Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1983.
ÚR
FRÉTTABRÉFI
ASÍ
EFNAHAGSRÁÐSTAFANIR
Ný ríkisstjórn.
Ný ríkisstjórn undir forsæti Steingríms Hermannssonar
tók við völdum þann 26. maí sl. Daginn eftir voru sett fimm
bráðabirgðalög um efnahagsmál o.fl., sem nánar eru kynnt í
þessu fréttabréfi.
Fyrsti hluti stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar ber yfir-
skriftina „Grundvöllur efnahagsstefnunnar“, og hljóðar
þannig í heild sinni:
„Festa verði sköpuð með raunhæfri gengisstefnu, sem
ásamt aðhaldssamri fjármála- og peningastefnu myndi
umgerð ákvarðana í efnahagslífinu.
Aðilar vinnumarkaðarins beri ábyrgð á samningum um
kaup og kjör í ljósi hinnar opinberu stefnu í gengis og
kjaramálum."
Þau meginatriði stjórnarstefnunnar sem beinast snúa að
verkalýðshreyfingunni eru:
1. Afnám samningsréttar til janúarloka
1984.
2. Bann við greiðslu verðbóta fram til l.júní
1985.
3. Ríkisstjórnin sendir vérkalýðshreyfíng-
unni viðvörun um að nýir kjarasamningar
skuli vera í samræmi við stefnumið ríkis-
stjórnarinnar.
Ástand efnahagsmála
Stjórnvöld skírskota mjög til bágs ástands í efnahagsmál-
um til varnar harkalegum aðgerðum á sviði launamála. í
ályktun miðstjórnar ASÍ frá 17. maí sl. kom fram að við
verulegan vanda er að etja á sviði efnahags- og atvinnumála.
Með þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hefur nú opinberað,
er þessi vandi hins vegar málaður dekkri litum en nokkur
rök fá stutt. í þessu sambandi skal á það minnt, að í síðustu
skýrslu Þjóðhagsstofnunar frá í apríl kom fram það mat
stofnunarinnar, að rúrnun þjóðartekna á mann 1982 og
1983 myndi verða 8-9%. I sömu skýrslu kom fram að
heildartekjur heimilanna að frédregnum beinum sköttum
myndu á sama tímabili rýrna um 9-10% að öllu óbreyttu.
Síðasta spá Þjóðhagsstofnunar gerði ráð fyrir því, að
viðskiptahalli yrði um 4% á þessu ári. Var þá þegar-fyrirsjá-
anlegur verulegur bati í því efni, en í október 1982 áætlaði
stofnunin að viðskiptahallinn myndi nema um 10% af
þjóðarframleiðslu á yfirstandandi ári.
í aprílskýrslu Þjóðhagsstofnunar er að
finna eftirfarandi mat:
Rýrnun þjóðartekna á mann árin 1982 og
1983: 8-9%
Rýrnun ráðstöfunatekna árin 1982 og
1983: 9-10%
Fullyrða má að verðlagsþróunin hafi verið
vanmetin í þessari spá og rýrnun ráðstöfunar-
tekna að sama skapi.
Á aðalfundi VSÍ, sem haldinn var 3. maí sl., sagði Jón
Sigurðsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar m.a.:
„Um þessar mundir - þ.e. áður en til framkvæmda koma
innlendar hækkanir um næstu mánaðamót - virðist geng-
isskráning ekki óhagkvæm fyrir flestar greinar útflutnings
og samkeppnisatvinnuvega. Rekstrarvandi þeirra er nú
fyrst og fremst fjármagnsskortur vegna síhækkandi verð-
lags.“
Hér skal einnig vitnað til maíheftis Hagtalna mánaðarins
en þar kom fram að raungengi krónunnar var á 1. fjórðungi
ársins 9.7% lægra en í fyrra og 17% lægra en 1981 og reyndar
lægra en það hefur verið frá 1971. Síðan segir:
„Þessar staðreyndir sýna, að
mjög langt hefur verið seilst að
undanförnu í notkun gengisins
til að mæta viðskiptahalla og
erfiðleikum útflutnings og
samkeppnisgreina. “
Því ástandi, sem svo er lýst,
hefur nú verið mætt með eftirfar-
andi aðgerðum.
