Þjóðviljinn - 28.05.1983, Side 15

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Side 15
Jónas var ekki aðeins þekktasti baráttumaðurinn í liði hemáms- andstæðinga um langt árabil. Hann var sá sem oftast átti frumkvæðið, sjálfgefinn forystumaður þegar mikið lá við. Nú um stundir getur Jónasi skotið upp í fremstu víglínu stjórn- mála óvænt og snögglega, en vett- vangur hans er mestan part annar, eins og alþjóð veit. Jónas sat 16 ár á þingi og skar sig úr með ýmsum hætti. Hann var af- bragðs góður fulltrúi dreifbýlisins en sagði þó kjósendum sínum hikstalaust, að hann væri ekki á þingi til að slá fyrir þá víxla. Hann væri sjálfur með nógu marga víxla til að framlengja. Hann er lítið gefinn fyrir heimspekilegar hugleiðingar um vísitölumálin og telur mörg við- fangsefni merkilegri í íslenskri pólitík. Það glaðnar áreiðanlega yfir honum þegar ég Segi, að hann hafi löngum verið meira fyrir prax- is en teóríu. Og hann hefur lítið þurft að velta því fyrir sér, hvers vegna hann væri vinstri maður og sósíalisti. Hann er þannig skap- aður. En þó að Jónas Árnason sé fæddur stjórnmálamaður, þá er hann þó fyrst og seinast rit- höfundur. Fyrstu bækur Jónasar komu út fyrir tæpum 30 árum, en þá var hann löngu orðinn þjóðkunnur fyrir styttri ritsmíðar. Stfll Jónasar var nýstárlegur og laus við þá mælgi og hátíðleika, sem oft sækir á rithöfunda. Raunar hafði meist- ari Þórbergur riðið á vaðið löngu áður með markvissri sókn gegn til- gerð og ofhleðslu í stfl. En fljótt sækir í sama farið. Það er einmitt til marks um leikandi léttan stfl Jónasar, að stundum var því haldið fram, að smásögur hans væru fremur verk blaðamanns en rithöfundar. Það var greinilegt, að hann rembdist ekki nóg. íslendingar eru alvörugefin þjóð, sem að vísu hefur mikla ánægju af hvers konar gamanmál- um, en lítur þó almennt ekki á verk í skoplegum stfl sem fyrsta flokks bókmenntir. Hér hefur því ýmsum orðið betur ágengt, t.d. í leikrita- gerð, með því að blanda hæfilegu magni af sorglegu efni saman við skopið. Jónas er næsta einn um það með- al íslenskra höfunda að spreyta sig á hreinræktuðum stfl gamanleikja, að sjálfsögðu með hvössum brodd- um eins og vera ber, og er af flest- um viðurkenndur nú orðið sem snjallasti gamanleikjahöfundur okkar. Eins og allir vita sem til þekkja, verður Jónas varla nefndur á nafn án þess að Guðrún komi í hug. Þau hjón ciga hvort annað eins og best gerist. Má ég þakka þeim hjartanlega fyrir margar góðar samverustundir og færa þeim hlýjar kveðjur frá okkur hjónum og frá okkur öllum, sem átt höfum því láni að fagna að kynnast þeim. Ragnar Arnalds. Jónas Árnason, þessi heillandi baráttumaður fyrir mörgum góð- um málstað, er sextugur í dag. Jónas á svo fjölbreyttan feril að baki, sem blaðamaður, rithöfund- ur, þingmaður, forystumaður í þjóðfrelsisbaráttunni og ótal margt fleira, að það þarf hóp sérfróðra manna til að gera öllum þeim þátt- um í ævi hans skil. En eitt af þeim mörgu sviðum þjóðlífsins, þar sem Jónas Árnason hefur látið til sín taka svo um mun- ar, er starf íslenskra áhugaleikfé- laga. Verk Jónasar, þau sem hann hef- ur gert með bróður sínum Jóni Múla eða einn, og þau, sem hann hefur þýtt og staðfært, eru og hafa lengi verið ofarlega á verkefnaskrá leikfélaganna og naumast líður svo leikár að ekki séu eitt eða fleiri þeirra einhversstaðar á fjölum, stundum á tveimur eða þremur stöðum samtímis. Og sjálfur hefur Jónas sungið og leikið, m.a. lék hann Skugga- Svein í rómaðri sýningu Ungmenn- afélags Reykdæla, sveitunga sinna, Helgin 28. - 29. maf 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 „Víst ertu, Jesú, kóngur klár“. Sungið af hjartans lyst í Húsavíkurkirkju, én Jónas er Þingeyingur að ætt og var í framboði þar á sínum tíma. sem fékk betri