Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1983. Bridge Sveitakeppni. Vestur gjafari, allir á hættu: Norður S A83 H G1096 T 642 L 875 Vestur S 4 H AKD82 T K109 LG962 Austur S 65 H 7543 T G875 L KD10 Suður S KDG10972 H — T AD3 L A53 Vestur Norður 1 -hjarta pass pass/hr. Austur 2-hjörlu Suður 4-spaðar Vesturspilarút hjarta-ás. Spurningin er, hvernig tryggir þú þér spilið? I fljótu bragöi virðist eins konar endaspil í laufi koma helst til greina. En betri leið býðst. Eftir að hafa trompað hjarta ás með tvistinum, er...ekki aftur snúið. Pú gættir þess þvi vel (í og með af gömlum vana í spili sem þessu, ekki satt (?)) að trompa með níu eða hærra trompi. Spila tromp kóng á ás og þegar 2-1 legan sýnir sig er spilið gulltryggt. Hjarta-gosi út og þú kastar laufi heima. Vestur skiptir í lauf. Þú vinnur. Spilar tromp-7 á áttuna og út með hjarta- 10. Aftur er laufi kastað. Nú er hjarta-9 orðin slagur og tromp-3 er innkoma, þökk sé tvistinum heima. (The best of Bridge; V.Mollo-E.Jannersten). Skák Karpov að tafli - 149 Það hefur lengi viljað loða við Karpov hversu auðveldlega honum tekst að snúa á andstæðinga sína i tiltölulega jafnteflis- legum endatöflum. Hér er dæmið frá skák- mótinu í Montilla á Spáni. Bellon mikill flækjumeistari og einn sterkasti skák- maður Spánverja um langt skeið hafði klór- að sig úr erfiðri stöðu með tveim peðum minna. En þá tók við endataflstækni heimsmeistarans: Karpov - Belion 43. h4l (Hindrar, - Rg5 - og undirbýr framrás f- peðsins) 43. ... Bd8 44. Hxh7 Bf6 45. Ke3l Bxd4+ 46. cxd4 b5 (Eða 46. - Hb3+ 47. Kf4 o.s.frv.) 47. h5 Hb1 48. h6 Hh1 49. Bxb5 Hh3+ 50. Kf4 Hh4+ 51. Kf3 Rg5+ 52. Kg3 Hh3+ 53. Kg4 Rxh7 54. Kxh3 Ke7 55. Bc6 Rg5+ 56. Kg4 Re4 57. Bxd5! - Svartur gafst upp. f ramhaldið gæti orðið: 57. - Rf6+ 58. Kg5 Rxd5 59. h7 og peðið verður að drottningu. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Brautskráði 34 nemendur Magnús Tómasson, Ásgerður Búadóttir og Gunnar Örn fyrir utan Kjarvalsstaði, þegar verið var að ganga frá sendingu listaverkanna til Finnlands. Þrír Islendingar sýna í Helsinki Nú stendur yfir norræn listsýn- ing í Konsthallen í Helsinki, og nefnist hún Borealis - norrænar myndir ’83. Sýningin er sett upp á vegum Norrænu listamiðstöðvar- innar í Sveaborg. Sextán listamenn eiga þar verk, þrír frá hverju Norðurland- anna og einn frá Færeyjum. ís- lensku listamennirnir eru Ás- gerður Búadóttir, Gunnar Örn og Magnús Tómasson. Sýningin er fyrsta stóra farandsýningin á norrænni nútímalist sem efnt er til síðan sýning norræna mynd- listarbandalagsins „Augliti til auglitis" var sýnd á Norðurlönd- unum 1976-77. Sænski myndlist- armaðurinn Tage Martin Hörling valdi verkin á sýninguna í sam- vinnu við þjóðardeildir norræna myndlistarbandalagsins, en hann hefur starfað í Sveaborg við skipulag sýninga. Sýningin verður í Helsinki fram í júlí, en þaðan fer hún til Danmerkur, Noregs og Færeyja. Hún verður sett upp á Kjarvals- stöðum næsta sumar, og lýkur síðan í Svíþjóð haustið 1984. Öll hafnaraðstaða er með besta móti á Hólmavík. Það er Hólmadrangur sem liggur bundinn við bryggju. Myndir Jón Ólafsson. Djúprœkjuveiðar Hólmavíkurbáta hafa gengið vel