Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 1
UÚÐVIUINN
„Þær aðgerðir sem
rfkisstjórnin hefur
nú gripið til eiga sér
engar efnahagslegar
forsendur“ segir í
nýútkomnu frétta-
bréfi Alþýðusam-
bands Islands.
Sjá 6 og 7
júní 1983
miðvikudagur
123. tölublað
48. árgangur
Mikill einhugur ríkti á fundi stjórnar og samninganefndar BSRB í gær þar sem bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru harðlega fordæmd.
Mynd: -eik.
Viðbrögð BSRB við bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar
V erðhækkunarskrið-
an byrjuð
Nauðsynjar
hækka um
12—30%
Verðlagsráð kom saman til fund-
ar í fyrradag í fyrsta sinn um mán-
aðartíma og heimilaði hækkanir á
ýmsum vörum á bilinu 12 til 30
prósent. Þær vörur sem hækkuðu
þá í verði eru: vístitölubrauð, fisk-
ur, smjörlíki, bensín, svartolía,
gasolía og útseld vinna.
Bensínhækkunin nemur 19 pró-
sentum og hækkar því líterinn úr
krónum 16,20 í 19,30. Vísitölu-
brauðin hækka um 12-17 prósent
og hækkar fransbrauð til dæmis úr
krónum 10,60 í 11,95 krónur.
Smjörlíkið hækkar um 22 prósent
og útsöluverð á fiski hækkar á bil-
inu 24 til 25 prósent. Hver lítri af
I gasolíu kostar nú krónur 8,40 í stað
kr. 7,30 áður og er hækkunin 15
prósent. Svartolían hækkar úr kr.
5.350 tonnið í krónur 6.950. Þá
hækkar útseld vinna um hin lög-
boðnu 8 prósent sem launafólk
fékk í sinn hlut um mánaðamótin.
-ast.
Kjarasamnmgum sagt upp
Á sameiginiegum fundi stjórnar
og samningsnefndar BSRB sem
haldinn var í gærdag voru einróma
samþykkt harðorð mótmæli vegna
kjaraskerðingarlaganna sem ríkis-
stjórnin hefur sett, auk þess sem
samþykkt var að segja upp gildandi
kjarasamningum við ríkið.
í ályktun fundarins segir m.a. að
ákvæði nýsettra bráðabirgðalaga á
almennum mannréttindum sé gróf-
legt brot á því lýðræði sem við
byggjum þjóðfélag okkar á. Hér sé
um sjálfan grundvöll lýðræðisins
og frjálsrar verkalýðshreyfingar að
tefla.
Þá segir í ályktuninni að þær
efnahagsráðstafanlr sem nú hafa
verið gerðar muni hafa valdið
a.m.k. 30% kjaraskerðingu um
næstu áramót frá þeim kaupmætti
sem var á síðasta ári. Þetta sam-
svari því að sú kaupmáttaraukning,
sem BSRB hefur náð frá því samn-
ingsréttur samtakanna fékkst 1962,
sé nú afmáð.
-Jg-
Sjá 3
Helmingi fleiri lóðir en umsækjendur 1 Grafarvogi
Tugmfljóna gat
UFjórir fjörugir leik ir
í fyrstu deildinni í
gærkvöldi. íþróttir.
Aðeins 205 umsóknir bárust um
þær 520 einbýlishúsalóðir í Graf-
arvogi sem eiga að verða bygging-
arhæfar á árunum 1984 og 1985, en
úthiuta átti í vor. Þetta þýðir að í
stað 65 miljóna króna sem borgin
hugðist taka að láni hjá væntan-
legum húsbyggjendum í fyrirfram-
greiðslu gatnagerðargjalda, koma
aðeins 26 mifjónir í kassann. Tekju-
missirinn á þessum eina pósti er
því tæpar 40 miljónir króna, en þar
við bætist að einbýlishúsalóðir sem
verða byggingarhæfar í Grafarvogi
og Selási í ár ganga greinilega ekki
allar út.
„Það er ljóst að borgin verður
fyrir yerulegum tekjumissi .miðað
við fjárhagsáætlun vegna þessa“,
sagði Adda Bára Sigfúsdóttir í gær.
