Þjóðviljinn - 18.05.1983, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN.iMiðvikudagur 18. maí 1983 Bridge Á verkfræðistofu hér í bæ kom nýlega eftirfarandi spil upp i einum kaffitímanum: D G942 9 864 Á 853 7 10 9873 10 43 7 6 KD10532 D G4 K 8 K 10 Á G K 5 Á DG9752 Á þessi spil klifruðu N-S upp i 6-lauf eftir að austur hafði strögglað á tveim hjörtum. Vestur spilaði út hj. 7og þegar sagnhafi sá blindan bölvaði hann sér fyrir sagnhörkuna og kerfinu fyrir annmarka þess í skiptingar- spilum. Til þess að hægt væri að vinna þessa vitleysu varð vestur að eiga sp. ás, þrjú lauf (ekki kóng) og aðeins eitt hjarta. Ef þessi skipting væri fyrir hendi fengist eitt niðurkast á spaðann í blindum og innkom- an tígul ás. Ef austur hefði byrjað með tvo spaða gengi ekki að taka spaðann áður en trompið og vestur gæfi örugglega sp. kóng í öðrum slagi og dræpi tiuna i þeim þriöja. En hvað gerir vestur gegn sp. 10 i öðrum slag, hann gaf, yfirtekið í blindum, laufi svinað og staöið spil. Skák Karpov að tafli - 139 Einhver undarlegasti sigur Karpovs í Skopje var sigurinn yfir Júgóslavanum Kurajica. Jurajica var búinn að ná upp jafn- teflisstöðu en praktísku möguleikar Karp- ovs í endatafli þar sem mislitir biskupar réðu ríkjum voru miklir. Þegar hér er komið sögu hefur Kurajica misst þráðinn: Kurajica - Karpov 45.. . 14! 46. gxf4 (Ef 46. g4+ þá 46. - Kg6 og síðan labbar kóngurinn yfir til b5 og þaðan til 1 c4. Bisk- up hvits er bundinn við að valda fram- göngu a 7 peðsins og kóngurinn þarf að gæta að peðunum á kóngsvæng.) 46. .. g4! (Vinnur orustuna á hvítu reitunum.) 47. Kg2 Bf5 48. K<2 gx<3 49. Kx<3 Be4+ 50. K<2 Kg4 51. Bb2 (Hvítur var i ieikþröng.) 51. .. Kx<4 52. Bc1+ Kg4 53. Bb2 c6 54. Bc1 Kh3 55. Kg1 Bg6 56. Kh1 (Eini leikurinn. Biskupinn verður að vera á c1, annars kemst kóngurinn yfir á drottn- ingarvænginn í gegnum <4—reitinn.) 56.. . Bh5 57. Kg1 Bd1! - Hvítur er í leikþröng enn á ný og gafst upp. Reyndar fór skákin í bið á þessu augnabliki en Kurajica gafst upp án þess að tefla frekar. Hann gaf síðan upp vinn- ingsframhald svarts: 58. Kh1 Kg4 59. Kg2 Kf5 60. Kf2 Ke4 o.s.frv. eða 58. Bb2 Kg4 59. Kg2 Bf3+ 60. Kf2 Kf4 og vinnur. Að loknum 5 skákum hafði Karpov hlotið 4’/2 vinning. Gætum tungunnar Sagt var: Ekki var talið að það væri svo lítið og raun ber vitni. Rétt væri:... að það væri jafn lítið og raun ber vitni. Uppskeruhátíð fyrir tómstunda- starf grunnskólanna 2 þúsund nemendur lögðu stund á 35 viðfangsefni Verðlaunaafhending fyrir tóm- stundastarf 13-15 ára nemenda í grunnskólum Reykjavíkur fór fram í mcnningarmiðstöðinni í Gerðubergi þann 4. maí síðast- liðinn. Þar fengu nemendur af- hcnt vcrðlaun fyrir marghátta starfsemi allt frá skákafrckum niður í Ijósmyndun og afhenti framkvæmdastjóri æskulýðsráðs Ómar Einarsson verðlauniti. Ólafur Stephensen Hagaskóla fékk 1. verðlaun í Ijósmyndasam- keppninni en í samkeppnina bár- ust 56 myndir, Torfi Agnarsson Breiðholtsskóla fékk 2. verðlaun og Magnús R. Guðmundsson í Laugalækjarskóla hlaut 3. verð- laun. I kvikmyndasamkeppninni bárust 6 myndir og hlutu 1. verð- laun þrír nemendur í Fellaskóla í Breiðholti þeir Ágúst Guðjóns- son, Hlynur Ilalldórsson og Ragnar Haraldsson. Leiklistarstarfinu var þannig háttað að efnt var til leiksýninga þriggja leikhópa, en í upphafi til- kynntu fjórir hópar sýningu en veikindi komu upp í leikhóp Laugalækjarskóla og varð ekkert úr sýningu hans. Horfið var frá því ráði að gera upp á milli hóp- anna en þeir sem sýndu voru lciklistarklúbbur Hagaskóla sem var með verkið í Davíðsborg, leikhópur Vogaskóla sem sýndi Veðlán og leikhópur