Þjóðviljinn - 18.05.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 18.05.1983, Side 11
Falcao kyrr á Ítalíu Brasilíski knattspyrnusnillingur- inn Robcrto Falcao, sem leikur með AS Roma á Ítalíu, hefur ákveðið að leika áfram með hinum nýkrýndu meisturum. Falcao hafði fengið frcistandi tilboð frá New York Cosmos í Bandaríkjunum, og evr- ópsk stórlið höfðu sýnt honum áhuga, en í kjölfar þess að Roma vann 1. dcildina og leikur í Evrópu- keppni meistaraliða næsta vetur ætlar hann að vera kyrr, Rómverj- um til óblandinnar ánægju. Annar þekktur erlendur leikntaður, Hollendingurinn Ruud Krol, ætlar einnig að framlengja dvöl sína á Ítalíu. Hann segist ætla að leika með Napoli í a.nt.k. þrjú ár í viðbót og vonast eftir að fá þjálfarastöðu þar í landi þegar ferli hans sem leikmaður lýkur. -VS Ivo heímsmet féllu Tvö heimsmet í frjálsum íþrótt- um féllu um síðustu helgi. Banda- ríkjamaðurinn Tom Petranov, sem hingað til hefur ekki verið talinn besti spjótkastarinn í sínu heima- landi, bætti hcimsmetið í greininni um þrjá metra, kastaði 99,72 metra, og samkvæmt því ætti aðeins að vera tímaspursmál hve- nær hinu langþráða 100 metra marki verður náð. Rúmenska stúlkan Cusmir setti nýtt heimsmet í langstökki kvenna, stökk 7,24 metra. Þá var Banda- ríkjamaðurinn frægi, Carl Lewis, einnig í fréttunum. Hann hljóp 100 metra á 9,96 sekúndum, sem er aðeins 1/100 úr sekúndu frá heims- meti landa hans, Jimmy Hines. Hines setti metið í þunna loftinu í Mexíkó árið 1968 svo árangur Lew- is er sá besti sem hefur náðst við „eðlilegar aðstæður". Engir erlendir leikmenn Það verða engir erlendir leik- menn í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik næsta vetur. Á ársþingi KKÍ um helgina var tillaga þar að lútandi samþykkt eins og reiknað hafði verið með vegna mikillar andstöðu sem komið hafði fram hjá mörgum félögum. Þá urðu for- mannsskipti, Helgi Ágústsson lét af embætti og við því tók Þórdís Kristjánsdóttir. Charlton til Man. City? Líklegt er talið að Jackie Charl- ton taki við sem framkvæmdastjóri hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester City, sem féll í 2. deild á laugardaginn var eins og kunnugt er. Charlton, fyrrunt miðvörður Leeds og enska landsliðsins, hefur verið stjóri hjá Sheffield Wednes- day í tæp sex ár og komið félaginu af botni 3. deildar í toppbaráttu 2. deildar á þeim tíma. -VS Miðvikudagur 18. maí 1983 j ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir . Víðir Sigurðsson ÍSLANDSMÓTIÐ HEFST 1 KVÖLD Þróttur og KR mætast 1 Laugardalnum kl. 20 marklausu jafntefli. Þegar félögin mættust á dögunum í Reykjavík- urmótinu höfðu KR-ingar betur og sigruðu 1-0. Hvorugu liði vegnaði sérlega vel þar, KR hafnaði í fjórða sæti en Þróttur í sjötta. Leikur liðanna í kvöld hefst kl. 20. Aðrir leikir í 1. umferðinni fara frant annað kvöld, og hefjast kl. 20. Keflavík mætir Val, Víkingur leikur við Breiðablik, Þór fær Akr- anes í heimsókn og ísfirðingar fara til Vestmannaeyja. Keppni í 2., 3. og 4. deild hefst síðan á föstudags- kvöldið en flestir leikir hafa verið færðir af laugardeginum vegna beinu útsendingarinnar frá Wem- bley. í upphafi móts er rétt að líta til baka og rifja upp lokastöðuna í 1. og 2. deild frá þvi' í fyrrahaust. 1. deild: Víkingur...........18 7 9 2 25-17 23 Vestm.eyjar........18 9 4 5 23-16 22 KR.................18 5 11 2 14-12 21 Akranes............18 6 6 6 22-20 18 Valur..............18 6 5 7 18-15 17 meiri en oftast áður. Urslit á toppi og botni l. deildar réðust ekki fyrr en í lokaumferð og flestir leikir undir lokin voru úrslitaleikir. llvort fslandsmótið 1983 verður jafn spennandi leiðir tíminn í ljós en forsmekkinn fá menn í kvöld og annað kvöld. -VS íslandsmótið í knattspyrnu hefstágrasieftirallt saman. Leikur Þróttarog KR í 1. deild karla, fyrsta viðureign í fyrstu umferð, ferfram á „Hallarflötinni" í Laugardalnum en ekki á Melavellinum gamla og góðaeinsog menn