„Spumingin er aðeins; hvemig æfla
menn að mæta honum? Við bent-
um á að þessi leið sem Sjálfstæðis-
flokkurinn valdi, að loka fjárhags-
áætlun með stórfelldri lántöku hjá
Reykvíkingum, væri óraunhæf og
það er nú að koma fram.
Þessi lántaka snerist um gatna-
gerðargjöld og það hlýtur að vera
krafa okkar að niðurskurður sem
af þessu leiðir komi niður á gatna-1
óframkvæmdum en alls ekki á fé-
lagsmálaframkvæmdum, svo sem
byggingu Seljahlíða eða dagvistar-
stofnana“, sagði Adda Bára. _ai
Sjá baksíöu
Leynilegt
samkomulag
stjórnarflokka
„Bindandí”
eða „til
athugunar”?
í krafti „bindandi samkomu-
Iags“ stjórnarflokkanna krefst
varaformaður Sj álfstæðisflokksins
þess í DV í gær að Tómas Árnason
víki úr stöðu forstjóra Fram-
kvæmdastofnunar.
Forsætisráðherra og formaður
þingflokks Sjálfstæðisflokksins
viðurkenna báðir, að til sé „minnis-
listi“ utanvið málefnasamning rík-
isstjórnarinnar, en enginn stjórn-
arliða nema Friðrik hefur enn upp-
iýst um einstök efnisatriði þessa
samkomulags. Stjórnarliðar virð-
ast ekki á eitt sáttir um gildi sam-
komulagsins fyrir stjórnarsam-
starfið.
Alexander Stefánsson félags-
málaráðherra úr Framsóknar-
flokki telur birtingu „minnis-
listans" koma fyllilega til greina,
„fyrst þetta er komið fram á þenn-
an hátt“.
-m
200 ár frá upphafi Skaftárelda:
„Dimmt varð í húsum”
Árið 1783 þann 8. Junii, sem var
hvítasunnuhátíð, í heiðríku og
spöku veðri um dagmálabil kom
upp fyrir norðan næstu byggðar-
fjöll á Síðunni svart sandmistur og
mokkur svo stór, að hann á stuttum
tíma breiddi sig yfir alla Síðuna og
nokkuð af Fljótshverfinu, svo
þykkt að dimmt varð í húsum en
sporrækt á jörðu. Var það duft,
sem niður féll, sem útbrennd
steinkolaaska. En af þeirri vætu,
sem úr þeim svarta mokk ýrði þann
dag í Skaftártungunni, var það
duft, sem þar niður féll, svört
bleyta, sem blek.
Þannig segir séra Jón
Steingrímsson í Eldritinu frá upp-
hafi Skaftárelda, en í dag eru 200 ár
frá því þeir hófust. í tilefni af því
verður í dag mikil dagskrá sýning
um Skaftárelda opnuð austur á
Kirkjubæjarklaustri. Við slógum á
þráðinn í gær til séra Sigurjóns Ein-
arssonar, formanns sýningarnefnd-
ar:
„Hér er allt tilbúið og nú bíðum
við bara eftir gestunum. Viö vonum
að veðrið verði gott, því ekki kom-
ast allir í einu inn í Minningarkap-
eíluna, þar sem sýningin stendur.
Þetta hefur verið mikill undirbún-
ingur og margir lagt hönd á
plóginn“, sagði Sigurjón.
Minningarkapellan, sem reist
var í minningu séra Jóns
Steingrímssonar, sem hér í upphafi
segir frá Skaftáreldunum, hýsir nú
sýninguna sem þeir Gylfi Már
Guðbergsson landfræðingur og
Þorleifur Einarsson jarðfræðingur
hafa skipulagt. Einnig hefur
Sveinbjörn Raínsson verið til
ráðgjafar. Sýningin verður opnuð
kl. 14.00 í dag með fjölbreyttri dag-
skrá, en það er Forseti íslands,
Vigdís Finnbogadóttir, sem opnar
hana. Þá verður opnuð sýning sem
nemendur Kirkjubæjarskóla hafa
unnið og Ferðaskrifstofa ríkisins
býður gestum til kaffidrykkju.
-þs
Sjá opnu
Sjá 3
Jógúrtmálið svo-
kallaða hefur vakið
ýmsar spurningar
um framleiðslu-
kostnað hjá
mjólkurstöðvuni
einkumervið-
kemurumbúðum
en stöðvarnar nota
mjög misdýrar um-
búðir undir sömu
vörunar.