Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 3
Migvikudagur 8. jání 1983. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
S t j órnarf lokkarnir:
Gerðu leynilegt samkomulag
Félagsmálaráðherra telur birtingu koma til greina
„Fyrst þetta er komið fram á
þennan hátt fínnst mér fyllilega til
athugunar að birta þetta“, sagði
Alexander Stefánsson félagsmála-
ráðherra þegar Þjóðviljinn spurði
hann i gær um óbirt samkomulag
ríkisstjórnarinnar utan stjórnars-
áttmálans. Hann vildi ekki frekar
en aðrir viðmæiendur Þjóðviljans
úr stjórnarherbúðunum skýra frá
fíeiri atriðum samkomulagsins en
Friðrik Sophusson upplýsti ma. í
DV í gær, þarsem Friðrik krefst
þess að Tómas Árnason hætti störf-
um sem ,,komissar“ Framkvæmda-
stofnunar í krafti „bindandi sam-
komulags“ stjórnarflokkanna um
að leggja „kommissarakerfið“ í
Framkvæmdastofnun niður og um
að þingmenn láti af forstöðu lána-
stofnana.
„Hér er ekki um neitt bindandi
samkomulag að ræða“, sagði
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra í samtali við Þjv., „það
er of mikið að kalla það samkomu-
lag. Þetta er minnislisti um ýmis
atriði sem ákveðið var að ríkis-
stjómin hefði til sérstakrar athug-
unar á kjörtímabilinu, atriði sem
ekki gafst tími til að ræða nægilega
vel við stjórnarmyndunina, ýmsir
ágætir punktar, og ýmislegt sem
vakti efasemdir hjá öðrum hvorum
aðilanum. Ég vil ekki segja frá
neinum einstökum atriðum, þetta
er vinnuplagg sem ekki var ætlað til
birtingar.“
„Ég sé ekkert athugavert við að
birta þennan lista, það var ekkert
rætt sérstaklega um það á þing-
flokksfundi hjá okkur hvort hann
skyldi birtur eða hafður sem ein-
hverskonar leyniskjal", sagði þing-
flokksformaður Sjálfstæðismanna,
Ólafur G. Einarsson, við Þjv. í
gær. „Þetta er ýmislegt sem sam-
starfsaðilamir ætluðu að vinna að,
já og framkvæma, ýmislegt sem
ekki fór inní málefnasamninginn
fyrst og fremst vegna þess að menn
reyndu að hafa hann eins stuttan og
hægt var. Hvort þessi minnislisti er
bindandi? Já, við hljótum að líta
svo á,“ sagði Ólafur.
Um það hvort Tómas skyldi
víkja úr kommissarastöðu sinni vís-
aði Steingrímur forsætisráðherra
til ákvæða stjórnarsáttmála um
endurskoðun laga um Fram-
kvæmdastofnun, en sagði það pers-
ónulega skoðun sína að þingmenn
ættu ekki að gegna forstjórastöðu
við þá stofnun. „Annaðhvort á
Framkvæmdastofnun að vera óháð
ríkisstjórn og alþingi, og þá engir
þingmenn í stöðum, eða hún á að
vera verkfæri ríkisstjórnar á hverj-
um tíma, af fullri hreinskilni, eins-
og hún var á árunum 1971-74,“
(vinstristjórnarárunum síðari),
„sem var betra en síðar hefur orðið
raunin“.
-m
Alexander: Til athugunar að birta.
Steingrimur: Of mikið að kalla
þetta samkomulag.
Ólafur: Bindandi? Já, við hljótum
að líta svo á.
Friðrik: Bindandi samkomulag.
Frestun íbúðalána
Hann kom rétt fyrir gengisfellingu
og kostaði því ekki nema 860 þús-
und. Ljósm. -Atli.
Nýr bíll
fyrir
borgar-
stjórann
Keypt hefur verið ný bifreið fyrir
borgarstjórann í Reykjavík og í
gær var „gamla“ borgarstjórabif-
reiðin sem er þriggja ára seld hjá
Innkaupastofnun Reykjavíkur.
Nýi borgarstjórabíllinn er Bu-
ick, árgerð 1983 og kostar að sögn
sölumanns hjá Sambandinu ekki
undir miljón í dag. Bíllinn kom
hins vegar rétt fyrir gengisfellingu
og lagði sig þá á um 860 þúsund.