aðsókn en dæmi voru áður um á þeim slóðum. En auk þessa hefur Jónas unnið samtökum áhugaleikfélaga ómetanlegt gagn á öðrum sviðum. Hann skildi snemma gildi áhuga- leikstarfs fyrir allt leiklistarlíf í landinu og varðveislu íslenskrar þeim vettvangi þar sem haldið hef- ur verið uppi merkjum gegn er- lendri ásælni og fyrir þjóðlegri reisn okkar íslendinga. Og hann hefur jafnan haldið uppi stöðugum tengslum við okkar frumatvinnu- vegi, sjávarútveg og landbúnað. Um leið og ég óska Jónasi til Jónas Árnason dvelst um þessar mundir að Arnarholti í Barðastrandarhreppi, og þar verður hann í dag. menningar og hefur lengi tekið ötullega þátt í skipulags- og stjórn- unarstörfum Bandalags íslenskra leikfélaga, m.a. átt sæti í stjórnum þess. Og á Alþingi átti hann beinan þátt í að bæta aðstöðu áhuga- leikfélaganna. Þar áttu þau alltaf hauk í horni. Jónas hefur einnig tekið mikinn þátt í starfi alþjóðasamtaka áhuga- leikara - IATÁ - og með eldmóði sínum komið þar mörgu góðu til leiðar og vakið verðskuldaða at- hygli á starfi áhugaleikfélaga á ís- landi. Á hátíðisdegi ber að þakka Jón- asi þetta allt og gleðjast jafnframt yfir því að hann eldist miklu hægar en árin færast yfir hann. Helga Hjörvar. Hann Jónas Árnason á Kópa- reykjum er sextugur í dag. Sjálf- sagt verða skrifaðar um hann af- mælisgreinar sem þekja nokkra dálka Þjóðviljans, það er vel. Þeir verða þó fleiri sem enga afmælis- grein skrifa en hugsa til hans með árnaðaróskum um framtíðina og með þakklæti og hlýhug fyrir liðin ár. Það varð um það samkomulag milli mín og Jónasar að ég léti það vera að skrifa um hann afmælis- grein nema þá í símskeytisstfl, en sá stfll tíðkast nú nokkuð á okkar pó- litíska vettvangi. Svo vill til að ég man okkar fyrstu kynni nokkuð vel. Fyrst hitti ég hann 1954 á Hellissandi sem sjómann sem kom þar á land af skipi sínu. Næst bar fundum okkar saman í mótmælagöngu gegn er- lendri hersetu á íslandi í Banka- stræti í Reykjavík. Eftir áratuga vináttu og kynni af afmælisbarninu finn ég það að einmitt þessir tveir fyrstu fundir okkar gátu varla orðið mikið öðruvísi. Maðurinn, rithöf- undurinn og þingmaðurinn Jónas Árnason hefur jafnan haldið sig á hamingju með sextugsafmælið, færi ég honum og hans góðu konu -Guðrúnu og börnum þeirra beztu þakkir fyrir liðin ár frá mér og minni fjölskyldu og um leið frá Alþýðubandalagsfólki á Vestur- landi og fjölmörgum Vestlending-. um öðrum. Við óskum þess að við fáum að njóta starfskrafta þeirra og vináttu enn um mörg ókomin ár. Skúli Alexandersson Jæja, Jónas minn Árnason! Þú ert þá orðinn sextugur, og við yngri fornvinir þínir, sem þú öfundaðir dulítið fyrir æskusakir á önd- verðum sjötta áratugnum líka farn- ir að markast nokkuð af tímans tönn. Raunar hefur þú alla tíð frá því að fundum okkar félaganna bar saman og við fórum að mæla okkur mót verið yngstur okkar í andan- um, og ég veit, að þú ert það enn, þrátt fyrir allt. Þá þegar í upphafi okkar kynna varst þú orðinn þjóðfrægur sem út- varpsmaður, blaðamaður og al- þingismaður. Hver man ekki frá þessum árum eftir honum Sloppy Joe, húbóndaholla hundinum á Keflavíkurflugvelli, sem þú gerðir ódauðlegan á sinni tíð í útvarpinu. Það var beinskeytt háð í þeirri frá- sögn, enda sáu víst fljótlega ákveð- in öfl um það, að hlé yrði á starfi þínu um sinn á þessum vettvangi. Þeim mun starfsamari gerðist þú á vettvangi hinnar sósíalísku hreyf- ingar, þar sem þú haslaðir þér póli- tískan völl með bravúr um langa hríð. Þar naut Þjóðviljinn góðs af pennaleikni þinni, og þú fékkst tækifæri til að þróa þinn skemmti- lega og sérstæða stfl. Auðvitað gat ekki farið svo með mann, sem hafði pólitísku bakteríuna í blóðinu, að þú træðir ekki í fótspor feðra þinna, - afa þíns Jóns í Múla og Árna föður þíns, - og gerðist