Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 28.05.1983, Blaðsíða 23
Línur féllu niður íforsíðufrétt Heimildin skipti máli Á forsíðu Þjóðviljans í gær var gerð grein fyrir því, að horfur væru á að verðlag hækkaði um nær 60% frá 1. mars á þessu ári og til ára- móta, en almenn laun ættu hins vegar samkvæmt boðskap og laga- setningum ríkisstjórnarinnar að- eins að hækka um 12,3% á sama tíma. Allt er þetta satt og rétt. Hins vegar féllu niður nokkrar línur þegar fréttin fór í gegnum prentsmiðjuna, og þar á meðal eitt aðalatriði málsins, sem var að heimild okkar fyrir því að líkur væru á 80% hækkun framfærslu- kostnaðar frá upphafi til loka þessa árs væri þjóðhagsstofnun, eða nán- ar til tekið Hallgrímur Snorrason, starfsmaður hennar. Með tilliti til þeirrar vitneskju, sem fyrir liggur um verðhækkanir á fyrstu mánuðum ársins er svó ljóst, að 80% verðlagshækkun frá upp- hafi til loka ársins þýðir um 60% hækkun frá 1. mars til áramóta. Línubrengl, sem einnig var að finna í þessari sömu frétt í gær látum við óleiðrétt, þar sem það raskaði ekki merkingu. Fyrirlestur á mánudag um skóla í Svíþjóð Fyrirlestur verður haldinn mánudaginn 30. maí n.k. í Kenn- araháskóla íslands um nýjungar í skólamálum og kennaramenntun í Svíþjóð. Fyrirlesari verður Anne- Charlotte Melin námsstjóri sem hér er stödd vegna landssambands- þings Félags kvenna í fræðsiustörf- um er haldið verður í Skálholti dag- ana 27.-28. maí. Fyrirlestur Anne-Charlotte er öllum opinn og hefst kl. 16.00. ÚTBOÐ Þórshöfn Stjórn verkamannabústaða, Þórshafnarhrepps, óskareftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða raðhúss, 390m \ 1346m Húsið verður byggt við götuna Pálmholt, Þórshöfn og skal skila fullfrágengnu, væntanlega 1. sept. og 1. des. 1984. Afhending útboðsgagna erhjá hr. Þorkatli Guðfínnssyni, Þórshöfn og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá þriðjudeginum 31. maí 1983, gegn kr. 5.000.- skilatryggingu. Tilboðum skal skila til hreppsskrifstofu Þórshafnarhrepps eða til tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins eigi síðar en þriðjudaginn 14. júní n.k. kl. 14.00 og verða þau opnuð að viðstöddum bjóðendum. f.h. stjórnar verkamannabústaða Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ^Húsnæðisstofhun ríkisins Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur 1983 hefst að Grensásvegi 46, miðvikudaginn 1. júní kl. 20.00 Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi þannig: 1. umferð miðvikudaginn 1. júní kl. 20.00 2. umferð föstudaginn 3. júní kl. 20.00 3. umferð mánudaginn 6. júní kl. 20.00 4. umferð miðvikudaginn 8. júní kl. 20.00 5. umferð mánudaginn 13. júní kl. 20.00 6. umferð miðvikudaginn 15. júní kl. 20.00 7. umferð mánudaginn 20. júní kl. 20.00 Öllum er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er ein og hálf klst. á fyrstu 36 leikina en síðan hálf klst. til viðbótar til að Ijúka skákinni. Engar biðskákir. Skráning þátttakenda fer fram í síma taflfélagsins á kvöldin frá 20-22, lokaskráning verður þriðju- daginn 31. maí kl. 20.00-23.00. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 4-6 Reykjavík Símar 83540 - 81690 Helgin 28. - 29. maf 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 23 se*n#m CAKAOA NITKII ST.VTKS M' Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 2T077 & 28899 4t SP0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 FERÐASKRIFSTOFAN LAUGAVEGI 66 SÍMI 28633 / iwf 9 9 l Yinningum Geríst áskrítendur stm! Síðumúla 15, sími 86300. 4 GLÆSILEGIR VINNINGAR \6.seV'- Hústja'dme

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.