„Gamli" borgarstjórabfllinn var
Chevrolet Caprice, árgerð 1980.
Trésmiðir
F ordæmir
bráða-
birgðalögin
Reglur á morgun
„Tillögur Húsnæðismálastjórn-
ar eru komnar fram og ég hugðist
leggja þær fram á ríkisstjórnarf-
undinum í morgun, en honum var
frestað, og næsti fundur er á
fímmtudag. Þá ættu þessi mál að
vera kominn á hreint“, sagði Alex-
ander Stefánsson félagsmálaráð-
herra við blm. Þjv. í gær um út-
færslu bráðabirgðalaga rflris-
stjórnarinnar um frestun 25% af
íbúðalánum.
Ein af fáum ráðstöfunum sem
draga á úr leiftursóknaráhrifum
kjaraskerðinga ríkisstjórnarinnar
er frestan fjórðungs íbúðalána
afturfyrir núgildandi greiðslutíma,
og á þessi frestun að ná til bæði
húsnæðismálastjórnarlána, banka-
lána og lána frá öðrum lánastofn-
unum. Lán til verkamannabústaða
eru hér innifalin. Þessi frestun
tekur yfir venjulegar afborganir,
vexti og verðryggingar.
Félagsmálaráðherra sagði að
samstarfsnefnd á vegum lánastofn-
ana væri nú að ganga frá tækni-
legum atriðum við þetta, og vænti
hann þess að þessi frestun yrði gerð
lántökum sem fyrirhafnarminnst.
Gert er ráð fyrir að sérstök eyðu-
blöð liggi frammi á lánastofnunum
fyrir lántaka íbúðalána til að fá
þessa frestun. Frekari frétta er að
vænta eftir ríkisstjórnarfund á
fimmtudagsmorgun.
í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er gert ráð fyrir að þeir sem
eru að byggja eða kaupa í fyrsta
sinn fái lán sem nemur 50% af
verði (núverandi) staðalíbúðar.
Félagsmálaráðherra sagði að vinna
við frágang þessa loforðs væri haf-
in, og stefnt að því að leggja fram
frumvarp um þetta í byrjun næsta
reglulegs þings. Byggt yrði á því
frumvarpiýsem fyrrverandi félags-
málaráðherra lagði fram í vetur,
„og settir inní það gjaldaliðir",
einsog Alexander komst að orði,
en frumvarp Svavars Gestssonar
dagaði upp í þinginu vegna and-
stöðu þáverandi stjórnarandstöðu
og samstarfsaðila í stjórn við fjár-
öflun til þessa með skyldusparnaði
hátekjumanna. -m
„Fundurinn lýsir fyllstu and-
stöðu sinni við nýsamþykktar efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar,
sem hafa það að megin markmiði
að skerða kaupmátt Iaunafólks“,
segir í samþykkt trúnaðarmanna-
ráðs Trésmiðafélags Reykjavíkur,
sem Þjóðviljanum barst í gær.
Fundurinn fordæmir harðlega
lagasetningu um afnám samnings-
réttar verkafólks og bendir á að
frjáls samningsréttur er einn helg-
asti réttur almennings í öllum lýð-
frjálsum löndum. Þá segir í lok
samþykktar Trésmiðafélags
Reykjavíkur að fundurinn hvetji
verkafólk til samstöðu um að verja
félagsleg og efnahagsleg réttindi
sín, sem nú sé vegið að með hörð-
ustu aðgerðum sem þekkst hafa í
áratugi.
-v.
Ályktun stjórnar og samninganefndar BSRB gegn kjaraskerðingarlögum ríkisstjórnarinnar
Gróflegt brot á lýðræði
Sameiginlegur fundur stjórnar
og samninganefndar B.S.R.B.
mótmælir harðlega afnámi samn-
ingsréttar samtaka launafólks
framt til 1. febrúar 1984 og
skerðingu hans í tvö ár, til 1. júní
1985. Akvæði nýsettra bráða-
birgðalaga um þetta jafngildir því
að banna starf verkalýðs-
hreyfíngarinnar.
Slík skerðing á almennum
mannréttindum er gróflegt brot á
því lýðræði, sem við byggjum
þjóðfélag okkar á. Hér er um
sjálfan grundvöll lýðræðisins og
frjálsrar verkalýðshreyfingar að
tefla.