alþingismaður, því að setztur varstu á þingbekki 26 ára gamall. Það var að vísu ekki nema eins og rúmlega einn rútubfll af Seyðfirðingum, sem þá höfðu svona góðan smekk fyrir skáldi og húmorista, en það markaði að sínu leyti nokkur tímamót, því að síðan má segja, að það hafi þótt þing- flokkur heldur af ómerkara tagi á þessum kanti, sem ekki hefði innanborðs eitt eða fleiri skáld og rithöfunda. Þótt þú hyrfir á brott úr þingsöl- um um hríð, leitaði klárinn þang- að, sem hann var kvaldastur, og seta þín á Alþingi var orðin alllöng áður en yfir lauk. Þá varst þú fyrir löngu búinn að skapa öruggt þing- sæti í Vesturlandskjördæmi fyrir þinn flokk, enda segja kunnugir, að þú hafir verið orðinn hinn mesti kjördæmaþjarkur, jafnvel fyrir- greiðslupólitíkus, og lengra verður víst ekki komizt í þingmennsku! Að þessu skeiði enduðu var líka svo komið, að Pegasus heimtaði sitt og engar refjar. Skáldgáfan, sem þú hefur vafalaust hlotið í vöggugjöf, m.a. frá langafa þínum Jóni skáldi Hinrikssyni á Helluvaði og öðru þingeysku gáfufólki, sem að þér stendur, vildi ekki vera nein hornreka lengur. Þetta mátti vera aðdáendum þínum fagnaðarefni, og þú hefur ekki síðan legið á liði þínu sem einn helzti skemmtana- maður þjóðarinnar með leikritum þínum og öðrum andlegum afurðum á skáldskaparsviði. Ekki dettur mér í hug að fara að analýs- era hér bókmenntalega þinn fjöl- breytta ritferil í gegnum tíðina, til þess er ég vanbúinn, og ég þykist alveg vita, hvernig þér mundi falla slíkt uppátæki í geð. Hitt get ég sagt með sanni, að mikið asskoti var nú gaman að sjá og heyra „Þið munið hann Jörund" og „Skjald- hamra“, - að ógleymdum öllum hinum stykkjunum. Og ég er viss um, að þú ert mér sammála í því, að meira komplíment er ekki hægt að gefa leikriti en að maður hafi haft skemmtun af að sjá það. Þér hefur líka tekizt að ná eyrum fólks- ins, oger það ekki einmitt það, sem höfundar keppa að? Jónas minn! Margt hefur breytzt í tímans rás frá því við ungir menn diskúteruðum landsins gagn og nauðsynjar í dentíð. Þeir atburðir hafa gerzt, sem kastað hafa dökk- um skugga á hugsjón okkar um rétt blessaðrar alþýðunnar til að lifa svokölluðu mannsæmandi lífi í landi sínu á grundvelli sósíalisma. Erlendir menn í austri hafa skapað úr hugsjóninni harmleik. En þó að við höfum orðið að meðtaka þá miskunnarlausu staðreynd sögunn- ar og draga af henni rétta lærdóma, þá er hitt auðvitað lýðum ljóst, að hinn voldugi nágranni í vestri hefur ekki við það orðið að neinum hvítþvegnum engli. Hann hefur brugðið þeim böndum á land okk- ar, sém við vildum ekki í öndverðu, að yrðu bundin, og okkur er ljóst enn í dag, að þau bönd mega aldrei svo fast reyrast, að ekki verði hægt um að losa, þegar þar að kemur. í þessari nýju þjóðernisbaráttu okkar hefur þú lengstum verið í forystusveit, óþreytandi aflvaki til dáða, maður, sem félagarnir gátu treyst- og voru sæmdir af. Þar sem þú fórst, Jónas, var reisn og djarf- hugur. Og eins og hverjum góðum forystumanni ber, vegna heiðar- leika og drengskapar, áttir þú virðing og tiltrú andstæðinganna, jafnt innlendra sem erlendra. Slíkt er málstaðnum ómetanlegt. Þó að „áherzlur“ (eins og nú tíðkast að segja!) séu kannski aðrar nú en áður var í baráttunni, veit ég, að enn ert þú í þeirri sveit, sem berst fyrir hugsjóninni um herlaust og friðlýst ísland og vill reyna með einhverju móti að hafa vit fyrir stórveldunum, sem sagt hefur ver- ið um, að hegðuðu sér oft líkt og tröllvaxnir hálfvitar. „Og það verð- ur að hafa vit fyrir þeim eins og öðrum hálfvitum, svo þau fari ekki sjálfum sér og öðrum að voða,“ eins og þú sagðir réttilega í ræðu á árunum, þegar Samtök hernáms- andstæðinga voru að síga úr vör og menn gengu Keflavíkurgöngur, en þar varst þú jafnan fremstur í