Þjóðviljinn - 28.05.1983, Side 11

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Side 11
: - >< í’.'l'! V< - . .VV' \ Helgin 28. - 29. mai 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Rúnar Guðbrandsson sem tamdi apinn í verki Kafka. wAðeins eitt skref“ nýstárleg dagskrá í Félagsstofnun „Bardagatónverk” segir Kolbeinn Bjarnason flautuleikari sem spilar m.a. á 10 flautur í „Solo un paso“ „Það er gott að brjótast út úr þessum hefðbundna ramma af og til. Þetta verk erísennabsurd og móralskt og byggir mikið á improvisasjón. Þettaer eiginlegaspennandi bardagatónverk", sagði Kolbeinn Bjarnason flautuleikari, en hann og Jóhanna Þórhallsdóttir leika og flytja um helgina hið sérkennilega verk „Solo un paso“ (Aðeins eitt skref) í Félagsstofnun stúdenta. Verkið er eitt af þremur sem flutt verða á sunnudaginn í dagskrá á vegum Stúdenta- leikhússins. í sumar mun Stúdentaleikhúsið gangast fyrir ýmsum dagskrám undir heitinu „Listatrimm Stúdent- aleikhússins sumarið ’83“. Hin tvö verkin sem flutt verða á sunnudag er „Steinaspil" og einþáttungur. í „Steinaspili" er leikið með kjuðum á íslenskt fjallagrjót, litlar hellur eða flögur sem raðað er saman og hafa trékassa fyrir hljómbotn. Þá mynd- ast óvæntir og tærir hljómar, háðir fáu, lausir undan „kvöðum" og hefðum vestrænnar tónlistar. „Afr- ískur uppruni, íslensk útfærsla" eins og segir í frétt frá Stúdental- leikhúsinu, Flytjendur eru þau Elías Davíðsson, Kristrún Gunn- arsdóttir og Jón Björgvinsson. Þá verður fluttur einþáttungur fyrir einn leikara, en það er Rúnar Guðbrandsson sem flytur og útfær- ir eina af smásögum Kafka, en Kolbeinn og Jóhanna - heyja mikla baráttu í verkinu „Solo un paso“ Steinaspíl - Elías og Kristrún. hann hefði orðið aldar gamall í næsta mánuði. Verkið heitir „Ein Breicht fúr die Akademie", en Egill Helgason þýddi. Hér er á ferðinni vera sem er hvorki api né maður, en stendur í ræðustól og ávarpar háttvirta heiðursmenn lær- dómslistafélags. Apinn var tekinn í myrkviðum Afríku og fluttur á slóðir siðmenningarinnar, taminn þar, alinn og menntaður. Þriðja verkið er sem fyrr segir „Solo un paso“ og er eftir spænska tónskáldið og kennarann Luis de Pablo og er samið 1974. Og við biðjum Kolbein að segja okkur meira frá verkinu. „Það má segja að hugmyndin hafi kviknað fyrir um það bil ári. Verkið tengist á vissan hátt báðum fyrri verkunum, þar sem í þeim öll- um er fjallað um frumstæðar til- finningar gegn einhvers konar þvingunum. í „Solo un paso“ tak- ast á tveir heimar, heimur hins eðli- lega og heimur agans - hefðbund- inni nótnaskrift er hafnað en leitað í aðrar tónhefðir en þá vestrænu. Áhorfendur verða vitni að samspili söngkonunnar, flautuleikarans, segulbandsins, ljósanna og hluta. Söngkonan er kennarinn en flautuleikarinn nemandinn en ég leik á einar 10 fláutur. Textinn er sóttur hingað og þangað eftir for- skrift tónskáldsins, t.d. í Khayyám, „Fugla íslands“, indverskar matar- uppskriftir, Kóraninn ofl.“ Dagskráin hefst kl. 8.30 og er hugmyndin að endurtaka hana nk. þriðjudag. Rúnar Guðbrandsson er leikstjóri að „Solo un paso“, en þess má geta að verkið hefur aðeins verið flutt tvisvar fram að þessu. Miðar á dagskrána kosta 100 krón- ur og sem fyrr segir er hún flutt í Félagsstofnun stúdenta. Við viljum vekja athygli leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. TPTfiA HÚS Leigjendasamtökin HÚSEIGENDASAMBAND ÍSIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. tfþHúsnæðisstofnun rikisins Aðalfundur Samtaka psoriasis og exemsjúklinga verður haldinn þriðjudaginn 31. maí kl. 20.30 á Hótel Heklu. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Samtök psoriasis og exemsjúklinga Auglýsið í Þjóðviljanum .... f

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.