Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 28. - 29. maí 1983
Friöarvaka Æ.F. um hvítasunnuna
Það leiddist engurr
Á laugardagsmorguninn,
þann 21/5, lagði hópur ungra
sósíalista af stað í ferð um
Snæfellsnes, þessafyrstu
ferðahelgi ársins,
Hvítasunnuhelgina. Var
ætlunin að gista í
félagsheimilinu Skildi í
Helgafellssveit, en ferðast
um nesið á daginn með þeim
Inga Hans Jónssyni úr
Grundarfiröi og Skúla
Alexanderssyni frá Hellis-
sandi.
Laugardagur
Lagt var af staö kl. níu árdegis og
ekið sem leið liggur vestur á Snæ-
fellsnes í sólskini og blíðu. Að
Skildi komum við klukkan eitt og
tók þar á móti okkur Ingi Hans.
Ferðuðumst við síðan með honum
það sem eftir var dags.
Við gengum með Inga um Ber-
serkjahraun, en þar ruddu nokkrir
berserkir veg og vorif síðan vegnir
að loknu verkinu eins og lesa má
um í Eyrbyggju og Heiðarvíga-
sögu. Er við gengum eftir Ber-
serkjaveg vorum við sammála um
það að með dálitlu viðhaldi væri
vegurinn ekki síðri en vegnefnurn-
ar þarna í sveitinni.
Með Inga gengum við einnig á
fjall það er heitir því sérkennilega
nafni Stöð, og er þar ágætis útsýni
yfir sveitina og Breiðafjörð. Á Stöð
tíndum við svartbaksegg og suðum
þau og átum með góðri lyst er við
komum £ Skjöld. Á þessari ökuferð
okkar um nágrenni Grundai-
f jarðar undruðumst við það mest að
öll fegurstu útivistarsvæðin eru í
eign Thorsara.
Eftir kvöldverð hófst friðarvaka
og flutti Vigfús Geirdal, fulltrúi í
miðstjórn Samtaka Herstöðvar-
andstæðinga, framsöguræðu. í um-
ræðunum tóku einnig þátt nokkrir
heimamenn og Costa Rica-búi að
nafni Juan Diego er hefur dvalist í
Grundarfirði síðan um páska. Um-
ræðurnar stóðu framyfir miðnætti,
og voru menn ekki allir á einu máli.
Síðan var tekinn upp söngur,
glens og grín, og spilaði Juan fyrir
okkur á gitar og söng suður-
ameríska baráttusöngva. Eftir það
tók Æ. F. kvartettinn við, og var
sungið og spilað langt fram á nótt.
Sunnudagur
Undir hádegi héldum við svo til
fundar við Skúla Alexandersson.
Hittum við hann í Ólafsvík og sýndi
hann okkur staðinn áður en við
lögðum af stað í ferð okkar um
Neshrepp utan Ennis. Á leið okkar
um Ólafsvíkurenni gaf að líta þær
miklu vegaframkvæmdir er þar
eiga sér stað.
Það fyrsta sem Skúli sýndi okkur
utan Ennis var Hellissandur, lend-
ingin í Keflavík, Rif og staður sá er
Björn hirðstjóri Danakonungs var
höggvinn á af Englendingum.
Steinninn sem Björn var höggvinn
á ber þess enn merki; skarð er enn í
hann, svo fast var höggvið. Einnig
sýndi hann okkur verbúð er var
endurreist fyrir stuttu.
Næst lögðum við leið okkar um
Neshraun og skoðuðum þar forn
fiskbyrgi og nokkra hella. Lögðum
við þvínæst leið okkar að Djúpa-
lóni og reyndum þar við þrjá afl-
raunasteina, amlóða, hálfsterk og
fullsterk. Gekk erfiðlega með hálf-
sterk, en fullsterkur bifaðist ekki.
Síðan gengum við út í Dritvík og
gekk Æ.F. kvartettinn upp á Pét-
ursskip og söng fyrir hópinn.