fylk- ingu. Og þó að þú, Jónas, teljir þig hafa goldið Torfalögin í baráttunni og dregið þig til hlés, veit ég, að engum er það ljósara, að nú um þessar mundir er ekki síður nauð- syn, að góðir menn freisti þess „að hafa vit fyrir" þeim tröllvöxnu hálf- vitum, sem reiða helsprengjur sín- ar yfir höfðum fólks, jafnt í austri sem vestri. Það væri óskandi, að í forystu baráttunnar hérlendis fyrir hugsjónum friðar og frelsis væru einlægt menn sömu gerðar og Jón- as Árnason. Kæri vinur! Það var aldrei meiningin að hefja upp hástemmda lofgerðarrollu um þig á þessu merkisafmæli þínu, þótt ég sé að vísu kominn út á yztu nöf, enda mundi þig sjálfsagt klígja við að lesa mikið af svo góðu, og ekki vil ég spilla vinskap með þvflíku fram-’ ferði. Hitt má ekki minna vera, að maður þakki fyrir viðkynningu, - já, ég vildi leyfa mér að segja vin- áttu, - sem varað hefur í þrjá ára- tugi, með oft á tíðum ósegjanlega skemmtilegum og fjörlegum sam- verustundum í hópi félaga okkar ágætra, eins og Kjartans, Ragnars og Sigurjóns. Þó að slíkar stundir hafi strjálazt að undanförnu, þar sem þú hefur verið fjarri vettvangi um sinn og vinir okkar sumir gerzt önnum kafnir og ábyrgðarfullir landsfeður, - þá er von mín sú, að ekki líði á löngu, þar til við getum gengið í endumýjung hinna skemmtilegu daga að breyttu breytanda. Til hamingju með daginn, Jónas minn, og kær kveðja til Guðrúnar, þinnar ágætu konu, ásamt þakklæti fyrir allt gamalt og gott. Einar Laxn lessj Einn síðsumardag 1952 er égi staddur hjá vini mínum Kjartani Guðjónssyni listmálara þegar vörpulegt glæsimenni birtist óvænti í dyrunum, Jónas Árnason kennd- ur við Múla. Mér fannst allir hlytu að þekja þennan mann nema ég og því tímabært að fundum okkaf bæri saman. Þingmaður, blaðamaður, rithöfundur og guð veit hvað, enl sjálfur var ég á leið norður í Þing- eyjarsýslu að taka við prestakalli á slóðum forfeðra þessa manns í Mý- vatnssveit, eitt kvíðvænlegasta verk sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Með okkur Jónasi tókst strax góður kunningsskapur sem átti eftir að breytast í vináttu er stundir liðu fram. En oft verður langt milli funda. Næsta ár dvaldist ég í Lundúnum, og það er ekki fyrr en austur í Hornafirði 1954 að kynnin eru endumýjuð. Þá er Jón- as á leið til fyrirheitna landsins Neskaupstaðar með konu og börn og staldrar við í Bjarnanesi meðan hann bíður eftir skipsferð. Það var þá sem hann sá kúna hans Gísla í Papey - hún var að fara með sama skipi og hann í sitt árlega sumar- leyfi úr loftlausu fjósinu á Höfn í sflgræna hagana í Papey, langþráð stund fyrir blessaða skepnuna. Jónas sá aðeins mæðu og söknuð í svip kýrinnar og tár í augum og fyrir þennan misskilning fæddist ein af hans frábæru smásögum um miskunnarleysi mannsins gagnvart málleysingjum og þeim er enga málsvara eiga sér: Herleiðing kýr- innar. Þannig getur mikill misskiln ingur fætt af sér listaverk ef þess er gætt að leiðrétta hann ekki í tíma. Öll grundvallar lífsviðhorf Jón- asar Árnasonar voru löngu full- mótuð á þessum árum, nema etv. það sem stundum er kallað því hvimleiða nafni trúmál, og ég held að sé enn í deiglunni hjá honum. Hann var haldinn ástríðufullri rétt- iætiskennd sem hefði getað leitt margan þann manninn í ógöngur er ekki átt jafnmikinn húmor og Jón- as Árnason. Aldrei hef ég heyrt Jónas stæra sig af því að hann berðist fyrst og fremst fyrir hugsjón en menn skiptu hann ekki máli. Fyrir honum eru menn allt en allar fræðikenningar aukaatriði. Miklar sálargáfur og innsæi hafa forðað honum frá því að hafa endaskipti á þessum hlutum, sem þó margan dánumann hefur hent. Jónas var ekki búinn að vera lengi á Norðfirði þegar sú staðreynd upplaukst fyrir honum Sjá næstu síðu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.