Þjóðviljinn - 08.06.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. júní 1983.
ALÞYÐUBANDALAGIÐ
Helgi Seljan
Alþýðubandalagið á Seyðisfirði
- Félagsfundur
Alþingismennirnir Hjörleifur Guttormsson og Helgi Seljan koma á félags-
fund sem haldinn verður í Barnaskólanum á Seyðisfirði í kvöld, 8. júní kl.
20.30. Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Neskaupstaður aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Neskaupstað verður haldinn í Egilsbúð í
kvöld þriðjudagskvöld 7. júní og hefst kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Hjörleifur Guttormsson ræðir stöðuna við stjórnarskipti.
3. önnur mál.
Félagar, fjölmennið.
Stjórnin.
Alþýðubandalagið Hafnarfirði
Gönguferð á Keili
Laugardaginn 11. júní nk. efnir ABH til gönguferðar á Keili. Lagt verður af
stað frá Strandgötu 41 (Skálanum) kl. 13.00. Ekið verður með rútu að
heppilegum upphafsgöngustað. Gangan á fjallið er ekki erfið og er allt í lagi
að taka börn með allt niður í 8 ára aldur. Ef einhverjir vilja fara í minni göngu
geta þeir gengið við rætur Keilis meðan hinir klöngrast upp.
Heim verður haldið kl. 17.30. Göngustjóri er Kristján Bersi Ólafsson
skólameistari. Komið vel skóuð og nestuð. Munið eftir sönqbók MFA
Stjórn ABH.
Hjörleifur
Guttormsson
Alþýðubanda-
lagið
Austurlandi________________________
Ráðstefna
á Hallormsstað
2. - 3. júlí 1983
Meðal málaflokka sem fyrirhugað er að ræða á ráðstefn-
unni eru: Störf og stefna AB. - Skipulagsbreytingar AB.
- Jafnréttismál. - Sveitarstjórnarmál. - Umhverfismál -
Æskulýðs- og íþróttamál.
Dagskrá (drög):
2. júlí: Skógarganga fyrir hádegi - Framsöguerindi eftir
hádegi. - Kvöldvaka.
3. júlí: Starfshópar - Umræður. - Ráðstefnuslit kl. 16.00.
Gisting á hóteli og í skóla.
Takið fjölskylduna með í fagurt umhverfi.
Tilkynnið þátttöku sem fyrst til framkvæmdastjórnar:
Einars Más Sigurðarsonar, Neskaupstað, sími 7468.
Jórunnar Bjarnadóttur, Eskifirði, sími 6298.
Kristins Árnasonar, Egilsstöðum, sími 1286.
í>au veita nánari upplýsingar.
Hittumst á Hallormsstað.
Stjórn Kjördæmisráðs.
Fyrsta stjórn Málmsuðufélags íslands talið frá vinstri, Pétur Sig-
urðsson, Sigurður Erlendsjon, Elías Gunnarsson, Bjarni Thor-
oddsen, Kristinn Sigurðsson. Á myndina vantar Jóhann Hopkins °8
Eirík Orm Víglundsson.
Málmsuðufélag
Islands stofnað
Þjóðleikhúsið
Grasmaðkur
I síðasta sinn
Nú líður að lokum lcikársins í
Þjóðleikhúsinu og síðustu sýningar
vetrarins framundan. Laugardag-
inn 11. júní gefst allra síðasta tæki-
færið til þess að sjá nýjasta leikrit
Birgis Sigurðssonar, Grasmaðk, og
skal tekið fram að verkið verður
ekki á verkefnaskrá ieikhússins í
haust.
Grasmaðkur er sem kunnugt er
fjórða leikrit Birgis Sigurðssonar,
fyrri verkin eru Pétur og Rúna, Sel-
urinn hefur mannsaugu og Skáld-
Rósa. Grasmaðkur er fjölskyldu-
drama og gerist í Reykjavík okkar
daga. Sýning þessi hefur hlotið
góða dóma og þykir mest um vert
að hér er bjartsýnisverk á ferðinni,
þó svo lýst sé hjónabandsvíti og
heift þess og hatri af miskunnar-
leysi.
Leikstjóri þessarar sýningar er
Brynja Benediktsdóttir, leikmynd
og búninga gerir Ragnheiður Jóns-
dóttir myndlistarmaður, en lýsingu
annast Árni Baldvinsson.
Gísli Alfreðsson og Margrét
Guðmundsdóttir fara með stærstu
hlutverkin og með önnur hlutverk
fara Sigurður Sigurjónsson og
Hjalti Rögnvaldsson og þær Hall-
dóra Geirharðsdóttir og María Dís
Cilia skipta með sér hlutverki ung-
lingstúlkunnar á heimilinu. Þess
má og geta hér að Hjalti Rögn-
valdsson mun á næstunni starfa
með Leikfélagi Akureyrar og
leikur því ekki hér í Reykjavík í
bráð.
Síðasta sýningin er sem fyrr segir
laugardaginn 11. júní og hefst kl.
20.00.
Nýtt tímarit
Kennarasambands
íslands og
kennarafélagsins.
Ný
menntamál
Út er komið nýtt tímarit sem ber
heitið Ný menntamál. Útgefendur
eru Kennarasamband íslands og
Hið íslenska kennarafélag en innan
vébanda þeirra eru kennarar í
grunnskólum og framhaldsskólum.
Meginhlutverk tímaritsins er að
fjalla um málefni kennarastéttar-
ijnnar og greina frá því sem mark-
Vert þykir á sviði uppeldis- og
skólamála. Ritinu er einnig ætlað
iað stuðla að skoðanaskiptum um
menntamál - í víðtækri merkingu
þess orðs - og koma hugmyndum
og sjónarmiðum sem flestra á
framfæri. KÍ og HÍK greiða áskrift-
argjöld fyrir hönd félagsmanna,
sem hafa fengið ritið sent, en það
er nú einnig til sölu í bókaversl-
unum.
