinir óþreyjufullu vinstrisósíalist-
ar telji að yfirboðskröfur virki
verkamenn til dáða og að það
megi aldrei koma í veg fyrir verk-
föll eða önnur átök vegna þess að
menn verði að læra af bardögum
sínum og ósigrum. Allt þetta hef-
ur aðeins leitt til þess að flokkur-
inn hefur misst þá trúnaðarmenn
sem hann eignaðist í nokkrum
verklýðsfélögum - þeir eru
farnir.
Staðan á dönskum vinstrivæng
er nokkuð sérstæð. En það sem
hér var á drepið er í einni mynd
eða annarri velþekkt: hópar sem
risu af uppreisn æskunnar 1968
hafa - annaðhvort í sjálfstæðum
samtökum, eða innan stærri
flokka, stundað allharða skot-
hríð á næstu granna sína í pólitík í
nafni byltingarinnar. En þeir eru
víðast hvar orðnir heldur dasaðir
eins og grein Bjarne Irlind minnir
á. Sjálfur segir hann að menn
þurfi að geta unnið með því
leiðindapakki, endurskoðunar-
sinnum - einkum vinstri helmingi
þeirra.
Miðar að því að lima sundur verkalýðshreyfinguna
Ofsafengln aðför að
y erkalý ðshreyfIngunnl
Segir Pétur Tyrfingsson um
tillögur Vilmundarflokksins
- Verkafólk getur ekki kosið
Vilmund og bandalagið hans
vegna þess, að stefna hans
miðar að því að lima í sundur
verkalýðshreyfinguna og styrkja
ríkisvaldið, sagði Pétur
Tyrfingsson verkamaður í
viðtali við Þjóðviljann í gær. -
Þetta getur ekki þýtt annað en
ofsafengna aðför gegn
verkalýðshreyfingunni. Eða
hvernig lýst okkur til dæmis á
forsætisráðherrann Geir
Hallgrímsson og ríkisstjórn
hans þegar búið er að leysa
upp verkalýðshreyfinguna?
- Mér finnst hvergi nóg hafa ver-
ið varað við hættunni af tillögum
Vilmundarmanna um aðskilnað
löggjafár- og framkvæmdavalds.
Ef framkvæmdavaldið og löggjaf-
arvaldið væri aðskilið með þeim
hætti sem Bandalag Jafnaðar-
manna vill, þá myndi forsætisráð-
herra eða ríkisstjóri vera kosinn á
einum tíma og þing á öðrum.
Hvorki þing né ríkisstjóri eru undir
eftirliti þjóðarinnar þann tíma sem
þau sitja.
Ríkisstjórinn er ekki einu sinni
undir eftirliti og háður þinginu eða
hvernig það er saman sett. Mark-
mið þessarar breytingar er ekki að
auka lýðræði ef einhver skyldi
halda það, heldur að tryggja sterk-
ar ríkisstjórnir og stöðugleika sem
allir áhyggjufullir og hræddir smá-
borgarar vilja og árásargjarnt
auðvald þarfnast. Það væri svo
þægileg tilvera fyrir Vilmund
Gylfason eftir breytinguna, að geta
gasprað að vild á þingi; honum
kæmi efnahagsstefnan, ríkisstjórn-
ir og þess háttar ekkert við, afþví
hann væri bara að „setja reglur“.
Atlaga að
samtaka-
mættinum
- Veigamikill þáttur í stefnti
Bandalags Jafnaðarmanna er um
skipulagsmál verkalýðshreyfingar-
innar. Helstu atriði eru að finna í
frumvarpi hans um breytingar á
„Lögum um stéttarfélög og vinnu-
deilur". Frumvarpið miðar að því
að þingmenn geti ekki verið háðir
einhverjum fjöldahreyfingum útí
þjóðfélaginu einsog verkalýðs-
hreyfingunni. Hann vill láta áf-
nema „verkalýðsrekendurnar" í
nafni lýðræðis að sjálfsögðu. Vil-
Pétur Tyrfingsson: Víðtæk sam-
staða verkafólksins væri úr sögunni
yrðu tillögur Vilmundar að veru-
leika.
mundur Gylfason vill enn fremur
ekki sjá eða heyra að fjöldasamtök
verkafólks geti hindrað stjórnvöld í
að framkvæma það sem er í óþökk
verkafólks.
- Til að koma þessu í kring vill
• hann leysa verkalýðshreyfinguna
upp í frumeindir sínar, enn og aftur
í nafni lýðræðisins. í „starfsmanna-
félögúnum“ sem Vilmundur vill
hafa munu hinir hæst launuðu for-
stjórar einnig vera með öðrum
starfsmönnum. Þessi félög eiga að
taka frá verkalýðsfélögunum
samningsrétt og þau málefni sem
verkalýðsfélög sjá núna um. Fólk
hjá „betur reknu“ fyrirtækjunum
getur samkvæmt þessu fengið hærri
laun en þeir sem vinna hjá þeim
slappari. þannig verða sumir „jafn-
ari en aðrir“
- Þetta kerfi gefur atvinnu-
rekendunum möguleika á því að
vera með flugumenn á launaskrá
sinni til að tryggja að verkafólkið
fái ekki vilja sínum framgengt.
Víðtæk samstaða verkafólksins
milli vinnustaða, fyrirtækja og
starfsgreina sem mynda verka-
lýðsfélögin og sambönd þeirra
væru úr sögunni. Þetta má aldrei
verða. Því skora ég á verkafólk að
láta ekki ginnast af fagurgala Vil-
mundar Gylfasonar, jafnvel þó
ýmislegt sé til í gagnrýni hans á
ríkjandi ástand. Það tæki ekki
skárra við, yrðu tillögur hans að
veruleika, það er víst, sagði Pétur
Tyrfingsson verkamaður hjá Hita-
veitunni að lokum.
-óg