reiknuðu með lengi vel. Þótt f lötin sé ekki með glæsilegri grasvöllum hérlendis er skömminni skárra að byrja þar en á mölinni. Þróttarar mæta nú til leiks að nýju í 1. deild eftir tveggja ára dvöl í þeirri annarri en hana unnu þeir með nokkrum yfirburðum í fyrra. Kk náði í fyrra sínum besta árangri .um langt árabil, hafnaði í 3. sæti 1. deildar og tapaði aðeins tveimur leikjum af átján. Síðasl þegar Þróttur og KR léícu bæði í 1. deild, árið 1980, komu Þróttarai betur útúr viðureignum félaganna þrátt fyrir að hafa hafnað í neðsta sæti deildarinnar. Þeir unnu annan leikinn 1-0 en hinum lauk með Frá hinum opinbera opnunarlcik keppnistímabilsins, viðureign Víkings og Akraness í Meistara- keppni KSI á laugardaginn. Skagamennirnir Júlíus Ingólfs- son og Björn Björnsson eiga í höggi við Víkinginn Ragnar Gísl- ason. Víkingar mæta Brciðabliki annað kvöld en Skagamenn heimsækja þá Þórsara norður á Akureyri. Mynd: -eik ísafjörður..........18 6 5 7 27-29 17 Breiðablik..........18 6 5 7 18-22 17 Keflavík...........18 5 6 7 14-19 16 Fram...............18 4 7 7 17-23 15 KA..................18 4 6 8 17-22 14 2. deild: Þróttur R.........18 12 5 1 27- 8 28 ÞórAk.............18 8 7 3 36-19 23 ReynirS..........18 9 3 6 26-16 21 FH............. 18 7 6 5 21-23 20 Völsungur.........18 5 6 7 20-21 16 Njarðvík..........18 5 5 8 24-30 15 Einherji..........18 6 3 9 24-31 15 Fylkir...........18 1 12 5 12-18 14 Skallagrimur......18 5 4 9 22-31 14 ÞrótturNes........18 5 3 10 10-25 13 Víðir Garði, og KS Siglufirði, tóku sæti Skallagríms og Þróttar frá Neskaupstað í 2. deild. fslandsniótið 1982 var jafnt og tvísýnt allan tímann og spennan Páll markvörður, félagi Lárusar og Kristjáns hjá GÍ, handsamar knöttinn í leiknum gegn TB. Skallamark Lárusar kom GÍ í efsta sætið í Færeyjum íslenskir knattspyrnumenn hafa á undanförnum árum getið sér gott orð í atvinnuknattspyrnu erlendis og eru sífellt í fréttunum, Ein er sú nágrannaþjóð okkar sem talsverð tengsl hefur haft við íslenska knatt- spyrnu um árabil án þess að hátt hafi farið, Færeyingar. Þar dvelja á hverju ári nokkrir Islcndingar, ým- ist- sem leikmenn eða þjálfarar, nema hvorttvcggja sé. Lárus Grétarsson, miðherji úr Frani, gekk í vor til liðs við GI frá Götu, sem, þegar tveimur um- ferðurn af 1. deildinni var lokið, var í efsta sæti með fjögur stig. í annarri umferð lék GÍ við TB og sigraði 1-0, og það var Lárus sem skoraði sigurmarkið með skalla á 38. mínútu. Færeyska blaðið „14 septeniber" kallar hann að vísu Lárus Grettirsson en tæpast er um annan að ræða en Framarann fyrr- verandi. Þjálfari Götu er Horn- firðingurinn Kristján Hjartarson. -VS Dfno Zoff skýrlr frá... Dino Zoff, markvörðurinn heimsfrægi sem var fyrirliði ítala þegar þeir urðu heimsmeistarar í knattspyrnu sl. sumar, hefur opin- bcrað ástæðuna fyrir því að hann er hættur að leika með landsliðinu. Zoff tilkynnti að hann væri hætt- ur eftir 1-0 tap fyrir Rúmenum í Evrópukeppni landsliða fyrr í vor. Hann segir að markið sem hann fékk á sig þar hafi ráðið úrslitum. „Ég hefði átt að verja, ég var rétt staðsettur en viðbrögð mín voru of hæg. Markið var eins konar dómur Ifyrir mig, það rann upp fyrir mér að ég væri ekki lengur nógu góður, ég yrði að viðurkenna það að breyta samkvæmt því.“ Boloni skoraði sigurmark Rúmenanna með skoti af 25 m færi, ekki tiltakanlega föstu, en knötturinn skaust með jörðu framhjá hinum 41 ára gamla Dino Zoff. Skarðsmót á skiðum Skarðsmótið á skíðum verður haldið á Siglufirði á hvítasunnu- dag, 22. maí. Keppt verður í svigi og göngu við Hól. í göngu verður keppt í einum kvennaflokki, 15 ára og eldri, en þremur karlaflokkum, 15-34 ára, 35-49 ára og 50 ára og eldri. í svigi eru aldursflokkar karla og kvenna 31-40 ára, 41-50 ára og 51 árs og eldri. Þátttökutil- kynningar skulu berast til Ásgríms Sigurbjörnssonar í síma 71228 (heimasími 71755).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.