í fyrsta tölublaði fer mest fyrir
greinaflokki um vinnuskipan kenn-
ara og vinnuálag í kennslustarfinu. t
Birna Sigurjónsdóttir kennari ritar
grein um það efni. Ýmsar aðrar
greinar og viðtalsþættir eru í
blaðinu auk fastra liða sem ætlunin
er að verði í hverju tölublaði.
Ritstjóri Nýrra menntamála er
Stefán Jökulsson en í ritnefnd sitja
Anna Jóelsdóttir, Guðrún
Friðgeirsdóttir, Heimir Pálsson,
Ingvar Sigurgeirsson og Jón Bald-
vin Hannesson. Varamenn eru þau
Helga G. Halldórsdóttir og Viðar
Rósmundsson.'
Stjórn Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík samþykkti eftir-
farandi ályktun á stjórnarfundi
hinn 2. júní sl.:
Stjórn Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík lýsir yfir fullum
stuðningi við stofnun Friðarhreyf-
ingar íslenskra kvenna. Hún vonar
að starfsemi hreyfingarinnar svo og
friðarhreyfinga um allan heim beri
ríkulegan ávöxt sem fyrst, í þágu
friðar til handa öllu mannkyni.
Jafnfrámt vonar stjórnin að sam-
starf þessara hópa, þ.e.
Friðarhreyfingar íslenskra kvenna
og Félags ungra jafnaðarmanna í
Á aðalfundi Sambands garð-
yrkjubænda, sem haldinn var í
Bændahöllinni fyrir skömmu, kom
fram veruleg gagnrýni á Stofnlána-
deild landbúnaðarins vegna
þeirrar ákvörðunar hennar að lána
ekki til nýrra gróðurstöðva í ár. í
framhaldi af þeim umræðum var
eftirfarandi tillaga samþykkt:
Aðalfundurinn,.... „samþy kkir
að fela stjórn S.G. að ræða við
stjórn Stofnlánadeildar landbún-
aðarins um lánveitingar til garðyr-
kjunnar með það að markmiði, að
tryggja ákveðnari úthlutunarreglur
á hverjum tíma í samráði við Sam-
band garðyrkjubænda“.
Miklar umræður urðu og um
tengsl garðyrkjubænda við Stéttar-
samband bænda og Framleiðslu-
ráð. Þótti fundarmönnum sem
garðyrkjubændur væru nokkuð af;
skiptir í þessum aðalsamtökum
Reykjavík, geti orðið sem nánast
og best í baráttunni fyrir friði.
Stofnað hefur verið Málmsuðu-
félag íslands, en það er félag áhug-
amanna og fyrirtækja sem vilja
stuðla að þróun málmsuðu á Is-
landi.
Á fjölmennum stofnfundi sem
haldinn var í apríl si. var kosin
stjórn og samþykkt lög félagsins.
Stofnfélagar geta allir þeir orðið
sem ganga í félagið á árinu.
Heimilsfang þess er: Málmsuðufé-
lag íslands, P.O. Box 10195 130
Reykjavík.
bænda og vildu að fulltrúar garð-
yrkjubænda sætu aðalfundi Stétt-
arsambandsins með fullum réttind-
um. Fyrir því var samþykkt eftir-
farandi tillaga:
„Aðalfundurinn beinir því til
stjórnar S.G. að kanna á hvern veg
aðild garðyrkjubænda að almennu
bændasamtökunum megi verða
stéttinni að sem mestu gagni. Enn-
fremur hvort ekki megi finna önn-
ur form á greiðslum garðyrkju-
bænda á sjóðagjöldum, þar sem
tekið er tillit til sérstöðu garðyrkju-
bænda innan bændastéttarinnar,
(sérstaklega Stofnlándeildar-
gjöld). Einnig að fylgja því eftir við
Framleiðsluráð að allir aðilar sitji
við sama borð um greiðslu gjalda
til búnaðarsamtakanna".
Formaður Sambands garðyrkju-
bænda var endurkjörinn Kristján
Benediktsson í Víðigerði.
-mhg
Göngudagur
fjölskyldunnar
Ungmennafélag íslands og
Mjólkurdagsnefnd hafa samvinnu
um sérstakan göngudag fjölskyld-
unnar hinn 12. júní nú í ár, með
hliðstæðu fyrirkomulagi og í fyrra.
Á vegum héraðssambandanna
verða valdar gönguleiðir og á veg-
BEINN í BAKI
- BELTIÐ
SPENNT
UMFERÐAR
um ungmennafélaganna verða sér
stakir umsjónarmenn, sem sjá un
allar framkvæmdir.
Þátttakendur í göngunni mum
fá mjólkurdrykki til að svala sér i
og til styrktar í leiðangrinum
Munu mjólkurbúin á hverju svæð
sjá um það.
Hver þátttakandi í göngunn
mun fá númer í barminn. Ut verðu:
dregið eitt „lukkunúmer“ fljótlegí
að lokinni göngu. Þeim eða þeirr
sem það númer ber, verður boðic
að dvelja vikutíma á sveitaheimili
ásamt félaga eða maka. Heimilic
getur viningshafi valið úr bækling
„Ferðaþjónustu bænda“. Þar ei
skrá yfir öll þau sveitaheimili, sen:
taka á móti ferðafólki til dvalar i
lengri eða skemmri tíma.
Aðalfundur Félags garðyrkjubænda
Gagnrýnir
stofnlánadeild
-mhg