Hólmadrangur aðeins einu sinni komið til heimahafnar íbúar mjög vonsviknir yfir því að togarinn skuli ekki gerður út héðan eins og rœtt var um, segir Jón Ólafsson á Hólmavík. „Atvinnuástandið hefur alls ekki verið gott hjá okkur í vetur og þær vonir sem menn gerðu sér um úrbætur með tilkomu nýja verksmiðjuskuttogarans Hóima- drangs hafa ekki ræst til þessa. Togarinn hefur aðeins einu sinni komið hingað til sinnar heima- hafnar. Það var í aprfllok sl. og þá landaði hann 50 tonnum af ísfíski. Annars hefur hann verið gerður út frá Hafnarfírði. Bæjarbúar eru alls ekki ánægðir með þessa þróun mála“, sagði Jón Ólafsson fréttaritari Þjóðviljans á Hólma- vík í samtali við blaðið. Hreppsfélagið og kaupfélagið á staðnum eiga meirihlutann í Hólmadrangi, og hefur því verið borið við að ekki sé hægt að gera togarann út frá Hólmavík þar sem enginn svartolíutankur er þar til staðar. „Samt virðist ekk- ert hafa verið gert í þeim efnum ennþá, olíufélögin eru tilbúin að setja hér upp tank. Menn eru mjög vonsviknir yfir þessu að togarinn skuli ekki leggja upp hér. Það var farið út í þessi togar- akaup á sínum tíma til að bæta atvinnuástandið, en að hefur vantað mikið hráefni til vinnslu Fjöldi bæjarbúa tók á móti togaranum er hann kom í fyrsta sinn til heimahafnar, en hann hefur ekki skapað þeim þá atvinnu sem þeir áttu fyllstu von á. bæði hér á Hólmavík og eins á Drangsnesi. Þó hér sé um að ræða verk- smiðjuskip þá kallar togarinn á mikla þjónustu úr landi. Hinsveg- ar eru ekki maagir sjómenn á tog- aranum héðan úr plássinu og hef ég það eftir sjómönnum hér að þeir eru ekki hrifnir af því að vera þar um borð ef gera á togarann út frá fjarlægum byggðarlögum eins og nú er gert.“ Góð hafnaraðstaða er á Hólm- avík og þaðan eru nú gerðir út 7 bátar af stærðinni 30-60 tonn. f vetur voru þeir á rækjuveiðum í flóanum. í byrjun apríl fóru þeir stærstu á vertíð suður og hinir minni á grásleppu sem gekk afar illa. Sömu sögu er að segja vfðar af Ströndum, grásleppa sést ekki og menn löngu búnir að gefast upp. Til dæmis fengust aðeins 20 grásleppur í net frá einum bæ úr Árneshreppi. Fleiri grásleppur hafa ekki sést þar. Nú eru Hólm- avíkurbátar á djúprækjuveiðum og hefur gengið vel það sem af er. Þeir sækja aðallega út að Kol- beinsey og á miðin 50 mflur norður af Horni. -Ig. Skólaslit á vorönn 1983 í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja fóru fram í Keflavíkurkirkju laugardaginn 21. maí, og hófst athöfnin kl. 10.30. Leifur ísaksson, sveitarstjóri í Vatnsleysustrandarhreppi, flutti ávarp afhálfu Sambands sveitarfé- laga á Suðumesjum. Ægir Sig- urðsson, áfangastjóri, flutti yfirlit um starfsemi skólans á önninni, og kór skólans söng nokkur lög undir stjóm Martials Nardeau. Brautskráðir vom 34 nemend- ur: 2 af tveggja ára viðskiptabraut, 11 iðnnemar og 21 stúdent. ívar Pétur Guðnason flutti kveðjuorð fyrir hönd hinna brautskráðu, og að lokum ávarp- aði Jón Böðvarsson, skóla- meistari, nemendur og aðra sem athöfnina sóttu. Tuttugu og einn stúdent var útskrifaður úr Fjölbrautaskóla Suðumesja í vor og auk þeirra 11 iðmíemar og tveir af tveggja ára viðskiptabraut.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.