Var nú orðið áliðið og þurfti
Skúli að kveðja okkur, en við héld-
um áfram ferðinni, skoðuðum
Lóndranga og Gatklett áður en við
héldum að Skildi.
Eftir kvöldverð var friðarvök-
unni fram haldið. Ásókn Stykkis-
hólmsbúa í hina rauðu fána er við
höfðum meðferðis var með ólík-
indum og var hrifning þeirra slík að
þeir gerðu sér nokkrar ferðir úr
hólminum og gengu upp á hól þann
Dritvík. - Ljósm.: A.G.
Lagt af stað í ferðalag. - Ljósm.: A.G.
þar sem hinn rauði fáni blakti og
höfðu hann á brott með sér. Er við
höfðum sett aftur fána upp á hólinn
nokkrum sinnum og Hólmarar allt-
af hnuplað þeim aftur þá tókum við
það ráð að setjast upp á hólinn og
gæta fánanna það sem eftir lifði
nætur.
Mánudagur
Laust eftir hádegi lögðum við
síðan af stað til höfuðborgarinnar,
en komum við á Helgafelli og geng-
um á það. Það má nærri geta hvers
sósíalistar og hernáms-and-
stæðingar óskuðu sér á þessum
helga stað. HH
Nokkur bakarí í Reykjavík
hækkuðu vörur sínar í gærdag. Þar
á meðal eru stór bakarí eins og
Mjóikursamsalan, Grensásbakarí
og Brauð h.f. en brauð frá þeim er
víða að finna í kjörbúðum. Hækk-
unin er á bilinu 11-13 prósent. Hér
er um að ræða öll önnur brauð en
„vísitölubrauðin“ svonefndu, en
þau hækkuðu síðast hinn 23.mars
sl.
Hlöðver Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
bakarameistara, sagði í samtali við
blaðið, að ekki væri um að ræða
samtök milli bakarameistara um
þessa hækkun, enda heildsöluverð
á brauðum öðrum en vísitölu-
brauðum frjálst. Landssamband
bakarameistara hefði sent Verð-
lagsstofnun beiðni um hækkanir á
vísitölubrauðum fyrir um hálfum
mánuði og var beðið um 10 prósent
hækkun. Sú beiðni hefur ekki verið
tekin fyrir. Hlöðver sagði ennfrem-
ur ljóst, að gengisfellingin nú
myndi hafa veruleg áhrif á fram-
leiðslukostnað brauða eins og ann-
að og því væri þessi beiðni nær
úrelt.
Sem dæmi um hækkanir bakarí-
anna má nefna, að heildsöluverð á
formbrauðum frá Samsölunni fór
úr 16,50 krónum í 20,50. Form-
brauð frá Grensásbakaríi fóru úr
12,80 í 16 krónur. Hámarksálagn-
ing í smásölu er 17 prósent á
brauðum og bætast þau því við
þetta verð.
- ast
ritstjórnargrein
Vinstrimenn í ríkisstjóm
Arni
Óeirðafregnir
frá Frakklandi
Vinstristjórn hefur setið í
Frakklandi í tvö ár. Fjölmiðlar
hafa í því tilefni gert sér nokkuð
tíðrætt um þann feril, ekki síst
þegar við bætist það tilefni, að
stúdentaóeirðir eru í Frakklandi
svo dögum skiptir. Tónninn í
þessum skrifum er einatt sá, að
ekki kunni vinstristjórnir nein
önnur ráð en þær sem til hægri
standa, nauðsyn efnahagslífsins
knýi þær fyrr eða síðar til svip-
aðra aðgerða og þeirra sem hæ-
grimenn beita og þar fram eftir
götunum.