Gera verður þá kröfu að Al-
þingi taki afstöðu til þessa grund-
vallaratriðis lýðræðisins nú þegar
í sumar. Ákvörðun Alþingis get-
ur skipt sköpum um efnahags-
ráðstafanir framtíðarinnar og því
nauðsynlegt að landsmenn haldi
vöku sinni. Jafnframt ber að
rannsaka, hvort skerðing þessi á
starfsréttindum almannasamtaka
sé ekki brot á stjórnarskránni og
alþjóða samþykktum sem ísland
er aðili að.
Þær efnahagsráðstafanir, sem
nú hafa verið gerðar munu um
næstu áramót hafa valdið a.m.k.
30% kjaraskerðingu frá þeim
kaupmætti sem var á árinu 1982.
Þetta samsvarar því, að sú
kaupmáttaraukning launa, sem
B.S.R.B. hefur náð fram síðan
samningsréttur samtakanna
fékkst 1962, sé nú afmáð.
Til þess að ná sama kaupmætti
launataxta og var á árinu 1982
þyrfti því á næsta ári yfir 40%
launahækkun.
Þær efnahagsráðstafanir, sem
nú hafa verið gerðar, eru einhliða
byggðar á skerðingu kaupmáttar
almennings, en verðlag látið
óheft. Vísitölubætur á laun eru
afnumdar en vísitölutenging á
lánum látin haldast.
Landbúnaðarvörur hafa þegar
hækkað um 22-33% og innfluttar
vörur um 20%. Skriða hækkana
opinberrar þjónustu er þegar far-
in af stað með hækkun orku-
verðs.
Eftir þessar ráðstafanir er full
ástæða til að óttast, að hér á landi
skapist tvíþætt vandamál. Er hér
átt við hina stórfelldu lífskjarask-
erðingu launafólks og auk þess
hættu á samdrætti á öllu atvinnu-
lífi landsmanna og þar með
atvinnuleysi.
í gildandi kjarasamningum
B.S.R.B. er heimild til uppsagn-
ar kaupliða samninganna, með
eins mánaðar fyrirvara, ef vísitöl-
ubætur á laun verði skertar.
Einnig þetta samningsákvæði er
nú afnumið með bráðabirgðalög-
unum.
Fordæmin fyrir öllum þessum
yfirtroðslum er að finna í ríkjum
einræðis og herstjórna.
Sameiginlegur fundur stjómar
og samninganefndar B.S.R.B.
vísar til samhljóða og einróma ál-
yktana stjórna B.S.R.B. og
A.S.Í. 10. maí 1983 um aðrar
leiðir til lausnar vandans í efna-
hagsmálum en hinnar hefðbund-
nu kjaraskerðingar. I þessari
sameiginlegu ályktun fjölmenn-
ustu heildarsamtaka launafólks
var því lýst yfir að verkalýðshrey-
fingin liti svo á, að fmmskylda
efnahagsstjómar væri að tryggja
fulla atvinnu og að verðbólgan
yrði ekki læknuð með stórfelldi
kjaraskerðingu 1. júní og 1. sept-
ember þ.á..
Stjómir B.S.R.B. og A.S.Í.
bentu á nokkur meginatriði til
lausnar vandanum sem um-
ræðugrundvöll. Þá var þeirri ein-
dregnu áskorun beint til stjóm-
valda og stjórnmálaflokka, að nú
yrði brotið blað í efnahagsstjóm
og að sem víðtækastri samstöðu
yrði náð um stefnu, sem tæki tillit
til sjónarmiða verkalýðshreyfing-
arinnar.
Því miður var ekki tekið tillit til
þessara ályktana.
Fundurinn samþykkir að segja
upp gildandi kjarasamningum.
Jafnframt verði félagsmönnum
kynntar afleiðingar þeirra harka-
legu aðgerða, sem í bráðabirgða-
lögunum felast.
I haust verði m.a. efnt til víð-
tækra fundahalda til að fjalla um
kjaraskerðinguna, það bann,
sem sett hefur verið á samning-
afrelsið í landinu svo og kröfur og
stöðu samtakanna.
Með þessum fundahöldum
verði kannað viðhorf félags-
manna, sem samtökin hljóta að
hafa að leiðarljósi við ákvarðana-
töku á bandalagsráðstefnu í
kjölfar hinna almennu funda.