Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 16
WÐVIUINN
Miðvikudagur 8. júní 1983.
Aöalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663
Víkingasveitir innan lögreglunnar:
„ísland er í
þjóðbraut”
og því er sveitin nauðsynleg, segir
Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn
„Staðreyndin er sú að á undan-
förnum árum hafa komið fyrir ým-
is atvik þar sem lögreglumenn hafa
lagt sig í það sem ég vii kalla óþarfa
áhættu og „Víkingasveitinni“ er
ætiað að bæta þar úr. Þessir 12
menn sem valdir hafa verið í
sveitina hafa fengið alhliða þjálfun
sem m.a. tekur til meðferðar skot-
vopna“, sagði Bjarki Eiíasson yfir-
lögregluþjónn þegar Þjóðviljinn
hafði samband við hann í gær. Hin
nýstofnaða „Víkingasveit“ innan
íslensku lögreglunnar hefur að von-
um vakið nokkra athygli manna.
Bjarki sagði að sveitin sækti fyrir-
myndir sínar erlendis til, en umsjón
með þjáifun hennar hefur haft á
höndum Arnór Sigurjónsson sem
hlotið hefur menntun I norskum
herskóla.
Bjarki sagði í samtali við Þjv. að
engin ástæða væri til tortryggni í
garð þessarar sveitar. Hún væri
ekki stofnuð í því augnamiði til að
berja niður mótmælagöngur, held-
ur til að sinna ýmsum verkefnum
auk þess sem nefnt var hér í inn-
ganginum. Sagði Bjarki að með til-
liti til þess að ísland væri í þjóð-
braut væri sjálfsgat að gera vissar
ráðstafanir. Sveitin myndi vera til
taks við komu erlendra þjóð-
höfðingja auk þess sem hún veitti
sendiráðum þjónustu sína. „En
megin markmiðið með stofnun
hennar“, sagði Bjarki, „er að veita
hinum almenna borgara meira ör-
yggí“-
Andleg og líkamleg
þjálfun
í „Víkingasveitinni" eru allt ung-
ir og frískir menn, eins og Bjarki
komst að orði. Þeir eru á aldrinum
20-30 ára og hafa m.a. getið sér
gott orð f ýmsum greinum boltaí-
þrótta. Þannig eru í sveitinni nok-
krir menn sem leikið hafa með
handknattleiksliði Víkinga.
„Þjálfun sú sem sveitarmeðlimir
hafa hlotið er bæði líkamlegs og
andlegs eðlis. Við byrjuðum æfing-
ar í miðjum maí og lukum við þær í
upphafi júní. Þeim sem tóku þátt í
æfingunum var á meðan kippt út úr
hefðbundnum lögreglustörfum. Ég
geri ráð fyrir að alfarið muni sveitin
fást við erlenda aðila. Ég minni á
að hingað hafa komið flugvélar í
ræningjahöndum“, sagði Arnór
Sigurjónsson varayfirlögreglu-
þjónn, sem séð hefur um þjálfun
„Víkingasveitarinnar", 1 samtali
við Þjóðviljann. Arnór sagði að
meðlimir sveitarinnar hefðu notað
við æfingar sértilgerða galla, en að
öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um
eðli æfinganna. ,
-hol.
WtewtE&ís
Tímarit með Ijósmyndum af kynfærum kvenna eru vinsæl söluvara hér-
lendis. Kvennaframboðið hefur nú vakið athygli sómakærra yfirvalda þar
á.
Hvað er klám?
Berir karlar,
ekkl konur?
Kvennaframboðið í Reykjavík
hefur skrifað ríkissaksóknara og
upplýst hann um að ljósmyndir af
kynfærum hafi verið gefnar út og
þær seldar í því sem næst öllum
verslunum sem á annað borð versla
með prentað mál hérlendis. Með
bréfinu vill Kvcnnaframboðið
vekja athygli*á þeim mismunandi
viðbrögðum, sem siíkar myndir
kalla ram, eftir því hvort kynið á í
hlut.
Kveikjan að þessu bréfi er upp-
taka tímaritsins Spegilsins sem
byggist á því að blaðið innihaldi
„klám“. Bendir Kvennaframboðið
á að klámið hafi reynst vera ljós-
myndir af kynfærum karla. Með
bréfinu sendir Kvennaframboðið
ríkissaksóknara sýnishorn af því
prentefni sem hér er á boðstólum
og hefur að geyma ljósmyndir af
kynfærum, - að vísu aðeins kynfæ-
rum kvenna! Leiðir Kvennaframb-
oðið að því líkum að yfirvöld hafi
ekki vitað um tilvist slíkra mynda,
enda hafi ekki komið til svo snög-
gra viðbragða sem upptöku tíma-
rita fyrr. I bréfinu er ekki tekin
afstaða til þess hvað sé klám en
bent á að það sé túlkunaratriði og
sé háð afstöðu yfirvalda til kynfær-
isins hverju sinni, til eiganda þess
og þeirra kringumstæðna sem
myndin er tekin undir.
-ÁI
Meðan 9 eru um hverja lóð í Artúnsholti eru tvær lóðir á mann í Grafarvogslandi, þar sem framkvæmdir eru
að hefjast. Ljósm. Atli.
