Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 17
Helgin 28. - 29. maí 1983 ÞJÓÐVILJINN - StftA 17
Hvítasunnuhelgin var sann-
kölluð sunnuhelgi okkur borgar-
búum. Sjálfur fór ég austur á
Eyrarbakka með fjölskyldu
minni og bjó í pínulitlu aldamóta-
húsi. Bæði á laugardag og sunnu-
dag lá ég á dýnu í gulu sinugrasi
undir bæjarþilinu og lét hvíta-
sunnuna verma mig. Húsið er rétt
við þorpsgötuna og það var mikil
kyrrð yfir öllu. Einn og einn bíll
ók hjá, drossíur eins og þeir
sögðu á Eyrarbakka í gamla
daga, en trufluðu okkur ekki -
enda búið að malbika götuna.
Það er ekki hægt annað en að
lofa blessað malbikið í þorpum
eins og Eyrarbakka. Með því er
allt ryk úr sögunni og fólkið fær
aukinn áhuga á að hafa snyrtilegt
í kringum sig. Svarta byltingin er
undanfari grænu byltingarinnar
þó að það virðist mótsagnakennt.
Bæði Eyrarbakki og Stokks-
eyri eru ákaflega snyrtileg þorp
og miklu snyrtilegri en þau voru
Svarta byltingin
þegar ég dvaldi þar stundum fyrir
30 árum. Þó sakna ég gömlu
traðanna og steingarðanna sem
hvarvetna voru og settu svip sinn
á þessi merkilegu og gömlu sjá-
varþorp.Nú eru traðirnar horfn-
ar og komin slétt tún og flatir í
staðinn víðast hvar.
En malbikið hefur rekið ryk og
óhreinindi á brott úr þessum litlu
sjávarþorpum sem kúra á bökk-
um við ramman þef af salti og
þangi.
Vegurinn frá Selfossi og niður
á þessa tvo staði var áður fyrr eins
og þvottabretti. Bílarnir skókust
til og frá og þeir sem þurftu að
fara þennan spotta daglega hafa
örugglega hrist farartæki sín í
sundur á fáum árum. Þetta var
einhver versti vegur á landinu.
Nú renna bílarnir eftir rennisléttu
malbiki og vegurinn hefur
a.m.k., styst um helming. Svarta
byltingin lætur ekki að sér hæða.
Þegar við ókum til Reykjavík-
ur á sunnudag ákváðum við að
fara Grímsnes og Þingvallasveit
til baka. Þar var mikil umferð og
rykmökkurinn ógurlegur. Þrátt
fyrir blíðuna var ómögulegt að
njóta ferðalagsins fyrr en kom í
þjóðgarðinn á malbikið þar.
Rykið lá yfir þjóðveginum eins og
grár ormur og smaug inn í bílana.
Sólin var eins og dauft tungl að
sjá í gegnum mökkinn.
Malbikun Reykjavíkur á sín-
um tíma var mikil framför. Ég
man þá tíð að maður lá í vorgol-
unni undir steinvegg með hor í
nös og var í bílaleik á „fortóinu"
og rykið af veginum fauk upp í
augu og blindaði lítinn mann.
Þegar rigndi voru að vísu
skemmtilegir pollar í götunni en
útgangurinn á manni í slíkri tíð
hefur líklega ekki fallið í góðan
jarðveg mömmu sem átti að þrífa
húsið og fötin.
Ég las það í Blaðinu Okkar að í
ár ætti að malbika á 2. hundrað
kílómetra á þjóðvegum landsins.
Það var góð frétt. Svarta bylting-
in er í fullum gangi - nema
kannski að nýja andbyltingar-
stjórnin stöðvi allt. Það væri eftir
henni.
Lengi lifi byltingin! Svört,
græn og rauð.
-Guðjón
sunnudagskrossgátan
rr 2 3 U- (s? T~ Y~ 9 V )0 7- //
/z )3 )4- JS V ¥■ )(? U 8 2o J7 r? T~
S2 )3 )S /<7 7 ¥ Kp ST 3 )3 )(r ¥ % )Ki 0 2! M
22 n- )(s> // <i 23 20 V É )(s> 2S ¥ 1 I/
2(e S? 3 )é> 29- 9- ¥ ¥ 2¥ )& 11 $ ÍS' » S
3 )3 23 3 <í u 2 )£- T 9 & 27 ty
)€ z ¥ >9- V )l 2 21 11 V js- V ¥ 2S 12
jZé> <7 ¥ 9 )2 ¥ Zl n 7- 7 23 9- 19- 9 /
)sr )/ 3 9 <3 2 9- ¥ 11 2 V- U> 8 ¥ 21
)S~ ¥ 13 T~ 9- 7- 1/ 12 ¥ 9 12 H> ¥ /Z /9
/ 2% 2/ U 13 ¥ t, ¥ 25 i/ 3o ¥
V' 31 20 'Y V )<e U 3 9 17- V 12 )$ !/ >(?
)2 /3 /0 n- V )2 U /$'’ 2 Z) ¥ 20 31
AÁBDÐEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ
Nr. 373
Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá íslenskt
bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj-
ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 373“. Skilafrcst-
ur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa.
3 23 )8 5' 8 9- 2 Jó'
Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort
sem Iesið er lá- eða lóðrétt.
Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að
finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, því
með því eru gefnir stafir í allmörgumorðum.Það eru því eðlilegustu
vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem
tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari
krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og
breiðum, t.d. getur aldrei a komið í stað á og öfugt.
Verðlaunin
Verðlaun fyrir krossgátu nr.
369 hlaut. Hallfríður Frí-
mannsdóttir, Leirubakka 22,
Rvík. Þau eru Pabbadrengir
eftir Egil Egilsson. Lausnar-
orðið var Hléskógar.
Verðlaunin að þessu sinni er
skáldsagan Riddarar hring-
stigans eftir Einar Má Guð-
mundsson.