Fréttir af stúdentaóeirðum
virðast einmitt staðfesta slíka
túlkun, ekki síst vegna þess, að
sjaldnast fylgir þeim fréttum og
myndum af þeim nokkur skýring
á því hvað er um að ræða. En
forsenda óeirðanna er sú, að til
umræðu á þingi er lagafrumvarp
um endurskipulagningu háskóla-
menntunar í Frakklandi, þar sem
reynt er að ráða bót á því ástandi
sem sópar stúdentum í miklu
magni í lögfræði, viðskiptafræði
og skyldar greinar - og um leið
þeirri sóun sem kemur fram í því,
að fjörtíu prósent háskólastúd-
enta ljúka aldrei námi. Þessar
breytingar miða m.a. að því að
gera strangari kröfur til stúdenta,
en þær vilja um leið eyða forrétt-
indum ýmissa þeirra stofnana þar
sem frönsk yfirstétt hefur alist
upp, og ýta undir áhrif atvinnu-
lífs, verkalýðsfélaga og nemenda
sjálfra á stjórn háskóla.
En hvað um það: víst eru uppi
ýmisleg pólitísk vonbrigði í
Frakklandi, sem minna bæði á
það í hve ríkum mæli hvert þjóð-
ríki er háð heimsástandi fram-
leiðslu og viðskipta og svo á það,
að í flóknu samfélagi nútímans af
opinni gerð, er valdi skipt á ýms-
ar hæðir og er þing og ríkisstjórn
aðeins hluti þess kerfis.
Afrekaskrá
En það er engin ástæða til að
draga þær ályktanir af öllu
saman, að vinstristjórnin franska
hafi unnið fyrir gýg. Á tveim
árum, segir t.d. fréttáritari
breska blaðsins Guardian í París,
hefur landið búið við nokkurn
hagvöxt, minna atvinnuleysi og
fengið ýmsar félagslegar og pólit-
ískar umbætur sem löngu var mál
að koma á.
Fréttaritarinn heldur áfram og
telur upp það sem gert hefur ver-
ið í stjórnartíð sósíalista og
kommúnista. Eftirlaunaaldur
hefur verið lækkaður í 60 ár,
vinnuvikan stytt, réttindi kvenna
hafa verið aukin heima og á
vinnumarkaði. Lágmarkslaun
hafa verið hækkuð og skattakerf-
inu breytt í þá veru að hinir fá-
tæku eru mun betur settir en áður
og „mildað hefur verið hið furðu-
lega misrétti í frönsku þjóðlífi"
eins og hann kemst að orði.
Hann minnir einnig á afnám
dauðarefsinga og niðurrif hins
gamia napóleonska kerfis alls-
herjar miðstjórnareftirlits frá
Bergmann
skrifar
París. Og því er spáð í Guardian,
að um árið 2000 muni sagn-
fræðingar rita með velþóknun um
meiriháttar umbætur á tíð Mitt-
errands, rétt eins pg þeir nú við-
urkenna félagslegar umbætur
hinnar margskömmuðu Alþýðu-
fylkingarstjórnar Léons Blums á
fjórða áratugnum. „Þegar allt
kemur til alls hefur Mitterrand
ekki afrekað svo litlu á tveim
árum“ segir Guardian. Og foringi
Gaullista, Jacques Chirac, hefur
viðurkennt að ýmislegt af því sem
vinstristjórnin hefur gert (vinnu-
vikan, ellilífeyrismál) sé óaft-
urkræft.
Þverstœður
í nokkuð umdeildu uppgjöri í
Le Monde er komist að þeirri.
niðurstöðu ádögunum, að af 110
loforðum í kosningaávarpi Mitt-
errands, sé þegar búið að fram-
kvæma 74! En hvernig sem sú tala
er fundin þá verða margir með
vonbrigðum með „sína“ stjórn,
því alltaf búast menn við miklu
meiru en líklegt er að stjórnmála-
menn geti komið til leiðar innan
ramma þeirrar þjóðfélagsgerðar
sem þeir starfa. Og það verður
kurr í verkamönnum eða þá stúd-
entum - allt þar til þeir þurfá á
nýjan leik að smakka þann beiska
peningastjórnardrykk sem
íhaldsstjórnir hér og þar eru
iðnar við að brugga almenningi.
-AB