Þjóðviljinn - 03.06.1983, Side 6

Þjóðviljinn - 03.06.1983, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 3. júní 1983. Stund milli stríða. Þær mínútur sem gos lá niðri í Grímsvötnum og mökkurinn hvarf varð Öræfajökull allsráðandi í auðninni. Séð til suðausturs yfir eldstöðina. Ljósm.-Atli. Á LEIÐ TIL GOSSTÖÐVANNA Hér stígur gufumökkurinn hátt til lofts og suður undan honum má sjá öskugeirann sem nær 6-7 km lengd. Þar sem mökkurinn stígur upp heitir Vestri Svíahnúkur. Á Eystra Svíahnúki má grilla í skála Jöklarannsóknafélagsins sem örlítinn svartan blett. Ljósm.-Atli. í plássleysi og argaþrasi í pólitík- inni vill fallegt myndefni oft víkja af fréttasíðum Þjóðviljans. Og þá kemur gamla kenningin: Það þýðir ekkert að vera að birta myndir frá í gær! Við ætlum að brjóta hana hér og nú og birta nokkrar fallegar loft- myndir sem ljósmyndari Þjóðvilj- ans, Atii, tók á leið til gosstöðvanna i Grímsvötnum á sunnudaginn var. Ekki er hægt að ímynda sér feg- urra ferðaveður en við fengum. Flugstjóri var Hörður Guðmunds- son hjá Flugfélaginu Örnum á ísa- fírði og hann lét sig ekki muna um að leggja lykkju á leið sína til að verða við óskum farþeganna um að sjá hin og þessi fjöll og jökla úr háloftunum. Með okkur í vélina slógust 7 Garðbúar. Þeir búa á Gamla Garði, en ekki þeim Nýja og tóku skýrt fram að það mætti ekki misskiljast. Einn af þeim hafði unnið Kortsnoj, sögðu þeir og voru hreyknir af. Ekki fylgdi það sög- unni í hverju þeir kepptu! En textinn verður ekki lengri ef myndirnar eiga loks að fá eitthvert pláss hér á síðum blaðsins. -ÁI ,J>etta er faiiegasti jökuli í heimi“, sagði Olgeir Sigmarsson, jarðfræðinemi og benti okkur á Múlajökul. Þarna skríður hann fram úr Hofsjökli í reglulegri tungu og jökulgarðarnir, sem hann hefur ýtt á undan sér sjást greinilega. Ljósm.-Atli. >>Fljúgið með Örnum“ á hún að heita þessi mynd, sögðu ferðaféiagar okkar. Frá vinstri: Hörður Guðmundsson, flugmaður ísafirði, Stefán Steinsson læknanemi, Einar Jónsson sagnfræðinemi, Helgi Laxdal, verkfræðinemi, Sigurður Torfi Jónsson, félagsfræðinemi, Ingo Wershofen, islenskunemi frá Berlín, Olgeir Sigmarsson, jarðfræðinemi og Erlingur Þorsteinsson, viðskiptafræðinemi. Ljósm.-Atli.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.