1. Gengisfellingu, sem leiðir til
þess að verð erlends gjaldeyris
hækkar um 17-18% í kjölfar
mikils gengissigs tímabilið á
undan.
2. Niðurtalningu kaupmáttar,
sem um áramót verður þreföld
á við rýrnun þjóðartekna á
mann sl. 2 ár, eða 27-28% á
móti 8-9% rýrnun þjóðartekna
á mann.
Aftur um
þrjá áratugl
Aðgerða var þörf til þess að
vinna gegn verðbólgu. Aðgerða
var þörf til þess að treysta
atvinnu. Þær aðgerðir, sem ríkis-
stjórnin hefur nú gripið til, eiga
sér hins vegar engar efnahags-
legar forsendur þegar á það er
litið, að með þeim verður
kaupmáttur kauptaxta keyrður
18-20% niður fyrir það sem hann
hefur lakastur orðið undanfarin
12 á'r. Gangi þessar aðgerðir fram
óbreyttar, mun verkafólk þurfa
að ná fram um 40% hækkun
kaupmáttar launa í byrjun næsta
árs til þess að ná kaupmáttarstigi
ársins 1982 á nýjan leik. Með
aðgerðunum næst tímabundinn
árangur gegn verðbólgu, en sá ár-
angur er allur keyptur með
kaupmáttarskerðingu, hrikalegri
en verkalýðshreyfingin hefur
áður mætt. Aðgerðir á öðrum
sviðum efnahagsmála víkja nú
sem fyrr. Aðgerðir á sviði atvinn-
umála eru um flest óljósar, en sú
kaupmáttarrýrnun sem ríkis-
stjórnin stefnir nú að, leiðir af sér
hættu á hruni á ýmsum sviðum,
svo sem í iðnaði, þjónustu, versl-
un og á sviði íbúðabygginga. Á-
hrif þess á atvinnuástand geta
orðið geigvænleg.
Næstlægsti taxti m.
fullri aldursh.
Kaupmáttur
Ár stig
1939 54
40 52
41 55
42 66
43 85
44 84
45 84
46 85
47 88
48 84
49 85
1950 75
51 71
52 71
53 76
54 76
55 80
56 81
57 80
58 81
59 84
1960 82
61 82
62 81
63 81
64 83
65 86
66 90
67 91
68 84
69 /■ 80
1970 86
71 92
72 102
73 102
74 103
75 94
76 90
77 99
78 109
79 106
1980 101
81 101
82 100
83 l.fj. 92
«6 2.fj. 85
ii 3.fj. 78
ii 4.fj. 74
í ályktun miðstjórnar Alþýðusambands íslands frá 10.
maí sl. segir m.a. um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir:
„Verulegar blikur eru nú á lofti í atvinnumálum. Aflasam-
dráttur, stöðvun og frestun verklegra framkvæmda á vegum
einstakíinga og opinberra aðila teiknar til erfiðleika í atvinn-
umálum nú á næstu mánuðum. Qegn þessum erfiðleikum
verður að snúast. Verkalýðshreyfingin lítur svo á, að frum-
skylda stjórnvalda á sviði efnahagsstjórnar sé að tryggja
fulla atvinriu. Ánauð atvinnuleysis er böl, sem bægja verður
frá. Miðstjórn Alþýðusambands. íslands leggur þunga
áherslu á, að lausn þessa vanda getur í höfuðatriðum farið
saman við lausn þess almenna vanda sem við er að glíma í
efnahagsstjórn. Verðbólgan verður ekki læknuð með rot-
höggi 1. júní eða 1. september. Hún verður ekki læknuð
með aðgerðarleysi atvinnuleysis. Gegn vandanum verður að
ráðast með virkri atvinnuuppbyggingu sem kjarna nýrrar
efnahagsstefnu. Þjóðin verður að vinna sig út úr vandanum
en hörfa ekki á vit samdráttar, langvinnrar lífskjaraskerð-
ingar og atvinnuleysis.