Tvær lóðir á mann
í Grafarvogslandi
Óbyggð svæði eins og Grafar-
vogur og Suður-Selás eiga ekki eins
miklum vinsældum að fagna hjá
lóðarumsækjendum í Reykjavík
einsog lóðir í Ártúnsholti og
Breiðholti, þó þær séu minni. Þetta
kemur berlega í ljós ef skoðaðar
eru þær 600 umsóknir einstaklinga
sem bárust fyrir helgi um tæplega
1000 lóðir í þessum hverfum.
42 sóttu um 24 einbýlishúsalóðir
í Seljahverfi og 10 umsóknir bárust
um 10 raðhúsalóðir í sama hverfi.
83 sóttu um 9 einbýlishúsalóðir í
Ártúnsholti. Hins vegar sóttu
aðeins 30 um 77 einbýlishúslóðir í
Selási og 11 um 57 raðhúsalóðir
þar.
í GrafarvOgi eru lóðirnar tal-
svert stærri en í þeim hverfum sem
áður eru nefnd. 182 sóttu um 228
einbýlishúsalóðir þar og 18 um 53
raðhúsalóðir. Þar voru einnig
auglýsar 520 einbýlishúsalóðir sem
ekki verða byggingarhæfar fyrr en
1984 og 1985 en aðeins 205 um-
sóknir bárust' um þær. Er þetta
mun minni eftirspurn en ætlað var
og ljóst að grípa þarf til einhverra
ráðstafana til að láta enda ná
saman hjá borginni þess vegna.
Hjörleifur Kvaran, skrifstofu-
stjóri borgarverkfræðings, sagði í
gær að gatnagerðargjöld af einbýl-
ishúsalóðum væru áætluð um 300
þúsund krónur, en endanleg upp-
hæð yrði ljós þegar ný byggingar-
vísitala verður reiknuð 1. júlí nk..
Fyrir lóðir sem afhentar verða í ár,
þarf að greiða öll gatnagerðargjöld
á þessu ári, helming fyrir lóðir sem
verða byggingarhæfar 1984 og
þriðjung fyrir lóðir sem verða af-
hentar 1985. Samkvæmt þessu
vora áætluð gatnagerðargjöld 1983
ríflega 130 miljónir króna fyrir
Grafarvogslóðirnar en verða ekki
nema um 80 miljónir miðað við þær
umsóknir sem borist hafa.
Hjörleifur sagði að menn væru
ekki farnir að reikna þetta dæmi. í
tölunum hér að framan væri aðeins
um að ræða fyrsta val manna, en
flestir umsækjenda nefndu aðra
staði til vara t.d. Grafarvog ef ekki
fæst lóð í Ártúnsholti o.s.frv.. Þá
sagði Hjörleifur að 14 byggingar-
meistarar og byggingarsamvinnu-
félög hefðu sótt um samtals 300
lóðir, þ.á.m. nokkrar einbýlishús-
alóðir. Þá væru horfur á að fleiri
lóðir yrðu til ráðstöfunar í Nýjum
miðbæ en reiknað var með við gerð
fjárhagsáætlunar og samið hefði
verið um frestun gatnagerðarfram-
kvæmda í landi Gunnars Jenssonar
í Selási.
Að lokum sagðist Hjörleifur
ekki búast við miklum afföllum
meðal umsækjenda, en auðvitað
gætu menn dottið út ef ekki yrði
hægt að verða við óskum þeirra um
tiltekið hverfi eða tiltekna lóð. Út-
hlutun fer væntanlega fram í júlí-
byrjun. -ÁI
F orsætisráðherra:
Tala á fimmtudag
„Það verður blaðamannafundur ályktun ASI, nema það að í verð- lækkar meðalkaupmáttur launa
á fimmtudag eftir ríkisstjórnarf- bólguþjóðfélagi væru tölur vand- um rúman fjórðung frá árinu 1982
und þarsem ég mun ræða um áhrif meðfarnar, kaupmáttarskerðing- til síðasta fjórðungs ársins 1983. Ef
aðgerðanna nú“, sagði Steingrím- una mætti reikna út á ýmsan hátt, talan 100 er valin sem fulltrúi fyrir
ur Hermannsson forsætisráðherra „til dæmis með því að finna fyrst út i meðalkaupmátt á árinu 1982 er tal-
í gær, þegar Þjv. bar undir hann kaupmátt rétt eftir að vísitalan bæt- an fyrir meðalkaupmátt á fyrsta
ályktun formannaráðstefnu ASI ist við og svo aftur rétt eftir að kjar- fjórðungi ársins 1983 92 og þessi
um bráðabirgðalög ríkisstjórnar- askerðing verður“, sem ekki væri tala meðalkaupmáttar á síðasta
•nnar. eðlilegt. fjórðungi ársins 1983 (meðaltal
Samkvæmt upplýsingum úr ný- mánaðanna október, nóvember og
Steingrímur sagðist af þeijn sök- útkomnu Fréttabréfi ASÍ, sem desember) verður 76.
um ekki vilja segja mikið strax um vitnað var til í Þjóðviljanum í gær, _ m.