Hóla- brekkuskóla sem sýndi Skóla- skaup. Skáksveit Hvassaleitisskóla sem hefur á að skipa nokkrum af efnilegustu skákmönnum á höf- uðborgarsvæðinu, sem skýra má með því að húsakynni Taflfélags Reykjavíkur eru í næsta nágrenni við skólann, sigraði örugglega í sveitakeppni grunnskólanna. Þar mættu 26 sveitir til leiks. A-sveit Hvassaleitisskóla var skipuð þeim Tómasi Björnssyni sem tefldi á 1. borði, Þresti Þórhall- ssyni á 2, borði, Snorra Bergssyni sem tefldi á 3. borði og Helga Hjartarsyni sem tefldi á 4. borði. í 2. sæti varð A-sveit Fellaskóla og í 3. sæti A-sveit Breiðholts- skóla. Stúlkur í Breiðholtsskóla skipuðu sigursveitina í sveita- keppni í borðtennis. í 2. sæti í stúlknakeppni varð sveit frá Fllíðaskóla og í 3. sæti A-sveit Hólabrekkuskóla. Borðtennismóti pilta lauk með því að sveit Breiðholtsskóla varð í 1. sæti, en hana skipuðu Friðrik Berndsen, Hörður Berndsen, Jón H. Karlsson og Hlynur Jóhanns- son. í 2. sæti varð A-sveit Haga- skóla og A-sveit Ölduselsskóla varð í 3. sæti. í tómstundastarfinu störfuðu 203 flokkar með 2034 nemendum og að 35 mismunandi viðfangs- efnum. í tómstundastarfi 10-12 ára skólabarna störfuðu 118 flokkar með 1256 nemendum. Þetta tómstundastarf hefur verið fastur liður í starfi skólanna og hefur gefist afar vel. -hól. Borðtennissveit Ölduselsskóla sem hlaut 1. verðlaun. F.v.: Arna Sif Kjærnested, María Jóhanna Hrafnsdóttir, Elísabet Valdimarsdóttir og Guðrún Þórunn Schmidhauser. Þrír efstu menn í Ijósmyndakeppninni. F.v.: Ólafur Stephensen Haga skóla, sem hlaut 1. verðlaun, Torfi Agnarsson Breiðholtsskóla sen varð í 2. sæti og Magnús R. Guðmundsson er varð í 3. sæti en hann er Laugarlækjarskóla. . Tómas Björnsson og Þröstur Þórhallsson skipuðu tvö efstu borðit skáksveit Hvassaleitisskólans sem sigraði í grunnskólakcppninni. í 3. sæti Stœrsta samkeppni glerlistarmanna: Leifur Breiðfjörð hafnaði Leifur Breiðfjörð glerlistar- maður hafnaði í 3. sæti í geysi- mikilli samkeppni glerlistar- manna, „Fragilr Art ’83“ sem bandaríska tímritið „Glass“ stóð fyrir, cn úrslitin í samkcppninni voru kynnt í síðustu viku. Sam- kcppnin fór fram í fimm greinum glerlistar og verðlaunaverk Leifs var í þeim flokki sem nefndur er „arcitectural panels“ eða verk sem eru snar þáttur í heildar- skipulagi tiltckinna bygginga. Glerlistarsamstæða Leifs í Búst- aðakirkju hlaut þessi verðlaun. „Ég átti ekkert frekar von á þvi að vinna til verðlauna þegar ég sendi verk mín inn í þesa sýningu. Ég tók þátt í henni árið 1977 og komst í undanúrslit 30 lista- manna. Nú gekk það enn betur. Ég sendi teikningar úr Bústaða- kirkju, myndir af gluggunum þar, en fyrir þá hlaut ég verðlaunin. Einnig fylgdi með módel af kirkj- unni, teikningar og teikni- áætlanir", sagði Leifur þegar Þjóðviljinn hafði tal af honum vegna frammistððunnar. Hann var spurður að því hversu margir listamenn hefðu tekið þátt í þeim flokki sem Bústaðakirkjuglugg- arnir voru í. „Ég hygg að um 300 manns hafi Leifur Breiðfjörð að störfum i vinnustofu sinni. Ljósm.: — Atli. sent mn verk en hinsvegar voru verkin mun fleiri, því hverjum og einum var heimilt að senda inn 10 verk. Þannig sendi ég tíu verka minna inn.“' Leifur sagði að í raun tækju alltof fáir listamenn þátt í sam- keppnum sem þessum. Hann kvaðst síðast hafa verið með 1977, í sömu keppni og nú. Tímaritið „Glass“, sem fyrir- tækið „Spectrum glass company“ gefur út, er eitt virtasta og víðlesnasta tímarit sinnar tegund- ar og fjallar það eingönu um gler- list. Blaðið hefur staðið fyrir þessari samkeppni um langt skeið. -hól.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.