I þessu sambandi bendir miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands m.a. á eftirfarandi:
- Skipulega verði unnið að hagnýtingu orkuauðlinda
landsins samhliða uppbyggingu stóriðnaðar og eflingu
annarrar atvinnustarfsemi.
- Starfsskilyrði íslensks iðnaðar verði bætt og hagræðing
aukin. Útflutningsgreinar almenns iðnaðar verði efldar
og sett ákveðin stefnumörk um markaðshlutdeild ein-
stakra samkeppnisgreina á innlendum markaði.
- Samræmt verði skipulag veiða og vinnslu. Lögð verði
áhersla á aukin gæði og fullvinnslu sjávarafurða innan-
lands, markaðsleit og uppbyggingu nýrra markaða.
- Framleiðsla landbúnaðarvara miðist við þarfir innlends
markaðar og stefnt verði að aukinni hagkvæmni í fram-
leiðslu og vinnslu landbúnaðarvara.
- Skipulag opinberrar þjónustu verði bætt þannig að betri
þjónusta náist með minni tilkostnaði.
- Áhersla verði iögð á hagræðingu í bankastarfsemi, versl-
un og annarri þjónustu.
- Fjárfestingarlánasjóðir verði sameinaðir og fjármagni
beint í þær framleiðslugreinar og til þeirra fyrirtækja sem
best nýta það til atvinnuuppbyggingar og hagræðingar.
- Skipuleg úttekt fari fram á atvinnumálum með sérstakri
hliðsjón af áhrifum nýrrar tækni á mannafla.
Markmiðin eru fleiri og röð þeirra skiptir ekki meginmáli.
Árangurinn er ekki ákvarðáður af upptalningunni, heldur af
raunhæfri framkvæmd. Nýsköpun arðbærrar atvinnustarf-
semi er frumnauðsyn, ef ekki á að koma til atvinnuleysis, og
hún er jafnframt forsenda þess að árangur náist í baráttu við
verðbólgu.
Miðstjórn Alþýðusambands íslands beinir þeirri ein-
dregnu áskorun til stjórnvalda og stjórnmálaflokka, að nú
verði brotið blað í efnahagsstjórn, og að sem víðtækastri
samstöðu verði náð um stefnu, sem taki tillit til sjónarmiða
verkalýðshreyfingarinnar.
Bráðabirgðalögin
1. Helstu efnisatriði bráðabirgðalaganna um launamál eru:
- Verðbótaákvæði í kjarasamningum og í svonefndum
Ólafslögum eru felld niður á tímabilinu 1. júní 1983 -
31. maí 1985.
- Bannað er að greiða verðbætur á laun hverju nafni sem
nefnast.
- Maflaun skulu hækka um 8% frá og með 1. júní 1983. Þó
hækka lágmarkstekjur um 10%. Þann 1. október n.k.
hækka laun um 4%. Frekari launahækkanir eru bann-
aðar fram til 31. janúar 1984, ef undan eru skildar
starfsaldurshækkanir og aðrar persónubundnar launa-
breytingar.
Frá lagalegu sjónarmiði verða lög þessi að teljast söguleg,
þar sem með þeim er í fyrsta skipti frá 1942 gerð tilraun til
þess að banna launahækkanir umfram tiltekin mörk.
Reyndar er gengið lengra en 1942, en þá var möguleiki á
leiðréttingum. Frjáls samningsréttur er beinlínis afnuminn
um sinn og í stjómarsáttmála eru verkalýðshreyfingunni
lagðar lífsreglur um næstu samninga.
2. Helstu efnisatriði bráðabirgðalaga um „mildandi ráðstaf-
anir“ eru:
- Sérstakur persónuafsláttur af tekjuskatti verður kr.
1.400 á þessu ári.
- Sérstakar barnabætur verða greiddar, kr. 3.000 á árinu
fyrir hvert barn sem var innan 7 ára aldurs við sl. ára-
mót.